Monitor - 15.09.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 15.09.2011, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Monitor Í badmintoníþróttinni á Íslandi hefur einn leik- maður borið höfuð og herðar yfir alla en það er að sjálfsögðu hún Ragna Ingólfsdótt- ir. Þessi badmin- tondrottn- ing æfir nú og keppir af miklum móð með það í huga að tryggja sér þátttökurétt á öðrum Ólympíu- leikunum sínum í röð. Þegar blaðamaður settist niður með Rögnu var hún að undirbúa för sína til Gvatemala þar sem hún keppir nú á móti sem er liður í þessari baráttu hennar um farseðil til London. Þú varst tvítug þegar þú vannst þinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í einliðaleik árið 2003. Eftir það hefur þú ekki tapað leik á Íslandi í átta ár. Er þetta of létt fyrir þig? Það má segja það, að minnsta kosti í stelpnaflokknum. Ég keppi alltaf við strákana á æfingum og við höfum verið að pæla hvort ég eigi að skrá mig í strákaflokkinn en það er reyndar ekki hefð fyrir því (hlær). Ég er aðallega að einbeita mér að alþjóðlegu mótunum núna en ekki mótunum hérna heima og hef gert það í mörg ár. Ég get alltaf farið út og keppt við stelpur sem eru jafngóðar, aðeins lélegri eða aðeins betri. Þó svo að samkeppnin sé kannski ekki til staðar hér á landi þá get ég alltaf keppt við strákana. Ef þér yrði boðið að keppa á Íslandsmótinu í karla- flokki, myndir þú þiggja boðið? Ég myndi gera það og ég myndi líka vinna held ég (hlær). Nei nei, ég segi svona, en ég er alltaf að spila við þessa stráka og stundum vinnur maður og stundum tap- ar maður en það væri rosa gaman að prufa að spila við þá á alvörumóti, því það er dálítið öðruvísi en á æfingu. Það væri mjög gaman, ég myndi pottþétt þiggja það. Ert þú með einhverja rútínu sem þú framkvæmir fyrir alla badmintonleiki? Já, þegar ég er að keppa vakna ég snemma og fer í göngutúr til að tæma hugann og liðka mig aðeins til. Svo mæti ég klukkutíma fyrir leik og byrja að hita upp með iPod í eyrunum sem kemur mér í gang. Svo teygi ég aðeins á, slaka á fyrir leikinn og fer svo á fullu inn í leikinn sjálfan með hundrað prósent einbeitingu. Eftir svona langan undirbúning þá truflar mann ekkert þegar maður kemur inn á völlinn. Hvaða tónlist er það sem peppar þig upp? Þessa dagana hlusta ég mest á Gusgus, það er tónlist sem kemur mér í gang. Af hverju badminton? Út af því að foreldrar mínir búa mjög nálægt TBR- húsinu og þegar ég var í Langholtsskóla bauð TBR níu ára krökkum að spila frítt í eitt ár og bróðir minn, sem er þremur árum eldri, var byrjaður svo mér fannst þetta mjög spennandi og sló til. Ég var reyndar einu ári á und- an í skóla svo ég byrjaði átta ára gömul. Við bróðir minn erum bestu vinir og höfum alltaf verið saman í þessu. Við spiluðum saman í tvenndarleik í unglingaflokkunum. Þú æfðir fimleika í æsku og mér skilst að þú sért líka á kafi í golfi. Kemst eitthvað að annað en íþróttir? Já, ég er alveg „chillari“ í eðli mínu. Ég æfi yfirleitt tvisvar á dag en þess á milli er ég dálítið mikið að slaka á og mér finnst mjög gott að horfa á eitthvað, lesa bækur og auðvitað að verja tíma með vinkonunum og kærasta. Situr þú föst fyrir framan sjónvarpið þegar