SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 45

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Page 45
3. júlí 2011 45 Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 14 - Í fylgd Hrafnhildar Schram listfræðings KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. SÚPUBARINN, 2. hæð Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Eitthvað í þá áttina, sýning um kortagerð, skrásetningu og staðsetningu. 14. maí - 14. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar: Bátasafn Gríms Karlssonar: Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn HLUTIRNAR OKKAR – úr safneign safnsins (9.6. – 16.10. 2011) Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. KRAUM og kaffi. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Húsasafn Þjóðminjasafnsins: Keldur á Rangárvöllum. Opið alla daga 9:00-17:00 Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Opið alla daga 9:00-18:00 Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Pétur Thomsen: Ásfjall Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955 Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Stoppað í fat – Útskornir kistlar Glæsileg safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17 Myndin af Þingvöllum Sýningarstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson Fjölbreytt verk frá 1782-2011, yfir 50 höfundar Kaffistofa – Leskró – Barnakró OPIÐ: alla daga. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is HveragerðiHugvit Einar Þorsteinn Ásgeirsson Verk úr safneign Sýningarnar standa til 14. ágúst Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 15. maí – 15. sept. Sumarsýningin Fundað í Fjölni Fjölbreyttar sýningar í báðum söfnum Opið alla daga kl. 11-18 www.husid.com Sími 483 1504 Þ akklátur lesandi situr frammmi fyrir höf- undinum og lýsir fyrir honum upplifun sinni af skáldverki: „Lýsingin á hug- arheimi söguhetjunnar og það hvernig hún kemst upp á kant við forpokað smábæjarsam- félagið, sérstaklega í seinni hlutanum, minnti mig á Út- lendinginn, L’Étranger, eftir Camus og þá helst undir lokin þegar Meursault situr í fangels- inu og veit að í raun á að taka hann af lífi fyrir að hafa ekki grátið í útför móður sinnar.“ „Hmmm ...“ segir rithöfund- urinn og svo kemur vandræða- leg þögn. „ ... ég veit ekkert hvað þú ert að tala um, ég veit ekki hver þessi Camus er ...“ Ofangreint er sönn saga (ég var að ræða við bandaríska rit- höfundinn DBC Pierre um Booker-verðlaunabókina Ver- non God Little) og gott dæmi um það að lesandinn er alltaf einn. Áþekkt og í skammtafræði er inntak bóka til í öllum mögu- legum merkingarlegum bylgju- föllum á meðan bókin er ólesin, en þegar einhver les hana falla bylgjuföllin saman í það sem lesandinn upplifir, þ.e. lest- urinn býr bókina til. Hver bók er nefnilega í raun aðeins upp- kast að upplifun og það er ekki fyrr en hún er lesin að allar þær hugmyndir sem lesandinn hafði um bókina verða að einni hug- mynd, einni skynjun, einni upplifun, samvinnuverkefni höfundar og lesanda. Víst er þetta steypukennt, og líklega steypa, en dugir vel til að skýra hvers vegna fólk upplifir skáldskap svo ólíkt. Hver lestur er nefnilega þýðing, þegar les- andinn snarar orðunum yfir á innra tungumál sitt, tengir hugsanirnar saman við eigin hugsanir og skilur orðin sínum skilningi. Fyrir vikið er engin ein skýring á skáldverki rétt, bókmenntafræðingar taki eftir, og engin skýring röng, eða rétt- ara sagt: Þær eru allar réttar og rangar samtímis, svona eins og kötturinn í kassanum. Lestur er þýð- ing ’ Fyrir vikið er engin ein skýr- ing á skáld- verki rétt, bók- menntafræðingar taki eftir, og engin skýring röng. Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is M annskepnan getur verið svo undarleg og nýtir danski rit- höfundurinn Naja Marie Aidt sér það til innblást- urs í smásagnasafni sínu Baví- ani sem kom nýverið út í ís- lenskri þýðingu. Bókin geymir fimmtán smásögur sem segja allar frá hversdagslegum at- burðum sem kollvarpa oft ver- öld fólksins sem sagan segir frá. Það er undarlegur andi yfir sög- unum, heitur og þungur. Svolít- ið eins og að sofa í loftlausu her- bergi og dreyma eitthvert raunverulegt rugl sem lætur manni líða undarlega þegar vaknað er. Aidt fékk bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 2008 fyrir smásagnasafnið. Áður hafði hún hlotið bókmennta- verðlaun danskra gagnrýnenda fyrir það. Aidt er einnig marg- verðlaunað ljóðskáld og hand- ritshöfundur og hefur nú skáld- sögu í smíðum, segir á baki bókarkápunnar. Stíll Aidt er ljóðrænn og sér- stakur andir yfir honum. Hún leikur sér að því að rugla les- andann, oft er erfitt að sjá hvort sagan er um karl eða konu og hver segir hana. Það kemur ekki fram fyrr en undir lokin. Löðr- ungurinn kemur líka oft í lokin. Aidt leikur sér að því að byggja upp undarlega spennu og svo kemur sprengjan fram á loka- sprettinum, eitthvað sem kem- ur á óvart og lætur lesandann fá algjörlega nýja sýn á söguna sem hann var að lesa. Ég las stundum sögurnar aftur eftir að hafa verið löðrunguð, bara til að átta mig betur á þeim og snilldarstíl Aidt. Ég naut þess að lesa þessa bók. Hin undarlega stemning sem Aidt dregur upp er svo lokkandi. Þunginn í sögunum og löðrungurinn í lokin verður vanabindandi. Manneskjan er eigingjörn, grimm, viðkvæm, hamslaus og svo margt annað. Aidt nýtir sér þá eiginleika í sögurnar. Maður missir stundum tiltrú á mann- kynið við lesturinn, við erum svoddan bavíanar og eigum ekkert eftir að skána. Við erum svoddan bavíanar Bækur Naja Marie Aidt – Bavíani bbbbn Bjartur 2011. Ingunn Ásdísardóttir þýddi. Danska skáldkonan Naja Marie Aidt fékk bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir smásagnasafnið Bavíana fyrir þremur árum. Ingveldur Geirsdóttir Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.