Monitor - 17.02.2011, Qupperneq 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2011
Monitor fór á stúfana og forvitnaðist um námið,
félagslífið og fólkið í nokkrum deildum Háskóla Íslands.
Hvað ætlar þú að verða?
Hvernig myndir þú lýsa náminu í fimm orðum?
Skemmtilegt, krefjandi, spennandi, ævintýralegt og kannski
svolítið öðruvísi.
Af hverju þjóðfræði? Ég kynntist þjóðfræðinni í gegnum
vinkonu sem var í náminu. Mér fannst þau alltaf vera að
gera eitthvað skemmtilegt og spennandi. Smátt og smátt
varð ég forvitnari um námið svo ég ákvað að prófa að
mæta í einn tíma og þá var ekki aftur snúið. Ég heillaðist af
kaffiþyrsta fólkinu í lopapeysunum.
Það besta við námið? Tilhlökkunin við að mæta í tíma á
hverjum morgni. Áfangarnir eru spennandi hvort sem þeir
fjalla um hversdagslega hluti í okkar lífi eða greftrunarsiði
í Evrópu á bronsöld. Fjölbreytnin í náminu er mikil og
félagslífið er frábært.
Það versta við námið? Það versta við að vera þjóðfræðinemi
er að þurfa að svara spurningunni: „Hvað ætlarðu eiginlega
að gera þegar þú ert orðinn þjóðfræðingur?“ Satt að segja
veit ég ekki svarið við þeirri spurningu enn því það er aldrei
að vita hvaða tækifæri bjóðast manni. Ég lifi í núinu.
Hvað gera þjóðfræðingar? Starfssvið þjóðfræðinga er
mjög fjölbreytt. Þeir þjóðfræðingar sem ég þekki til starfa
sem blaðamenn, landverðir, leiðsögumenn, kennarar,
rithöfundar, prestar eða bændur.
Hvað er það mikilvægasta sem þú hefur í þjóðfræðinni?
Samskiptin eru persónuleg og nemendur og kennarar eru
samrýnd heild. Auk þess gerir námið mann mjög opinhuga
um lífið, tilveruna og hversdagslega hluti.
Kaffiþyrst og
lopaklætt fólk
KJARTAN TÓK ALMENNUNA
BARA EINU SINNI
Kjartan
Ottóson
Fæddur: 1989
Stúdent frá: Verzló
Líffræðibraut
GREFTRUNARSIÐIR ERU
DAGLEGT BRAUÐ HJÁ ÖNNU
Anna
Gunnarsdóttir
Fædd: 1989
Stúdent frá: MA
Félagsfræðibraut
Félagslífið
stundum of gott
Hvernig myndir þú lýsa náminu í fimm orðum?
Krefjandi, fjölbreytt, áhugavert, skemmtilegt og alls-ekki-
þurrt.
Af hverju lögfræði? Þegar ég útskrifaðist úr Verzló árið
2009 langaði mig hrikalega mikið til að fara í heimsreisu
en þá var kostnaðurinn við það kominn upp úr öllu valdi. Í
Verzló taka allir einn lögfræðiáfanga og þar hafði ég fengið
smjörþefinn af því út á hvað námið snerist. Ekkert annað
nám heillaði mig svo ég sló bara til.
Hvað tókst þú almennuna oft? Hana tók ég einu sinni.
Hvernig er félagslífið? Félagslífið er mjög gott, stundum of
gott ef út í það er farið. Á föstudögum eru eins og í flestum
deildum háskólans kokteilar þar sem fyrirtæki bjóða
okkur til sín og kynna starfsemi sína. Haldnir eru ýmsir
viðburðir svo sem árshátíð, norrænar vikur, ræðukeppni,
Oratur vs. Mágus sem er félag viðskiptafræðinema og svo
mætti lengi telja.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur lært í
lögfræðinni? Ef maður tekur í óleyfi skelfisk í netlögum
annars manns varðar það sekt og borga skal hann allan
svo upp tekinn skelfisk tvöföldu gangverði.
Mynd/Sigurgeir
Mynd/Sigurgeir
Mynd/Sigurgeir
Þjóðf
ræði
Lögfræði