Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 24.03.2011, Qupperneq 20

Monitor - 24.03.2011, Qupperneq 20
kvikmyndir Hæð: 185 sentímetrar. Besta hlutverk: Phil í The Hangover. Staðreynd: Bradley Cooper talar frönsku reiprennandi. Eitruð tilvitnun: „Ef þig langar að líða illa með sjálfan þig skaltu fara á Google.“ 1975Fæðist þann 5.janúar í Fíladelfíu í Pennsylvaníu-fylki Banda- ríkjanna. 1994Sést í þættinumInside The Actors Studio sem Steven Spielberg gerði. Cooper er í áhorfenda- salnum og sést í augnablik þegar 15 mínútur eru liðnar af þættinum. 1997Útskrifaðist meðB.A. í ensku frá Georgetown-háskóla og hóf leiklistarnám í New York stuttu seinna. 1998Lék einn afástmönnum Carrie Bradshaw í þættinum They Shoot Single People, Don‘t They? í 2. þáttaröð Sex & The City. 2001 Fyrsta stóra kvikmynda- hlutverkið í myndinni Wet Hot American Summer. Cooper missti af útskriftinni í leiklistarskólanum vegna skuld- bindinga sinna við kvikmynda- framleiðendur. Fékk hlutverk í sjónvarpsþáttunum Alias. 2005Lék aðallega ísjónvarpi þangað til hann lék hinn óþolandi Sack Lodge í Wedding Crashers. 2006Giftist leikkonunniJennifer Esposito seint á árinu. Hún sótti um skilnað í maí árið 2007. 2009Lék í rómantískugamanmyndinni He‘s Just Not That Into You og sló í gegn í The Hangover sem þykir með fyndnustu grínmynd- um síðari ára. Sama ár byrjaði Cooper með leikkonunni Renée Zellweger og varð einn heitasti karlleikarinn í Hollywood. 2010Spreytti sig semhinn eiturharði Lt. „Faceman“ Peck í The A-Team sem þótti hálfgert flopp. 2011Kvenkynsaðdáendur Cooper gleðjast yfir fréttum þess efnis að hann og Renée Zellweger séu hætt saman eftir tveggja ára samband. Bradley Cooper FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 24. MARS 2010 Frumsýningar helgarinnar Ashton Kutcher leikur í No Strings Attached en fyrir skemmstu var hann gestur í The Gra- ham Norton Show þar sem Íslendingurinn Ari Ólafsson gerði eftirminnilega gys í honum. Popp- korn Benicio Del Toro hefur augastað á hlutverki í nýjustu kvikmynd leikstjórans Oliver Stone. Um er að ræða hlutverk harðsnúins eiturlyfjasala sem kallar ekki allt ömmu sína. Síðast þegar Del Toro lék í kvikmynd um eiturlyfjaheim- inn var í Traffic og þá fékk hann Óskarsverðlaun fyrir leik sinn svo það verður gaman að sjá hvernig honum tekst til í þetta skiptið. Leikhópurinn fyrir endurgerð Michael Hoffman á Gambit verður bara betri og betri. Nú er hinn breski Alan Rickman sem margir þekkja sem prófessor Snape úr Harry Potter kvikmyndun- um genginn til liðs við hópinn. Aðrir leikarar sem hafa skrifað undir samning um að leika í myndinni eru meðal annars Óskarsverðlaunahafinn Colin Firth og Cameron Diaz. Þrátt fyrir að þriðja kvikmyndin um ævintýrin í Narníu hafi ekki beinlínis slegið í gegn hafa framleiðendur kvikmyndanna ákveðið að hefja undir- búning fjórðu myndarinnar. Sú mun fá nafnið The Mag- ician‘s Nephew og er upp úr sjöttu bókinni um Narníu en flestir bjuggust við að næsta bók C.S. Lewis sem yrði gerð að mynd yrði The Silver Chair. Um þessar mundir eru tökur fyrir rómantísku gamanmyndina New Year‘s Eve í fullum gangi í New York. Nýj- asti meðlimur leikhópsins er rapparinn Ludacris sem nældi í hlutverk í myndinni í vikunni. Stórskotalið leikara kemur fram í myndinni sem er í svipuðu formi og Valentine‘s Day og ber þar helst að nefna Halle Berry, Hilary Swank og Jessica Biel. Dwayne Johnson sem flestir þekkja undir nafninu The Rock er hvergi nær hættur í hasarmyndun- um. Hann er nú í samningavið- ræðum vegna hlutverks í kvikmyndinni Snitch þar sem hann mun líklega fara með aðalhlutverkið. Myndin segir frá venjulegum úthverfapabba sem neyðist til að hjálpa lögreglunni við að fletta ofan af eiturlyfjahring til að bjarga syni sínum. The Adjust- ment Bureau Leikstjóri: George Nolfi. Aðalhlutverk: Matt Damon, Emily Blunt og Florence Kastriner. Dómar: IMDB: 7,2 / Metacritic: 6,0 / Rotten Tomatoes: 72% Aldurstakmark: 10 ára. Lengd: 106 mínútur. