Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 3
3 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Árni Sæberg (saeberg@mbl.is) Grafík: Elín Esther (ee@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2011 Monitor Feitast í blaðinu Stelpurnar í Awe- some Girl Power Rock Band sýna og sanna að stelpur rokka. Rikka útilokar ekki að breyta nafninu sínu í Fab- Rikka fyrir rétta upphæð. Stíllinn kíkti á Sólrúnu Halldóru, ritstýru Stúdenta- blaðsins. 12 Haraldi Frey Gíslasyni var eitt sinn boðið að vera tromm- ari Coldplay 22 Blaz Roca leyfir öðrum að láta ljós sitt skína í remix- keppni. 18 Monitor óskar auðvitað líka þeim sem eru í skóla lífsins alls hins besta. Efst í huga Monitor 5 Í MALLAKÚTINN Ef þú vilt dekra við þig og eyða aðeins meira en venjulega í hádegis- mat er hádeg- ishlaðborð- ið á Vox eitt það allra flott- asta í bæn- um. Á boð- stólnum er til dæmis ljúffengt sushi og himneskir eftir- réttir en einnig kjöt og fiskur ásamt úrvali forrétta. Á NETINU Vantar þig nýja síðu á netrúntinn? Fyllist þú gleði í hvert einasta sinn sem föstudagur gengur í garð? Heimasíðan erfostudag- ur.is er með einfaldari heimasíðum sem finnast á vefnum, hún einfald- lega svarar spurningunni hvort það sé föstudagur eður ei með „já“ eða „nei“. Þær þurfa ekki alltaf að vera flóknar til að vera sniðugar. FYRIR ÓNÆMISKERFIÐ Nú er haustið að bresta á og brátt fara vindar því að blása af krafti hér á Fróni. Til að forðast kvefið er þjóð- ráð að taka eina skeið af lýsi á dag eða dúndra upp í sig lýsistöflum enda vitað mál að lýsið er allra meina bót. Monitor mælir með fyrst&fremst Skólastuð á ný Monitor óskar öllu skólafólki tilhamingju með að vera að setjast á skólabekk. Sumarið flaug hjá en hjá skólafólki er það yfirleitt í góðu lagi því það er alltaf svo mikið stuð í skólanum. Það er bara á haustin sem blýantar ilmavel, línustrikuð blöð eru eins og lott- óvinningur og í stað þess að kaupa bland í poka fyrir 100 kall er betra að kaupa flottasta strokleðrið. Það er svo spennandi að sjá hvort maður kunni ennþá að skrifa eftir sumarfríið og eitthvað svo heillandi við að stroka út eða teikna beina línu með reglustikunni sinni. Nei, er ekki spenningurinn allur fólginní því að hitta alla vinina aftur? Kjafta um sólarferðir, útilegur og sumarið og plana hvað sé hægt að gera skemmtilegt á komandi vetri. Vonandi eru kennararnir líka í glettilega góðum gír því þá verður ekkert vesen. Bara stuð. Húrra. Vei. Jói Kjartans Hanga drykk- felldir danskir hjólreiðamenn á hjólbörum? 22. ágúst kl. 23:22 Rurik Gislason Villareal í kvöld... Spennandi. 23. ágúst kl. 12:44 Vikan á... Heiðar Aust- mann Vissir þú að konur tala eða segja að meðaltali 7000 orð á HVERJ- UM EINASTA DEGI. Þetta þýðir að hún er að segja eða tala orð með 9 sek millibili. Það er ekki furða að maður sé stundum algjörlega búinn á því þegar maður leggst á koddann á kvöldin :0) 23. ágúst kl. 19:12 „Við héldum heimsmeistaramótið síðast árið 2009 og þá var það í fyrsta skipti sem við héldum það. Það vakti mikla lukku hjá þeim sem að því komu. Þetta er sumsé heimsmeistaramót af því að við vitum ekki til þess að þetta sé haldið neinstaðar annars staðar í heiminum,“ segir Tryggvi aðspurður um sögu mótsins. Tennisgolf