Monitor - 22.09.2011, Blaðsíða 19

Monitor - 22.09.2011, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 Monitor Ein skærasta fjöður í hatti Xbox 360 vélarinnar er hin magnaða Gears of War- sería sem framleidd er af Epic Games. Þriðji og jafnframt síðasti leikur seríunnar kom út í vikunni og það er klárt að Epic-menn hafa dregið fram fægiklútinn og gefa hér út einhvern mest glansandi leik ársins. Söguþráðurinn hefst tveimur árum eftir síðasta leik og hefst þar sem Marcus, Dom og félagar hafa komið sér fyrir á gömlu herskipi og sigla þar um heimsins höf í rólegheit- um og rækta korn og eru í góðum fíling. En sjaldan er ein báran stök í heimi Gears of War og áður en leikmenn vita af eru þeir orðnir blóðugir upp að öxlum eftir endalausa bardaga við bæði Locust- kvikindin og hina glóandi fersku Lambent. Söguþráður leiksins er sá metnaðarfyllsti og lengsti hingað til og eru leikmenn góða 15-20 tíma að vaða í gegnum hann. Ég mæli með að leikmenn finni sér aðra þrjá til að spila með í gegnum söguna, en fjögurra manna „co-op“-spilun leiksins er líklega ein besta uppfinning mannskepnunnar. Fyrir utan söguþráð- inn er í leiknum mjög fullkomin netspilun sem inniheldur margt af því gamla góða í bland við helling af nýju stöffi. Gears of War 3 er þriðju persónu hasarleikur, líkt og hinir leikir serí- unnar. Leikmenn fara í hlutverk hermanna sem hafa líkamsbyggingu ísskápa og eru harðari en grjót ... miklu harðari. Leikurinn inniheldur hátt í 20 mismunandi vopn og virka þau misvel á hinar ýmsu tegundir óvina. Þetta gerir það að verkum að leikmenn þurfa að keyra á milli vopna sem er mjög gott og ýtir undir fjölbreytileika. Helsta kennileiti Gears-leikjanna er einnig á sínum stað en það er hið margrómaða „cover“-kerfi, en spilun leiksins útheimtir massífa notkun á því og virkar það betur en nokkru sinni fyrr. Grafík leiksins er mjög góð, enda búið að bóna dýrið til fullnustu. Sama má segja um tónlist og talsetningu, en flestar persónur leiksins gætu verið rifnar út úr 80‘s hasarmynd. Gears of War 3 er kannski ekki frumlegasti leikur í veröldinni, en þegar Gears er annarsvegar, þá er enginn að kalla eftir frumleika, heldur bara endalausum hasar sem kallar fram testósterón og bunka af bringuhárum. Ólafur Þór Jóelsson Vopnaðir ísskápar TÖ LV U L E I K U R Það er deginum ljósara að sú þjóð sem ræðurlögum og lofum í skemmtanaiðnaðinum erBandaríkjamenn. Þetta hamborgarastórveldi gefur tóninn og skapar viðmiðin um hvað sé fyndið, skemmtilegt og spennandi hjá meðaljónum vesturheims þegar kemur að kvikmyndum, tónlist og sjónvarpsefni, svo eitthvað sé nefnt. Ég á ekki við að það sé slæmt, en Amerík- aninn er einfaldlega stærstur, frekastur og feitastur. Talandi um holda-far, þá hef ég lengivelt vöngum yfir einu áberandi mynstri í amerísku sjónvarpsefni sem virðist hafa orðið að einhvers konar formúlu. Það er atriði sem einkennir fjöldann allan af svokölluðum „sit com“-þáttaröðum vestanhafs. Um er að ræða þætti eins og King of Queens, Grounded For Life, According to Jim, Still Standing og jafnvel teiknimyndaþættina Simpsons og Family Guy, sem allir hafa verið sýndir hérlendis, og svona mætti áfram halda. Ef til vill hafa lesendur nú þegar áttað sig á hver samnefnari þessara þátta er. Allir þessir þættir innihalda nefnilega aðalpersónu sem er feitur, latur og oftast barnalegur húsfaðir sem á granna og skarpa þokkadís sem eiginkonu. Ég legg það ekki í vana minn aðsetja út á útlit fólks eða ráðastá innri manns einhvers, en þar sem þetta eru jú skáldaðar persónur gerir maður ef til vill á því undantekn- ingu. Karlpersónurnar úr þáttunum sem ég nefndi að ofan eru holdgerv- ingar amerískrar leti. Það þekkja allir hversu latur og vitlaus Homer Simpson er og þeir sem þekkja til King of Queens vita að Doug hagar sér eins og risavaxið smábarn. Ég veit að það er hrikalega fordómafullt og grunnhyggið að furða sig á því að hjón séu ekki „jafnaðlaðandi“ og ég er meðvitaður um að fegurð sé afstæð en ef maður lítur framhjá því stendur þetta undarlega mynstur eftir, óframbærilegur karl með frambærilegri konu. Það er nefnilega ekki nóg með það að eiginkonur karlanna séu margfalt meira aðlaðandi en þeir sjálfir, heldur eru þær oftast líka miklum mun gáf- aðri og skynsamari og þurfa sífellt að hafa vit fyrir mönnunum sínum. Þær eru með öðrum orðum líka fallegri að innan. Hvaða skilaboð eru fram-leiðendur og handrits-höfundar þessara þátta að senda út til áhorfenda? Ætli þetta eigi að endurspegla ameríska drauminn, að hver sem er geti afrekað eitthvað ef hann leggur nógu hart að sér? Það er að segja, að sama hversu óaðlaðandi og vitlaus maður er, þá geti maður eignast góðan maka ef maður bara vinnur nógu hörðum höndum að því. Eins og komið hefur fram eru þessar persónur einmitt oftast frekar latar, svo það verður að teljast ólíklegt. Hafa þessar ágætu konur gifst mönnunum til fjár? Varla, þar sem mennirnir eru sjaldnast í hálaunastörfum. Homer er verkamaður í kjarnorkuveri og fyrrnefnd- ur Doug ber út póstinn. Út frá þessu öllu hlýtur maður aðdraga ályktanir. Annaðhvort er þettaleið framleiðenda þáttanna til að varpa ljósi á einhvers konar skort á góðum karlpeningi í Bandaríkjunum, eða þá hand- ritshöfundarnir sjálfir eru feitir og vitlausir karlmenn sem eru einfaldlega að skemmta sér við að skrifa um draumaheim sinn, þar sem gáfaðar fegurðardrottningar giftast ófríðum letingjum. Það er ekki það að þetta angri mig, skemmtiefni í sjónvarpi segir sjaldnast alveg satt og fallegar konur mega alveg giftast illa mín vegna. Mér finnst aðallega bara fyndið að pæla hvers vegna þessi parasamsetning endurtekur sig svona trekk í trekk eins og þetta sé skot- heldasta leiðin til að búa til vinsælan þátt. Nóg um það, ég er farinn að bæta á mig. Einar Lövdahl Gunnlaugsson einar@monitor.is ORÐ Í BELG Feitir menn og glæsikonur Tegund: Skotleikur PEGI merking: 18+ Útgefandi: Epic Games Dómar: Gamespot 9,5 af 10 / IGN 9 af 10 / Eurogamer 8 af 10 Gears of War 3 Faxafeni 5, Reykjavik     Heilsudýnan sem styður svo vel við þig að þér finnst þú svífa Tempur- dagar í september Allar TEMPUR® heilsudýnur og -koddar á 20% afslætti D Ý N U R O G K O D D A R

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.