Morgunblaðið - 03.04.2010, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrstisunnudag-ur eftir
fyrsta fulla tungl
eftir jafndægur.
Páskar. Vorhá-
tíð. Trúarhátíð.
Minningarhátíð mikilla at-
burða. Önnur helsta
trúarhátíð kristinna manna.
Kannski sú mesta. Jesús
frá Nasaret, Kristur Drott-
inn lokar kaflanum sem
hófst á jólum. Jarðvist-
ardögum hans er að ljúka.
Ef marka má ritninguna
vissi Kristur út í hörgul
hvað biði hans í Jerúsalem.
Hinn erfiði aðdragandi,
kvalir á krossinum og enda-
lokin. Lærisveinar hans
máttu einnig vita hvers var
von. Þeir áttu sitt hlutverk
og frelsarinn hafði farið yf-
ir handritið, en samt vissu
þeir ekki. Og honum var
jafnljóst líka að endalokin
voru í raun upphaf en ekki
endir. Heimildin, sem fyr-
irvarinn var settur við,
ritningin, orð guðspjalla-
mannanna, snýr að okkur
öllum. Þeim sem trúir og
þeim sem efast. Þeir standa
frammi fyrir sömu spurn-
ingunni og annar þeirra, sá
sem trúir, er líkast til
lengra kominn. Hann er
nær svarinu.
Sigurbjörn Einarsson
biskup sagði: „Páska-
viðburðurinn er einsdæmi.
Hann er og verður um allan
aldur einstæður. Því er
ekki að undra að hann sé
dreginn í efa. En það eru
ekki aðeins fornar heimildir
sem skýra frá honum. Til-
vera kristinnar kirkju vitn-
ar um hann. Hann hefur
hrundið af stað stór-
fenglegustu hreyfingu sög-
unnar. Miðað við áhrif og
afleiðingar er upprisa
Krists áþreifanlegri stað-
reynd en nokkuð annað,
sem um getur í annálum
mannkyns. Hún er ekki vé-
fengd sakir þess, að heim-
ildir séu ekki fullgóðar,
heldur af því, að menn telja
sig vita það mikið um veru-
leikann, að þeim sé ekki
fært að trúa slíku eða þeir
megi fullyrða, að slíkt eigi
sér alls ekki stað. Stað-
reynd dauðans er óvéfengj-
anleg, því hún er dags-
dagleg. Boðskapur
páskanna um sigur lífsins
er of stórbrotinn, of und-
ursamlegur til þess að geta
verið sannur.“
Velta má upp hvort
páskaboðskapurinn og af-
staðan til hans sé deila um
hindurvitni ann-
ars vegar og vís-
indi hins vegar.
Spurningin
standi um heil-
agan vitnisburð
ellegar um há-
væran hvell. Biskupinn
ástsæli, sem fyrr var vitn-
að til, segir: „Hér stendur
trú gegn trú. Kristnir
menn játa trú sína á hið
einstæða og óskiljanlega í
þakklátri auðmýkt, síst af
öllu með neinu yfirlæti.
Trú þeirra er svo sem ekki
annað en blaktandi neisti á
skari. En hún er samt upp-
risa nýs lífs í sálu þeirra.
Guði séu þakkir. Hans
hulda hönd vermdi hið
kalda skar og vakti lífs-
neista af dauða.“
Hann var ekki fjölmenn-
ur hópurinn í kringum
krossinn á föstudaginn
langa forðum tíð. En það
hefur fjölgað í hópnum síð-
an. Þær fóru fáar og hljóð-
lega að gröfinni konurnar
sem ætluðu að veita hinum
krossfesta sakamanni það
eina sem þær máttu, úr því
sem komið var. En gröfin
var tóm. Aldrei hefur tóm
talað svo skýrt til fólks í
annan tíma.
Þjóðskáldið Matthías
Jochumsson, sem marga
fjöru saup á langri æfi,
tókst löngum á við efann.
Hann sat þó að lokum á
Sigurhæðum í fleiri skiln-
ingi en einum. Í lok merkr-
ar æfisögu hans segir:
„Skömmu fyrir dauðann
orti Matthías hálfblindur
og sáttur, ljóðið „Gleym
mér ei“.“ Í einu erindi
ljóðsins, sem þarna er
nefnt segir:
„Drottins dýrð
er ei dulspeki,
ekki mannvit,
ekki vísindi,
hún er „gleym mér ei“
þeirra guðsbarna
er bana dauðans
blindandi sjá“.
