Morgunblaðið - 03.04.2010, Side 21

Morgunblaðið - 03.04.2010, Side 21
Fréttir 21INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010 VEIÐIHEIMILDIR íslenskra skipa hafa minnkað á undanförnum ár- um. Mestu verðmætin eru í þorski og öðrum botnfisktegundum og þess vegna hafa tekjur útvegsfyr- irtækja dregist mjög saman við minnkandi kvóta. Þannig samsvar- aði síðasta kvótaúthlutun um 15% tekjusamdrætti fyrirtækja sem gera út á bolfisk. Adolf Guðmundsson telur að naumt skammtaðar veiðiheimildir eigi verulegan þátt í misklíð og óánægju með fiskveiðistjórn- unarkerfið og breyti þá litlu hvaða stjórnkerfi væri notað. „Ef við hefð- um nægar heimildir værum við ekki í þessum átökum,“ segir Adolf. Mikill samdráttur hefur einnig orðið í síld, loðnu og kolmunna en á móti kemur aukning í norsk- íslensku síldinni og makríll sem er nýr veiðistofn hér við land. Adolf segir að þótt útgerðarfyr- irtækin fái auknar tekjur vegna lágs gengis íslensku krónunnar megi ekki gleyma því að af- urðaverð hafi lækkað erlendis og skattar verið auknir á fyrirtækin í landinu. Þannig hafi trygginga- gjald hækkað vegna atvinnuleys- isins, veiðigjald fimmfaldast og kol- efnisgjald verði lagt á. „Menn gera ekki meira en að standa í skilum með skuldbindingar. Bankakerfið er lokað og margir eru í vandræð- um með endurfjármögnun lána,“ segir Adolf Guðmundsson. Samdráttur í tekjum vegna minni kvóta Leyfilegur afli hvers fiskveiðiárs (í tonnum) 2005/06 2006/07 2007/08 2008/09 2009/10 Þorskur 198.000 193.000 130.000 160.000 150.000 Ýsa 105.000 105.000 100.000 93.000 63.000 Ufsi 80.000 80.000 75.000 65.000 50.000 Karfi 57.000 57.000 57.000 50.000 50.000 Keila 3.500 5.000 5.500 5.500 5.500 Langa 5.000 5.000 7.000 7.000 7.000 Skötuselur 2.500 3.000 2.500 3.000 2.500 Grálúða 15.000 15.000 15.000 15.000 12.000 Skarkoli 5.000 6.000 6.500 6.500 6.500 Steinbítur 13.000 13.000 12.500 13.000 12.000 Þykkvalúra 1.800 2.000 2.200 2.200 2.200 Langlúra 2.400 2.400 2.400 2.200 2.200 Sandkoli 4.000 2.000 1.500 1.000 1.000 Skrápflúra 3.500 1.500 1.000 1.000 1.000 Síld 110.000 130.000 150.000 150.000 47.000 Loðna 194.027 318.245 157.206 15.000 110.000 NI-síld 153.818 183.189 230.370 238.000 215.000 Kolmunni 352.601 334.910 232.116 96.000 88.000 Makríll 4.000* 38.000* 112.000* 112.000 130.000 Úthafskarfi 28.610 22.308 8.477 15.166 15.000 Úthafsrækja 10.000 7.000 7.000 7.000 7.000 FL-rækja 4.500 13.500 13.500 13.500 Humar 1.800 1.800 1.900 2.200 2.200 *Heildarafli, veiðar ekki takmarkaðar. Heimild: LÍÚ „ÞEIR sem eru í at- vinnugreininni eiga ákveðin réttindi. Ef gera á breytingar á þeim er eðlilegast að réttindin séu fyrst skilgreind,“ segir Adolf Guðmundsson um undirbúning stjórnvalda við að gera ákvæði fisk- veiðistjórnunarlaga um sameign þjóð- arinnar á auðlindum sjávar virk með því að setja þau í stjórn- arskrá. Adolf segir að sam- eign þjóðar sé ekki til sem eignarrétt- arlegt hugtak í íslenskum rétti. Hann rifjar upp að sumir fræðimenn telji að útvegsmenn eigi beinan eignarrétt, aðrir tali um óbeinan eign- arréttindi og enn aðrir telji að útvegsmenn eigi atvinnuréttindi sem varin eru með eignarréttarákvæðum stjórnarskrár. „Ef menn skerða þessi réttindi er ríkið bótaskylt,“ segir Adolf og segir að búast megi við að það kalli á margra ára málaferli ef ekki verði gengið vel frá útfærsl- unni. Samfylkingin samþykkti á flokksstjórnarfundi að nýtt fiskveiðistjórn- arkerfi verði byggt á atvinnufrelsi og mannréttindi virt í samræmi við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2007. Adolf segir mikilvægt í þessu efni að skoða forsendur meirihluta mannréttinda- nefndarinnar. „Þær grundvallast á því að útvegsmenn hafi fengið fisk- veiðiréttindin að gjöf árið 1983 og að þau hafi verið færð í einkaeign- arrétt útgerðarinnar 1990. Það er forsendan fyrir þeirri niðurstöðu að úthlutunin hafi verið bersýnilega ósanngjörn. Ef það er stefna stjórnmálaflokks að byggja á þessu áliti, þótt Hæsti- réttur hafi margsinnis komist að þeirri niðurstöðu að kvótakerfið brjóti ekki jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar, verður hann um leið að við- urkenna að réttindin séu hrein eign útgerðarinnar. Það verður ekki bæði sleppt og haldið,“ segir Adolf. Þarf að skilgreina réttindin Morgunblaðið/RAX Löndun Fræðimenn greinir á um eignar- eða