Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 22
22 Monitor FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2011 LOKAPRÓFIÐ skólinn | 25. ágúst 2011 |fílófaxið fimmtud25ágúst KREPPUKVÖLD Bar 11 21:00 Hin sívinsælu kreppukvöldhalda áfram og í þetta skiptið verður það hin magnþrungna rokksveit PORQUESÍ sem sprengir þakið af húsinu. Frítt er inn á tónleikana og vinalegt verð á veigum. DÚNDURFRÉTTIR Sódóma 22:00 Rokktónleikar eins og þeirgerast hvað bestir í boði hinna goðsagnakenndu Dúndurfrétta. NINJATUNE RETROSPECTIVE Faktorý 22:00 Boðið verður upp á þrjáheila klukkutíma af lögum útgáfufyrirtækisins Ninja Tune. Frítt inn og allir velkomnir. föstudag26ágúst GUS GUS Nasa 23:00 Gus Gus fylgir eftir útgáfuplötunnar Arabian Horse og trylla lýðinn á heimavelli sínum við Austur- völl. Miðaverð er 3.900 krónur og forsala miða fer fram á Midi.is. JAZZ-SNILLD Sódóma 00:00 Kvartett Ómars Guðjónsson-ar, Fönksveinar og Eyjólfur Þorleifsson og Eyland koma fram og jazza Sódómu upp. laugarda27ágúst BOOT CAMP-KEPPNIN Íþróttahúsið Varmá, Mosfellsbæ 09:00 Keppt er í þreki, styrk, þoli ogsnerpu. Ef þig langar að sjá fílhraust fólk keppast við hvort annað er Boot Camp-keppnin málið um helgina. POOLBALL-MÓT Faktorý 12:00 Loksins er komið að móti ípoolball á stóra poolborðinu í portinu við Faktorý. Hægt er að skrá sig, tveir og tveir saman, á Faktorý. Mótsgjald er 1.000 krónur á lið og aðeins 14 lið geta skráð sig. GUS GUS + 2:35:1 Nasa 21:00 Aðrir tónleikar Gus Gusum helgina verða í fyrri kantinum en eftir þá verður Nasa breytt í næturklúbb í samvinnu við sænska ofurklúbbinn 2:35:1. Miðaverð er 3.900 krónur og hægt er að nálgast miða á Midi.is. VINIR SJONNA Íþróttahúsið Varmá, Mosfellsbæ 23:00 Stórdansleikur bæjarhátíð-arinnar Í túninu heima þar sem Vinir Sjonna eru meðal gesta sem trylla lýðinn. Hátíðin stendur alla helgina og verður nóg um að vera í Mosfellsbæ. SINGAPORE SLING Sódóma 00:00 Ein öflugasta rokksveitlandsins spilar í fyrsta skipti í nokkurn tíma um helgina sem er mikið gleðiefni fyrir alla rokkunnendur. Í Proactiv® Solution, þriggja þrepa bólu- og húðhreinsikerfinu, eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur nái að myndast og halda húð þinni hreinni og frískri. Vegna þess hve örugg við erum um að Proactiv® Solution sé rétta bólu- og húð- hreinsikerfið fyrir þig bjóðum við þér að prófa það án áhættu og með skilarétti í allt að 60 daga. Þannig sannfærist þú um virkni Proactiv® Solution. Við bjóðum þér að prófa Proactiv® Solution og erum fullviss um að þú náir sama árangri og milljónir ánægðir notendur um allan heim. Ef þú nærð ekki árangri, þá færðu endurgreitt. Við lofum því. Kynntu þér Proactiv® Solution nánar á heilsubudin.is án áhættu! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution. REYKJAVÍKURAPÓTEK, Seljavegi 2 // LYFJABORG APÓTEK, Borgartúni 28 // GARÐSAPÓTEK, Sogavegi 108 URÐARAPÓTEK, Grafarholti // RIMA APÓTEK, Grafarvogi // ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 115 LYFJAVER, Suðurlandsbraut 22 // APÓTEK GARÐABÆJAR, Litlatúni 3 APÓTEK HAFNARFJARÐAR Tjarnarvöllum 11 Kvikmynd: Ég á ekki gott með að velja eina mynd. Ég hef gaman af ævintýramyndum eins og Harry Potter og LOTR og Disney-teikni- myndum líka. Og svo Sister Act 2, ég kann hana mögulega utan af. Þáttur: Ég verð að fá að velja tvo hérna. Desperate Housewives í fyrsta lagi og svo Modern Family. Ef maður flytur til Ameríku þá koma Wisteria Lane og gatan sem Cam og Mitch búa í vel til greina. Bók: Get ekki heldur valið eina fram yfir aðrar hér en get nefnt flestar bækurnar eftir Arnald Indriða og helst Grafarþögn. The Hobbit, allar Harry Potter og margar aðrar. Svo ég tali nú ekki um Tár, bros og takkaskór svona ef maður á fara með þetta aftur til fyrri tíma. Plata: Til að nefna bara eina þá mundi ég segja að The Miseducation of Lauryn Hill sé sennilega sú plata sem ég hef mest hlustað á í gegnum tíðina og hún hefur sennilega verið minn mesti áhrifa- valdur þegar kemur að textasmíði. Vefsíða: Ég er ótrúlega lítið að vafra um á netinu og lesa fréttir eða slúður. Ætli ég skoði ekki oftast Fótbolti.net þó það sé hægt að telja skiptin sem ég farið þangað inn undanfarið á fingrum annarrar handar. Staður: Ætli það sé ekki bara knatt- spyrnu- völlurinn, þar á ég best heima og hef gert síðan ég man eftir mér. Ég er með stórt Valshjarta svo að Vodafone-völlur- inn er staðurinn. Síðast en ekki síst » Kristín Ýr Bjarnadóttir, knattspyrnu- og tónlistarkona, fílar:

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.