Morgunblaðið - 03.04.2010, Side 2

Morgunblaðið - 03.04.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 6. apríl en fréttaþjónusta verður að vanda á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, páskadagana. Ábend- ingum um fréttir má koma á netfangið netfrett@mbl.is. Andlátstilkynningar er hægt að bóka alla páskana í gegnum forsíðu mbl.is. Símanúmer Morgunblaðsins er 569-1100 og netfang blaðsins er ritstjorn@mbl.is. Fréttaþjón- usta á mbl.is „VIÐ lögðum fram sáttatilboð 31. mars en því hef- ur enn ekki verið svarað af hálfu spítalans,“ segir Gunnar Thoroddsen, stjórnarmaður í Félagi al- mennra lækna (FAL) og talsmaður félagsins í yfirstandandi deilu um nýtt vaktaplan á Landspít- alanum. Í tilboðinu felst, að sögn Gunnars, að inn- leiðingu vaktaplansins verði frestað á meðan nefnd vinni að því að smíða nýtt vaktaplan sem mæti markmiðum spítalans og standist lög um há- marksvinnutíma, þ.e. að vinnuvika sé ekki lengri en 48 klst. en samkvæmt nýju vaktaplani er með- alvinnutími á viku hátt í 60 klst. Stjórnendur Landspítalans líta svo á að ráðn- ingarsamningur spítalans við almenna lækna sé enn í fullu gildi og því sé vinnustöðvun þeirra ólög- mæt þvingunaraðgerð. Þessu vísar stjórn FAL á bug. Gunnar bendir á að félagsmönnum hafi um síðustu áramót verið gefinn kostur á að mótmæla nýju vaktaplani skriflega eða hlíta henni og halda áfram vinnu sinni. „Yfirgnæfandi meirihluti fé- lagsmanna mótmælti bréflega og 1. apríl var því hefðbundinn uppsagnarfrestur liðinn,“ segir Gunnar og bendir á að túlkun FAL sé studd af lög- fræðingi Læknafélags Íslands. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, seg- ist fylgjast með deilunni og vonast eftir að hún leysist sem fyrst. „Ég hef fregnir af því að menn séu að tala saman undir forystu formanns lækna- ráðs spítalans þannig að það hlýtur að vera góðs viti,“ segir Álfhildur og tekur fram að aðalatriðið við núverandi aðstæður sé að öryggi sjúklinga sé tryggt og allar vaktir mannaðar. Ekki náðist í Þorbjörn Jónsson, formann læknaráðs Landspítalans, við vinnslu fréttarinnar í gærkvöldi, en hann er sáttasemjari í deilunni. silja@mbl.is Læknadeila enn í hnút  Félag ungra lækna bíður eftir svari við sáttatilboði sínu  Landspítalinn telur ráðningarsamning spítalans við almenna lækna enn í fullu gildi og að efna beri hann » 65 almennir læknar á LSH létu af störfum um sl. mánaðamót » Stjórnendur LSH telja um ólögmæta aðgerð að ræða Á SJÖTTA þúsund manns voru í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær, sem er met. Aðstæður til skíða- iðkunar voru hinar bestu og urðu bílastæði við skíðastaði snemma full. Margir lögðu bílum sín- um á Rangárvöllum, ofan við bæinn, þaðan sem voru rútuferðir í fjallið. Spáð er rysjóttu veðri nyrðra í dag en góðu á páskadag og býst Guð- mundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðar- fjalli, við að margir muni þá bregða sér á skíði. Morgunblaðið / Skapti Hallgrímsson METAÐSÓKN Í HLÍÐARFJALLI Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „ÓRÓI í nágrenni gosstöðvanna er síst að minnka og mælar í Goðalandi og undir Eyjafjöllum sýna titring. Á þessari stundu sést hins vegar lítið til eldgossins og við getum því lítið sagt til um framvindu þess en það gæti haldið svona áfram næstu vik- urnar,“ sagði Magnús Tumi Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur í sam- tali við Morgunblaðið. Slæmt veður var á Fimmvörðu- hálsi í gær, snjókoma og hvassviðri og gekk á með dimmum éljum. Ekki var þó