Monitor - 06.10.2011, Side 17

Monitor - 06.10.2011, Side 17
„Ertu frá Íslandi? Er ekki Björk frá Íslandi?“. Þessar spurningar eru mjög dæmigerðar í upphafi samtals milli útlendings og Íslendings. Það virðist varla skipta máli hvert maður fer, alltaf er Björk Guðmundsdóttir helsti fánaberi þessarar litlu eyju í Norður-Atlants- hafi enda stórbrotinn tónlistarmaður og einn sá frumlegasti sem um getur í samtímatónlist. Nýjasta plata Bjarkar, Bíófílía, kemur út í næstu viku en eins og flestum er kunnugt verður verkið flutt í Hörpu níu sinnum á næsta mánuði sem þó hefur selst upp á fyrir löngu. Platan er sjöunda breiðskífa sólóferils hennar á erlendum vettvangi en aðspurð segir hún það koma fyrir að hún hugsi aftur til þess þegar hún gaf út sína fyrstu plötu aðeins ellefu ára að aldri og þegar heimsfrægðin hófst með Sykurmolunum enda dýrmætar minningar. Þú ert án efa sá Íslendingur sem hefur skapað sér stærsta nafnið á alheimsvísu innan tónlistar. Hefur það að þú komir frá Íslandi hjálpað þér í tónlistar- bransanum í gegnum tíðina? Það hefur bæði hjálpað til og hindrað. Það má segja að þetta svona jafni hvort annað út. Þú kemur til með að flytja nýjasta verkið þitt, Bíófílía, í Hörpu níu sinnum á næsta mánuðinum. Hvernig leggst í þig að koma fram í þessu nýja tónlistarhúsi Íslendinga? Það leggst bara mjög vel í mig. Fyrst var ég reyndar kannski með svolitla útrásarvíkingafordóma á húsinu en ég er búin að jafna mig á því núna. Maður verður náttúrlega að taka þátt í því að láta þetta allt saman virka. Tvennir af tónleikunum verða liðir á Iceland Airwaves. Fylgist þú með því sem er að gerast í íslenskri tónlist um þessar mundir? Já og nei, mér finnst margt frábært að gerast en get ekki sagt að ég fylgist óvenjulega mikið með. Ætli ég fylgist ekki bara svona meðalmikið með. Í verkinu er notast við hljóðfæri sem voru sérstak- lega smíðuð af vísindamönnum úr einum virtasta háskóla heims, MIT. Hver voru fyrstu viðbrögð fólks í kringum þig þegar þú fékkst hugmyndina að þessum hljóðfærum? Þetta óx nú svona hægt og rólega, þeir frá MIT bjuggu til eitt hljóðfæri, það er pendúlaharpan. Síðan var það hann Björgvin Tómasson sem byggði tvö önnur hljóðfæri, pípuorgel sem skilur tölrænar upplýsingar og „gamelestu“. Gamelestan er unnin úr gamalli selestu sem ég keypti af sinfóníunni. Við rifum síðan allar nóturnar úr og settum bronsnótur eins og eru í „gamelan“ í staðinn. Það var þess vegna sem hljóðfærið fékk nafnið „gamelesta“. Hvað varðar það þegar ég fékk hugmyndina fyrst þá man ég nú svo sem ekkert sérstaklega eftir neinum viðbrögðum, þetta eru náttúrlega allt vanir menn sem eru alltaf að vinna við svona lagað. Verkið Bíófílía verður gefið út sem „application“ fyrir iPad og sambærilegar græjur. Hvernig kom sú hugmynd til og hver er pælingin á bak við það að gefa tónlist út á þessu formi? Á Voltu-tónleikunum sem fóru fram frá 2006 til 2008 notaði ég snertiskjá en reyndar bara til þess að spila lög sem voru þá þegar samin. Þegar ég kom heim í ág- úst 2008 var ég rosa spennt að ekki bara spila tónlist með snertiskjám heldur semja líka tónlist með þeim. Fyrir vikið settist ég niður og fór að velta því fyrir mér hvernig ég gæti framkvæmt það, hvernig ég myndi kortleggja tónlist á svona tæki. Það minnti mig strax mikið á tónfræðitímana mína sem ég var í sem barn. Þá fór ég í mikið ferðalag og endaði síðan með að skrifa tíu mismunandi prógrömm fyrir tíu mismun- andi lög. Hvert þessara prógramma er tileinkað einu elementi úr náttúrunni og einu atriði úr tónfræði, til dæmis er lag um eldingar sem kennir „arpeggios“ og lag um DNA sem kennir „riþma“. Að sama skapi er svo lag með útsetningu sem fjölgar sér eins og vírus, lag með strúktúr eins og kristall og svo framvegis. Tveimur árum síðar, nánar tiltekið árið 2010, var þetta allt tilbúið. Þá gerðist það að iPad-inn kom út og þá fannst manni einhvern veginn að fyrst að platan var samin á snertiskjá ætti hún að koma út á snertiskjá. Fyrir skemmstu stóðst þú fyrir „Biophilia Music School“ þar sem enskir skólakrakkar söfnuðust saman og lærðu að búa til tónlist í gegnum „app-ið“. Hvernig gekk það fyrir þig og hvernig tókst til? Það gekk bara virkilega vel. Stefnan er einmitt sett á svipað verkefni fyrir íslenska krakka sem við erum byrjuð að undirbúa. Ásamt þessum skóla hefur þú í gegnum tíðina verið dugleg að gefa ungum tónlistarmönnum úr hinum og þessum áttum færi á að starfa með þér að verkefnum þínum. Ert þú kennari í þér? Já, ætli það ekki bara? Sjálf er ég vön að læra af vinum mínum og þá kannski deila dóti í staðinn. Ég var í hljómsveitum í þrettán ár og það var nú besti skólinn sem ég fór í. Við kenndum öll hverju öðru. Ef ungur íslenskur tónlistarmaður kæmi upp að þér og spyrði þig einfaldlega hvað hann þyrfti að gera til að ná langt í tónlist, hverju myndir þú svara? Það „að ná langt“ getur náttúrlega þýtt ýmislegt en ætli það sé ekki öruggt að mæla með því að rækta frumleika og eigin eðlishvöt. Síðan er það oft ekki alveg undir manni sjálfum komið hvað annað gerist, hvað gerist næst, heppni og tilviljanir og annað slíkt getur spilað mikið inn í. Það er hins vegar nokkuð öruggt að það gerist ekki neitt ef maður hefur ekki eigin rödd, og þá er ég ekki bara að tala um söngrödd. Það er sjálfur David Attenborough sem les inn á Bíófílíu-„appið“. Hvernig kom það til? Þekkist þið Attenborough? Ég hef hitt hann en við þekkjumst ekkert rosalega vel, hann hefur bara verið svo mikil innspýting í gegn- um tíðina og þetta verkefni er svo tengt honum. Þá á ég við náttúruna og svo menntunarþáttinn í verkinu. Þú hefur verið þekkt fyrir að koma fram með ýmislegt frumlegt, meðal annars þegar þú bjóst til plötuna Medúlla þar sem lagt var upp með að notast einungis við raddir. Eyðir þú heilu mánuðunum með höfuð í bleyti til að fá svona hugmyndir eða fæðast þær sjálfkrafa? Það er þannig að flestar hugmyndirnar fæðast hægt og rólega en oft fer þetta samt eftir hvar maður er staddur eftir plötuna á undan. Síðan kemur næsta hugmynd eins og svona „reaksjón“ við þeirri fyrri, þá er maður oft orðinn drulluleiður á sumum hlutum og í skorti með aðra. Svo eltir maður þetta viðbragð. Þú hefur komið fram á stærstu tónlistarhátíðum heims og jafnframt haldið tónleika undir eigin formerkjum með tugþúsundum gesta. Hvernig er tilfinningin að stíga á stokk fyrir framan slíkan fjölda fólks? Það getur verið alla veganna. Oftast er þetta skemmtileg blanda af deginum, skapinu sem maður er í, staðnum sem maður er á, fólkinu í kringum mann og sem er mætt á tónleikana og hvar maður er staddur tilfinningalega. Það er kannski svona það skemmtilegasta við að halda tónleika að þetta er svolítið svona úr höndunum á manni og maður verður bara að impróvisera og vinna með það sem maður hefur. Þegar þú hefur sungið fyrir álíka fjölda, finnst þér þá lítið mál að syngja á tónleikum fyrir hundrað gesti? Nei, ég get ekki sagt það því það er ekkert endilega einfaldara. Í gegnum tíðina hefur þú hlotið Gullpálmann, verið tilnefnd til Grammy-verðlauna sautján sinnum sem og nefnd til sögunnar á listum MTV og VH1 yfir bestu söngkonur heims. Hvert er mesta hrósið eða viðurkenningin