Morgunblaðið - 03.04.2010, Page 6

Morgunblaðið - 03.04.2010, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010 Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið laugardaginn 3. apríl kl. 11–14 Listmunauppboð í apríl Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 551-0400, 896-6511 (Tryggvi), 845-0450 (Jóhann) Síðustu forvöð að koma verkum inn á næsta listmunauppboð VIÐ innritun í framhaldsskóla þetta vorið verður tek- ið upp það vinnulag að nýnemar úr hverfisgrunn- skólum fá forgang inn í hverfisframhaldsskólana svo fremi að þeir uppfylli inntökuskilyrði og pláss er í skólanum. „Hver framhaldsskóli verður að lágmarki að ætla fyrir forgangshópinn 45% af þeim plássum sem hann hefur fyrir nýnemana,“ segir Þórir Ólafs- son, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðu- neytinu. Að hans sögn hefur ekki verið tekin ákvörð- un um að breyta fyrirkomulagi námsmats við lok grunnskólans, þannig að áfram eru það skólaeinkunn- irnar sem gilda. Inntökukerfi framhaldsskólanna mætti töluverðri gagnrýni í fyrra og var á það bent á að grunnskól- arnir hefðu ekki nægan ramma frá menntamálaráðu- neytinu um hvernig skólaeinkunn skyldi fundin sem gæti leitt til þess að skólaeinkunnir milli skóla væru ekki sambærilegar. Að sögn Þóris hafa starfsmenn ráðuneytisins skoðað meint misræmi í skóla- einkunnum. „Okkar niðurstaða leiddi í ljós að það væri ekki meira flökt á skólaeinkunnum almennt litið yfir landið á árunum 2008 og 2009 en var á einkunn- um í samræmdu prófunum t.d. árin 2005 og 2006.“ Að sögn Þóris er nú unnið að setningu nýrrar nám- skrár sem m.a. hefur að geyma samræmd viðmið eða leiðbeiningar um uppbyggingu námskráa á grunn- og framhaldsskólastigi, en ekki er reiknað með að þær verði komnar til framkvæmda fyrr en haustið 2010. „Þá verða komin skýrari viðmið um námsmat í grunnskóla þannig að þau rími betur við kröfur fram- haldsskólans um undirbúning.“ silja@mbl.is Fá forgang í hverfisskóla  Áfram verður stuðst við skólaeinkunn þegar kemur að inn- ritun í framhaldsskóla  Forinnritun á netinu 12.-16. apríl » 4.500 nemendur ljúka 10. bekk í vor, en þeir voru 4.700 í fyrra » Aðsóknarhlutfall í framhaldsskóla 2009 var tæp 96% „MÉR vitanlega er þetta fyrsta útimessan við Esjurætur, alla vega á þessum stað,“ segir Gunn- ar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum, sem messaði við Esjurætur í gær, föstudaginn langa. Að sögn Gunnars minntist hann þjóðskáldsins séra Matthíasar Jochumssonar sem bjó undir vesturhlíðum Esjunnar, en sunginn var eftir hann sálmur. „Síðan lagði ég út af lokakafla Heimsljóss eftir Halldór Laxness þar sem Ólafur Kárason gengur á jökulinn þar sem fegurðin er lykilhugtak,“ segir Gunnar, en eins og margir vita þá er Ólafur Kárason í vissum skilningi eft- irmynd Jesú. „En í þessum lokakafla birtist stef- ið í textanum: „Bráðum skín sól uppprisudags- ins“ og ég tengdi þetta hvort tveggja saman, þ.e. föstudaginn langa og páskadag,“ segir Gunnar. Aðspurður segir hann frekar fámennt hafa verið í messunni sem skýrist sennilega af því annars vegar hversu kalt var í veðri og hins vegar því að margt göngufólk kaus að fara á gosslóðir um páskana í stað þess að ganga á Esjuna eins og venjulega. „En þetta var mjög ánægjuleg stund, þótt veðrið hefði ekki verið það besta fyrir úti- messu,“ segir Gunnar. Morgunblaðið/Kristinn MESSAÐ VIÐ ESJURÆTUR Á FÖSTUDEGINUM LANGA JÓN Magnússon, fyrrverandi sýslu- maður, lést á St. Franciskusspít- alanum í Stykkishólmi 30. mars síð- astliðinn. Hann var á 84. aldursári. Jón fæddist á Eskifirði 30. nóv- ember 1926. Foreldrar hans voru Magnús Gíslason, sýslumaður á Eskifirði, síðar alþingismaður og skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyt- inu, og Guðrún Sigríður Jónsdóttir húsfreyja. Jón var skipaður sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu með aðsetur í Stykkishólmi og bæj- arfógeti í Ólafsvík árið 1989. Hann gegndi því embætti til ársins 1992. