Morgunblaðið - 03.04.2010, Síða 29

Morgunblaðið - 03.04.2010, Síða 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010 Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s STIGAHLÍÐ - GLÆSILEG EIGN Sérstaklega vandað og fallegt 330 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið stendur á einstökum stað efst í Stigahlíðinni og er frið- sælan suðurgarð og glæsilegt útsýni til norðurs. V. 96,0 m. 5566 VESTURGATA - 67 ÁRA OG ELDRI Falleg 4ra herb. þjónustuíbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Mjög falleg aðkoma er að íbúðinni, en gengið er inn úr n.k. garðskála. Öll sameign er mjög snyrtileg. Heilsugæsla er í húsinu, hárs- nyrtistofa, fótsnyrting og samkomusalur. V. 28,9 m. 5564 Melabraut - neðri hæð 4ra herbergja 100,9 fm neðri sérhæð ásamt 38,0 fm bílskúr. Hæðin skiptist í forstofu, gang/hol, stofu, 3 svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. Í kjall- ara fylgir sér geymsla. V. 26,9 m. 5419 Flyðrugrandi - laus fljótlega - jarð- hæð Falleg vel skipulögð 131,5 fm 4ra her- bergja íbúð á 2.hæð (jarðhæð inngangsmegin) í góðu fjölbýli á fínum stað í vesturbæ Reykja- víkur. Sérinngangur. Húsið er að sjá í góðu standi. 3. svefnherb. Endurnýjað vandað bað- herbergi. Stór stofa. Suðursvalir V. 31,5 m. 5542 Drafnarstígur - sjarmerandi íbúð Falleg mjög vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 3.hæð í vel staðsettu fallegu húsi í Vesturbæn- um. 2 svefnherbergi og tvær stofur. Nýl. park- et. Flísalagðar svalir. Fallegt útsýni. V. 21,9 m. 5529 Sumarhús - Öndvarðarnes Vel stað- sett og fallegt 45 fm sumarhúsvið Arnarhóls- braut í Öndverðanesi. Landið er 5.000 fm leiguland við Múrarafélag Reykjavíkur, lóðar- leiga er ótímabundin. V. 8,9m 5540 Byggingar sem nú er ver- ið að reisa á horni Lækj- argötu og Austurstrætis eru alls tæplega 2.500 m² að flatarmáli og rúm- lega 9.000 m³ eða um tvisvar sinnum stærri en þær byggingar sem þarna stóðu fyrir brun- ann. Þar af er kjallari um 800 m², Lækjargata 2 of- an kjallara um 756 m², bakhús (Lækjargata 2b, Nýja bíó) ofan kjallara og með aðalstigakjarna um 724 m² og loks er húsið Austurstræti 22 ofan kjallara með útbyggingu um 220 m². Allar nánari upplýsingar veita Magnús, Kjartan eða Sverrir á skrifstofu Eignamiðlunar. 5560 ENDURBYGGING Í TAKT VIÐ SÖGUNA HÚSNÆÐI ÓSKAST Óskum eftir nýlegri íbúð Traustur kaupandi óskar eftir 120-150 fm íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi miðsvæðis í Reykjavík. Íbúð við Sóltún eða Mánatún kæmi vel til greina. Íbúðin þarf að hafa lág- mark 3 svefnherbergi og helst gestasnyrtingu. Íbúðin má kosta allt að 45 milljónir og yrði um staðgreiðslu að ræða. Óskast til leigu Fjársterkur aðili óskar eftir fasteign til leigu í vesturbæ Reykjavíkur eða á Seltjarnar- nesi. Um er að ræða leigu til eins árs frá júlí næstkomandi. Óskað er eftir hæð eða sérbýli. Upplýsingar gefur Hilmar löggiltur leigumiðlari í síma 824-9098. Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80-150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginni. Verð mætti vera á bilinu 90-150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sérhæð óskast Traustur kaupandi óskar eftir 140-170 fm sérhæð. Þessir staðir koma til greina: Vesturbær, Hlíðar og nágrenni Miklatúns. Allar nánari uppllýsingar veita Sverrir Kristinsson og Hilmar Þór Hafsteinsson. Sumarbústaður við Þingvallavatn óskast Óskum eftir sumarbústað við Þingvallavatn (við vatnið). Bústaðurinn má kosta á bilinu 30-70 milljónir. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sumarbústaður óskast Sumarbústaður innan 30 mín. aksturs frá Reykjavík óskast. Óskum eftir sumarbú- stað á framangreindu svæði. Bústaðurinn mætti kosta 10-15 milljónir. Allar nánari uppl. veita Sverrir Kristinsson og Magnús Geir Pálsson. Skrifstofuhúsnæði óskast Traustur aðili óskar eftir 2000 – 2500 fm skrifstofuhúsnæði til kaups eða leigu. Bankatrygging ef óskað er. Æskileg staðsetning: Austurborgin. Allar nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson. Falleg og mjög vel skipulögð íbúð á 2.hæð í fallegu fjórbýli ásamt góðum bílskúr. 3 góð svefnherbergi og tvær stofur. Mjög björt og góð íbúð. Frá- bær staðsetning steinsnar frá miðborginni. Bílskúrinn er mjög rúmgóður. V. 29,7 m. 5557 ESKIHLÍÐ - FJÓRBÝLI MJÖG GÓÐUR BÍLSKÚR SAMKVÆMT ís- lenskum lögum verð- ur við andlát ein- staklings til sjálfstæður lögaðili, dánarbú, sem tekur tímabundið við öllum réttindum og skyld- um hins látna. Ekki er um varanlega ráð- stöfun að ræða og þarf í kjölfarið að skipta dánarbúinu. Tryggingastofnun greiðir út lífeyri og bætur á grundvelli tekjuáætlunar sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að sé rétt. Þessar greiðslur ber stofnuninni að gera upp þegar endanlegar upp- lýsingar um tekjur liggja fyrir við álagningu skattayfirvalda. Sú skylda helst þó lífeyrisþegi falli frá og þá þarf stofnunin að grípa til sérstakra ráðstafana. Þegar Tryggingastofnun berast upplýsingar um andlát lífeyrisþega er sent bréf til dánarbúsins þar sem erf- ingjum er tilkynnt um ýmis réttindi þeirra og skyldur gagnvart stofn- uninni. Í bréfinu kemur fram að stofnunin muni endurreikna tekju- tengdar bætur andlátsársins þegar skattframtal og álagn- ing hins látna liggur fyr- ir. Við endurreikning getur myndast krafa eða inneign sé misræmi á milli tekjuáætlunar og skattframtals viðkom- andi bótaárs. Trygg- ingastofnun er skylt að innheimta kröfur og greiða út inneignir. Mis- munandi er eftir tegund dánarbúa hvernig út- greiðsla inneigna og innheimta krafna er framkvæmd. Langflestum dánarbúum lýkur með einkaskiptum. Erfingjar sækja um leyfi til einkaskipta hjá sýslu- manni í umdæmi dánarbúsins. Ef sýslumaður veitir leyfið fara erfingj- arnir með forræði búsins. Þar til skiptum lýkur mega einungis erfingj- arnir ráðstafa eignum og verðmætum búsins og svara fyrir skyldur þess. Mikilvægt er að erfingjar átti sig á þeim mun sem er á einkaskiptum og opinberum skiptum. Munurinn felst m.a. í því að við einkaskipti gangast erfingjar undir óskipta ábyrgð á skuldbindingum búsins og sú ábyrgð helst eftir að skiptum er lokið. Skiptum margra þeirra dánarbúa sem koma á borð Tryggingastofnunar lýkur með því að maki hins látna fær heimild til setu í óskiptu búi. Þá fær makinn eignarráð