Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 25.08.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Jason Bateman Hæð: 180 sentímetrar. Besta hlutverk: Michael Bluth í þáttunum Arrested Develop- ment. Staðreynd: Var unglingastjarna í bandarísku sjónvarpi á níunda áratugnum. Eitruð tilvitnun: „Ég reyki ekki, drekk ekki áfengi og borða ekki kolvetni. Líf mitt er frábært núna; venjulegt og með vanillubragði.“ 1969Fæddist þann 14.janúar í bænum Rye í New York-fylki Bandaríkj- anna. 1981Hóf leikferil sinní sjónvarpi er hann lék James Cooper Ingalls í þáttaröðinni Little House On The Prairie aðeins tólf ára gamall. Bateman var unglinga- stjarna í bandarísku sjónvarpi og lék einnig í þáttunum Valerie, Silver Spoons og It‘s Your Move á níunda áratugnum. 1987Leikstýrði þremurþáttum í einni ser- íu þáttanna The Hogan Family sem hann lék einnig í aðeins 18 ára gamall. Næstu árin lék hann í mörgum misheppnuðum sjón- varpsþáttaseríum og byrjaði að þreifa fyrir sér í kvikmyndum sem fóru ekki hátt. 2001Giftist leikkonunniAmanda Anka, dóttur tónlistarmannsins Paul Anka. Sama ár ákvað Bateman að hætta að drekka áfengi vegna óstjórnlegrar drykkju sinnar á fyrri árum. 2002Fékk hlutverkMichael Bluth í þáttaröðinni Arrested Develop- ment. 2005Hlaut GoldenGlobe-verðlaun fyrir frammistöðu sína í Arrest- ed Development. Hann hlaut einnig tvenn Satellite-verðlaun fyrir hlutverkið sem er án efa hans besta hingað til. 2006Eignaðist dótt-urina Francesca Nora þann 28. október. Sama ár var framleiðslu á Arrested Development hætt. 2007Fór með hlutverkpabbans ráðvillta í indímyndinni Juno. Síðan þá hefur Bateman fengið hvert aukahlutverkið á fætur öðru í Hollywood og segist ánægður með stöðu sína í bransanum. FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2011 Frumsýningar helgarinnar On any given Sunday you’re gonna win or you’re gonna lose. The point is- can you win or lose like a man? (Al Pacino, 1999.) Popp- korn Breski hjartaknúsarinn Jim Sturgess sem leikur með Anne Hathaway í rómantísku myndinni One Day segist hafa flissað fremur mikið við tökur á myndinni. Ástarsenurn- ar voru auðveldar í tökum að sögn Sturgess sem segir hann og Hathaway hafa flissað sig í gegnum ástaratriðin en þau hafa lengi verið góðir vinir. Stjörnuhjónin Will og Jada Pinkett Smith eru enn hamingjusamlega gift samkvæmt yfirlýsingu þeirra í vikunni. Slúðurblöðin fullyrtu fyrr í vikunni að Smith-hjónin væru skilin að borði og sæng og fór allt í háaloft í Hollywood við fréttirnar. Aðdáendur stjörnufjölskyldunnar þurfa þó ekki að örvænta þar sem allt virðist enn leika í lyndi. Um helgina fór myndband af leikaran- um Ryan Gosling eins og eldur um sinu á veraldarvefn- um. Í myndbandinu sem er tekið upp á síma sést sjarmör- inn úr The Notebook stilla til friðar í slagsmálum á götum New York-borgar og bjarga deginum að sögn sjónarvotta sem voru viðstaddir atvikið sem átti sér stað fyrr í sumar. Emma Watson hefur sagt skilið við hina saklausu Hermione Granger og þykir sýna snilldartakta í nýjustu mynd sinni, The Perks Of Being A Wallflower ef marka má umsögn meðleikkonu hennar í myndinni. Ezra Miller segir aðdáendur Watson eiga eftir að verða agndofa yfir stjörn- unni sem er öllu alvarlegri í myndinni en áður hefur sést. Brad Pitt eyðir öllum stundum við tökur nýjustu myndar sinnar, hryllings- myndarinnar World War Z, í Skotlandi þessa dagana og hefur Angelina Jolie verið heldur ósátt með vinnutörnina upp á síðkastið. Pitt ákvað því að eyða helginni með fjölskyldunni og taka sér frí frá tökum til að halda öllum The Change-Up BARNAKARLINN BATEMAN ELSKAR BLEYJUR Leikstjóri: David Dobkin. Aðalhlutverk: Jason Bateman, Ryan Reynolds og Olivia Wilde. Dómar: IMDB: 6,3 / Metacritic: 40% / Rotten Tomatoes: 22% Lengd: 112 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 14 ára. Kvikmyndahús: Laugarásbíó. Mitch og Dave hafa verið bestu vinir frá því þeir voru börn en í gegnum árin hafa þeir fjarlægst hvorn annan, kannski af