Morgunblaðið - 03.04.2010, Page 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
„ÁST mín á eiturlyfjum var sterk-
ari öllu öðru. Í fyrsta sinn sem ég
komst í vímu var sem ég hefði
fundið sjálfa mig og það markaði
framhaldið. Við tóku erfið ár og
þegar ég lít til baka er saga mín
býsna sorgleg. Á síðustu árum
hefur hins vegar mikið verið að
rofa til og þar á ég Kvennasmiðj-
unni mikið að þakka,“ segir María
Sif Ericsdóttir.
Evrópuárið 2010, sem helgað er
baráttunni gegn fátækt og fé-
lagslegri einangrun, hófst form-
lega á dögunum með ráðstefnu á
vegum félags- og trygginga-
málaráðuneytis. Þar voru kynnt
úrræði sem hafa gefist vel til að
bæta aðstæður fólks og rjúfa fé-
lagslega einangrun. Kvennasmiðj-
an er samstarfsverkefni Trygg-
ingastofnunar ríkisins og
velferðarsviðs Reykjavíkur. Fjöldi
ungra kvenna, sem hafa búið við
erfiðar félagslegar aðstæður, hef-
ur á vettvangi smiðjunnar fengið
fræðslu og stuðning og þannig
komist á beina braut til að skapa
sér og sínum betra líf. María Sif
lauk átján mánaða námi í Kvenna-
smiðjunni fyrir tæpum tveimur ár-
um sem hún segir hafa valdið
straumhvörfum í sínu lífi.
Kynntist aldrei fjölskyldulífi
„Báðir foreldrar mínir voru
virkir fíklar og framan af kynntist
ég aldrei eðlilegu fjölskyldulífi. Ég
hraktist úr einum stað í annan og
fann mig hvergi. Tíu ára gamalli
var mér komið í fóstur hjá fjöl-
skyldu í Mosfellsbæ sem reyndist
mér vel. Samt ánetjaðist ég vímu-
efnum mjög ung, til að mynda ró-
andi lyfjum sem voru læknadóp.
Ég átti vissulega stundum mína
edrútíma en vantaði samt alla fót-
festu í lífinu,“ segir María Sif sem
eignaðist stúlku, sitt fyrsta barn,
árið 1997. Dóttirin var ekki gömul
þegar María missti tök á neyslunni
og í framhaldi af því slitnaði upp
úr sambandi Maríu og barnsföður
hennar. Hann fékk forræðið og
María fékk ekki að hitta dótturina
nema undir eftirliti.
„Stundum var ég í vímu þegar
ég hitti dótturina og í annan tíma
henti að ég hélt ekki út þann
stutta tíma sem við máttum eiga
saman. Og samt var þetta barnið
mitt; sú manneskja sem ég elskaði
öllum öðrum meira,“ segir María
Sif sem kveðst á þessum tíma hafa
upplifað algjört niðurbrot í sálar-
lífinu. Hún eignaðist aðra dóttur í
mars 2005 en var á þeim tíma
langt leidd í neyslu. Á haustdögum
2005 komst María Sif í sex mánaða
vímuefnameðferð í Krýsuvík. Þar
kveðst hún hafa fengið stuðning og
smám saman fór að sjást til sólar.
Innihaldsríkt nám
Í Krýsuvík kynntist María Sif
sambýlismanni sínum og saman
eiga þau son sem núna er eins og
hálfs árs.
„Áður sá ég varla tilgang í því
að fara á fætur; klæða mig og
greiða mér. Félagsráðgjafinn hjá
Reykjavíkurborg sem ég var í
tengslum við hjálpaði mér hins
vegar að finna þá möguleika sem
voru í stöðunni. Námið í Kvenna-
smiðjunni var mér nánast opinber-
un og ég gerði mér ljóst að ég
gæti lært eins og aðrir,“ segir
María sem í dag stundar nám á
sjúkraliðabraut Fjölbrautaskólans
í Ármúla í Reykjavík en stefnir á
hjúkrunarnám í fyllingu tímans.
„Mikilvægasta verkefni mitt í dag
er að vera börnunum mínum góð
og sterk fyrirmynd og búa þeim
öruggt heimili. Í því bý ég að
mörgu góðu úr innihaldsríku námi
í Kvennasmiðjunni.“
Kvennasmiðjan var opinberun
Morgunblaðið / Kristinn
Mamma María Sif Ericsdóttir ásamt börnum sínum. Hún segir Kvennasmiðjuna hafa verið sér mikils virði. Eftir
vímuefnaneyslu komst hún á beina braut og er í dag í sjúkraliðanámi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla.
Sorgleg saga varð sigur Vann sig út úr vímuefnaneyslu Foreldrarnir voru fíklar
Á Kvennasmiðju mikið að þakka Er í sjúkraliðanámi og stefnir á hjúkrun Þriggja barna móðir
Í HNOTSKURN
» Fíknin í eiturlyf var ölluöðru sterkari og um þau
snerist tilvera Maríu Sifjar,
sem náði áttum í langtíma-
meðferð í Krýsuvík 2005.
» Mikilvægast að verabörnunum mínum fyr-
irmynd og búa þeim öruggt
heimili.
» Kvennasmiðjan hjálpaðiMaríu eins og fjölda ann-
arra kvenna. 2010 er Evr-
ópuár helgað baráttu gegn
fátækt og félagslegri ein-
angrun.
