SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 44

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 44
44 3. júlí 2011 Charlie Huston - The Mystic Arts of Erasing All Signs of Death bbbnn Þetta er ekki alveg nýr reyfari, um það bil árs- gamall, en vel þess virði að lesa hann þrátt fyrir það. Í sem skemmstu máli segir hann frá ung- menni sem glímir við áfallastreituröskun og birtist í því að piltur bítur af sér alla sem sýna honum hlýju eða vináttu. Fyrir vikið er hann nánast vinalaus orðinn þegar hann ræður sig í vinnu við það að þrífa upp eftir andlát, hreinsa til í húsum þar sem einhver hefur svipt sig lífi, eða verið myrtur eða orðið bráðkvaddur og síðan legið og rotnað dögum eða vikum saman. Þessi ógeðfellda vinna verður til þess að hann finnur ró í sinni, en líka spilar þar inn í að hann fellur fyrir dóttur eins fórnarlambsins, sem hann hefði reyndar betur látið ógert eins og kemur í ljós. Ekki vantar viðbjóð í bókina, eins og efni hennar gefur til kynna, og ekkert er dregið undan í lýsingum á þrifum og útmokstri á ógeði. Hún er þó skemmtileg aflestrar þó fléttan sé fullsnúin og persónur ekki sannfærandi. Denise Mina - The End of the Wasp Season bbmnn Denise Mina er ný stjarna á síbreytilegri festingu breskra glæpasagnahöfunda. Hún er skosk og ekki langt frá öðru skoskum reyfarahöfundum, yfirbragðið drungalegt, ofbeldið raunsæislegt og fráhrindandi og allar persónur, hvort sem þær eru vænar eða illar, meingallaðar. Svo er farið, til að mynda, með sögupersónuna Alex Morrow, kasólétt og eitursnjöll, ekki bara með mikla ályyktunargáfu, heldur og mikill mannþekkjari og eftirtektrarsöm. Hún er líka nösk á mann- fólkið, sér inn í innstu kima sálarkytrunnar. Þar sem hún glímir við sálarflækjur sjálf, komin af vondu fólki og á bróður sem er erki- skúrkur, hefur hún líka skilning á ágöllum annarra og á því auðvelt með að sjá í gegnum fingur sér með það sem ekki skiptir máli við framgang sakamálsins. Því er ég svo langorður um Morrow að bókin er eiginlega meira og minna um hana, því þó að hún sé að fást við grimmdarlegt morð sem tengist sjálfsvígi forsmáðs brak- úna, þá fer mikið púður í að greiða úr flækjunum í kollinum á Morrow. Sumum finnst það kannski galli, en öðrum kostur. Hvað mig varðar þá fannst mér bókin vel heppnuð og flækjan snúin, en að því sögðu þá er ég orðinn frekar leiður á hörmulega hörmulegu lífi fólks norðan við Tyne-fljót, eða eins og því er gjarnan lýst í skoskum reyfurum, ekki síst þegar við bætist að lögregluforingjar þar eru illa gefnir og illgjarnir, og því verri sem þeir eru hærra sett- ir. Dæmi um það hve allir eru vondir þar fyrir norðan er siðblind morðóð ungmenni, vergjörn og illa innrætt barnfóstra, drykkfelld móðir, ágjörn hjákona, drykkfelldur prestur og svo má lengi telja. Úff! Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Worth Dying For - Lee Child 2. Fall of Giants - Ken Follett 3. Postcard Killers - Patterson & Marklund 4. The Cobra - Frederick Forsyth 5. Tigerlily’s Orchids - Ruth Rendell 6. The Ice Princess - Camilla Läckberg 7. Exposed - Liza Marklund 8. Happy Ever After - Nora Roberts 9. That Perfect Someone - Johanna Lindsey 10. Mini Shopaholic - Sophie Kinsella New York Times 1. The Help - Kathryn Stockett 2. Against All Enemies - Tom Clancy 3. Water For Elephants - Sara Gruen 4. One Summer - David Baldacci 5. A Game of Thrones - George R.R. Martin 6. State of Wonder - Ann Patchett 7. Carte Blanche - Jeffery Deaver 8. 