atvinnuréttindi útvegsmanna. Stangarhyl 1 · 110 Reykjavik · Sími: 570 8600 · Fax: 552 9450 Netfang: info@smyril-line.is · Heimasíða: www.norræna.is Ferðaskrifstofa &?S@CMB;@C ?LÊ;G»F;MNI@O NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN BÝÐUR NÚ SIGLINGU MEÐ NORWEGIAN CRUISE LINE UM MIÐJARÐARHAF OG KARABÍSKA HAFIÐ. Hægt er að velja um úrval ferða og gæðin eru afar mikil. Innifalið er fullt fæði, hægt að velja á milli margra veitinga- staða, 24 tíma herbergisþjónusta, þátttaka í allri afþreyingu um borð og margt annað. Ef þú vilt prófa að fara í lúxusfrí, próf- aðu þá svona ferð. HÓPFERÐ 11. - 20. SEPTEMBER með Norwegian Jade glæsilegu skemmtiferðaskipi. Í boði er mikið úrval skoðunarferða á meðan legið er í höfn. Sunnud. BROTTFÖR FRÁ BARCELONA kl.17:00 Mánud.. MONTE CARLO, MONACO. Þriðjud. LIVORNO(FLORENS,PISA) Miðvikud. CIVITAVECCHIA(RÓM) Fimmtud. NAPÓLI Föstud. SKEMMTISIGLING Laugard. PALMAMALLORKA Sunnud. BARCELONA www.ncl.eu VIKA Á MIÐJARÐARHAFI kr.299.000 Verð frá kr. 299.000 pr. mann Innifalið: Flug, 2 nætur í Barce- lona, viku sigling með fullu fæði, frí herbergisþjónusta og ferðir til og frá flugvelli. Fararstjóri: Skúli Unnar Sveinsson SKEMMTISIGLING MEÐ NORWEGIAN CRUISE LINE Lágmarksþátttaka er 16 manns. Norræna ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að fella niður ferðina ef ekki er næg þátttaka. Mikið úrval skemmtisiglinga fyrir einstaklinga og hópa. BÓKAÐU SNEMMA TIL AÐ TRYGGJA ÞÉR PLÁSS. SKEMMTU NGLÆSILEIKI CRUISE FRÁBÆR MATURSUNDLAUGAR www.norræna.is „VIÐ störfum innan ramma lag- anna. Lögin heimila leigu á kvóta og það er heimilt að selja afla- hlutdeild,“ segir Adolf Guðmunds- son um gagnrýni sem fram hefur komið á brask útvegsmanna með kvótann, meðal annars í máli Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra á flokksstjórnarfundi Sam- fylkingarinnar fyrir viku. Formaður Samfylkingarinnar sagðist enga samúð hafa með því hvernig útgerðarmenn hefðu brask- að með kvótann og stundað glæfra- spil með fjármuni úr sjávarútveg- inum í óskyldum greinum. Þeir standi nú uppi stórskuldugir. „Ég reikna með að átt sé við það að menn fái mikil verðmæti þegar þeir selja fyrirtæki sín eða hluta- bréf og fara út úr atvinnugreininni. Það er ekkert öðruvísi í þessari grein en öðrum að menn selja fyr- irtækin sín, af mismunandi ástæð- um. Ekki má gleyma því að þeir Störfum innan ramma laganna hafa greitt mikla skatta til ríkisins af söluhagnaði. “ Þá veltir hann því fyrir sér af hverju sjávarútvegsfyrirtæki megi ekki fjárfesta í öðrum atvinnugrein- um. „Menn eru að varðveita fjár- muni sína og fara í þá fjárfesting- arkosti sem þeir telja besta. Einhverjir hafa gengið of langt og tekið of mikla áhættu. Þeir sitja uppi með skuldir og þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum þess.“ Adolf segir að skuldir sjáv- arútvegsins hafi tvöfaldast við gengisfall íslensku krónunnar. Skuldir sjávarútvegsins eru að hans mati ekki hátt hlutfall skulda at- vinnulífsins í heild og vísar hann þar til opinberra gagna. „Við erum betur settir að því leyti að við erum að selja afurðir okkar í erlendum gjaldmiðlum og staða krónunnar hefur hjálpað okkur að standa í skilum með skuldbindingar okkar,“ segir Adolf. ADOLF Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Gullbergs hf. á Seyðisfirði, hefur verið for- maður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna í hálft annað ár. Hann er 55 ára gamall lög- fræðingur, fæddur og alinn upp í Reykjavík. Hann fór fyrst til Seyðisfjarðar 1973 til að þjálfa knattspyrnulið Hug- ins. Þá kynntist hann konu sinni, Theodóru Ólafsdóttur. Fyrstu mánuðina eftir að þau settust að á Seyðisfirði starf- aði Adolf sem fulltrúi hjá bæj- arfógetanum en tók síðan við starfi framkvæmdastjóra Gull- bergs. Starfinu hefur hann gegnt í 28 ár. Gullberg gerir út togarann Gullver. Jafnframt hefur Adolf starfað við stjórnun fisk- vinnslufyrirtækja. Hann var framkvæmdastjóri Fiskvinnsl- unnar og síðan formaður stjórnar Dvergasteins. Síðustu sex árin hefur fyrirtæki í hans eigu, Brimberg, rekið frysti- húsið. „Það hefur verið miklu meira að gera hjá LÍÚ en ég reiknaði með. Efnahagsþreng- ingar og átökin um fisk- veiðistjórnunarkerfið valda því,“ segir Adolf. Þjálfarinn ílentist á Seyðisfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.