Kvennasmiðjan er samstarfsverk-
efni Tryggingastofnunar ríkisins
og velferðarsviðs Reykjavíkur. Alls
hafa 13 hópar hafið starfsemi frá
því í apríl 2001 þegar þetta úrræði
var sett á laggirnar. Frá byrjun
hafa 190 konur komið í smiðjuna
og 111 þeirra útskrifast eftir fulla
dvöl. Í dag eru tveir hópar starf-
andi með 30 konum.
Nám í Kvennasmiðjunni er átján
mánuðir. Nemar fá greidda endur-
hæfingarörorku frá TR á námstím-
anum en Reykjavíkurborg greiðir
námskostnað. Markmið Kvenna-
smiðjunnar er að auka lífsgæði
einstæðra mæðra sem búa við fé-
lagslega erfiðleika og styðja þær
til sjálfshjálpar.
Gert er ráð fyrir því að þátttak-
endur Kvennasmiðjunnar taki virk-
an þátt og mæti stundvíslega í alla
tíma. Nemendur fá dagbækur og
er stöðugt unnið að betra skipu-
lagi og stundvísi. Áhugi nemenda
er kannaður reglulega og síðan er
leitast við að koma til móts við
óskir þeirra. Reglulega er gert mat
á starfseminni. Vonir þeirra sem
stjórna Kvennasmiðjunni eru þær
að lífsgæði nema aukist við þátt-
tökuna, að þeir komist út á vinnu-
markað, í áframhaldandi nám eða í
frekari endurhæfingu.
Markmið að auka lífsgæði kvennanna
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
„ÞAÐ er fínt að vera sveitarstjóri ef maður
hefur ekkert annað að gera,“ segir Elvar
Eyvindsson, sveitarstjóri Rangárþings
eystra. Hann er bóndi á Skíðbakka í Aust-
ur-Landeyjum og bætti við sig starfi sveit-
arstjóra þegar Unnur Brá Konráðsdóttir
fór í fæðingarorlof og síðan á þing.
Mikið hefur mætt á forystumönnum
Rangárþings eystra síðustu dagana, vegna
eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Elvar er ekki
að vísa til þess þegar hann ræðir um annir
í starfi, heldur til þess að hann er jafn-
framt með stórt kúabú. Hann segir að þótt
starf sveitarstjóra sé áhugavert taki hann
búskapinn framyfir, komi til þess eftir
næstu kosningar að hann verði í aðstöðu til
þess að velja.
Hann leysir málin með því að ráða vinnu-
mann en gengur sjálfur í verkin eftir því
sem aðstæður leyfa.
Átthagafjötrar
„Búskapurinn er lífsstíll. Mér þykir vænt
um staðinn sem hefur gengið mann fram af
manni í fjölskyldu minni í næstum hundrað
ár. Það má kannski segja að þetta séu átt-
hagafjötrar en ég nýt þessa starfs,“ segir
Elvar.
Hann tekur undir það að þótt starf sveit-
arstjóra sé með óöruggustu störfum sem
hægt er að finna sé ekki sérlega bjart yfir
búskapnum heldur. „Það er í raun og veru
ekki glóra í því að stunda búrekstur og
hefur sennilega aldrei verið. En í þessu
starfi fæ ég lífsfyllingu.“
Þarf að vernda ræktanlegt land
Bakgrunnur Elvars kemur meðal annars
fram í áherslum hans og áhuga í sveit-
arstjórn. Hann vill til dæmis reyna að finna
leiðir til þess að tryggja að besta rækt-
unarlandinu verði ekki spillt með því að
taka það undir aðra starfsemi til fram-
búðar. Það verði hæft til matvælafram-
leiðslu þegar á þurfi að halda.
„Það hefur nýlega komið fram að enn er
óráðstafað góðu ræktanlegu landi, um 40
þúsund hekturum. Ég gæti trúað því að
þriðjungur þess eða jafnvel helmingur væri
í Rangárþingi eystra. Landeyjarnar og
Eyjafjöllin eru frjósamt land og vel fallið
til ræktunar. Við verðum að reyna að
vernda það,“ segir Elvar.
Hann sér ógnina í því að jarðirnar skipt-
ist smám saman upp og komist í eigu
margra. Einnig að skipulögð verði sum-
arhúsabyggð á landi sem henti betur til
ræktunar. „Við eigum mikið af góðu landi
fyrir sumarhúsabyggðar, við eigum að
beina þeim þangað,“ segir sveitarstjórinn.
Sveitarfélögin hafa skipulagsvaldið en
Elvar gerir sér grein fyrir því að það geti
verið erfitt gagnvart núverandi eigendum
landsins að setja kvaðir á það í skipulagi
og stýra þannig þróuninni. Tekur hann
fram að gæta þurfi hófs og reyna að sætta
sjónarmið eins og mögulegt er. Það sé hins
vegar nauðsynlegt að marka stefnuna, ef
þessi markmið eigi að nást. Sveitarfélagið
verði að hugsa um heildarhagsmuni. „Ég
lít á ræktanlegt land sem auðlind, ekki síð-
ur en vatnið, sem beri að vernda,“ segir
Elvar.
Búskapurinn er lífsstíll
Sveitarstjórinn í Rangárþingi eystra hefur haft í nógu að snúast vegna eldgossins Tekur bú-
skapinn fram yfir pólitíkina Segir að gott ræktanlegt land sé auðlind sem vernda ber til framtíðar
Morgunblaðið/RAX
Bóndi og sveitarstjóri Elvar Eyvindsson sveitarstjóri í Rangárþingi eystra metur starf bónd-
ans mikils, segir að það gefi sér lífsfyllingu, þótt hann telji ekki glóru í því að stunda búrekstur.