Eurosport sýnir frá badmintonmótum? Nei, ég horfi mjög lítið á badminton. Einu skiptin sem ég horfi eru kannski bara leikir með mér sjálfri til að læra af þeim hvað ég get bætt og hverjar eru mínar sterku hliðar. Þegar ég er að fara á mót hef ég líka stundum horft á leiki með þeim sem ég er að fara að keppa við. Annars horfi ég mest á gamanþætti, ég horfi endalaust á Seinfeld. Ég reyni samt líka að horfa á einhverjar fræðslumyndir, eins og til dæmis Dalai Lama-fyrirlestra eða eitthvað. Mér finnst gaman að detta inn í svoleiðis. Ert þú sleip í golfinu? Ertu með einhverja forgjöf? Ég byrjaði aðeins að prufa þetta fyrir nokkrum árum en ég byrjaði að spila eitthvað að ráði í fyrra og gekk þá inn í klúbb. Sem stendur er ég með 18,4 í forgjöf, markmið sumarsins var að komast undir 20 svo það gekk upp. Kærastinn þinn er mikið í golfi. Kann hann eitthvað í badminton? Já, ég dríf hann stundum með mér og þá spila ég með vinstri á móti honum og það eru oft hörkuleikir, það er algjör snilld. Hann er alveg góður miðað við byrjanda og eftir að hann kynntist mér hefur hann fengið vini sína til að koma með sér að spila. Hvenær varð þér ljóst að þú gætir náð langt í þessari íþrótt? Fyrsta árið mitt, þegar ég var átta til níu ára, þá var ég auðvitað bara svipuð og allir hinir. Ég fór síðan í tennisskóla sumarið eftir það og var helling í þessu og þá var ég strax orðin betri en stelpurnar sem voru að æfa með mér fyrst. Svo horfði maður á Elsu Nielsen fara á Ólympíuleikana árið ’92 og reyndar líka ’96 og þá sá ég að þetta var það sem mig langaði að gera. Þú gekkst í Menntaskólann við Sund. Hvernig týpa varst þú í menntaskóla? Fyrstu tvö árin var ég alveg í skólanum og það gekk mjög vel en eftir að ég fékk Ólympíustyrk var ég utanskóla næstu tvö ár. Mér fannst menntaskólaárin mjög skemmtileg en ég tók voða lítinn þátt í félagslífinu, ég held að ég hafi farið einu sinni á árshátíðina, annars var ég alltaf úti að keppa. Ég fór kannski á nokkur böll til viðbótar en var annars lítið í félagslífinu, þótt ég hafi reynt að gera eins mikið og ég gat. Ég var sem sagt svona íþróttatýpan. Nú æfir þú íþrótt þar sem þú slærð flugu í sífellu með spaða. Ert þú þá betri en meðalmaðurinn í því að drepa geitunga? Algjörlega, ef ég er með spaðann, þá tek ég hann í fyrsta höggi. Annars er ég frekar hrædd við þá og er vön að flýja en eins og ég segi, ef ég er með spaða þá læt ég vaða. Eftir MS fórst þú í heimspeki og sálfræði í háskólanum. Hvers vegna lagðir þú þessar greinar fyrir þig? Ég er svolítill pælari og hef mikið pælt í því hvers vegna heimurinn er eins og hann er, af hverju sumum gengur vel en öðrum illa þannig að mér fannst heimspeki mjög áhugaverð og svo tók ég sálfræði sem aukagrein. Ég væri alveg til í að læra eitthvað meira í svona heilsuvísindum í framtíðinni og hef verið að hugsa um að gera það eftir næstu Ólympíu- leika. Ég hef svolítið pælt í íþróttasálfræði en mér finnst hún vera að koma mjög sterk inn núna. Mig langar að taka mastersgráðu í einhverju úti í Bandaríkjunum í framtíðinni og það verður eitthvað í þessum dúr. Þarf maður að leggja mikið upp úr heimspekinni og sálfræði til að ná langt í íþróttum? Ef maður ætlar