er íþrótt sem má spila raunar hvar sem er. Í Vestmanna- eyjum hafa Tryggvi og félagar með- al annars búið til brautir í kringum bókasafnið, ráðhúsið og elliheimilið og nú stendur til að búa til braut í kringum nýja sviðið í Herjólfsdal. Það er nóg að velja upphafspunkt og reyna að nota eins fá högg og mögulegt er til að skjóta í, á, ofan í eða að lokapunkti til að klára braut. Einu sinni í hverri braut er svo leyfilegt að nota tennisspaða til að slá boltann. Auknar vinsældir Íþróttin er í stöðugri sókn og Tryggvi segist finna fyrir því. „Í ár erum við með 25 þátttakendur skráða til leiks. Flestir eru úr Vest- mannaeyjum en ég er líka ánægður með þátttökuna frá fólki ofan af landi. Þá hefur hlutfall kvenna vaxið um meira en 100 prósent því nú eru sjö dömur skráðar til leiks en síðast voru þær aðeins þrjár. Um daginn hringdi bæjarstjóri Vestmannaeyja í mig þegar hann var staddur uppi í sumarbústað en þá langaði hann að vita hvernig reglurnar eru til að geta spilað íþróttina með bróður sínum. Þannig að þetta er hægt og bítandi að dreifa sér um landið“ Íþróttamaður ársins? Áhuginn stækkar einnig ört utan landsteinanna. „Við vorum með tvo Kanadamenn sem unnu sér þátttökurétt á mótinu fyrr í sumar en þeir segjast ekki hafa efni á því að koma hingað. Ég benti þeim á að tala við fjármálaráðuneytið en ég hef ekkert heyrt í þeim síðan. Síðan vorum við með reiðan Finna hér um árið sem fannst þetta algjör snilld og hætti að vera reiður þegar hann spilaði tennisgolf.“ Mikið var í umræðunni á dögun- um hvort Anníe Mist gæti hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins þar sem fjölhreysti (e. crossfit) er ekki skráð innan ÍSÍ. Getur heimsmeist- arinn í tennisgolfi átt það í hættu að lenda í svipaðri aðstöðu? „Ég talaði við ÍSÍ um daginn og ætlaði að sækja um styrk hjá þeim í verk- efnasjóð. Þá kom í ljós að maður þarf eitthvað svaka leyfi fyrir öllu og ég varð bara hálfhræddur að tala við þá. En þetta er auðvitað bara í gamni gert og við erum því ekki með neina lögfræðilega pappíra um tilveru Tennisgolfsambandsins. Ég reikna því ekki með að heims- meistarinn verði gjaldgengur í vali á íþróttamanni ársins en hver veit? Það er að minnsta kosti gríðarlega flott að geta sett „heimsmeistari“ á ferilskrána.“ Þegar Tryggvi Hjaltason sá persónurnar í Scrubs slá tennisbolta með golf- kylfu hugsaði hann að ef til vill væri sniðugt að búa til heila íþrótt í þeirri iðju. Nú um helgina er heimsmeistaramótið í tennisgolfi haldið í annað sinn. Læknaði reiðan Finna WIMBLEDON EÐA MASTERS? EÐA BARA BÆÐI BETRA? Mynd/Óskar Pétur TRYGGVI Fyrstu sex: 090886 Starf: Lögreglumaður Uppáhaldsgolfari: Þekki enga golfara nema kannski Tryggva rannsóknarlögreglumann Uppáhaldstennisspilari: Þekki enga tennisspilara Uppáhaldstennisgolfari: Hlynur Herjólfsson, núverandi heimsmeistari. Af honum má mikið læra. vissir þú að Hlynur notar alltaf bara járn númer 9? Besti staður í heimi: Vestmannaeyjar Lundi eða lúða: Lundi með lúðu í gogginum Óli Geir Nýtt Djöfull er ég að fíla þetta, maður er að verða full bókaður fram á næsta ár :D nóg framundan, nóg að gera. 23. ágúst kl. 16.138 Logi Geirsson www.ofmikið- aðgera.is 23. ágúst kl. 11:34

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.