því að líf þeirra eiga fátt sameiginlegt. Dave er útúrstressaður lögfræðingur, eiginmaður og þriggja barna faðir. Mitch er einhleypur, lausráð- inn og hagar sér um margt eins og unglingur. Eitt kvöldið detta þeir félagarnir í það og bera saman bækur sínar. Hvor öfundar hinn af því lífi sem hann lifir og við það að pissa í það sem reynist vera óskabrunnur mun líf þeirra taka ófyrirséðum stakkaskiptum. Morguninn eftir vakna þeir hvor í líkama hins og tapa sér algjörlega. Þrátt fyrir að breytingin sé kærkomin og spennandi að mörgu leyti komast þeir fljótlega að því að líf hins er á engan hátt eins frábært og það leit út fyrir að vera. The Greatest Movie Ever Sold Leikstjóri: Morgan Spurlock. Aðalhlutverk: Peter Berg, Paul Brennan og Noam Chomsky. Dómar: IMDB: 6,3 / Metacritic: 66% / Rotten Tomatoes: 70% Lengd: 90 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð öllum aldurshópum. Kvikmyndahús: Smárabíó og Háskólabíó. Morgan Spurlock, sem gerði garðinn frægan með kvikmyndinni Super Size Me hellir sér nú á bólakaf í auglýsingabransann og skoðar hvaða áhrif hann er farinn að hafa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Við fylgjumst með honum ræða við styrktaraðila um að fjármagna myndina sem við erum að horfa á. Í leiðinni fáum við að sjá innviði auglýsinga- og kvikmynda- bransans og hvernig þeir hafa svo til runnið saman í eitt. Honum tekst ætlunarverk sitt og á endanum hefur hann selt allt sem hægt er að selja; límmiða á jakkann sinn, hvaða bíl hann keyrir í myndinni, í hvaða skóm hann gengur, hvaða mat hann borðar og hvaða sjampó hann notar. Final Desti- nation 5 Leikstjóri: Steven Quale. Aðalhlutverk: Nicholas D‘Agosto, Emma Bell og Arlen Escarpeta. Dómar: IMDB: 6,0 / Metacritic: 50% / Rotten Tomatoes: 51% Lengd: 92 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin. Hópur fólks sleppur ótrúlega frá brú sem hrynur, allir deyja nema nokkur ungmenni sem svikið hafa dauðann. Þessi mynd er sögð sú besta í seríunni og er nú í betri þrívídd , 3D eins og þú hefur aldrei upplifað fyrr. Myndin fjallar um Cal (Steve Carell) sem gengur í gegnum skilnað og hjónabandserfiðleika. Meðan á því stendur kynnist hann kvennaflagaranum Jacob (Ryan Gosling) sem hjálpar honum að finna sjálfan sig á ný. Crazy, Stupid Love var talsvert öðruvísi mynd en ég bjóst við. Bjóst við meiri svona grín-/bullmynd en þegar líða fór á myndina áttaði ég mig á því að hér væri á ferðinni bara nokkuð vönduð grínmynd með boðskap og öllu tilheyrandi. Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar persónur í myndum eru á einhvern hátt breyttar og oftar en ekki betri manneskjur í lok myndarinnar. Að karakterinn læri eitthvað sem breytir lífi hans. Hér kemur það skýrt fram sem segir okkur að handrits- höfundur myndarinnar Dan Fogelman hafi skilað góðu verki. Myndin er auðvitað með sínar hefðbundnu Hollywood-klisjur en verður þó aldrei beint klisjukennd. Klisjurnar eru nefnilega vel útfærðar og rétt notaðar. Það þarf ekkert alltaf að vera að finna upp þetta blessaða hjól enda er megintilgangur svona mynda að vera góð afþreying, skemmta manni, láta manni líða vel o.s.frv. Það gerir þessi mynd vel. Það sem er einnig gert vel í þessari mynd er að hún nær því að vera frekar ófyrirsjáanleg án þess að ég fari nokkuð nánar út í það. Þeir sem munu sjá myndina munu líklega átta sig á því hvað ég er að tala um nema auðvitað þessi eini sem segist alltaf hafa séð þetta fyrir. Hversu leiðinlegt er að vera sá gaur? Leikararnir stóðu allir fyrir sínu. Kevin Bacon er alltaf skemmtilegur og svo er ég alltaf að átta mig meira og meira á því hversu góður leikari Steve Carrell er. Í heildina litið kom því myndin skemmti- lega á óvart. Kannski ekki beint mynd þar sem maður öskrar stanslaust af hlátri en hún heldur manni og er allan tímann mjög skemmtileg. Virkilega fín mynd. Kristján Sturla Bjarnason Klisjur sem virka Crazy, Stupid Love K V I K M Y N D sáttum.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.