vitað til þess að fólk hefði lent alvarlegum í vandræðum vegna þessa, skv. upplýsingum frá lögregl- unni á Hvolsvelli. Björgunarsveit- armenn voru á Fimmvörðuhálsi í gær og voru vaktaskipti hjá þeim síðdegis í gær. Eitthvað var um að fólk fengi far með þeim til byggða en margir gengu á hálsinn upp frá Skógum og vélsleðamenn hafa gjarnan lagt upp af Sólheimajökli í Mýrdal. Slysavarnafélagið Landsbjörg sá í gær ástæðu til þess að vara við sprungum á Mýrdalsjökli þar sem þeir sem eru á ferð um jökulinn voru hvattir til að nýta sér upplýsingar um skráða GPS-ferla. Jöklafarar hafa verið að færa sig sífellt utar í þá slóð sem þar hefur myndast. Þetta þýðir að slóðin er komin nærri sprungusvæði og segir Landsbjörg að þegar hafi komið tilvik þar sem farartæki hafa lent í sprungum. Mikil þátttaka Mikil þátttaka hefur verið í leið- öngrum ferðafélaganna að gosstöðv- unum. Á skírdag fóru 150 manns með Ferðafélagi Íslands austur á bóginn, þar sem byrjað var með göngu á Þríhyrning þar sem sést vel til Fimmvörðuháls. Eftir það fór hluti hópsins í Þórsmörk þar sem gengið var upp á Morinsheiði, sem er rétt við eldsprungurnar. Úr þeirri ferð kom fólk um miðja nótt. Stór hópur fór með FÍ austur í gær og margir ætla með félaginu á sömu slóðir um páskadagana. Gosið síst á undanhaldi  Mælar sýna óróa  Hugsanlega eldgos næstu vikurnar  Slæmt veður á gosstöðvum í gær  Engin óhöpp sem vitað er um  Margir með ferðafélögunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Á gosstöðvum Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosinu um bænadagana. Sprungan sem myndaðist á miðvikudagskvöld hefur mikið aðdráttarafl. FARIÐ var með um 140 tonn af langreyðarkjöti í land í Rotterdam eftir að hópur hol- lenskra grænfrið- unga hlekkjaði sig við landfestar flutningaskips í höfninni. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, er afar ósáttur við lélegt eftir- lit hafnaryfirvalda og telur um mik- inn álitshnekki fyrir höfnina að ræða en hún er ein sú stærsta í Evrópu. Að hans sögn létu eigendur skipsins und- an hótunum grænfriðunga um að flytja kjötið til hafnar, en öll tilskilin leyfi fylgdu kjötinu. Aðspurður segist hann ekki hafa áhyggjur af kjötinu enda sé það geymt við góðar aðstæður í sjö kæli- geymslum. Segir hann að kjötið verði annaðhvort flutt til Japans eins og upphaflega stóð til eða til Íslands, verði töf í Hollandi. Langreyðarkjöt- ið strandaglóp- ur í Hollandi Kristján Loftsson HÓPUR fólks tók yfir hús á Vesturgötu 51 í Reykjavík í gær. Umrætt hús hef- ur verið í niður- níðslu og hefur útigangsfólk gert sig þar heimakomið. Hústökufólkið ætlar að gera húsið að félagsrými og vera þar með róttækt starf gegn auðvaldi, elda mat saman og fleira skv. tilkynningu. Lögreglan fylgist með framvindunni en hafði í gærkvöld ekki farið í neinar að- gerðir. Róttækir tóku yfir hús á Vesturgötu Hústaka við Vatns- stíg fyrir nokkru. MARGIR létu glepjast af gabbfrétt Morgunblaðsins á skírdag, 1. apríl, þar sem sagt var frá því að keppt yrði í kattasmölun í höfuðstöðvum Kattavinafélagsins. Sigríður Heið- berg, formaður Kattavinafélagsins, segir marga hafa hringt í Kattholt til að kanna hvort þetta væri ekki örugglega gabbfrétt en hún segist hafa neitað því. Þá var frétt í Morgunblaðinu um gjörning nemenda í LHÍ, það er nakin kona í búri og á hlaupahjóli að auki, með jakkafataklædda menn á hælunum, hreinn hugar- burður blaðamanna. Kattasmölun og nakin kona voru gabbfréttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.