Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 12.05.2011, Blaðsíða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 Af hverju íþróttafræði? Það var margt sem spilaði inn í ákvörðunina en í raun er þetta gamall draumur sem ég þorði ekki að fylgja eftir fyrr en núna. Hvernig myndir þú lýsa náminu í fimm orðum? Fjölbreytt hreyfing, fjölbreyttir nemendur, fjölbreytt nám, fjölbreyttir kennarar og fjölbreyttar nálganir. Þetta eru kannski of mörg orð en við erum einmitt ekki mikið í stærðfræði í íþróttafræðinni. Það besta við námið? Við stöndum upp úr stólunum og lærum að gera hlutina með hreyfingu. Við erum ekki bara að læra á líkamann í bókunum heldur próf- um æfingarnar sjálf og lærum á okkar eigin líkama. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur lært í íþróttafræðinni? Að vinna með fólki og skipuleggja tíma minn og annarra. Svo er auðvitað hrikalega gaman að vera í formi á sama tíma og maður vinnur sér inn háskólagráðu. Allir vinir mínir tala um að ég sé bara í leikskóla. Hvernig hyggst þú nýta námið í framtíðinni? Námið og samnemendur mínir hafa komið mér mjög mikið á óvart og fjölmargar dyr hafa opnast í höfðinu á mér í vetur svo það eru ótrúlega margir möguleikar í boði fyrir mig að námi loknu. Af hverju tölvunarfræði? Einfaldlega vegna þess að ég er menntaður rafvirki og vildi ekki vinna við það í framtíðinni. Ég ákvað því að prófa tölvunarfræðina í HR og sé ekki eftir því. Hvernig myndir þú lýsa náminu í fimm orðum? Skemmti- legt, krefjandi, áhugavert, gefandi og djamm. Það besta við námið? Námið er vel skipulagt að þörfum hvers og eins nemanda og verkefnin tengja oft við raunveruleikann eins og í atvinnulífinu. Svo skemmir ekki fyrir hversu frábært félagslífið er í deildinni. Hefur þú tíma fyrir eitthvað annað en að læra? Maður gefur sér stundum aðeins of mikinn tíma í eitthvað annað en að læra. Ef maður skipuleggur sig vel á maður að hafa nægan tíma til að sinna náminu vel og hafa líka tíma í allt hitt sem maður þarf að gera. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur lært í tölvun- arfræðinni? Við lærum á ótalmörg forritunarmál sem gerir okkur kleift að búa til ótrúlegustu hluti úr engu. Fær tölvunar- fræðingur getur búið til hvað sem er sem tengist tölvum eða Netinu. Það eina sem stoppar mann kannski er ímyndunar- aflið. Hvernig hyggst þú nýta námið í framtíðinni? Bara til að moka inn peningum og vinna einhverja skemmtilega vinnu. Er það ekki ágætt? Af hverju lögfræði? Það var í raun algjör til- viljun. Ég hafði alltaf hugsað mér að verða tónlistarkennari en að stúdentsprófi loknu sótti ég þó um nám í stjórnmálafræði í HÍ og lögfræði í HR. Ég er ánægður með valið enda finnst mér umræður um stjórnmál almennt niðurdrepandi. Það besta við námið? Námið er spennandi og fjölbreytt sem endurspeglast í þeim ólíku störfum sem lögræðingum standa til boða. Flestir geta fundið hvar sín áhugasvið liggja innan lögfræðinnar og fylgt þeim eftir. Það versta við námið? Það er augljóslega álagið sem fylgir því að vera á fyrsta ári en flestir höndla það nokkuð vel. Hefur þú tíma fyrir eitthvað annað en að læra? Nei, ekki mikinn. Laganám er að mínu mati mun meira en 100% starf. Það er þó oftast litið upp úr bókunum á föstu- dögum sem oftar en ekki enda í nokkrum bjórum. Hvernig hyggst þú nýta námið í fram- tíðinni? Ég hef ekki hugsað mikið út í það. Hefðbundin lögmannsstörf eru að sjálfsögðu líkleg en það er fjölmargt annað áhugavert í boði. FÖSTUDAGARNIR ENDA OFT Í NOKKRUM BJÓRUM HJÁ ÓMARI Meira en 100% starf Ómar Berg Rúnarsson 1988 LÖGFRÆÐI LÖGRÉTTA M yn d/ Si gu rg ei r Með háskólagráðu í hörkuformi Mynd/Sigurgeir VINIR VÖLU SEGJA HANA VERA Í LEIKSKÓLA Valgerður Kristmundsdóttir 1984 ÍÞRÓTTAFRÆÐI ATLAS Áhugavert og gefandi djamm GUÐMUNDUR HYGGST MOKA INN PENINGUM Guðmundur Sveinsson 1984 TÖLVUNARFRÆÐI TVÍUND Mynd/Sigurgeir

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.