að ná langt þá held ég að maður þurfi mikið að pæla í andlega þættinum, eins og allir segja sem eru orðnir eitthvað góðir í íþróttum. Þú getur verið eitthvað ákveðið góður líkamlega en þegar öllu er á botninn hvolft skiptir andlegi þátturinn svo miklu máli. Ef einhverjir tveir eru jafngóðir líkamlega þá nær sá sem er sterkari andlega yfirburðum að lokum. Í ár voru settar reglur í badmintonheiminum sem kveða á um að konur verði að spila í pilsum. Hvað finnst þér um þessar reglur? Það eru svo margar af bestu stelpunum sem eru frekar strákalegar, sérstaklega þær asísku, sumar þeirra gætu bara verið strákar þegar maður horfir á þær. Þessar stelpur myndu til að mynda aldrei spila í pilsum og þær eru bestu badmintonkonur í heimi og þess vegna finnst mér það alveg fáránlegt að skikka þær til að spila í pilsum. Þeir sem settu reglurnar segja reyndar að þetta sé ekki í gildi á öllum mótum heldur eru tíu mót á ári sem eru kölluð „Super Series“, þar keppa þrjátíu og tvær bestu í heiminum, og tillagan er sú að þetta gildi á þeim mótum. Eins og ég segi fannst mér þetta fáránlegt fyrst en svo fékk þetta svo mikla umfjöllun að ég fór að pæla hvort þetta hafi bara verið sett til þess að vekja meiri athygli á íþróttinni. Ef það er tilfellið, þá var þetta bara sniðug markaðssetning. Sem stendur ert þú í 64. sæti á heimslista kvenna í badminton. Átt þú þér eitthvað sérstakt markmið varðandi heimslistann? Mér hefur alltaf fundist mjög kúl að vera á topp 50. Ég náði best 37. sæti fyrir síðustu Ólympíuleika svo ég hugsa oft að það væri gaman að slá því við. Akkúrat núna finnst mér þægilegt að stefna á topp 50 og ef ég næ því fer ég kannski að reyna að bæta hitt. Ári fyrir ÓL 2008, sleist þú krossband en lést það ekki á þig fá og komst þér samt til Kína Hvernig fórst þú að því? Ég reyndi á sínum tíma að komast á Ólympíuleikana 2004, byrjaði að keppa og æfa alveg á fullu árið 2002 og komst ekki inn. Það munaði bara tveimur stelpum og það var þvílíkt áfall en ég byrjaði strax að æfa fyrir næstu. Föstudaginn 13. apríl 2007, á síðasta mótinu fyrir Ólympíuárið, þá sleit ég krossbandið og allir læknar sem Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is HRAÐASPURNINGAR Fyrstu sex: 220283. Uppáhaldsmatur: Indverskur kjúklingarétt- ur og sushi. Uppáhaldsstaður í heiminum: Mér líður best á Íslandi. Uppáhaldsbadmintonspilari: Camilla Martin þegar hún var ennþá að spila. Uppáhaldsíþrótt fyrir utan badminton: Golf. Sætasti sigurinn: Þegar ég vann Íslands- mótið í fyrsta skiptið og líka þegar við í landsliðinu unnum Evrópukeppni B-landsliða í janúar 2007. Æskudraumurinn: Að fara að spila á Ólympíuleikunum, það er eitthvað sem ég ætlaði mér alltaf að gera. Ég ætlaði að labba yfir til vina minna sem sátu á öðrum stað og þá var bókstaf- lega gelt á mig svo ég varð að hundskast út í horn aftur. Ragna Ingólfsdóttir er aðalbadmintonspaði landsins sem hefur nú þegar upplifað æsku- drauminn og stefnir hraðbyri að því að gera það aftur næsta sumar í London. Hún sagði Monitor frá heimsflakki sínu, hnémeiðslunum og badmintoneinvígunum við kærastann. Ef ég er með spaða þá læt ég vaða

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.