Morgunblaðið - 03.04.2010, Síða 41

Morgunblaðið - 03.04.2010, Síða 41
Dagbók 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, ÉG OG LÍSA VILJUM VERA EIN ÉG SKIL ÞAÐ FULLKOMLEGA ÉG MYNDI LÍKA SKAMMAST MÍN AÐ LÁTA SJÁ MIG MEÐ HONUM ÉG SÝNDI PABBA EINKUNNA- SPJALDIÐ MITT OG HANN SPURÐI AF HVERJU ÉG VÆRI SÁ EINI SEM FÉKK EKKI „A“ ÞÁ SPURÐI ÉG HANN, „HVORT HONUM ÞÆTTI EKKI FRÁBÆRT AÐ VIÐ VÆRUM ÖLL SKÖPUÐ ÓLÍK?“ ÞÁ HÓFUST TRÚARLEGAR DEILUR OKKAR Á MILLI ÉG ÁTTI Í TRÚARLEGUM DEILUM VIÐ PABBA Í GÆR HÆTTU NÚ ÞESSU VÆLI! ALLIR DREKAR ERU ANDFÚLIR! ÞETTA ER NÝJASTA UPPFINNINGIN MÍN... NÚNA GETUR ÞÚ LÍKA ÞRIFIÐ HELLINN OKKAR Á NÓTTUNNI NÆST TEKUR RÉTTURINN FYRIR MÁL NÚMER 5578XT NÚNA BYRJAR BALLIÐ HVAÐ HEFUR ÞÚ AÐ SEGJA ÞÉR TIL MÁLSBÓTA ÉG ER SAKLAUS, SAMANBER 121. GREIN UMFERÐARLAGA ENN EIN MANNESKJA SEM LAS, „HVERNIG Á AÐ LOSNA UNDAN HRAÐASEKT“ ÁÐUR EN VIÐ DÆMUM KÓNGULÓARMANNINN ÆTTUM VIÐ AÐ HEYRA HVAÐ HANN HEFUR AÐ SEGJA MARÍA LOPEZ HELDUR AÐ PADDAN SÉ SAKLAUS MÉR HEYRIST ÞAÐ BÍDDU ÞAR TIL HÚN SÉR FORSÍÐUNA Á MORGUN GÓ MA ÐI K ÓNG ULÓ AR- MA ÐUR INN VUL TUR E TIL AÐ SIT JA EIN N AÐ AUÐ ÆF UM BOR GAR INN AR? ISbook – ný tengslanetsíða ISbook er ný tengsla- netsíða sem var hönn- uð á Íslandi og er mjög skemmtileg og býður upp á til dæmis vídeóspjall og venju- legt spjall. Einnig eru nokkrir MMROPG- leikir (Multiplayer games) og fleiri leikir líkt og Mafia wars og nýjasti Fishville- leikurinn og margt fleira eins og Minic- lip-gagnagrunnur sem er uppfærður reglulega og tryggir að allir nýjustu leikirnir séu á síðunni. ISbook er mjög öruggur að mati netfræðinga SAFT. Slóðin er: htt://www.isbook.- webs.com. Sigþór. Læða týndist í Norðurmýrinni SVÖRT og hvít læða hvarf frá heimili sínu í Auðarstræti 19 í Norð- urmýrinni á dögunum. Hún er ómerkt. Hennar er sárt saknað. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru beðnir að hafa sam- band í síma 551 6337 eða 669 1237. Bakpoki fannst í Skógum BAKPOKI fannst á borði við salernis- aðstöðuna í Skógum sunnudaginn 28. mars síðastliðinn. Eigandi er beðinn að hafa samband við Unu í síma 864-3238. Ást er… … þegar lag í útvarpinu snertir í þér streng. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Páskarnir eru tími hugvekju,þar sem fólki gefst tími til að leita inn á við, en jafnframt leggja rækt við fjölskylduna. Ástin blómstrar og Pétur Stefánsson tekur eftir að þá yrkja sumir um hunda og ketti. Honum kemur annað í hug: Þreytan öll frá limum líður, lúin beinin hressast fljótt. Angur hugans úr mér skríður, í örmum þínum dag og nótt. Hjá þér æ mun hugró veitast, hamingjunnar straum ég finn. Faðmlag þitt ég þrái heitast, þú ert Lazy Boyinn minn. Hólmfríður Bjartmarsdóttir var ekki alveg sátt við boðskap Pét- urs: Er nú Pétur orðinn breyttur ekkert vín né ferð á bar. Láréttur hann liggur sveittur og langar ekki á kvennafar. Bryndís H. Bjartmarsdóttir tel- ur að karlmenn eigi að finna sér önnur og verðugri yrkisefni: Alveg er nóg að etja kappi við yngri konur um mannsins hylli þó stólræfill fáı́ ekki að hrósa happi og hverja hans þrá og löngun stilli. Símon Dalaskáld orti til Þór- eyjar Bjarnadóttur, bónda á Hofi, að því er segir í Ljóðmælum með völdum vísum eftir hann: Man ég fríð í Dölum drós dugði smíða bögur. Hennar blíðu brúnaljós brunnu íðilfögur. Við í næði ljóða leik létum fæða gaman, ég og klæða inndæl eik ortum kvæði saman. Nam sú gæða-mjúklynd mær meinin græða hörðu; saman æðar ásta tvær okkar blæða gjörðu. Vísur Vatnsenda Rósu eru kunnustu ástarvísur á íslenskri tungu, en þær orti hún til Páls Þórðarsonar frá Melstað. Sagnir um kynni Páls Melsteð og Skáld- Rósu eru gamlar. Þau byrjuðu á Möðruvöllum þegar Rósa var kornung, en hversu náið samband þeirra var veit nú enginn. Augað mitt og augað þitt, og þá fögru steina mitt er þitt, og þitt er mitt, þú veist, hvað eg meina. Trega eg þig manna mest mædd af tára flóði, ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann, allt, sem prýða mátti einn mann, mest af lýðum bar hann. Engan leit eg eins og þann álma hreyti bjarta. Einn guð veit eg elskaði hann af öllum reit míns hjarta. Þó að kali heitur hver, hylji dali og jökull ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal eg gleyma þér. Verði sjórinn vellandi, víða foldin talandi, hellubjörgin hrynjandi, hugsa ég til þín stynjandi. Augað snart er tárum tært, tryggð í partast mola, mitt er hjartað sárum sært, svik er hart að þola. Beztan veit eg blóma þinn, blíðu innst í reitum. Far vel Eyjafjörður minn, fegri öllum sveitum. Sagnir herma að hún hafi fund- ið Pál Melsteð á förnum vegi og ort til hans: Man ég okkar fyrri fund, forn þó ástin réni. Nú er eins og hundur hund hitti á tófugreni. Vísnahorn pebl@mbl.is Af ástarljóðum til stóls, karla og kvenna Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánu- dag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfara- rdag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minn- ingagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.