Morgunblaðið - 03.04.2010, Page 12

Morgunblaðið - 03.04.2010, Page 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is NÁVÍGI kylfinga við perluna Korpu eykst enn með stækkun Korpúlfs- staðavallar. Framkvæmdir við stækkun golfvall- arins upp í 27 hol- ur hófust á síð- asta ári og er ráðgert að níu nýjar holur verði teknar í notkun árið 2012. Völl- urinn verður væntanlega fyrsti 27 holu völlurinn hérlendis og kem- ur stækkunin til móts við síaukna eft- irspurn eftir aðstöðu til að leika golf. Úlfarsá eða Korpa er á nátt- úruminjaskrá frá upptökum í Hafra- vatni til ósa og er tekið tillit til nátt- úrufars og lífríkis árinnar við skipulag vallarins. Brautir eru lagað- ar að núverandi landi á teikningum Hannesar Þorsteinssonar og virðing sýnd því lífríki sem fyrir er á svæð- inu. Garðar Eyland er framkvæmda- stjóri Golfklúbbs Reykjavíkur og hann var formaður klúbbsins þegar samið var við Reykjavíkurborg um uppbyggingu golfvallarins á Korp- úlfsstöðum árið 1993. Samningar við borgina um afnot af því landi og á svæðinu í Grafarholti hafa nýlega verið endurnýjaðir til næstu fimmtíu ára. Mikið verkefni Bygging átján holu golfvallar er mikið verkefni og kostnaðarsamt. Ekki er fjarri lagi að áætla að slík bygging kosti hátt í hálfan milljarð króna og eru landið sjálft, klúbbhús og tæki þá ekki talin með Nýlega samdi GR við Reykjavíkurborg um að borgin legði fram 230 milljónir króna til ársins 2013 í stækkun Korp- úlfsstaðavallar um fyrrnefndar níu holur. „Til upprifjunar er rétt að fram komi að í apríl árið 2006 skuldbatt Reykjavíkurborg sig með samningi undirrituðum af Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, þáverandi borg- arstjóra, til að stækka golfvöllinn á Korpúlfsstöðum í samráði við Golf- klúbb Reykjavíkur,“ segir Garðar. „Drög að nýjum samningi voru síð- an samþykkt í borgarráði í síðasta mánuði og kveður samningurinn á um að setja umræddar greiðslur á fjögur ár. Í ár verða greiddar 30 milljónir og auk þess fær klúbburinn endurgreiddar 20 milljónir vegna endurbóta á Korpúlfsstaðahúsi og lóð þess, sem klúbburinn lagði í árið 2007. Samtals verða því greiddar 50 milljónir árið 2010 og síðan 60 millj- ónir árlega næstu þrjú árin.“ Garðar vill ekki gera mikið úr gagnrýni sem fram hefur komið á þessa ákvörðun borgaryfirvalda í ljósi efnahagsástandsins. Hann segir að klúbbfélagar hafi verið þol- inmóðir, en nú verði bætt úr brýnni þörf. „Það er mikið gleðiefni fyrir fé- laga í GR að samningurinn skuli vera kominn á fjárhagsáætlun borg- arinnar svo hægt er að hefja fram- kvæmdir. Mér finnst full ástæða til að þakka borgarfulltrúum úr öllum flokkum, sem alla tíð hafa stutt vel við íþróttafélög í borginni.“ Fjölsótt útivistarsvæði Framkvæmdirnar við Korpúlfs- staði eru atvinnuskapandi og í vik- unni skrifaði Garðar bréf til Vinnu- málastofnunar um að ráða m.a. fólk af atvinnuleysisskrá. Vélavinna hefur verið í gangi í vetur, verið er að sér- rækta tíu þúsund fermetra af torfi austur í sveitum sem fer á nýju flat- irnar, mörg handtök fara í grjót- hreinsun og mörg önnur verkefni fylgja vallargerðinni í sumar. Um þrjú þúsund manns eru nú fé- lagar í Golfklúbbi Reykjavíkur og eru vellir félagsins