Morgunblaðið - 03.04.2010, Qupperneq 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010
Á drottins vegum Bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson las úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar í Grafarvogskirkju í gær. Borgar- og sveitarstjórnarfólk á suðvesturhorninu las þá á milli 13-18.30
Kristinn
UNDANFARIÐ hef
ég heyrt í þjóðfélags-
umræðunni að nú sé
„tíminn fyrir andann“.
Því er ég sammála og
vil grípa tækifærið og
gefa andanum gaum.
Nú er tími ferming-
anna. Upprisuhátíð.
Páskarnir. Annar
tveggja árstíma þar
sem virðist vera sam-
þykkt að tala um trú,
von og kærleika, fara í kirkju og – um
páskana – tala um upprisu Krists.
Fýsn holdsins og auðæfa-oflæti hef-
ur ekki aðeins orsakað fátækt í fjár-
málunum því að svo virðist vera sem
andleg fátækt blasi við mörgum á Ís-
landi í dag. Sú fátækt hefur jafnvel
verið fyrir hendi lengur en við viljum
viðurkenna. Birtingarform hennar er
að í vellystingunum gleymdum við
Guði og náunganum. Eins og alkóhól-
istinn verður að viðurkenna fíkn sína
til að sigrast á henni þá þurfa Íslend-
ingar að viðurkenna andlega fátækt
sína til ganga út úr henni. Hún þarf
ekki að vera endastöð, síður en svo,
eins og sagt hefur verið – spyrnan er
oft best frá botninum.
Fátt virðist gefa manninum meiri
kraft í þessa spyrnu en von. Von gef-
ur manninum ástæðu til að halda líf-
inu áfram og til að líta fram á veginn.
En hvað er von? Von er það sem hægt
er að vænta, búast við. Von innifelur
bæði eftirvæntingu, löngun og ósk.
Langvarandi svartnætti á það til að
kæfa eftirvæntinguna og skilja eftir
sig slóð af óuppfylltum óskum og
brostnum vonum. Langvarandi svart-
nætti skilur okkur eftir í vonleysi.
Andleg augu margra hafa tekið að
daprast vegna þess að vonin eftir
réttlæti, sanngirni og réttsýni hefur
dvínað. Aftur á móti gerir von okkur
kleift að hefja augun upp og sjá heið-
an himin bakvið dimm og drungaleg
ský. Við þurfum að hafa augun af von-
leysi kringumstæðna okkar og líta til
náungans og kringumstæðna hans.
Þannig byrjum við að safna andlegum
auði með kærleika og umhyggju í
verki.
Ég heyrði sögu af
konu sem hét María
Magdalena. Hún
hafði verið við kross
Jesú þegar hann dó
og varð fyrst að gröf-
inni í birtingu á
páskadag. Í Jóhann-
esarguðspjalli 20.
kafla segir að hún hafi
staðið og grátið fyrir
framan tóma gröfina,
því að líkami Jesú var
horfinn og hún vissi
ekki hvar hann hafði
verið lagður. Jesús sjálfur mætti
henni og hún sá að hann var uppris-
inn.
Þú stendur ef til vill í sömu sporum
og María þar sem ekkert annað blasir
við en gröfin. María hafði um tvennt
að velja: Að dvelja við gröfina og ein-
blína á óvissuna um líkama Krists eða
að horfa á vonina sem fylgdi þessari
tómu gröf. Við hvaða gröf dvelur þú í
dag? Þú horfir ef til vill á gröf fyllta
atvinnuleysi, gjaldþroti, hjónaskilnaði
eða einsemd. Án vonar og án andlegs
ríkidæmis. Þér vil ég segja að þú hef-
ur val: Að dvelja við gröfina og ein-
blína á óréttlætið og fyllast vanmætti
og reiði eða að horfa á vonina sem
2000 ára gömul gröf gefur þér í dag.
Von sem gefur líf þegar þú stendur
frammi fyrir dauða og sorg. Von sem
gefur meðbyr þegar þú stendur
frammi fyrir erfiðleikum og einsemd.
Ekki dvelja við gröfina. Veldu von-
ina eins og María. Líttu af kring-
umstæðunum og sjáðu að von heims-
ins er innan seilingar. Frelsarinn er
upprisinn.
Nú er vorið á næsta leiti þar sem
blóm og gróður fara að vaxa úr frjó-
um jarðveginum eftir vetrardvala.
Mætti andi þinn vera sá frjói jarð-
vegur sem vonin þarf til að vakna úr
dvala og gefa þér andlegan auð.
Eftir Önnu Sigríði
Snorradóttur
» Svo virðist vera
sem andleg fátækt
blasi við mörgum
á Íslandi í dag.
Anna Sigríður
Snorradóttir
Höfundur er grunnskólakennari.
Veldu vonina
Í HVERT sinn sem
búist er við skýrslu og
áliti rannsókn-
arnefndar Alþingis,
fer í gang spuni í fjöl-
miðlum. Sá spuni er
einfaldur: „Spuninn er
byrjaður“, bergmála
fjölmiðlamenn og
ákafaálitsgjafar, og
bæta því við að greini-
legt sé að „áhrifa-
menn“ séu „byrjaðir
að grafa undan rannsóknarnefnd-
inni“. Þessi spuni hefur tvennan
tilgang. Fjölmiðlamenn, ákafaálits-
gjafar og óðabloggarar vilja ráða
opinberri umræðu á Íslandi sem
mest. Þeir ætla sjálfum sér að
ákveða hvað úr áliti nefndarinnar
fái athygli. Þess vegna má ekkert
verða til þess fyrirfram að draga
úr trú manna á óskeikulleika
nefndarmanna. Þess vegna er
reynt að bregðast fyrirfram við því
ef nefndin, vinna hennar eða nið-
urstöður, verða gagnrýnd. Það
verður þá bara „spuni“ vondra
manna.
