Morgunblaðið - 03.04.2010, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 03.04.2010, Qupperneq 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010 Ég efast um að við verðum jafn mikið og lengi fyrir neðan belt- ið... 44 » MÖGULEIKHÚSIÐ verður með aukasýningu á leikritinu Langafi prakkari í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi í dag kl. 14. leikritið byggist á bók- um Sigrúnar Eldjárn um Langafa prakkara sem hafa lengi notið vinsælda meðal yngstu lesendanna. Í þessari leikgerð er stuðst við bæk- urnar Langafi drullumallar og Langafi prakkari. Leikritið var fyrst sýnt árið 1999, en alls eru sýningar þess orðnar rúmlega 260 talsins. Pétur Eggerz leikur Langafa og Aino Freyju Järvelä leikur Önnu. Leikstjóri er Pétur Eggerz, búninga gerði Katrín Þorvaldsdóttir og tónlist Vilhjálmur Guðjónsson. Leiklist Langafi prakkari snýr aftur Sigrún Eldjárn SAMNINGAR hafa tekist um að Gæludýrin, skáldsaga Braga Ólafssonar, komi út í Argentínu á næstunni, en það mun fátítt að suðuramerísk forlög gefi út bækur íslenskra höfunda, þó spænskar bóka- úgtáfur hafi dreift slíkum verk- um víða í álfunni. Þetta er fjórða álfan sem Bragi sækir inn í, en áður hafði hann lagt til atlögu við Norður-Ameríku, Evrópu og Eyjaálfu. Skáldsagan Gæludýrin kom út hér á landi árið 2001 og var meðal annars til- nefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár. Þess má geta að leikrit Braga, Hænuungarnir, er nú sýnt í Þjóðleikhúsinu. Bókmenntir Gæludýrin til Argentínu Bragi Ólafsson Á MORGUN verður efnt til listadagskrár á Gallerí/Bar 46, Hverfisgötu 46. Þar stendur nú yfir umfangsmikil sýning á verkum Sigurðar Örlygssonar listmálara þar sem skoða má málverk frá ýmsum skeiðum á ferli hans en Sigurður hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1971. Kl. 15:00 mun Sigurður leiða gesti um sýninguna og gera grein fyrir verkunum og hug- myndunum að baki þeim. Að því loknu hefst ljóða- og tónlistardagskrá þar sem Birna Þórðardóttir les eigin ljóð við und- irleik Magnúsar Einarssonar gítarleikara. Jón Proppé kynnir dagskrána. Myndlist & ljóðlist Listadagskrá á Gallerí/Bar 46 Sigurður Örlygsson Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NÚ á mánudaginn, annan í páskum, mun Kammersveitin Ísafold skipuð tuttugu hljóðfæraleikurum og Schola can- torum, kammerkór Hallgrímskirkju skipaður fimmtán söngvurum, flytja Sinfóníu nr. 4 eftir Alfred Schnittke. Einsöngvarar verða þau Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt og Bragi Bergþórsson tenór. Sinfónían, sem er samin árið 1983 en frumflutt árið 1984 er mjög trúarleg og sameinar laglínur frá fjórum kirkjudeildum: Gyðingum, rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni, mótmælendum og kaþólikkum og er hinn áhrifamikli þáttur söngvaranna fluttur á rúss- nesku. Textinn er frá 10. öld úr „Book of Lamentations“ eftir armenska ljóðskáldið Gregory of Naser. Óður til trúarbragðanna Stjórnandi er Daníel Bjarnason og segir hann Schnittke hiklaust hafa verið eitt af höfuðtónskáldum 20. aldarinnar. „Þetta var maður sem fór eigin leiðir og hann er einn af þeim sem varð svolítið útundan í sögubókunum. Hann var mikið í því að stefna saman gamla og nýja tímanum í tón- list sinni og hann var djarfur og tilraunaglaður.“ Daníel segir verkið óð Schnittke til trúarbragðanna, en hann tekur fjögur þeirra og bræðir þau saman og bland- ar. „Hann var að velta því fyrir sér að þó að trúarbrögð væru mörg og ólíkrar gerðar hefðu þau líklega sömu merkingu fyrir fólk, sameiginlegan tilgang. Verkið var nýstárlegt, mætti segja að það væri þverkirkjulegt (bros- ir). Þvertrúarlegt eiginlega.“ Andstæður Daníel segir verkið einkennast af andstæðum; kaflar með miklum látum skiptist á við innhverfari stemmur. „Hann var sjálfur efasemdamaður í trúnni, þó að hann væri mjög trúaður. Hann var efins um hvert skyldi leita og það endurspeglast sumpart í verkinu.“ Af Daníel sjálfum er það annars að frétta að plata hans, Processions, kemur út í Bretlandi í byrjun apríl og verkið verður frumflutt þar á hljómleikum í maí. Mun Víkingur Heiðar m.a. leika og BBC ætlar að taka upp. „Þverkirkjulegt“ verk  Kammersveitin Ísafold og Schola cantorum flytja trúarlegt verk eftir Alfred Schnittke á Kirkjulistahátíð  Stjórnandi er Daníel Bjarnason Hersingin Kammersveitin Ísafold í öllu sínu veldi. Daníel Bjarnason er þriðji frá vinstri. LISTAVAKA ungs listafólks verð- ur haldin í Hallgrímskirkju laug- ardaginn 3. maí og er hluti Kirkju- listahátíðar í ár. Fjölbreytt og forvitnileg dagskrá verður í kirkj- unni þennan dag, en hún hefst kl. 15 og stendur til kl. 23. Klukkan 21.15 er á dagskrá við- burður sem hefur hlotið nafnið Spuni í myrkri kirkju, en þar mun dans og tónlist fléttast saman á skemmtilegan hátt. Að sögn Mel- korku Ólafsdóttur flautuleikara, sem er umsjónarmaður listavök- unnar, verður þarna unnið með þema Kirkjulistahátíðar, sem í ár er „Frá myrkri til ljóss.