Monitor - 22.09.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 22.09.2011, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2011 með Agent Fresco hvað við eigum engar sögur. N Þeir voru alltaf með einhverjar sögur þar sem þeir voru að gera eitthvað „alveg hellað“. Við erum ekki nógu helluð. R Við erum að pæla í að byrja að gera eitthvað til að fá sögur. N Eða búa bara til sögur. Heimildir Monitor herma að Ragnar upplifi sig sem fyrirliða hljómsveitarinnar. Er hann það? N Hann vill setja sig á þann stall, hann má svo sem alveg fá þann stimpil ef hann vill það. R Já, svona nýlega þá hef ég tekið fyrirliða- stöðuna af Nönnu. Ég er búinn að vera mjög ábyrgur, svarandi Emilum og mikið í símanum. Nei nei, ég er enginn fyrirliði. N Ragnar er frábær strákur. Nanna, þú lentir í 3. sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir fjórum árum þegar þú söngst lagið Gleym-mér-ei fyrir hönd FS. Hvort þykir þér vænna um þann áfanga eða sigurinn í Músíktilraunum? N Ég held að það hljóti að vera Músíktilraunir, af því að þá unnum við. Það var bæði reyndar ótrúlega gaman, bæði ævintýri út af fyrir sig. R Það hefur kannski verið skemmtilegra í Músíktilraunum af því þú gerðir það með skemmtilegra fólki, eða hvað? N Sagði ég það? R Nei, ég bara spyr. Áður fyrr varst þú, Nanna, líka í hljóm- sveitinni Pointless sem gerði það gott á Suðurnesjunum og kom meðal annars fram í Ísland í bítið. Hvað varð um þá ágætu sveit? R Stóð hún ekki bara undir nafni? N Jú, hún var bara „pointless“. Nei, við bara hættum. Ég held að við höfum áttað okkur á því að við vorum ömurleg. Eða nei, við vorum kúl. Manst þú eftir henni frá þessum tíma, Ragnar? R Nei, ég þekkti hana ekki neitt. Ég er hins vegar líka svona rannsóknarlögregla eins og þú og gróf atriðið hennar úr Söngkeppninni upp á netinu og það var rosa flott. Fyrsta platan ykkar, My Head Is an Animal, kom út í vikunni. Hvað getið þið sagt mér um þessa plötu? N Hún er með tónlist og söng á. R Hún inniheldur ellefu lög. N Við tókum hana upp í Sýrlandi. R Já, hún var tekin upp „læv“, það er að segja grunnarnir, og svo erum við búin að bæta ofan á það í Orgelsmiðjunni. Það hefur tekist mjög vel, finnst okkur. Kaupið hana, plís. N Svo Raggi geti borðað. Þið eruð að læra myndlist og hönnuðuð plötuumlagið sjálf ásamt Arnari trommuleikara. Hver er pælingin á bak við umslagið? R Þetta eru gamlar ljósmyndir sem ég fann í albúmi sem afi minn átti. Ef þú opnar disk- inn, þá sérðu sex hausa sem allir tákna einn í hljómsveit- inni. Það eru sem sagt augun okkar inni í skrímslahausum. Hvað ber framtíðin í skauti sér? N Vonandi eitthvað skemmti- legt, við ætlum allavega að fylgja plötunni vel eftir. R Það eru útgáfutónleikar fimmtudaginn 6. október í Gamla bíó. Við ætlum annars bara að spila og spila, svo styttist í Airwaves. Síðan semjum við örugglega meira, skemmtum okkur og höfum það gott. Mér skilst að trommarinn ykkar, Arnar, sé afar skeggjaður um þessar mundir. Hvers vegna er það? R Arnar er að safna skeggi þangað til að útgáfutónleikarnir eru búnir. Öllum er velkomið að koma og snerta skeggið hans á tónleikunum. N Hann er einmitt kallaður Skeggur af okkur þessa dagana. R Svo þegar hann rakar skeggið þá ætlar hann að gefa mér hárin svo ég geti búið til pensla úr þeim og þá mála ég mynd af honum með penslunum. ...líklegra til að mæta seint á hljómsveitaræfingu? R Nanna. N Ég. ...klikkaðra? R Ég. N Ég. ...betri myndlistarmaður? R Ég. N Raggi. ...latari einstaklingur? R Ég. N Ég. ...betri söngvari? R Nanna. N Raggi. ...betri gítarleikari? R Erfiðar spurningar. Má segja Brynjar? Við erum bæði jafnléleg. N Þetta er mjög erfitt. Brynjar? ...meira utan við sig? R Nanna. N Ég. HVORT YKKAR ER...

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.