Morgunblaðið - 03.04.2010, Side 25
Fréttir 25ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010
Páskar í
Bláa lóninu
2 fyrir 1
Gildir gegn
framvísun afrifunnar
dagana 1. apríl – 25. maí 2010.
Frítt fyrir börn, 13 ára og yngri, í fylgd með forráðamönnum Lykill 1561
Tilboð:
Páskabrunch á LAVA
á páskadag og annan í páskum, kl. 11.00 -15.00.
Verð:
2.900 fyrir fullorðna,
1.500 fyrir börn 12-15 ára og frítt fyrir börn 11 ára og yngri.
15% afsláttur af silica mud mask og algae
& mineral body lotion í Blue Lagoon verslun.
Glæsilegir vinningar í boði fyrir þá sem skrá sig í Blue Lagoon klúbbinn
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
MÓÐIRIN sagði að strákurinn
hennar hefði brotið rúðuna í skól-
anum vegna þess að steinn hefði
verið á stað þar sem ekki ætti að
vera neinn steinn. Hún krafðist
líka miskabóta vegna launataps er
hún varð fyrir þegar henni var
gert að mæta á staðinn vegna
rúðubrotsins. Önnur krafðist þess
að árbók skólans yrði endurgerð
vegna þess að barnið hennar sást
ekki á nógu mörgum myndum í
bókinni.
Foreldrar nemenda í japönskum
grunn- og leikskólum eru margir
hverjir svo kröfuharðir í garð
kennaranna að hinir síðarnefndu
eru á barmi taugaáfalls, sumir
hafa fyrirfarið sér. Skýrt hefur
verið frá því að fjarvistir kennara
vegna andlegs álags hafi þrefald-
ast á einum áratug. Um 63% af öll-
um veikindadögum kennara eru
vegna slíkra erfiðleika, segir í
grein AFP-fréttastofunnar.
Naoki Ogi, sem gagnrýnt hefur
skipulag skólakerfisins, hefur með
aðstoð kennara safnað um 700
dæmum um framferði hinna svo-
nefndu Hryllingsforeldra, eins og
fjölmiðlar landsins kalla fyrir-
bærið. Lýsingarnar minna stund-
um á fjarstæðuleikrit; eitt for-
eldrið heimtar að kennarinn sæki
barnið á morgnana, annað krefst
þess að kennarinn klippi neglurnar
á barninu og það þriðja að kenn-
arinn kanni veðurspána og segi
nemendum hvort þeir þurfi að taka
með sér regnhlíf daginn eftir.
Kröfur eru uppi um að útbúinn
sé morgunverður á leikskólum
handa foreldrum sem koma með
börnin og íþróttaföt barnanna séu
þvegin í skólanum. „Móðir hringir
í okkur klukkan hálfátta að morgni
og nöldrar stanslaust í tvær
klukkustundir … Einn morguninn
spurði hún: Af hverju léstu barnið
mitt tala á undan öllum hinum
börnunum? Barninu mínu finnst
ekki gott að flytja ræðu.“
Borgarstjórinn í Tókýó hyggst
nú senda um 60.000 grunn-
skólakennurum handbók með ráð-
leggingum varðandi rétt viðbrögð
þegar fást þarf við hryllingsfor-
eldra. Þessi varnaraðgerð borg-
arinnar mun kosta um 10 milljón
jen eða sem svarar rösklega 14
milljónum króna.
Kennurunum er ráðlagt að
hlusta kurteislega á kvartanir og
sýna samúð án þess að segja ávallt
að kvörtunin eigi rétt á sér. Sér-
fræðingar í menntamálum segja að
oft séu umræddir foreldrar fólk
sem lifi einangruðu lífi og ráðfæri
sig við fáa um barnauppeldi.
Kvartanaflóð geti líka verið aðferð
foreldra sem þjáist af streitu og
þurfi að fá útrás einhvers staðar.
Hryllileg óþekkt foreldranna
Heimtufrekja margra foreldra í Japan gagnvart kennurum barnanna virðist vera takmarkalaus
Veikindadagar kennara vegna andlegs álags sagðir hafa þrefaldast á aðeins einum áratug
Svo lítið er um börn í Japan að
foreldrarnir, sem mega velja milli
grunnskóla, ganga á lagið og
gera ýmsar fáránlegar kröfur til
kennara og skólastjórnenda.
Prúð Ekkert bendir til þess að nemendurnir á myndinni valdi kennurum sínum miklum erfiðleikum. En foreldarnir
gætu verið úr óskammfeilnu fylkingunni sem fjölmiðlar í Japan hafa gefið heitið Hryllingsforeldrar.
En af hverju er þessi staða kom-
in upp í Japan, þessari háborg
siðfágunar? Viðkoman er ein-
hver sú minnsta í heimi og skól-
arnir keppa ákaft um nemendur.
Árið 2000 var gerð sú breyting
að foreldrum var leyft að velja
skóla en áður urðu börnin ein-
faldlega að fara í þann skóla
sem næstur var. Foreldrarnir
geta nú valið og hafnað. Bent er
á að þetta ýti undir að skólarnir
sinni öllum duttlungum þeirra
til að halda börnunum.
Neytandinn er Guð