Á dögunum birti meira að segja
fréttaþátturinn Spegillinn sérstakt
ávarp fréttaritara Ríkisútvarpsins
í Lundúnum þessa efnis, og bætt-
ist það í röð fleiri ávarpa þess
fréttaritara til þjóðarinnar. Einn
þáttastjórnandi Ríkisútvarpsins
hefur mánuðum saman bloggað ut-
an vinnutíma að niðurstöður
nefndarinnar megi ekki verða
„hvítþvottur“, og felst í því að
þáttastjórnandinn hafi þegar
ákveðið hvað rétt sé og rangt, og
skuli nefndarmenn eiga hann á
fæti ef þeir standi ekki undir kröf-
um hans. Skilaboðin eru skýr: Ef
nefndarmenn áfellast þá sem
þáttastjórnandinn hatast við, þá
verða þeir lofsungnir fyrir „merki-
legt verk“. Annars verða þeir út-
hrópaðir fyrir hvítþvott.
Þegar slíkur söngur hefur verið
sunginn mánuðum saman, bæði
hjá þessum álitsgjafa og svipuðum,
þá er spurning hversu sterk bein
nefndarmanna eru, það er að segja
þeirra tveggja sem
ekki skýrðu frá því
opinberlega í upphafi
rannsóknar hverjar
niðurstöðurnar yrðu,
eins og einn nefnd-
armanna gerði og
fréttamenn og álits-
gjafar létu sér vel líka
– eitt er þó ljóst, eftir
opinber skrif þátt-
arstjórnandans um
það hvernig skýrslan
eigi að vera er ljóst
að útilokað er að
hann stýri umræðu
um efni hennar á vegum Rík-
isútvarpsins.
„Áætluð“ skil
Af og til birtast fréttamenn og
skýra frá því að birting skýrslu
nefndarinnar muni enn dragast
um svo og svo margar vikur. Er þá
gjarnan nefnt í framhjáhlaupi að
birtingin hafi verið „áætluð“ fyrsta
febrúar. Það er villandi orðalag,
sem þó hefur verið notað í mörg-
um fréttatímum. Birting skýrsl-
unnar var ekkert „áætluð“ um það
leyti. Í lögum um nefndina eru ein-
faldlega skýr fyrirmæli þess efnis
að skýrslan skuli birt fyrir lok jan-
úar 2010. Nefndarmenn sjálfir
ákváðu hins vegar að fara ekki eft-
ir þeim lagafyrirmælum, án þess
að heyrst hafi að sú staðreynd hafi
gefið þeim tilefni til að efast um
eigið ágæti til að meta störf ann-
arra. En þetta nefna álitsgjafarnir
og fréttamennirnir sjaldan. Á þeim
bæjum er heitt vonast eftir að
nefndarmenn vegi að einhverjum
þeirra sem álitsgjafarnir eru á
móti, hafa jafnvel rægt árum sam-
an, og meðan sú von lifir, má ekk-
ert verða til þess að draga úr trú-
verðugleika nefndarmanna. En ef
þeir bregðast vonunum, þá verður
nú annað uppi á teningnum. Þá
verður bloggað fram á nótt: Hvít-
þvottur, hvítþvottur!
Skyldu draumarnir rætast?
Ekki veit ég hvort draumar
ákafra álitsgjafa rætast. Flestir
venjulegir menn myndu auðvitað
telja augljóst að gjaldþrot einka-
fyrirtækja væru á ábyrgð stjórn-
enda eða eigenda einkafyrirtækja
en ekki ríkisins. En hvað veit mað-
ur. Einn nefndarmanna kenndi
starfsmönnum eftirlitsstofnana op-
inberlega um bankahrunið um leið
og hún settist í nefndina til að
rannsaka orsakir bankahrunsins.
(Fréttamenn og álitsgjafar virtust
ekki telja þetta valda vanhæfi
hennar, og hefði verið gaman að
velta fyrir sér hvort þeir hefðu
verið sömu skoðunar ef hún hefði
lýst gagnstæðum viðhorfum.) Hin-
ir nefndarmennirnir tveir hafa svo
sérhæft sig í að leita að mistökum
stjórnsýslunnar. Kannski hefur
hér fundist nefnd sem gæti látið
drauma álitsgjafanna rætast, en
því verður ekki trúað fyrirfram.
Á síðasta ári skrifaði þáverandi
formaður Viðskiptaráðs merkilega
blaðagrein. Þar sagði hann að
skýrslunnar væri nú skammt að
bíða og væri „mikilvægt að þeir
aðilar sem gagnrýni hljóta taki
hana til sín og nýti til upp-
byggilegra umbóta. Þar gildir einu
hvort gagnrýnin snúi að stjórn-
málamönnum, embættismönnum,
fjölmiðlum, hagsmunasamtökum
atvinnulífs eða forystumönnum í
viðskiptalífinu.“
Þetta voru óvænt en um leið
ánægjuleg viðhorf úr viðskiptalíf-
inu, þar sem álitum opinberra
nefnda er yfirleitt mætt af fyllsta
mætti og rannsakendum er yf-
irleitt mætt með lögfræðingaher.
Kannski er þetta til marks um ný
viðhorf í viðskiptalífinu. En
kannski er þetta traust á nefndinni
til marks um eitthvað annað.
Eftir Bergþór
Ólason » ... eftir opinber skrif
þáttarstjórnandans
um það hvernig skýrsl-
an eigi að vera er ljóst
að útilokað er að hann
stýri umræðu um efni
hennar á vegum Rík-
isútvarpsins.
Bergþór
Ólason
Höfundur er fjármálastjóri.
Skýrsluspuninn