Morgunblaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010 Tugir þúsunda deyja í umferðar-slysum í Bandaríkjunum. Hlut- fallið er svipað í öðrum löndum. Dánartíðni er meiri en í þeim styrj- öldum sem nú ber hæst í fréttum. Þessi staðreynd gerir stríð ekki betri og því síður réttlætir hún þau.     Mörg þessaraslysa koma til vegna van- rækslu öku- manna, stundum mjög alvarlegrar. Ölvunarakstur er dæmi um það. Ekki verður þess vart að lögreglu eða umferðarráði sé almennt kennt um slík slys.     Slíkar sakbendingar sjást iðulega íöðrum tilvikum.     Andríki vitnar á vef sínum í nýlegtviðtal við nóbelsverðlaunahaf- ann Gary Becker. Hann er spurður um hvort hann kenni frjálsu hag- kerfi um yfirstandandi kreppu. Hann svarar:     Líttu bara á hina auknu hagsæld íþróuðu löndunum frá seinna stríði. Jafnvel þótt þú takir hinar ýmsu kreppur, þar á meðal þessa, lítur heildarmyndin vel út. Svo jafn- vel þótt kreppur á borð við þessa væru gjaldið fyrir frjálsan markað – sem ég tel ekki rétt þar sem ríkisaf- skipti eiga svo stóran þátt í þeim vandræðum sem blasa nú við okkur – já jafnvel þótt slæm kreppa væri gjaldið myndu menn engu að síður telja það réttlætanlegt. Líttu einnig á þróunarlöndin, Kína, Indland og Brasilíu. Þar hefur milljarður manna brotist úr örbirgð frá 1990 vegna þess að þessi lönd hafa fært sig í átt að frjálsum mark- aði. Enginn krefst þess að snúið verði af þessari braut.“     Augljóst er að það láta ekki allirruglið rugla sig. Gary Becker Sakbendingar út úr kú Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 3. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:39 20:25 ÍSAFJÖRÐUR 6:39 20:34 SIGLUFJÖRÐUR 6:21 20:17 DJÚPIVOGUR 6:07 19:55 FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is BRETAR og Hollendingar hafa gef- ið til kynna að þeir séu reiðubúnir til þess að falla frá þeim einhliða skil- málum sem þeir settu Íslendingum, eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, fyrir áframhaldandi samningaviðræðum um lausn Icesave-deilunnar. Líkur eru taldar á því að samninga- viðræður hefjist á ný í vikunni eftir páska, enda eru viðmælendur Morg- unblaðsins á því að skammur tími sé til stefnu, þar sem líkur séu á því að boðað verði til þingkosninga í Bret- landi alveg á næstunni. „Mér finnst nú kannski ekki ástæða til þess að gera of mikið úr þessum meldingum frá Bretum og Hollendingum. Það hefur verið sam- band á milli aðila allan tímann, en það er enn ekkert fast í hendi,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins í gær og bætti við: „Þótt vissulega sé það jákvætt ef þeir eru reiðubúnir til þess að ræða áfram við okkur án þessara einhliða skilmála.“ Skilmálarnir óviðunandi Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins voru skilmálar Breta og Hollendinga fyrir áframhaldandi samningaviðræðum óviðunandi í augum íslensku samninganefnd- arinnar og óformlegar viðræður og þreifingar hafa átt sér stað undan- farnar vikur um þessa skilmála á milli fulltrúa Breta, Hollendinga og Íslendinga, auk þess sem Lee Buch- heit, formaður íslensku samninga- nefndarinnar, hefur verið í við- ræðum við Breta og Hollendinga og reynt að leiða þeim fyrir sjónir hversu óaðgengilegir skilmálar þeirra væru. Meðal þeirra skilmála sem Bretar og Hollendingar settu eftir þjóðar- atkvæðagreiðsluna 6. mars sl. var að Íslendingar féllust á að lánaskjölin eins og Bretar og Hollendingar út- bjuggu þau yrðu lögð til grundvall- ar; að Íslendingar féllust á að falla frá því að setja lagalega fyrirvara í samkomulagið, sem ekki voru í fyrri samningum; og að Íslendingar féllu frá frekari eftirgjöf Breta og Hol- lendinga hvað varðar vexti á lán- unum og upphæð höfuðstóls lán- anna. Buchheit harður á móti Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var Lee Buchheit mjög harður á því að þessir skilmálar Breta og Hollendinga væru al- gjörlega óboðlegir Íslendingum og ekki kæmi til greina að viðræðunum yrði haldið áfram á grundvelli ein- hliða skilyrða Breta og Hollendinga. Á þeim vikum sem liðnar eru frá þjóðaratkvæðagreiðslu hafa mál smámsaman þokast í þá átt, að Bret- ar og Hollendingar eru sagðir reiðu- búnir til þess að falla frá þessum ein- hliða skilmálum og taka upp viðræður á nýjan leik. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins funduðu samninga- nefndir Breta og Hollendinga nýver- ið í Lundúnum, þar sem farið var yfir stöðuna og sjónarmið samræmd. Þá kom hollenskur sendifulltrúi frá sendiráði Hollands í Noregi hingað til lands til þess að hitta full- trúa allra íslensku stjórnmálaflokk- anna og kanna hver viðhorfin væru til áframhaldandi samninga- viðræðna. Eins og áður hefur komið fram fóru fulltrúar utanríkismálanefndar Alþingis til Lundúna og hittu að máli fulltrúa fjárlaga- og utanríkismála- nefnda breska þingsins. Tímaramminn þröngur Bretar og Hollendingar hafa nú sent þau boð til Íslands, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að þeir séu nú reiðubúnir til þess að setjast að samningaborðinu á nýjan leik og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Talið er að ekki sé mikill tími til stefnu, því líklegt er talið að innan fárra daga verði boðað til þingkosn- inga í Bretlandi og er jafnvel búist við að þær kosningar fari fram í maí- byrjun. Því verði sá tímarammi sem menn hafa, verði sest að samningum á ný nú eftir páska, mjög þröngur, vika eða svo, eigi samningur að liggja fyrir áður en kosningar verða í Bretlandi. Falla frá skilmálum  Bretar og Hollendingar eru reiðubúnir til frekari viðræðna við Íslendinga um Ice- save  Líkur eru taldar á því að samningaviðræður hefjist á ný stuttu eftir páska Bjarni Bene- diktsson, for- maður Sjálf- stæðisflokksins, var í gær spurð- ur hvort hann teldi að einhver vending væri að verða í afstöðu Breta og Hol- lendinga. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að styðja viðræðuferlið áfram, enda séu engin einhliða skil- yrði uppi af hálfu viðsemjenda okk- ar. Við komum til þessara viðræðna á endurnýjuðum forsendum í upp- hafi og þetta viðræðuferli hefur dregist, ekki vegna óbilgirni af okk- ar hálfu, heldur vegna þess að Bretar og Hollendingar hafa verið að setja ýmis óaðgengileg skilyrði fyrir því að viðræðurnar geti átt sér stað. Ég er sáttur við það, að þeir falli frá slíkum skilyrðum, enda kom aldrei til greina að viðræð- urnar færu fram undir einhverjum afarkostum.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði í gær: „Ef Bretar og Hollendingar hafa sent skilaboð um að þeir séu reiðu- búnir til frekari viðræðna, án einhliða skil- mála, er það mjög jákvætt. Við í utanríkis- málanefnd, sem fórum til fundar við Breta, náð- um að mínu mati, að koma þeim skilaboðum mjög skýrt á framfæri, þegar við hittum hluta af fjárlaga- og utan- ríkismálanefndum breska þingsins, að það gengi aldrei upp í tvíhliða samningaviðræðum að annar að- ilinn væri búinn að setja skilmála, sem beinlínis lokuðu fyrir ein- hverjar sættir. Það væri þá ekki lengur um samningaviðræður að ræða. Við fundum fyrir miklum vel- vilja hjá bresku utanríkismála- nefndinni og það getur vel verið að sá fundur sé nú að skila einhverjum árangri.“ Ekki náðist í Steingrím J. Sigfús- son fjármálaráðherra og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, í gær. Nú sjálfsagt að styðja viðræðurnar FÁTT minnir meira á árstíðina sem fer senn í hönd, sjálft vorið, en sá við- burður er bændur fara að dreifa áburði á tún sín. Húsdýraáburður reynist þá oft vel enda virkar hann eins og vítamínsprauta á grassprettuna. Á bænum Akri við Hvolsvöll var í vikunni verið að dreifa vænum skammti af húsdýraáburði á túnin. Fljótlega má búast við að grænir toppar teygi sig upp úr sverðinum. Þótt jarðeldar logi milli jökla ekki svo ýkja langt í burtu kippa bændur í nágrenninu sér lítt upp við það og sinna vorverkunum af natni. sunna@mbl.is VORVERKIN HAFIN Í SVEITUM LANDSINS Morgunblaðið/Árni Sæberg Viðmælendur Morgunblaðsins telja að skammur tími sé til stefnu til að semja um Icesave þar sem bráðlega verði boðað til þingkosninga í Bretlandi. Veður víða um heim 1.4., kl. 18.00 Reykjavík -1 léttskýjað Bolungarvík -4 skýjað Akureyri -6 alskýjað Egilsstaðir -6 skýjað Kirkjubæjarkl. 1 léttskýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 4 skúrir Ósló 3 skýjað Kaupmannahöfn 6 léttskýjað Stokkhólmur 8 léttskýjað Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 6 léttskýjað Brussel 8 heiðskírt Dublin 7 skúrir Glasgow 7 léttskýjað London 6 léttskýjað París 12 heiðskírt Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 5 skýjað Berlín 10 heiðskírt Vín 16 skýjað Moskva 10 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 13 léttskýjað Barcelona 14 léttskýjað Mallorca 15 skúrir Róm 15 léttskýjað Aþena 18 heiðskírt Winnipeg 9 alskýjað Montreal 6 alskýjað New York 13 heiðskírt Chicago 21 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Birgitta Jónsdóttir Bjarni Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.