Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 18.08.2011, Blaðsíða 7
Í hjarta Reykjavíkur leynist lítil gata sem heitir Haðarstígur. Þar býr ansi gestrisið fólk sem ætlar að bjóða öllum sem vilja í heimsókn á laugardaginn í tilefni af Menningarnóttinni. Þorgerður Pálsdóttir sagði Monitor frá þeirri sérstöku stemningu sem ríkir í götunni. Hvað er um að vera á Haðarstígnum á Menn- ingarnótt? Það er mikið um að vera hjá okkur, við ætlum að reima á okkur svunturnar, bjóða fólki upp á kaffi og okkar margrómaða bakstur. Svo erum við svo heppin að fá til liðs við okkur hann Davíð Örn Halldórsson, sem vinnur nú að listaverki á rólóvellinum okkar. Verkið verður síðan afhjúpað á Menningarnótt þar sem videolistaverki verður varpað á vegginn sem lista- verkið prýðir. Svo verður nóg um söng og gleði, Bartónar Kaffibarsins munu meðal annars troða upp. Íbúarnir ætla sumir hverjir að opna kompur og geymslur og selja skemmtilega hluti sem þar leynast. Er búið að skipuleggja hver gerir hvað? Við erum að fara yfir hlutverkaskiptinguna þessa dagana en fyrst og fremst hjálpumst við öll að. Við þurfum að setja upp stórt tjald, borð og stóla og bera veitingarnar út. Þetta fór framúr björtustu vonum í fyrra svo við eigum von á margmenni hér í götuna aftur í ár. En ef við verðum hress og kát öll sömul eins og venjulega þá verður dagurinn góður. Er alltaf geggjuð stemning á Haðarstíg? Já, það er mjög sérstök stemning hérna hjá okkur. Það eru allir góðir vinir og samstíga í flestum málum. Það er oft þannig eftir klukkan fjögur og í sumarfríum þá eru börnin úti á götu að leika og foreldrar og íbúar standa úti að spjalla saman. Börnin skipa stóran sess í lífinu hér við Haðarstíginn og það er mikið líf hér í götunni. Á 17. júní sláum við til dæmis upp heljarinnar teiti þar sem íbúar fara út á götu með borð og stóla og vinir og kunningjar koma í heimsókn og allir borða saman. Í raun vill maður ekki flytja héðan því stemningin er svo góð. Haðarstígur er vistgata. Hvaða merkingu hef- ur það fyrir ykkur? Það vill svo skemmtilega til að flest okkar í götunni eru mjög róttæk og árið 2009 fengum við það í gegn að götunni yrði breytt í vistgötu. Við héldum einmitt götuhátíðina það árið í fyrsta skiptið til að minna á okkur og það gekk upp. Gatan er ansi þröng og hér eru ekki gang- stéttir og því bauð það hættunni heim þegar bílar voru að keyra hér á miklum hraða enda börn að leik oft og tíðum. Nú í ár vonumst við til að ná þessu enn lengra og fá götunni breytt í göngugötu þar sem einungis er leyfilegt fyrir íbúa að keyra. Á að gera eitthvað annað þennan dag eða tekur það alla restina af deginum að ganga frá eftir ókunnuga gesti? Það tekur lúmska stund að ganga frá öllu hér en mér finnst rosalega gaman að fara niður í bæ og skoða mismunandi atburði. Það er svo mikið spennandi í gangi. Svo verð ég náttúrulega að sjá flugeldasýninguna. 7FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2011 Monitor Nýr matseðill á Ruby Tuesday Höfðabakka 9 & Skipholti 19 Sími 577-1300 Komdu í heimsókn og gæddu þér á fjölda nýrra rétta ENGINN SKILINN ÚTUNDAN Hljómsveitin Samaris sigraði Músíktilraunir í ár og er á leið til Hollands á tónlistarhátíð. Monitor ræddi við Jófríði Ákadóttur sem gerir ekki upp á milli hljómsveitarmeðlima. Hvað þýðir Samaris? Samaris er nafn sem ég fann í gömlu tölublaði af Vikunni frá 1960. Í teiknimyndasögunni Skuggi var persóna sem hét Samaris og ég pikkaði það nafn upp á síðustu stundu fyrir Músíktilraunir. Hvað ert þú að gera fyrir utan tónlistina? Ég er eiginlega bara í tónlist. Reyndar fer ég stundum í jóga en annars er ég voða mikið að spila á gítar og klarinett. Hversu skapandi var sumarstarfið ykkar? Mjög. Við vorum mikið að semja tónlist og vinna í henni ásamt því að gera nokkur cover-lög. Svo vorum við líka að búa til myndbönd og alls konar skemmtilegt. Myndir þú segja að þetta væri besta sumarvinna í heimi? Jájá, ætli það ekki bara. Hvað eruð þið að fara að gera í Hollandi? Við erum að fara að taka þátt í hátíð þar sem sex hljómsveitir frá mismunandi löndum í Evrópu koma saman og vinna saman. Svo í lokin spilum við á stórum lokatónleikum á bæjarhátíð í Hollandi. Hver er mest skilin/n útundan í hljómsveitinni? Ég veit það nú ekki alveg. Þetta er allt voðalega jafnt hjá okkur og það er erfitt að gera upp á milli. Hvaða húsdýri líkist Samaris mest? Samaris væri köttur því við erum svolítið dularfull. Samaris spilar fyrir framan Hitt húsið kl. 14:00 á Menningarnótt. RÖFF, TÖFF OG SPILA HOTT STÖFFMy nd /E rn ir AGNARSMÁ EN GESTRISIN KISI KISI MJÁ MJÁ BÝÐUR UPP Á VÖFFLURMynd/Sæberg Haðarstígur býður heim frá klukkan 14:00 til 16:00

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.