Morgunblaðið - 03.04.2010, Page 11

Morgunblaðið - 03.04.2010, Page 11
Atvinnuhúsnæði til útleigu Fasteignaþróunarfélagið Klasi auglýsir eftirfarandi eignir í Reykjavík til útleigu: Eldshöfði 6: Um 680 fm iðnaðar- og verslunarhúsnæði ásamt um 1.500 fm malbikaðri og afgirtri lóð. Mikil lofthæð og fjölbreyttir nýtingar- möguleikar. Laust strax. Eldshöfði 9: Um 1.500 fm iðnaðar- og verslunarhús- næði. Góð lofthæð og ástand hússins gott. Getur mögulega leigst í minni ein- ingum. Laust strax. Síðumúli 28: Um 70 fm skrifstofurými í mjög góðu hús- næði. Frábær staðsetning og gott að- gengi. Getur losnað í febrúar. Síðumúli 28: Um 215 fm fullbúin tannlæknastofa. Rým- ið er mjög smekklega innréttað með þremur stofum auk tannsmíðaverkstæðis. Losnar í mars. Allar nánari upplýsingar gefur Halldór í síma 578 7000 eða halldor@klasihf.is Klasi ehf - Bíldshöfða 9 - 110 Reykjavík - Sími 578 7000 - Fax 578 7001 - www.klasihf.is Eldshöfði 6 - iðnaðarhúsnæði - 680 fm auk lóðar Eldshöfði 9 - iðnaðarhúsnæði - 1.500 fm Síðumúli 28 - skrifstofuhúsnæði - 70 fm Síðumúli 28 - tannlæknastofa - 215 fm Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010 Morgunblaðið/Ásdís Tæki og tól Það er margt og mikið sem læknar þurfa að kunna. því og Hlynur segist hafa mestan áhuga á að fara í sérnám í skurð- lækningum. Önnu Mjöll finnst aftur á móti heillandi að verða fæðing- arlæknir. Engin skömm að ná ekki Þau hafa að sjálfsögðu skoðað sýnishorn af inntökuprófi á netinu til að vita hverju þau eigi von á, en þau segjast ekki ætla að undirbúa sig neitt sérstaklega nema þá helst með því að rifja upp efnafræðina sem þau tóku stúdentspróf í í fyrra. En fyrst og fremst ætla þau að slappa vel af eftir stúdentsprófin. „Það skiptir miklu máli að vera vel hvíld og í góðu formi, því þetta er tveggja daga stíft próf, í sex tíma samfellt hvorn daginn.“ Þau segjast ekki finna fyrir mik- illi pressu um að þau verði að ná prófinu. „Mér finnst engin skömm að því að komast ekki inn og heim- urinn hrynur ekki ef svo fer. Þótt maður sé ekki meðal þeirra sem ná, þá er ekki þar með sagt að maður hafi staðið sig illa, því það getur munað mjög litlu á þeim sem komast inn og þeim sem komast ekki,“ segir Anna Mjöll sem er með plan B ef hún nær ekki prófinu. „Þá ætla ég að fara í eitt ár í hjúkrunarfræði og reyna svo kannski að sækja um í læknisfræði í útlöndum á næsta ári.“ Hlynur hefur aftur á móti ekki ákveðið hvað hann gerir ef hann kemst ekki í gegnum nálaraugað. „Ég vona bara það besta og tek svo ákvörðun um framhaldið þegar ég fæ að vita hvort ég hafi náð. Það er sann- arlega ekki sjálfgefið að komast inn, samkeppnin er gríðarlega hörð í þessu prófi.“ Anna Mjöll og Hlynur kveðja sinn framhaldsskóla í lok maí með söknuði. „MR er góður skóli og við kunnum vel við okkur hér. Bekkj- arkerfið hentar okkur vel og hér er góð heild og allir þekkjast vel.“ Skurðaðgerð Um þrjúhundruð reyna við læknisfræðina ár hvert. Ert þú ein/n af þeim sem nota MSN til að koma stuttum, praktískum skilaboðum á milli vinnufélaganna? En ert svo með Gmail þar sem aðrir vinir og kunningjar poppa upp í tíma og ótíma á spjallmöguleikanum þar? Svo er fólk alltaf að reyna að ná í þig í gegnum Fésbókarspjallið en þú varst ekki með það uppi við! Og hvað með myspace-reikninginn sem þú varst hálfpartinn búinn að gleyma. Óttastu eigi, kæri vin, til er lausn. Hana finnurðu á www.meebo- .com. Meebo framkvæmir einfaldan en einkar tímasparandi og prakt- ískan hlut, það er ef þú ert ein/n af þeim sem vilja eða hreinlega þurfa að vera ínáanlegir öllum stundum þegar þeir eru tengdir. Öllum þeim spjallsvæðum sem þú notar er ein- faldlega stefnt saman á einn stað; þannig að þegar Lúlli frændi reynir að ná í þig í gegnum gamla MSN-ið eða Stína frænka reynir að hafa samband í gegnum Fésbókina sérðu það á sama stað. Meebo keyrir í gegnum vefinn, þannig að þú þarft að hafa þá síðu uppi við. Svo er hægt að hlaða niður litlu kvikindi sem lætur þig vita í tólastikunni („taskbar“) um leið og einhver hefur samband. „Þú missir aldrei af skila- boðunum með Meebo“ segir í slag- orði vefsíðunnar. Það hefur reynst satt og rétt í tilfelli þess sem hér ritar. arnart@mbl.is Vefsíðan www.meebo.com Ergelsi Þér er óhætt að slappa af, vinan. Meebo reddar þessu! Allt spjallið á einn stað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.