yfir fjármunum búsins en hann ber einnig ábyrgð á skuldum hins látna líkt og um hans eigin skuldir væri að ræða. Einnig er algengt að dánarbú séu eignalaus. Í þeim tilvikum er mikil- vægt að aðstandendur komi staðfest- um upplýsingum til Tryggingastofn- unar um eignaleysi dánarbúsins en þá er ekki gengið á erfingja vegna skulda. Ef inneign myndast hjá lífeyrisþega í uppgjöri að honum látnum þá eiga erfingjarnir lögmæta kröfu til hennar ef ekki liggur fyrir eldri krafa stofn- unarinnar á hendur hinum látna. Inneignin er lögð á bankareikning hins látna hafi honum ekki þegar verið lokað. Hafi reikningnum hins vegar verið lokað þá þurfa erfingjar að koma upplýsingum um nýjan bankareikn- ing til Tryggingastofnunar. Ef skuld myndast í uppgjöri lífeyr- isþegans að honum látnum þá á Tryggingastofnun lögmæta kröfu til hennar hjá dánarbúinu eða erfingjum hans eftir atvikum. Eins og áður hef- ur komið fram þá bera erfingjar, í einkaskiptum, óskipta ábyrgð á skuldbindingum þess. Hvert tilkynning um kröfuna er send hverju sinni fer eftir því hversu miklar upplýsingar Tryggingastofn- un hefur um stöðu dánarbúsins. Hafi Tryggingastofnun upplýsingar um umsjónarmann dánarbúsins eru upp- lýsingar um kröfuna sendar til hans. Sé umsjónarmaður ekki skráður þá er krafan send á elsta erfingja hins látna. Liggi engar upplýsingar um hverjir séu erfingjar fyrir þá er kraf- an send á dánarbúið sjálft á síðasta heimilisfang hins látna. Þar sem nokkur tími getur liðið frá andláti lífeyrisþega og þar til unnt er að vinna lokauppgjör vegna andláts- ársins þá býður Tryggingastofnun erfingjum að framkvæma bráða- birgðauppgjör vegna bótaréttar. Ekki er um endanlegt uppgjör að ræða en tilgangur bráðabirgðaupp- gjörs er að erfingjar geti gert sér grein fyrir hugsanlegri stöðu hins látna hjá Tryggingastofnun og verið meðvitaðir um hvort von sé á kröfu eða inneign við framkvæmd uppgjörs. Uppgjör bóta felur í sér að tekju- áætlun uppgjörsárs er borin saman við upplýsingar í skattframtali við- komandi árs. Til að Tryggingastofnun geti framkvæmt bráðabirgðauppgjör þurfa þessar upplýsingar um tekjur greiðsluþega að berast stofnuninni. Upplýsingar sem um getur verið að ræða eru eftir atvikum m.a.:  Staðfest afrit skattframtals vegna viðkomandi uppgjörsárs.  Staðfesting frá launagreiðendum á greiddum launum á því ári.  Staðfesting frá lífeyrissjóðum á greiddum lífeyri á því ári.  Upplýsingar frá fjármálastofn- unum um fjármagnstekjur á árinu.  Upplýsingar úr staðgreiðsluskrá skattyfirvalda. Tryggingastofnun getur ekki ábyrgst að niðurstaða bráðabirgða- uppgjörs sé rétt en í flestum tilfellum ætti hún að gefa hugmynd um hver niðurstaðan verður. Veltur það í raun allt á því hvort Tryggingastofnun fái réttar upplýsingar um allar tekjur greiðsluþega. Uppgjör dánarbúa hjá Tryggingastofnun Eftir Þóri H. Gunnarsson Eftir Þórir H. Gunnarsson » Tilgangur bráða- birgðauppgjörs dánarbúa er að erf- ingjar geti gert sér grein fyrir skulda- stöðu hins látna hjá Tryggingastofnun. Höfundur er lögfræðingur á alþjóða- og stjórnsýslusviði Tryggingastofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.