sem þér hefur hlotnast? Það er erfitt að segja en það er náttúrlega verðmæt- ara þegar vinir eða ættingjar kunna að meta mann og það sem maður er að gera. Annars þoli ég reyndar ekki hrós, þau fara rosalega illa í mig. Ég verð alltaf hálfgrunsamleg þegar byrjað er að hrósa. Ég er mjög íslensk hvað þetta varðar, það er að segja mér finnst mikilvægara að finna að fólki líki við mann heldur en að það þurfi að segja það. Þú vannst Gullpálmann þegar þú sýndir á þér nýjar hliðar í aðalhlutverki myndarinnar Dancer in the Dark. Hefðir þú áhuga á að taka að þér fleiri verkefni á sviði leiklistar? Nei, ég er nokkuð ánægð í tónlistinni. Platan þín, Gling-Gló, hefur setið í topp þrjátíu sæt- unum á íslenska Tónlistanum í yfir 203 vikur. Hvers vegna heldur þú að þessi plata sé svona langlíf? Ég hef kallað þetta svona hluta af hrikalegum djassálögum sem liggja á mér. Ég bara skil þetta ekki. Á sínum tíma tók það okkur ekki nema tvo daga að velja þessi lög, einn að æfa þau, einn að taka þau upp og einn að hljóðblanda. Ég hef oft reynt að láta hætta að gefa þessa plötu út en þá rísa upp allir sjóræn- ingjarnir og margfalda hana. Hinn hluti þessara ógurlegu djassálaga á mér er lagið „It´s Oh So Quiet“. Það er lag sem ég „coveraði“ fyrir fimmtán árum og þetta er til dæmis eina lagið með mér sem margir Bretar þekkja. Kannski er þetta einhver refsing fyrir að vera svona nýjungagjörn eða þá að fólk er bara latt og vill bara heyra eitthvað gamalt og kunnuglegt. Texti: Einar Lövdahl Gunnlaugsson Myndir: Inez & Vinoodh HRAÐASPURNINGAR Syngur Björk Guðmundsdóttir í sturtu? Mér finnst óþægilegt í sturtu. Hvort kannt þú betur við þig í New York eða Reykjavík? Reykjavík. Hvert er ánægjulegasta samstarfið sem þú hefur tekið þátt í á þínum farsæla ferli? Það er ekki hægt að velja neitt eitt. Hver er mest framandi staður sem þú hefur komið fram á? Verðlaunaaf- hendingahátíðir. Ég hef oft reynt að láta hætta að gefa þessa plötu út en þá rísa upp allir sjóræningjarnir og margfalda hana. Björk Guðmundsdóttir er trúlega frægasti núlifandi Íslendingurinn og ein besta landkynning sem íslenska þjóðin hefur átt. Hún stendur í ströngu fyrir útgáfu síns nýjasta verks, Bíófílíu, sem verður meðal annars flutt á Airwaves. Hún sagði Monitor frá þessu tímamótamargmiðlunarverki og óbeitinni á hrósum. 17 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 SVANA- KJÓLLINN Það verður sennilega helstu tískuspekúlöntum lengi minnisstætt þegar Björk mætti á Óskars- verðlaunahátíðina árið 2001 íklædd hinum fræga svanakjól. Kjóllinn var seinna seldur á uppboði til góðgerðamála á eBay. Björk klæddist kjólnum einnig á plötuumslagi Vespertine auk þess að koma fram á ýmsum tónleikum í kringum þá plötu í kjólnum. MARGMIÐLUNAR- MEISTARASTYKKI Verkið Bíófílía er tímamót að mörgu leyti en að undirbúningi þessa flókna stykkis komu forritarar, vísindamenn, rithöf- undar, uppfinningamenn, tónlistarmenn og hljóðfærasmiðir til að skapa verk sem á sér enga hliðstæðu. Verkið er fimmþætt en ásamt því að gefa út plötu kemur verkið út sem „app“ eða snerti-virkni-smáforrit, verkið er flutt sem tónleikasýning þar sem Björk spilar meðal annars á iPad, vefsíðan bjork.com er tileinkuð verkinu ásamt því að Pulse Films vinnur að heimildarmynd um Bíófílíu. Sennilega er eina leiðin til að átta sig á hvað verkið er magnað að sjá og upplifa það á tónleikum en fyrir tónleikana voru smíðuð ýmis hljóðfæri, svo sem fjórar þriggja metra háar pendúl- hörpur, tölvustýrt pípuorgel og tvöfaldur eldingahermir.

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.