Monitor - 22.09.2011, Side 18

Monitor - 22.09.2011, Side 18
kvikmyndir Jonathan Taylor Thomas Hæð: 165 sentímetrar. Besta hlutverk: Randy Taylor í Home Improvement-þáttunum. Staðreynd: Hans rétta eftirnafn er Weiss en sviðsnafnið Thomas tók hann frá eldri bróður sínum, Joel Thomas Weiss. Eitruð tilvitnun: „Árangur er ekki að gera aldrei mistök heldur að rísa upp í hvert skipti sem þér mistekst.“ 1981Fæðist þann8. september í Bethlehem í Pennsylvaníu-fylki í Bandaríkjunum. 1989Foreldrar hans,Stephen Weiss og Claudine Gonsalves, skilja en móðir hans gerist umboðsmað- ur hans. Átta ára gamall leikur hann í Burger King-auglýsingu. 1990Fær hlutverkKevin Brady í skammlífum þáttum sem bera nafnið The Bradys. Þættirnir byggðu á hugmyndinni um Brady-fjölskylduna. 1991Hefur leik sinn íHome Improvem- ent-þáttunum. Þar leikur hann miðsoninn, Randall William Taylor, kallaður Randy. 1994Ljáir ljónaprins-inum Simba rödd sína í Konungi ljónanna. 1995Leikur í sinnifyrstu kvikmynd í fullri lengd, Man of the House. 1996Fer með hlutverkGosa í myndinni The Adventures of Pinocchio. 1998Yfirgefur þættinaHome Improvem- ent því hann hyggst ná lengra sem leikari. Sama ár leikur hann í I‘ll Be Home for Christ- mas sem fær meðal annars 18% á Rotten Tomatoes. 2000Hefur nám íHarvard-háskóla þar sem hann leggur stund á sálfræði og sögu. 2002Fer til Skotlandsþar sem hann tekur eitt ár sem skiptinemi við St. Andrews-háskóla. 2010Útskrifast úr Col-umbia-háskóla í New York. 2011Býr í Los Angelsesí Kaliforníu þar sem hann heldur áfram að leika og reynir fyrir sér sem leikstjóri. FERILLINN 18 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 „Hakuna matata.“ (Tímon og Pumba, Lion King, 1994) Ungur ljónaprins fæðist í Afríku sem verður til þess að Skari mun ekki taka við konungstign af konungi ljónanna, Múfasa. Þar sem Skari vill verða konungur skipuleggur hann í samráði við hýenurnar að drepa Múfasa. Skari lýgur svo að unga ljónaprinsinum, Simba, að það sé honum að kenna að pabbi hans hafi dáið og því flýr Simbi inn í frumskóginn. Þar hittir hann fyrir þá Tímon og Púmba sem kenna honum að hafa engar áhyggjur. En allt fer á versta veg á meðan Skari er við völd og því verður Simbi að snúa aftur og taka völdin í sínar hendur. facebook.com/monitorbladidVILTU MIÐA? Monitor ætlar að gefa miða áLion King 3D, fylgstu með... FRUMSÝNING HELGARINNAR K V I K M Y N D Mögnuð keyrsla Myndin Drive fjallar í stuttu máli um flótta- og áhættubíl- stjóra fyrir kvikmyndir sem leikinn er af Ryan Gosling. Hlutirnir taka síðan smá U- beygju þegar hann kynnist Irene sem leikin er af Carey Mulligan. Svona myndir minna mig alltaf á það hvað kvikmyndir eru frábært fyrirbæri. Það er fátt sem jafnast á við það að fara í gott bíó og upplifa jafnmagnaða mynd og Drive reyndist vera. Allur leikur er til fyrirmyndar. Ryan Gosling gerir þetta alveg fáránlega vel og nær að skapa karakter sem heldur myndinni uppi. Það var skemmtilegt hvað maður fékk lítið að vita um kar- akterinn og hans baksögu en gat samt lesið svo vel í leikinn hjá Gosling. Hann er hér með kominn inn á topp tíu yfir uppáhaldsleikara hjá mér. Gaman líka að sjá Ron Perlman og einnig Bryan Cranston úr þeim frábæru þáttum Breaking Bad. Hann stendur auðvitað fyllilega fyrir sínu eins og alltaf. Svarthöfði í bíó Annað sem gerir myndina magnaða er andrúmsloftið. Mikið er um þagnir og er leik- stjórinn óhræddur við að gefa hverri senu sinn tíma. Myndin er líka skemmtilega stílíseruð og öll myndataka mjög flott. Það var einhver svona eitís/ retro-fílingur yfir henni sem var að gera góða hluti. Allt þetta var síðan bundið saman með virkilega góðu tónlistarskori sem átti stóran þátt í að skapa þetta flotta andrúmsloft. Það er kannski rétt að taka það fram að myndin gerir talsverðar kröfur til áhorfenda. Ég fann það stundum í salnum að sumir voru ekki alveg að meika þagnirnar og ofbeldið sem er í grófari kantinum. Mæli líka ekki með því að þið sitjið við hlið einhvers sem andar mjög hátt. Ég lenti í því og hefði alveg eins getað setið hliðina á Svarthöfða, slík voru lætin. En hvað sem því líður þá er Drive klárlega ein af betri myndum ársins. DRIVE Kristján Sturla Bjarnason Aðrar frumsýningar: Johnny English – Shark Night 3D – Contagion - Hoodwinked Too! Hood VS. Evil FRUMSÝND 23. SEPTEMBER The Lion King 3D Aðalhlutverk: CheechMarin, James Earl Jones, Jeremy Irons, Jonathan Taylor Thomas og Matthew Broderick. Lengd: 89 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll og Kringlunni. á Íslandi Vinsælasta náttúrulega húðlínan í Bandaríkjunum. Fæst í apótekum

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.