þéttskipaðir yfir sumartímann. Um 30 þúsund heim- sóknir voru á völlinn í Grafarholti í fyrra, um 10 þúsund komu á Graf- arkotsvöll, sem er lítill völlur í Graf- arholti, um 31.500 á Korpúlfs- staðavöll og um átta þúsund manns léku golf í fyrra á litla vellinum á Korpúlfsstöðum. Að auki voru 23 þúsund heimsóknir skráðar á Garða- völl á Akranesi, en GR rekur völlinn samkvæmt sérstökum samningi sem gerður var til að stytta biðlista eftir inngöngu í GR. Auk þessa eru æfingar undir stjórn golfkennara stærstan hluta ársins, námskeið fyrir börn og ung- linga yfir sumartímann, púttmót eru á hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum yfir vetrartímann, aldraðir pútta ýmist inni eða úti allan ársins hring og alls voru um 130 þúsund heimsóknir í Bása, æfingaaðstöðu í Grafarholti. „Það lætur nærri að heimsóknir hafi verið hátt í 300 þúsund á síðasta ári,“ segir Garðar. „Færa má rök fyr- ir því að sú aðstaða sem sköpuð hefur verið hjá Golfklúbbi Reykjavíkur sé eitt af fjölsóttustu útivistarsvæðum Reykjavíkurborgar. Til viðmiðunar má nefna að fjöldi erlendra ferða- manna sem kom til íslands í fyrra var um hálf milljón og heimsóknir á Gull- foss og Geysi voru um 300 þúsund.“ Stækkun svarar eftirspurn  Korpúlfsstaðavöllur verður væntanlega fyrsti 27 holu golfvöllurinn  Tillit tekið til náttúrufars og lífríkis Korpu við skipulag vallarins  Vinna við framkvæmdirnar á golfvellinum skapar atvinnu Ko rp ut or g Egilshöll Korpúlfsstaðavöllur - deiliskipulag BYGGÐ Ko rpú lfs - sta ðir BYGGÐ ÞJ ÓÐ VE GU R 1 Núv. göngustígar Nýir göngustígar Nýir reiðstígar Byggingareitir Fornminjar Núv. brautir Nýjar brautir Flatir / teigar Litli-völlur Dæmi eru um það að fólk hafi hætt í golfklúbbum með versnandi efna- hagsástandi. Garðar Eyland segir þessi dæmi þó ekki mörg. Hins vegar hafi þeir sem stunda golf á annað borð frekar aukið ástundun sína og heimsóknum margra hafi fjölgað með minni vinnu. Golfið og félagslífið sem því fylgi sé fastur punktur í tilverunni hjá mörgum sem eru án atvinnu. Þá hafi ferðalög til útlanda dregist saman og fólk sæki frekar í afþreyingu innanlands. Þá nefnir Garðar að fólk sem áður var í tveimur golfklúbbum láti nú einn duga, hjá GR hafi fólk til dæmis aðgang að þremur 18 holu golfvöllum. „Um fimmtán þúsund manns eru án atvinnu og auðvitað eru kylfingar í þeim hópi eins og annars staðar,“ segir Garðar. „Fólk af öllum stigum þjóðfélagsins stundar golf og það er gjörbreytt að aðeins þeir efnameiri séu í golfi. Sem betur fer er golfiðkun talin ódýr á Íslandi og það eiga allir að hafa tök á að stunda þessa íþrótt.“ Sumir hætta, aðrir spila meira Garðar Eyland. Morgunblaðið/Einar Falur Laxveiði Korpa hefur verið gjöful á liðnum árum, en þar eru aðeins leyfðar tvær stangir. Tekið er tillit til lífríkis og gróðurfars við framkvæmdirnar. Stækkun Nýju holurnar eru allar ofan við Korpúlfsstaðabæinn, en neðan við Staðahverfi eru holur meðfram sjávarsíðunni og verða þær óbreyttar. Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is HESTAMENN hafa í vetur tekið hross seinna á hús en áður auk þess sem nýliðar eru færri. Þetta er ein birtingarmynda efnahagslægð- arinnar, sem kemur við hesta- mennskuna eins og annað. „Kostnaður við að halda hross er talsverður en fólk virðist samt leggja fé í þjálfun og tamningu og þjálfun kynbótahrossa enda er það fjárfesting sem skilar sér. Þá virðist þeim sem eru nýir hafa fækkað. Lauslega áætlað kostar eina milljón króna að koma sér af stað og fólk bíður því meðan kreppan er að ganga yfir. Áhugi á hestamennsk- unni er þó síst á undanhaldi,“ segir Valgerður Sveinsdóttir sem kjörin var formaður Hestamannafélagsins Fáks á aðalfundi félagsins sem hald- inn var í dymbilviku. Valgerður er fyrst kvenna til að gegna formennsku í Fáki en hún tók við embættinu af Bjarna Finnssyni sem kenndur er við Blómaval. Fákur er fjölmennasta hesta- mannafélag landsins en innan vé- banda þess eru um 1.400 fé- lagsmenn. Að baki hverjum þeirra er oft heil fjölskylda og áætlar Val- gerður að á bilinu fjögur til fimm þúsund manns tengist starfi félags- ins með einum eða öðrum hætti. „Ég fékk snemma áhuga á hesta- mennskunni, en eignaðist ekki minn fyrsta hest fyrr en um tvítugt. Mér finnst þetta skemmtilegt og stússið í kringum hrossin tíu sem fjölskyldan á er afar gefandi,“ segir Valgerður sem er lyfjafræðingur og jafnframt varaformaður Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkurborgar. Seinna tekið á hús Í hestamennskunni í dag eins og annars staðar þarf aðstæðna vegna að spara. Þumalputtareglan hefur lengi verið sú að sígarettupakki og að leigja hesthúspláss með fóðrun og hirðingu fyrir eitt hross sé svipuð tala, það er í kringum þúsund krón- ur á dag. „Fólk hefur gjarnan verið að taka hrossin á hús um áramót en nú í vet- ur mánuði síðar enda var slíkt mögulegt tíðarfarsins vegna. Þann- ig hefur verið hægt að spara hey og spæni sem er undirburður í hús- unum. Um slíkt munar talsvert, því spænirnir hafa snarhækkað í verði á síðustu misserum. Spónabaggi sem er um 30 kg kostar yfir 2.000 kr. á dag og í mínu húsi förum við með fast að því einn slíkan á dag. Þetta telur allt saman,“ segir Valgerður. Mikið umleikis Mikið er umleikis í starfi Fáks um þessar mundir. Margir eru, að sögn Valgerðar, farnir að undirbúa sig fyrir landsmótið sem verður á Vind- heimamelum í Skagafirði í sumar, sem og önnur hestamannamót sem eru á dagskrá. Stærsta og metn- aðarfyllsta verkefni félagsins á næstunni er þó undirbúningur fyrir Landsmót 2012 sem haldið verður í Reykjavík. „Á síðustu árum hefur áhersla í starfi Fáks beinst talsvert að nám- skeiðahaldi og starfi með börnum og unglingum og ég vil sem formaður halda áfram á þeirri braut. Við erum reglulega með reiðnámskeið og hafa knapamerkjanámskeiðin verið vin- sæl jafnt hjá börnum sem full- orðnum. Auk þess erum við að hefja samstarf við Norðlingaskóla, sem er í næsta nágrenni við okkur í Víði- dalnum, þar sem hestamennska verður fléttuð saman við skóla- starfið og kennslu í efstu bekkj- unum. Með því komum við til móts við krakka sem ekki eiga hesta en langar til að kynnast hestamennsk- unni.“ Kreppan kemur við hestamennskuna Morgunblaðið/Ernir Fákskonan Valgerður Sveinsdóttir segir fræðslustarf og námskeiðahald mikilvægt og að gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast hestamennskunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.