Og æfisöguritarinn segir:
„Matthías kemur því hér
til skila að bana dauðans
(eilíft líf) megi lesa úr líf-
inu sjálfu – eilífðarsmá-
blóminu.“
Mannkynið hefur nú í
tæp tvö þúsund ár horft
um páska inn í opna, kalda
og tóma gröf. Og því leng-
ur sem horft er því ljósari
verður myndin. Hún sýnir
þeim sem trúa upprisu og
eilíft líf. Og það er rétt hjá
séra Matthíasi að svo skýr
er myndin að hana má
blindandi sjá.
Páskar. Önnur
mesta trúarhátíð
kristinna manna.
Kannski sú mesta }
Gröfin var tóm
E
infaldleikinn á landsbyggðinni
hentar vel einföldum manni eins
og mér. Þar er því sem næst ekk-
ert við að vera annað en sitja í
ruggustólnum og hlusta á þögn-
ina. Aldrei neitt um að vera.
Ung stúlka; það gæti verið dóttir mín en þar
sem þær eru ekki ýkja hrifnar af því að vera sí-
fellt nefndar á prenti þá þarf það ekki endilega
að vera ein þeirra; ónefnd ung stúlka spurði mig
sem sagt á dögunum hvað ég myndi gera ef ég
ynni stóra vinninginn í Víkingalottóinu. Við
heyrðum auglýst að hann gæti orðið allt að 2,4
milljörðum króna.
„Ætli ég myndi ekki byrja á því að setjast nið-
ur og hugsa,“ sagði ég, enda búsettur á lands-
byggðinni. Að hugsa og hlusta á þögnina þjóta
hjá, það er okkar fag.
Hún var ekki spennt fyrir því. Fannst ég yrði að gera
eitthvað.
„Þú meinar það. Ætli ég myndi þá ekki byrja á því að fara
í langan göngutúr.“
- Til hvers? Það kostar heldur ekki neitt. Hvað myndirðu
gera við peninginn?
„Þú átt við það. Ég yrði flottur á því og byði ykkur í
helgarferð til Akureyrar.“
- Come on. Við búum þar. Hvað myndirðu gera í alvör-
unni? Hvað myndirðu kaupa? Hvert myndirðu fara?
„Eftir göngutúrinn myndi ég leggja mig í góða stund og
reyna að sofna; góðar hugmyndir byrja oft sem draumur.
Kannski myndi mig dreyma ferð til Liverpool, á
völlinn og í búðirnar, jafnvel ferð til Barcelona
til að fara á völlinn og svo til Madridar á úrslita-
leikinn í Meistaradeildinni í maí.“
Ég sá á svip stúlkunnar, sem skyndilega líkt-
ist eiginkonu minni, að þetta var í áttina.
Það góða við drauma er að þeir geta ræst og
að stundum rætast þeir ekki.
Ég var, þrátt fyrir allt, ákveðinn í því að fengi
ég stóra vinninginn byði ég fjölskyldunni til
Akureyrar. Helst um páska því þar þyrfti ég
ekki að gera neitt annað en hugsa. Aldrei neitt í
boði úti á landi.
Á fimmtudaginn voru að vísu Sinfóníu-
tónleikar hér í höfuðstað Norðurlands, og boðið
er upp á tvenna eða þrenna annars konar tón-
leika á hverjum degi alla páskadagana og böll
um kvöldið.
Fjölskyldan myndi sjálfsagt draga mig á sýningu á verk-
um Tryggva Ólafssonar á Listasafninu, á Flugsafnið, Smá-
munasafn Sverris í Sólgarði og í Jólahúsið. Svo myndu döm-
urnar heimta það að fara í bíó og í leikhús – Leikfélag
Akureyrar er að vísu bara með þrjár sýningar á fjölunum
um páskana og ég vona að gestir bæjarins fyrirgefi það. Svo
myndi ég fara á skíði í sól og blíðu, síðan í sund í sól og blíðu,
svo myndi ég fara á kaffihús, fá mér svo ís, loks út að borða
og síðan í bíó. Daginn eftir færi ég aftur á skíði í sól og blíðu,
svo á hestabak í sól og blíðu, aftur á kaffihús og út að borða.
Svo myndi ég kaupa mér ruggustól til að hugsa í.
Verst ég gleymdi að kaupa miða. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Stóri vinningurinn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
V
ið teljum að þetta verði
metár,“ sagði Sonja
Magnúsdóttir, sölu- og
markaðsstjóri Ferða-
skrifstofu Guðmundar
Jónassonar. Sömu sögu er að heyra
frá öðrum talsmönnun fyrirtækja í
ferðaþjónustu.
