Morgunblaðið - 03.04.2010, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.04.2010, Qupperneq 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010 Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 8284 / 551 3485 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, BIRNA ÁRNADÓTTIR, Hamraborg 32, Kópavogi, áður Kópavogsbraut 82, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 24. mars, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á blóðlækningadeild 11G, Landspítala við Hringbraut, í síma 543 1159. Árni Steingrímsson, Valborg Björgvinsdóttir, Jóhanna Steingrímsdóttir, Stefán Árni Arngrímsson, Birna Steingrímsdóttir, Hafþór Freyr Víðisson, Ásdís Steingrímsdóttir, Gunnar Carl Zebitz, Sigríður Steingrímsdóttir, Bjarki Þór Sigurðsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, MARINÓS SIGURÐSSONAR, Búrfelli, Svarfaðardal. Hjartans þakkir færum við starfsfólki Dalbæjar og gjörgæsludeild FSA fyrir góða umönnun og ómetanlega aðstoð og vináttu. Guð blessi ykkur öll. Sveinfríður Jónasdóttir og aðrir ástvinir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GERÐA HERBERTSDÓTTIR, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 26. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hennar láti góðgerðar- samtök njóta þess. Herbert Haraldsson, Hallfríður Ragnheiðardóttir, Sigríður Haraldsdóttir, Gunnar Þór Ólafsson, Jón Ingi Herbertsson, Laufey Elísabet Löve, Gerða Gunnarsdóttir, Guðmundur Arnar Jónsson, Lára Guðrún Gunnarsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, besti vinur, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og tengdasonur, JÓN INGVI SVEINSSON, Skarðshlíð 17, Akureyri, lést á heimili sínu föstudaginn 26. mars. Útför hans fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Akureyri þriðjudaginn 6. apríl kl. 14.00. Jarþrúður Sveinsdóttir, Pétur Á. Jónsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Margrét S. Jónsdóttir, Arnar Þorbjörnsson, Sveinn Kr. Jónsson, Aðalgeir A. Jónsson, Inga S. Arnardóttir, barnabörn, langafadrengur, Aðalheiður Björgvinsdóttir. ✝ JÓN MAGNÚSSON, Bókhlöðustíg 7, Stykkishólmi, er látinn. Katrín Sigurjónsdóttir, Sigurjón, Sigríður, Ingibjörg, Katrín, Högni, Rannveig, Áslaug, Sif. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og frænka, HELGA BOLLADÓTTIR, Tindaseli 1F, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 27. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 6. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Daníel Hjaltason, Tinna Vibeka Ómarsdóttir, Símon Hjaltason, Vánia Cristina Lopes, Jóel Hjaltason, Snædís Högnadóttir, Daníela Díana Símonardóttir. ✝ Friðrikka Betúel-ína Þorbjörns- dóttir fæddist 14. júní 1918 í Kjaransvík, Grunnavíkurhreppi. Hún lést á Hraun- búðum, dvalarheimili aldraðra, Vest- mannaeyjum 27. mars 2010. Foreldrar Frið- rikku voru Guðrún Albertína Jensdóttir, f. 22. nóv. 1880, d. 18. des. 1920, og Þor- björn Guðmundsson, f. 15. okt. 1882, d. 1. des. 1927. Frið- rikka ólst upp á Hóli í Önundarfirði frá 3ja ára aldri hjá þeim hjónum Guðrúnu Jónsdóttur og Jónatani Magnússyni. Friðrikka giftist 21. okt. 1945 Sigurbirni Guðlaugi Einarssyni, f. 2. des. 1919, d. 22. sept. 1966. For- eldrar Einar Björnsson, f. 15. ágúst 1894, d. 12. jan. 1941, og Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 11. sept 1895, d. 14. feb. 1980. Þau eignuðust fjögur börn. 1) Einar, f. 6. maí 1945, maki Sólrún Elísdóttir. Einar á einn son Guðlaug Sigurbjörn, f. 27. maí 1971. 2) Guðrún Elsa, f. 27. nóv. 1946, d. 21. mars 2005, maki Þorsteinn Sig- tryggsson. Börn þeirra eru: a) Snæ- borg f. 18. nóv. 1965, maki Agnar Guðnason og eiga þau þrjú börn, Ragnar, Kristófer og Guðrúnu Ósk. b) Guðlaug, f. 2. nóv. 1968, maki Helga Björk Einarsdóttir og á Guðlaug eina dótt- ur, Sigríði Báru. c) Þorsteinn Elías, f. 14. jan. 1978, maki Hrefna Haraldsdóttir og eiga þau eina dótt- ur, Kolfinnu. 3) Guð- mundur, f. 7. feb. 1950, maki Elsa Val- geirsdóttir. Börn þeirra eru: a) Birkir Ívar, f. 14. sept. 1976, maki Kristín Ólafsdóttir og eiga þau tvö börn, Sögu Hlíf og Adelu Björt. b) Þórey Friðrikka, f. 14. júní 1982. 4) Friðrik, f. 8. ágúst 1953, maki Árný Skúladóttir. Börn þeirra eru: a) Ásta, f. 25. feb. 1977. b) Ólöf, f. 10. ágúst 1981. c) Friðrik Árni, f. 16. feb. 1989. Friðrikka bjó öll sín fullorðinsár í Vestmannaeyjum, lengst af á Eyja- hólum, Hásteinsvegi 20. Hún starf- aði mest alla ævina við fiskvinnslu en síðustu starfsárin vann hún á Hraunbúðum. Útför Friðrikku verður gerð frá Landakirkju, Vestmannaeyjum í dag, 3. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku mamma, mínar fyrstu minn- ingar eru frá því er við áttum heima á Skildingaveginum. Þó húsakosturinn hafi ekki verið stór þá fór vel um okk- ur öll, þig og pabba og okkur systk- inin, Einar, Gunnu, mig og Friðrik. Sigurlaug föðuramma bjó á sama stað og nutum við góðs af hlýju hennar og yndislegheitum. Við fluttum að Eyja- hólum (Hásteinsvegi 20) eftir að það brann ofan af okkur húsið á Skild- ingaveginum. Stundum hvessti verulega á heim- ilinu eftir vanhugsaða leiki okkar bræðra og vina, það munaði jú um að leggja út pening fyrir nýjum rúðum í glugga eftir golfleik fyrir framan eld- húsgluggann á Eyjahólum, það var á sunnudegi og þá var lítið fyrir mann að gera annað en fara í messu í Betel, Aðventistakirkjunni og að lokum í Landakirkju meðan reiðin rann af þér og Gunnu stóru systur. Þú hafðir stórt skap en einnig stórt hjarta og oftast var stutt í húmorinn hjá þér, þú hafðir gaman af því að spila vist, kenndir okkur bræðrum að tefla og oft voru læti og mikið rifist á heimilinu yfir enska boltanum. Elsku mamma, lífsbaráttan var þér efalaust oft erfið, vinnudagurinn langur og strangur og heimilisverkin tóku við þegar heim var komið, þú gafst þér þó ávallt tíma til að hlusta á okkur og allir hlutir voru betri og ljós- ið bjartara þegar þú varst nálæg. Þú barst hitann og þungann af uppeldi okkar systkinanna, þú varst klettur- inn í lífi okkar allra. Pabbi var sjó- maður og oft fjarverandi, ég minnist ferða ykkar til Alla frænda og Syttu þar sem spiluð var vist fram eftir nóttu. Þegar eldgos kom upp á Heimaey 1973 fluttir þú til Hafnarfjarðar og bjóst þar í ein 2 ár. Þú fluttir aftur til Eyja, og bjóst áfram að Eyjahólum, nú varst þú orðin ein og farin að láta meira eftir sjálfri þér, þú hafðir gam- an af utanlandsferðunum með Guð- nýju og Ásu og öðrum vinkonum. Líf- ið var loks farið að leika við þig, þú hafðir það gott og kunnir svo sann- arlega að njóta lífsins á hógværum nótum. Seint gleymast partíin hjá Guðnýju, þið ásamt Ásu voruð hrókar alls fagnaðar. Elsku Friðrikka, þú varst mjög stolt og hreinskilin. Þegar við héldum upp eitt afmælið hans Gumma og buðum upp á mat og bollu þá var mik- ið fjör og gaman, oft var skálað og er líða tók á kvöldið þá stóð mín upp og kallaði yfir stofuna „Guðmundur, ég skála ekki lengur í þessu glundri“. Auðvitað var bollan bara löguð fyrir hana Friðrikku. Þú hafðir mikið dá- læti á gardínum og þitt heimili skart- aði oft nýjum gluggatjöldum, öfugt við okkar heimili. Í stað þess að hafa orð á því þá komst þú bara með nýjar til okkar. Árið 2005 dó hún Gunna okkar sem var þín eina dóttir, þín besta vinkona og trúnaðarvinur. Það var eins og eitthvað hefði slokknað innra með þér, gleðin og lífsviljinn var að hluta slokknaður. Elsku mamma og tengdó, við þökk- um þér yndislegar stundir og þá góð- mennsku og ást sem þú gafst okkur. Við kveðjum að sinni í fullvissu þess að þú sért nú með henni Gunnu þinni og pabba og öðrum ástvinum. Guðmundur og Elsa. Elsku amma. Eitt er víst að ekki var líf þitt alltaf auðvelt, þú þurftir svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum. Sem ungabarn misstir þú móður þína, varðst ekkja fyrir fimmtugt en þú varst svo ótrú- lega þver og mikill dugnaðarforkur að uppgjöf var ekki til í þínu lífi. En svo gerðist það fyrir fimm árum að mamma dó, við misstum klettinn okk- ar og þú varst aldrei söm eftir það. Við erum sannfærð um að þú fékkst hlýjar móttökur á nýja staðnum og tekur gleði þína á ný. Elsku amma okkar, við erum svo lánsöm að eiga helling af minningum um þig. Við brosum í gegnum tárin og kveðjum þig í bili. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt og allt. Þín barna- börn, Snæborg, Guðlaug og Þorsteinn. Við systkinin viljum minnast elsku- legrar ömmu okkar sem lést laugar- daginn 27. mars. Þær eru ófáar minn- ingarnar sem ylja okkur á þessari stundu enda um einstaka konu að ræða. Fyrir nokkrum árum áttum við amma spjall um minningargreinar og lofuðum við henni því að við myndum ekki birta lofræðu um hana í Morg- unblaðinu þegar hún félli frá. Ef það var eitthvað sem fór í taugarnar á henni ömmu þá var það endalaus upp- talning um hjúskap, störf og uppeldi. Við ættum heldur að minnast hennar sem persónu eða skvísu og við það Friðrikka Betúelína Þorbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.