Morgunblaðið - 03.04.2010, Side 1

Morgunblaðið - 03.04.2010, Side 1
L A U G A R D A G U R 3. A P R Í L 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 77. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF»10 LÆKNAR FRAMTÍÐARINNAR MENNING»46 MYNDIR FRÁ SIRKUS ÍSLANDS 6 Sunnudags Mogginn er borinn út með laugardags Morgunblaðinu ERFITT getur verið að bíða eftir hátíðum eins og páskum og jólum. Systurnar Kristrún og Hrafnhildur Guðmundsdætur styttu sér biðina, máluðu egg og skreyttu heimili sitt fyrir há- tíðardagana sem framundan eru. Hefðir fjölskyldna eru mis- jafnar þessa frídaga en búast má við að fjölmörg börn eyði fyrriparti sunnudags í að leita að súkkulaðieggjunum sínum. Morgunblaðið/Kristinn Gleðilega hátíð  ENGIN lausn hefur enn fundist í deilu félagsmanna Félags almennra lækna og stjórnenda Landspítalans um nýtt vaktaplan spítalans sem tók gildi 1. apríl. Formaður lækna- ráðs spítalans hefur reynt að miðla málum, en án árangurs. Heilbrigð- isráðherra fylgist með málinu, en útilokar að ráðuneytið grípi inn í deiluna. Segir hún aðalatriðið að öryggi sjúklinga sé ekki ógnað og að allar vaktir séu mannaðar. »2 Deila almennra lækna og Landspítalans enn óleyst Eftir Agnesi Bragadóttur og Silju Björk Huldudóttur BRETAR og Hollendingar hafa gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til þess að falla frá þeim einhliða skilmálum sem þeir settu Íslendingum, eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrir áframhaldandi samningaviðræðum um lausn Ice- save-deilunnar. Líkur eru taldar á því að samningavið- ræður hefjist á ný í vikunni eftir páska, enda eru viðmæl- endur Morgunblaðsins á því að skammur tími sé til stefnu, þar sem væntanlega verði boðað til þingkosninga í Bret- landi alveg á næstunni. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, baðst und- an því að fara ofan í einstök atriði samningaviðræðnanna þegar leitað var upplýsinga hjá honum í gærkvöldi. Sagði hann vonir manna standa til þess að fundað yrði í málinu fljótlega eftir páska en tók fram að ekki væri enn búið að tímasetja slíkan fund. Aðspurður sagði hann ljóst að erf- iðlegar hefði gengið að fá menn að samningaborðinu eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna og tók fram að það skýrðist af ýmsum þáttum en vildi ekki fara nánar út í þá. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir sjálfsagt og eðlilegt að styðja viðræðuferlið áfram, „enda séu engin einhliða skilyrði uppi af hálfu viðsemj- enda okkar. Ég er sáttur við það, að þeir falli frá slíkum skilyrðum, enda kom aldrei til greina að viðræðurnar færu fram undir einhverjum afarkostum.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði í gær að það væri mjög jákvætt ef Bretar og Hollendingar hefðu sent skilaboð um að þeir væru reiðubúnir til frekari viðræðna, án einhliða skilmála. Hún telur ekki óhugsandi að fundur utanríkismálanefndar Alþingis með hluta af fjárlaga- og utanríkismálanefndum breska þingsins, hafi skilað árangri. „Við fundum fyrir miklum velvilja hjá bresku utanríkismálanefndinni,“ segir Birgitta.  Falla frá skilmálum | 8 Falla frá einhliða Icesave-skilmálum  Fjármálaráðherra segir ekki búið að tímasetja næsta fund  Stjórnarandstaðan fagnar nýjustu skilaboðunum að utan » Samningstímaramminn er þröngur » Vilja semja fyrir kosningar 6. maí » Óformlegar viðræður og þreifingar » Sögðu skilmálana óaðgengilega  ELDGOSIÐ á Fimmvörðuhálsi er síst í rénun og jarðskjálftamæl- ar sýna tals- verðan titring. Gæti gosið allt eins haldið áfram næstu vikur, að sögn jarðvísinda- manna. Mikill fjöldi fólks var á ferðinni eystra í gær, þar sem veð- ur var rysjótt. Enginn lenti í telj- andi óhöppum, svo vitað sé. » 2 Talsverður titringur og margir á gosstöðvunum Eldgosið er sagt vera síst í rénun.  BÚIST er við því að árið í ár verði metár í ferðaþjónustu hér á landi. Er- lendir ferða- menn halda áfram að streyma til lands- ins og Íslend- ingar virðast vera að búa sig undir að fara oftar til útlanda. Sonja Magnúsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar, óttast að skortur verði á gistingu við Skafta- fell og Mývatn. »26 Allt stefnir í metár í ferðaþjónustu hér á landi Á ferð Ferðamönn- um fjölgar í ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.