Á síðasta ári fækkaði farþegum
um Keflavíkurflugvöll um 17%.
Ferðum Íslendinga fækkaði hins
vegar mun meira. Erlendir ferða-
menn halda áfram að streyma til
landsins og Íslendingar virðast vera
að búa sig undir að fara í auknum
mæli til útlanda.
Sonja er bjartsýn á sumarið en
sagði að sitt helsta áhyggjuefni væri
skortur á gistingu á landsbyggðinni,
sérstaklega við Skaftafell og Mývatn.
Sonja sagði að Ísland væri búið að
vera mikið í fjölmiðlum erlendis og
það hefði greinilega haft jákvæð
áhrif á ferðamannastraum til lands-
ins. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hefði
vakið áhuga erlendra ferðamanna á
að koma til Íslands. „Reyndar höfum
við líka lent í því að hópar hafa af-
bókað ferðir vegna hræðslu við gosið.
Þeir eru þó fleiri sem eru spenntir
fyrir að koma vegna gossins.“
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, segir að árið í ár
líti mjög vel út. Félagið hafi í mars
flutt tæplega 90 þúsund farþega sem
sé 25% aukning miðað við sama mán-
uð í fyrra. Bókanir í vor og sumar séu
einnig mjög góðar. Hann segir að fé-
lagið hafi brugðist við þessu með því
að bæta við flugferðum. Framboð á
flugsætum hafi aukist um 13% frá
síðasta ári.
„Það hefur gengið vel að nýta um-
fjöllun um Ísland og hagstæða stöðu
krónunnar,“ segir Guðjón.
„Það er tugaprósenta aukning
milli ára,“ segir Matthías Imsland,
framkvæmdastjóri Iceland Express,
þegar hann er spurður um horfurnar
í ár. Ástæðan fyrir þessu sé góð
markaðssetning og umfjöllun um Ís-
land erlendis.
Matthías segir að bókanir séu
mun betri en í fyrra, en þá varð mik-
ill samdráttur í ferðum Íslendinga til
útlanda. Framboð á ferðum hafi þá
verið dregið mikið saman sem hafi
leitt til þess að nýting í vélunum
batnaði. Núna séu Íslendingar að
bóka sig í ferðir í mun meira mæli en
í fyrra.
Matthías segir að í fyrra hafi borið
á skorti á bílaleigubílum yfir hásum-
arið og mjög mikilvægt sé að úr því
verði bætt í ár annars fari erlendir
ferðamenn annað.
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, segist hafa trú á að nægt
framboð verði á bílaleigubílum í
sumar. Samkomulag hafi verið gert
við stjórnvöld um að bílaleigur geti
keypt notaða bíla og fengið virðis-
aukaskattinn endurgreiddan. Erna
segir að meginverkefni ferðaþjón-
ustunnar síðustu ár hafi verið að
bæta nýtingu utan háannatímans.
Þetta sé mjög mikilvægt því nauð-
synlegt sé að bæta nýtingu á dýrri
fjárfestingu eins og hótelum. Það sé
hins vegar rétt að það geti verið
skortur á hótelherbergjum í þær sex
vikur þegar mest er að gera yfir
sumarið.
Morgunblaðið/Kristinn
Ferðamenn Erlendum ferðamönnum fjölgaði hér á landi í fyrra og allt útlit
er góða fjölgun í ár. Íslendingar virðast líka vera farnir að ferðast meira.
Stefnir í metár
í ferðaþjónustu
Mikil aukning er í bókunum í
ferðaþjónustu hér á landi. Mikil
umfjöllun um Ísland erlendis og
hagstætt gengi skilar sér í fjölg-
un ferðamanna. Íslendingar eru
líka farnir að ferðast meira.
Alls heimsóttu um 566.000 ferða-
menn Ísland í fyrra. Þetta er fjölg-
un á milli ára sem nemur 0,7%, en
árið 2008 sóttu 562.000 ferðmenn
Ísland heim. Að mati Ferða-
málastofu má gera ráð fyrir að um
sé að ræða stærsta ferðamannaárið
á Íslandi frá upphafi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samkvæmt bráðabirgðatölum eru
horfur á að gjaldeyristekjur vegna
ferðaþjónustunnar hafi verið um
155 milljarðar í fyrra, en þær voru
109 milljarðar árið 2008. Að teknu
tilliti til gengis- og verðlagsáhrifa
samsvarar þessi breyting liðlega
20% raunaukningu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg