Monitor - 24.03.2011, Síða 6

Monitor - 24.03.2011, Síða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Miðgarðsorminn hungrar í úrslit Hlýddi liðsfélaga yfir í miðri keppni JÓN ÁSKELL ÞORBJARNARSON Fæðingardagur: 28.10.’93 Sérþekkingarsvið: Þvottamerkin. Hver er uppáhaldsspurningin þín sem liðið hefur fengið í keppninni? Spurningin í síðustu keppni um verga þjóðarham- ingju. Ég hef lengi haft áhuga á þessu málefni og var viss um að það kæmi einhvern tímann í keppninni. Fylgir því kvenhylli að keppa í Gettu betur? Ekki hingað til. Hver er draumaspyrillinn þinn í Gettu betur? Morgan Freeman. Hver er lykillinn að velgengni í Gettu betur? Leikgleði. STEFÁN KRISTINSSON Fæðingardagur: 10.1.’92 Sérþekkingarsvið: Latínubeygingar. Nú ert þú aldursforseti liðsins. Fylgir því ekki einhver ábyrgð? Að sjálfsögðu gríðarleg ábyrgð. Maður verður að hafa hemil á þessum strákum. Gefur þátttaka í Gettu betur þér einhver tækifæri í lífinu sem þú annars fengir ekki? Mjög takmörk- uð að mínu mati. Eykur hugsanlega líkurnar á að maður verði dómari í Gettu betur einn daginn. Ef þú mættir velja hvaða stað í heiminum sem keppnisstað næstu viðureignar, hver væri sá staður? Helliririnn, heimavöllur ÍR-inga. SNÆBJÖRN GAUTI SNÆBJÖRNSSON Fæðingardagur: 5.8.’91 Sérþekkingarsvið: Útgáfu- saga Ornette Colemans. Hvernig er að vera eini strákurinn í MH-liðinu? Það kemur skemmtilega á óvart hvað það er fínt. Hvað heldurðu að þú sért með í greindarvísitölu? Ég vona að ég sé yfir meðallagi en ég hef svo sem aldrei tekið þannig próf. Fylgir því kvenhylli að keppa í Gettu betur? Ólýs- anlega mikil. Pot á Facebook eru orðin daglegt brauð og maður getur varla látið sjá sig í bænum lengur. Hver er draumaspyrillinn þinn í Gettu betur? Ég er mjög ánægður með hana Eddu, hún er líklega draumaspyrillinn. AUÐUR TINNA AÐALBJARNARDÓTTIR Fæðingardagur: 3.7.’92. Sérþekkingarsvið: Ævi Leníns. Hver er uppáhaldsspurningin þín sem liðið hefur fengið í keppninni? Við fengum spurningu í síðustu keppni um Móses. Ég fattaði ekki þá hvers vegna fólk hló svona mikið að okkur en þegar ég sá þetta í sjónvarpinu sá ég að við Elín vorum að gera nákvæm- lega sömu asnalegu handahreyfingarnar.. Ef þú mættir velja hvaða stað sem er í heiminum sem keppnisstað næstu viðureignar, hver væri sá staður? Ég myndi velja Norðurkjallara í MH af því að það er alltaf svo góð stemning þar. Hver er lykillinn að velgengni í Gettu betur? Læra, éta, sofa, endurtaka. ELÍN ELÍSABET EINARSDÓTTIR Fæðingardagur: 10.12.’92 Sérþekkingarsvið: Varplendi brandandar í Borgarfirði. Hvort er ánægjulegra að keppa fyrir MB eða MH í Gettu betur? Það hafði sinn sjarma að keppa fyrir MB á fyrsta starfsári skólans. Það er hins vegar líka svolítið gaman að vinna keppnir. Staðan er 20-20 og keppnin fer í bráðabana. Hver væri draumaspurningin? Hún myndi klárlega tengjast fuglum á einhvern hátt, eins vand- ræðalegt og það er nú. Hver er draumaspyrillinn þinn? Freddie Mercury. ÓLAFUR HAFSTEIN PJETURSSON Fæðingardagur: 7.2.’92 Sérþekkingarsvið: Ættfræði. Fylgja því einhver fríðindi að vera í Gettu betur-liðinu? Já, er það ekki? Pizzumiðar, ókeypis inn á böll Skólafélagsins, frítt í sund, matur á keppnisdag – listinn er ótæmandi. Ef þú mættir breyta hverju sem er við Gettu betur, hvað væri það? Að hafa hraðaspurningar svona allavega 130 sekúndur. Staðan er 20-20 gegn MH og keppnin fer í bráðabana. Hver væri draumaspurningin? Spurning um Aston Villa. Gettu betur er… vettvangur fyrir athyglissjúka. Ríkjandi meistarar í Gettu betur, MR, tryggðu sér sæti í undanúrslitum er þeir lögðu FSu að velli, 32-14. „Þetta var bara svona ,in the moment’,“ segir Ólafur, miðjumaður liðsins, um það þegar Ól- afur og Jón Áskell liðsfélagi hans brydduðu upp á áður óséðu herbragði í síðustu keppni þegar MR-ingarnir fór snemma á bjölluna og Ólafur byrjaði að hlýða Jóni yfir í miðri keppni með ágætisárangri. „Þetta virkaði vel svo við notum þetta örugglega áfram.“ Sveit MH í Gettu betur í ár tryggði sér sæti í undanúrslit- um með sannfærandi sigri, 28-19, gegn Verzló og er að sögn liðsmanna „extra góð stemning“ fyrir keppninni í ár. „Fólk berst alveg um miðana og kennarar öskra á okkur á göngunum ,þið verðið að vinna þetta!’“ segir Auður Tinna, miðjumaður liðsins.„Það hefur verið til siðs að Mið- garðsormurinn í MH sé tekinn með komist liðið í úrslit,“ segir hún og bætir við að nú hungri orminn í úrslit. Auður segist hafa verið meðvituð um það öll sín þrjú ár að stelpa hafi aldrei unnið Gettu betur en segir þær kyn- systur í liði MH alls ekki of uppteknar af því. MH – MR Undanúrslit í Gettu betur Þegar Elín Elísabet var í 10. bekk stundaði hún einnig nám við Menntaskólann í Borgarnesi og keppti fyrir hönd skólans í Gettu betur. Þar mætti hún liði MH og má spyrja sig hvort hún hafi verið keypt yfir í kjölfarið! Liðsmenn MR í Gettu betur halda úti Twitter-síðu þar sem hægt er að fylgjast með dagsdaglegu lífi strákanna þriggja. Slóðin er: http:// twitter.com/gettubeturMR Myndir/Golli

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.