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka og Kringlunni. Ástarsamband þingmanns og ballerínu er óæskilegt samkvæmt Aðlögunarskrifstofunni og þarf hann því að velja á milli þess að fórna ástinni eða öllu öðru. No Strings Attached Leikstjóri: Ivan Reitman. Aðalhlutverk: Natalie Port- man, Ashton Kutcher og Kevin Kline. Dómar: IMDB: 6,3 / Metacritic: 5,0 / Rotten Tomatoes: 49% Aldurstakmark: 12 ára. Lengd: 108 mínútur. Kvikmyndahús: Laugarásbíó. Þegar vinir með meiru reyna að halda sambandi sínu einungis líkamlegu fara ýmis vandamál að koma upp. Eitthvað meira liggur að baki og bæði vilja færa sambandið upp á næsta stig. Limitless Leikstjóri: Neil Burger. Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Anna Friel, Abbie Cornish og Robert De Niro. Dómar: IMDB: 7,3 / Metacritic: 5,8 / Rotten Tomatoes: 64% Aldurstakmark: 14 ára. Lengd: 105 mínútur. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó, Egilshöll og Borgarbíó Akureyri. Rithöfundurinn og ónytjungurinn Eddia Morra vinnur sem textahöfundur og hefur gert samning um að skrifa bók en er í basli með að byrja á henni. Tilviljun veldur því að einn daginn situr hann á kaffihúsi með dularfullum manni sem býður honum að prófa nýtt lyf sem á að opna skilningarvitin og auka heilastarfsemi. Eddie afræður að prófa eina töflu og kemst að því að hann verður umsvifa- laust gáfaðri, sneggri og skarpari að öllu leyti. Hann klárar bókina á örskotsstundu, lærir nýtt tungumál á nokkrum tímum og sér fjármála- mynstur með svo mikilli nákvæmni að hann græðir milljónir dollara á örfáum dögum. Lyfið ótrúlega hefur þó aukaverkanir og fyrr en varir byrjar Eddie að taka eftir undarlegum hlutum í kringum sig. Hæstráðandi Norður-Kóreu, Kim Jong-Il, er látinn og sonur hans Kim Jong-Un er tekinn við. Hann sameinar Kóreu og býr til heimsveldi sem nær að yfirtaka stóran hluta heimsins og þar á meðal Bandaríkin. Svona hljómar söguþráðurinn í leiknum Homefront en handritið er skrifað af John Milius sem meðal annars tók þátt í að semja handritið fyrir kvikmyndirnar Apocalypse Now og Red Dawn. Leikurinn Homefront hefst árið 2027 og fara leikmenn í hlutverk hermannsins Robert Jacobs sem gengur til liðs við andspyrnuhreyfingu en markmiðið er að berjast gegn yfirráðum Kóreumanna og ná aftur hinum ástkæru Bandaríkjum. Homefront er fyrstu persónu skotleikur í anda leikja á borð við Call of Duty og Battlefield og stenst hann samanburðinn ágætlega en leikurinn er þó nánast laus við að gera eitthvað frumlegt og nýtt. Borð leiksins eru staðsett víðsvegar um Bandaríkin og hafa framleiðendur leiksins sett þekkt vörumerki inn í umhverfið til að maður fái ríkari tilfinningu fyrir staðsetningunni. Sem dæmi um það lendir maður í logandi bardögum við Kóreumenn inni á matsölustaðnum Hooters sem að öllu jöfnu er þekktari fyrir öðruvísi bombur en menn kynnast í leiknum. Söguþráðurinn í Homefront er mjög stuttur eða einungis 5-6 klukkutímar en sagan er frekar einföld og inniheldur atriði sem eru mjög gróf og ekki fyrir viðkvæma. Þegar söguþráðurinn er á enda tekur við netspilun sem er ágætlega vel útfærð og skartar nýju kerfi þar sem leikmenn þurfa að safna saman punktum sem þeir geta svo notað til að kaupa allskyns vopn og farartæki. Það er í raun í netspiluninni sem Homefront skín hvað skærast og klárt að þar hefur þunginn legið í framleiðslu leiksins. Grafíkin í Homefront er ágæt, ekki sú besta og ekki sú versta sem sést hefur í slíkum leikjum en í góðu meðal- lagi. Varðandi tónlist og talsetningu þá er enginn að fara að fá Óskarinn fyrir leik í sínum hlutverkum en hlutirnir eru engu að síður ágætlega vel gerðir. Þegar öllu er á botninn hvolft er Home- front ágætis skotleikur fyrir þá sem eru búnir að fá leið á COD og Battlefield og vilja upplifa ný borð, nokkuð ferska netspilun og blóðuga bardaga á Hooters. Ekki fyrir viðkvæma! Ólafur Þór Jóelsson Tegund: Skotleikur PEGI merking: 18+ Útgefandi: THQ Dómar: Gamespot: 7 / IGN: 7 / Eurogamer: 6 HomefrontAllt logandi á Hooters TÖ LV U L E I K U R NÖRDAMESSA Í BÍÓ PARADÍS Bíó Paradís byrjar um helgina með Sci-Fi klúbbinn Zardos sem verður með mánaðarlegar sýningar í Bíó Paradís á Sci-Fi myndum frá ýmsum tímabilum. Klassísk stórvirki verða á dagskránni sem og minna þekktar B-myndir. Fyrsta sýning klúbbsins verður föstudaginn 25. mars kl. 20 og er um að ræða svokallað double- feature kvöld þar sem sýndar verða saman myndirnar Terminator og RoboCop.

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.