10th Anniversary - James Patterson & Maxine Paetro 9. Buried Prey - John Sandford 10. Folly Beach - Dorothea Benton Frank Waterstone’s 1. Lord of the Flies - William Golding 2. The Short Second Life of Bree Tanner - Stephenie Meyer 3. Breaking Dawn - Stephenie Meyer 4. A Dance with Dragons - George R.R. Martin 5. Passion - Fallen - Lauren Kate 6. The Girl Who Kicked the Hor- nets’ Nest - Stieg Larsson 7. Kiss of Death - Rachel Caine 8. Midnight - L.J. Smith 9. The Lost Symbol - Dan Brown 10. Heartstone - C.J. Sansom Bóksölulisti Lesbókbækur S agnabálkur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann hefur verið endurútgefinn í kilju. Þetta mikla verk, í þremur bindum, kom út á árunum 1955-1983 og eins og Vésteinn Ólason hefur sagt er það eitt af öndvegisverkum íslenskrar skáld- sagnagerðar. Tvö fyrstu bindin, Gangvirkið og Seiður og hélog, voru endurútgefin í kilju árið 2008 og nýlega kom út lokabindið, Drekar og smáfuglar. Samanlagt eru bækurnar tvær rúmar 1.100 síður og í káputexta er vitnað til umsagn- ar metsöluhöfundar Íslands, Arnaldar Indriða- sonar, sem segir bálkinn vera eitt af meist- araverkum 20. aldarinnar. Höfundurinn sagði sjálfur að ritun bálksins hefði verið ein mesta þolraun sem hann hefði lent í á ritferli sínum. Og svosem engin furða að ritunin hafi tekið toll af höfundinum því bálkurinn er eitt metn- aðarfyllsta verk íslensks rithöfundar á 20. öld. Verkið gerist að mestu á fimmta áratug 20. aldar og lýsir samfélagsbreytingum á Íslandi, hernámi, lýðveldisstofnun og inngöngu í Atl- antshafsbandalagið, en einnig veigamiklum breytingum í menningu og lífsháttum þjóðar þar sem erlendir straumar taka við af gömlum þjóðlegum gildum. Aðalpersónan er Páll Jónsson, sem skráir minningar sínar á síðkvöldum. Hann minnist þess tíma þegar hann, ungur piltur, reikull í ráði og saklaus, eins og hann segir sjálfur, alinn upp í litlu sjávarþorpi fluttist til Reykjavíkur þar sem hann fékk vinnu á tímaritinu Blysfara. Þar hóf hann störf í þeirri bjartsýnu trú að hann myndi fjalla um bókmenntir, listir og menning- armál, en flest fór þar öðruvísi en hann ætlaði, því tímaritið reyndist vera afþreyingartímarit sem elti tískustrauma. Loks fór svo að Páll var rekinn úr starfi eftir að hafa fylgt samvisku sinni og sannfæringu. Verkið er að hluta til þroskasaga Páls sem á í stöðugri baráttu við að halda sál sinni óspilltri í solli borgarinnar og eins og í svo mörgum ágætum sögum hefur hann hina heiðarlegu og góðu ömmu sína sem fyrirmynd því það var hún sem lagði honum lífsreglurnar á uppvaxt- arárum hans. Verkið einkennist allt af virðingu og hlýju í garð alþýðufólks, sem er heiðarlegt og vinnusamt og trúir á gróin gildi. Andúð höf- undar á yfirborðsmennsku, prjáli og auðsöfnun er ætíð greinileg. Það er hins vegar til marks um hæfni höfundarins að sterkur siðferðis- boðskapur yfirkeyrir ekki verkið heldur umlyk- ur það á sérkennilega notalegan hátt. Það er sterk fegurðarþrá í þessu mjög svo vel skrifaða verki, ást á nátturinni, landinu og góðum list- um. Leiðarstef verksins endurspeglast um margt ágætlega í þessum orðum aðalpersónunnar, Páls: „Tilfinningar mínar eru bundnar við ætt- jörð okkar, fegurð hennar og tign, bundnar við þá sem mér þykir vænt um lífs og liðna, bundnar við það sem ég hef lesið og dáðst að, horft á eða hlustað á, hrifist af og viljað tileinka mér.“ Í verkinu segist Páll nokkrum sinnum hafa framið glæp og einnig kemur fram að hin gáfaða og vel gerða kona hans er af mörgum talin vera glæpakvendi. Glæpur þeirra opinberast undir lokin, og tengist miklum átökum í íslensku þjóðlífi. Menn geta sannarlega verið ósammála ýms- um hugmyndum höfundarins, til dæmis hvað varðar pólitík, viðhorf til borgarsamfélags og dægurmenningar. Þeir ættu hins vegar að varast að láta það fara of mikið í taugarnar á sér, því það myndi einungis eyðileggja fyrir þeim lestur á einstaklega áhugaverðu, heillandi og vel gerðu verki. Höfundurinn hefur sterka sannfæringu og trúir því staðfastlega að til séu gildi sem aldrei megi missa sjónar á ætli menn að lifa með reisn. Þessari djúpu sannfæringu sinni kemur hann einkar vel til skila í stórmerkilegu verki, sem mun seint gleymast. Ólafur Jóhann Sigurðsson sagði að ritun þríleiksins um Pál Jónsson blaðamann hefði reynst þolraun. Barátta ólíkra strauma Hinn metnaðarfulli og merkilegi þríleikur Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál blaðamann er kominn út í kilju. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.