“ Spuninn hefst kl. 21.15 nákvæm- lega, en samkvæmt almannaki byrjar þá að dimma í Reykjavík. Myrkrið mun ríkja í kirkjunni en danshópurinn HNOÐ mun leika listir sínar í skugganum undir hljóðfæraleik ungra tónlista- manna. Undir lok spunans mun svo tón- listarkonan Ólöf Arnalds stíga fram og birtan kljúfa rökkrið á meðan tónlist Ólafar ómar um kirkjuna. Aðrir tónlistarmenn sem koma fram eru Borgar Magnason kontrabassi, Katie Buckley harpa, Ingrid Karlsdóttir fiðla, Margrét Árnadóttir selló, Grímur Helgason klarinett og Jesper Petersen blokkflauta. Ókeypis er á alla viðburði Lista- vöku ungs listafólks og dagskrána má finna á www.kirkjulistahatid.is. Myrkur og ljós  Ungir listamenn framkvæma gjörninga á Listavöku ungs listafólks Ólöf Arnalds Kemur með ljósið. METVERÐ fékkst fyrir mál- verk úr Ned Kelly-röð ástr- alska málarans Sidneys Nolans á uppboði í Melbo- urne, en alls seld- ist verkið fyrir um 600 milljónir króna. Kaupandi var stofnun sem kennd er við mál- arann James Timothy Gleeson og Frank O’Keefe sambýlismann hans, en daginn eftir uppboðið færði stofn- unin listasafni Nýja Suður-Wales verkið að gjöf. Sidney Nolan málaði 27 myndir af skálkinum Ned Kelly, en 26 mynd- anna hafa verið í eigu Listasafns Ástralíu og er mál manna að hátt verð á myndinni, sem kölluð hefur verið „týnda“ Ned Kelly-myndin, ráðist af því að hún var sú eina í einkaeigu. Metverð fyr- ir Ned Kelly 600 milljónir fyrir „týnda“ mynd Sjálfsmynd Sidneys Nolans TÓNLISTARÁHUGAMENN á Vest- urlöndum urðu varir við Rússann Alfred Schnittke upp úr 1980 og varð hann mjög umtalaður og að sama skapi áhrifaríkur. Hann fæddist í Sovétríkjunum en foreldrar hans voru þýskir. Framan af skipti hann tíma sínum á milli Moskvu og Hamborgar og hafði framfærslu af því að semja kvik- myndatónlist. Árið 1985 fékk hann hjarta- slag, nokkur reyndar, en við það brast á með frjósamasta skeiði hans sem lista- manns. Hann dó árið 1998 í Hamborg. Trúarleg, jafnt sem heimspekileg stef, ein- kenndu tónlist hans og hann leit á tón- skáldið sem nokkurs konar miðil hin guð- dómlega, en tónlist væri af slíkum meiði fremur en mannlegum. Þess má geta að tveimur tímum fyrir tónleika, kl. 18, mun Helgi Jónsson tónlistarfræðingur flytja fyrirlestur um Alfred Schnittke – líf hans og verk og ástæður þess að hann samdi trúarlega tónlist. Fer fyrirlesturinn fram í Listasafni Einars Jónssonar. Að fyrirlestr- inum loknum býður Kaffi Loki upp á Kirkjulistahátíðardisk áður en gengið er til kirkjunnar til að upplifa Schnittke- tónleikana. Aðgangur ókeypis – allir vel- komnir. Hver var Alfred Schnittke? Í DAG Kl. 15.00 Fagnaðargjörningur í klukkuturninum. Flutt verða verk fyrir kirkjuklukkur og lúðra eftir Viktor Orra Árnason og Hjört Ingva Jóhannesson úr hljómsveitinni Hjaltalín og Guð- mund Stein Gunnarsson og Inga Garðar Erlendsson úr Sam- tökum listrænt ágengra tón- smiða umhverfis Reykjavík (S.L.Á.T.U.R.). Kl. 16:30 Kammertónleikar Hljóðfæraleikara úr Kamm- ersveitinni Ísafold og Kamm- erhópnum Elektru í suðurvæng kirkjunnar. Kl. 21:15 Spuni í myrkri kirkju – tónlistar- og dansspuni. Dans- hópurinn HNOÐ, Borgar Magna- son, Katie Buckley, Ingrid Karls- dóttir, Margrét Árnadóttir, Grímur Helgason, Jesper Pet- ersen og Ólöf Arnalds. Á MÁNUDAG Kl. 18:00 Fyrirlestur um Alfred Schnittke og trúarlega tónlist á tuttugustu öld. Kl. 20:00 Kammersveitin Ísafold og Schola cantorum flytja Sin- fóníu nr. 4 eftir Alfred Schnittke. Kirkjulistahátíð MINNINGARSJÓÐUR Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara (1862–1937) Minningarsjóðurinn er eini sjóður sinnar tegundar hér á landi og er tilgangur hans að styrkja ljósmyndun á Íslandi sem listgrein. Veittur er einn styrkur úr sjóðnum upp á 700 þúsund kr. Er þetta í fyrsta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Umsóknir skulu berast Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík eða á netfangið: ljosmyndasafn@reykjavik.is eigi síðar en 28. apríl nk. auglýsir eftir umsóknum um styrki til ljósmyndaverkefna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.