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Katrín Sigurjónsdóttir og eignuðust þau átta börn. Útför Jóns verður gerð frá Stykkishólmskirkju 6. apríl og hefst klukkan 14.00. Andlát Jón Magnússon „OKKAR ráðgjöf frá því í fyrra stendur algjörlega þangað til við höfum farið yfir nýjar upplýsingar sem úttekt á þessu vori byggist á. Þannig að við gerum ekki ráð fyrir að endurskoða okkar ráðgjöf núna á þessu stigi,“ segir Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar. Í grein eftir Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra, sem birtist í Fréttablaðinu á skírdag, segir hún skort á aflaheimildum í sumar vera áhyggjuefni og að skoða ætti hvort hægt væri að auka aflaheimildir tímabundið til að kljást við þann vanda innan forsvaranlegra marka. Eins og fram hefur komið er kvóti víða í byggðum að klárast en þá tek- ur við nokkurra mánaða atvinnuleysi hjá mörgu fiskverkafólki. Að sögn Jóhanns hefst senn árleg úttekt Hafró á ástandi fiski- stofnanna, en hún byggist m.a. á ný- legum stofnmæl- ingum botnfiska, svokölluðu tog- araralli, netaralli á hrygningaslóð sem fram fer eftir páska sem og greiningu á gögn- um um aflabrögð á þessu og síðasta ári. Ný úttekt og ráðgjöf Hafró verð- ur síðan kynnt innan tveggja mán- aða. „Og mun þá miðast við það fisk- veiðiár sem hefst 1. september nk.“ Aðspurður hvort Hafró muni þá ekki tjá sig um hugsanlegar auknar aflaheimildir í sumar segir Jóhann að slíkt væri úr fasa þess sem venja er, auk þess sem í gildi sé aflaregla sem miðað er við að fylgt sé. „Auð- vitað vonumst við til þess að þær að- gerðir sem stjórnvöld hafa efnt til og stofnunin lagt til á undanförnum misserum leiði til styrkingar stofns- ins og á síðasta ári er ýmislegt sem við höfum séð sem bendir til þess að svo sé. Þannig að það eitt og sér gæti leitt til þess að einhverjir mögu- leikar væru á aukningu á næsta fisk- veiðiári,“ segir Jóhann. Leggur hann áherslu á að mikilvægt sé að hafa í huga að þeir árgangar sem séu að vaxa upp nú um stundir og bera muni uppi veiðina séu slakir. „Af þeim sökum höfum við talið svona mikilvægt að takmarka veiðarnar. Það er árgangur 2008 sem við bind- um vonir við og ef það koma fleiri slíkir þá verður eftir nokkur ár hægt að auka heimildirnar verulega. Það er ekki að tilefnislausu sem við höf- um verið að mæla með niðurskurði. Það er einfaldlega vegna þess að við töldum annað ekki vera forsvar- anlegt til framtíðar litið.“ Ekki reyndist unnt að fá viðbrögð Jóns Bjarnasonar, sjávar- og land- búnaðarráðherra, við hugmyndum forsætisráðherra. silja@mbl.is Ráðgjöf Hafró stendur  Forsætisráðherra hefur áhyggjur af skorti á aflaheimildum í sumar og úti- lokar ekki að auka kvóta  Úttekt Hafró fyrir næsta fiskveiðiár kynnt í vor Í HNOTSKURN »Hafró veitti í júní í fyrrafiskveiðiráðgjöf fyrir fisk- veiðiárið sem lýkur 1. sept- ember nk. »Víða í byggðum landsinser kvóti að klárast og þá tekur við nokkurra mánaða atvinnuleysi hjá mörgu fisk- verkafólki. Jóhann Sigurjónsson ENN er óljóst hvað olli flugslysinu við Flúðir á fimmtudag þar sem lítil einkaflugvél brotlenti eftir hringsól yfir sumarhúsahverfi þar sem vélin missti afl. Flugmaður og farþegarnir þrír voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík. Þrír voru lagðir inn á gjörgæslu en tveir voru útskrifaðir í gær. Líðan þess þriðja var stöðug, að sögn læknis. Starfsmenn Rannsóknarnefndar flugslysa luku starfi á vettvangi samdægurs. Frekari rannsókn fer fram eftir hátíðir. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Guðmundur Karl Brotlenti Cessnan er mikið skemmd. Flugslysið í rannsókn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.