Monitor - 15.09.2011, Page 6

Monitor - 15.09.2011, Page 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2011 Hljómsveitin Ourlives gefur í dag út sína aðra breið- skífu og ber hún nafnið, Den of Lions. Flestir hafa heyrt lög sveitarinnar óma í útvarpinu en enn í dag er fólk að átta sig á því að hér sé um íslenska hljóm- sveit að ræða. Monitor spjallaði við Leif og Bjössa í gegnum handfrjálst bílsímakerfi þess síðarnefnda þeg- ar þeir voru nýkomnir af æfingu.talið Hvernig lýsið þið hljómsveitinni í 13 orðum? B Það er góð spurning, hún er ekki svo slæm og gæti verið verri. Þið eruð að senda frá ykkur plötu númer tvö. Eruð þið ekki reynslunni ríkari? B Jú, klárlega. L Þetta var samt svona eins og að byrja ferlið upp á nýtt. Þetta var allt öðruvísi en fyrri platan. B Við komum inn í þetta fullir sjálfstrausts og vorum alveg með hvað við ætluðum að gera en svo fórum við einhvern veginn á byrjunar- reit. Á síðustu plötu sömdum við til dæmis tíu lög og níu enduðu á plötunni en fyrir þessa þá sömdum við eitthvað um þrjátíu... L Þrjátíu og tvö, þrjú. B Já og tíu enduðu á plötunni. Við erum svolítið grimmir með okkar eigin lög og erum dómharðir á þau. Við vorum búnir að skera þetta niður í fimm lög á einhverjum tíma- punkti og þá þurftum við bara að gjöra svo vel að semja meira. Við lentum í sjálfum okkur. En gerist það þá aldrei að þið takið góðu bútana úr mismunandi lögum sem þið ætlið ekki að nota og setjið saman í eitt lag? B Við höfum reynt það en það hefur ekki verið að virka. L Það er einhvern veginn þannig að ef þau virka ekki strax þá hendum við því frá okkur og förum yfir í næsta lag. B Við eigum fullt af góðum bútum. L Gjörið þið svo vel, hér er svakalega góður þriggja sekúndna kafli. Á fyrstu plötunni fenguð þið Barða Jóhanns- son, Barða Bang Gang, til að taka upp og útsetja með ykkur en núna eru fjórir aðilar sem taka þátt í þessu ferli með ykkur. Finnið þið mikinn mun á ferlinu? B Já, við vorum að læra þetta upp á nýtt í rauninni. L Við erum að gera þetta meira sjálfir sem er eitthvað sem við gerðum ekki á fyrri plötunni. B Við vorum samt sem áður með algjöra keppnismenn með okkur í ferlinu, höfðum Barða í nokkrum lögum og Axel Flex í sumum. Og það er þannig að ef maður er að vinna með toppfólki þá lærir maður toppvinnubrögð. Fyrstu plötunni var oft lýst sem óhefðbund- inni blöndu af poppi og tilraunarokki. Haldið þið ykkur á svipuðum slóðum eða takið þið hlustendur í nýjar áttir? B Klárlega nýjar áttir. L En þú heyrir samt alltaf að þetta er Ourlives. Er hún bjartari eða er hún þyngri? L Hún er kannski ekki beint þyngri en það er aðeins dimmara yfir henni. B Jú, jú. Hún er þyngri (hlær). L (hlær). Maður er ekki dómbær á sitt eigið efni. B Ef þú ert að tala um grömm þá er þetta núna komið í plast en áður var hún í pappa svo að hún er þyngri að því leytinu til og svo er aðeins stærri bæklingur, þannig að jú, hún er þyngri. B Til að útskýra þetta bara í stuttu máli þá er platan gerð á styttri tíma þannig að hún er meiri heild heldur en fyrri platan. Í myndbandinu við lagið We Lost the Race sýnið þið myndefni frá mótmælunum við Austurvöll. Eruð þið svona pólitískir? B Flestir tónlistarmenn sem segjast vera pólitískir eru orðnir gamlir og hafa ekki um mikið annað að tala þannig að mig langar ekki að segja að við séum pólitískir en ... hins vegar ... já. Það er alltaf svolítil pólitík í okkur. Og má lesa það út úr textunum eða hvað? L Það má alveg lesa það út úr þeim kannski? I‘m Ron Burgundy? B Já, einmitt. Það er alltaf svo kjánalegt að svara svona spurningum. Við getum sagt að þeir séu pólitískir en svo getur það verið lygi hjá okkur. Lagið ykkar Out of Place var gríðarlega vin- Þyngri í grömmum

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.