Morgunblaðið - 03.04.2010, Síða 44
44 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010
Talandi um ofurtöffara. Singa-
pore Sling heldur tónleika á Só-
dómu í kvöld ásamt Evil Madness,
Bárujárni og Two Step Horror
DJ’s. Það eru liðnir heilir átta mán-
uðir síðan rokkþyrstir aðdáendur
sveitarinnar hafa fengið tækifæri
til að berja hana augum á sviði en
nú verður úr því bætt. Rokk og
ról!!!
Singapore Sling með
tónleika á Sódómu
Fólk
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
FÆREYSKA tónlistarhátíðin G! Festival, sem
fram fer í bænum Götu á Austurey ár hvert, er
einn helsti fastinn í tónlistarlífi eyjarskeggja. Há-
tíðin verður nú haldin dagana 15. til 17. júlí en há-
tíðin var fyrst haldin árið 2002 og hefur verið lofuð
mikið í alþjóðlegu tónlistarpressunni fyrir ein-
stakan anda og sérstæða umgjörð, en Gata, hvar
Þrándur gamli bjó, er ekki nema þúsund manna
bær. Liggur hann í einkar fallegu fjarðarmynni
með tignarlegum, glæstum fjöllum álengdar.
Á hverju ári leika um 40 sveitir á þremur sviðum
og er helmingur þeirra heimaalinn. Tjaldsvæði er
nálægt bænum, þar sem rúmlega 2000 manns kom-
ast fyrir.
Arch Enemy leika
Eðlilega hafa Foo Fighters, U2 eða Kings of
Leon ekki verið að troða þarna upp en áhersla er á
spennandi skandinavískar sveitir. Einnig hafa
sveitir frá öðrum löndum, Bandaríkjunum og frá
meginlandi Evrópu komið þarna fram. „Stór“
númer láta þó sjá sig þarna líka og nú hafa hátíð-
arhaldarar spilað út fyrsta trompinu af þeirri
gerðinni en um er að ræða sænsku þungarokks-
sveitina Arch Enemy. Sveitin var stofnuð af gít-
arleikaranum Michael Amott er hann hætti í hinni
goðsagnakenndu Carcass og nýtur hún mikilla
vinsælda og virðingar í þungarokksheimum.
Sveitin hefur leikið á öllum helstu þunga-
rokkshátíðum heims og túrað með sveitum á borð
við Machine Head, Slayer, Megadeth, Cradle Of
Filth og Iron Maiden. Söngkona, já ég sagði söng-
kona sveitarinnar er Angela Gossow og heyrn er
sögu ríkari hvað hennar þátt varðar.
Aðrir tónlistarmenn sem mæta eru Eivör okkar
Pálsdóttir, Týr, hinn sænski Moto Boy (sem heill-
aði áhorfendur á síðustu Airwaves-hátíð), Brand-
ur (Enni, fyrrverandi barnastjarna, nú söngva-
skáld) og danska „grime“ stjarnan Lucy Love.
Frekari upplýsingar má nálgast á www.gfesti-
val.fo.
Engin grið gefin á G! Festival í Færeyjum
Orka Arch Enemy, leidd af Angelu Gossow.
Dazed & Confused, ein helsta
tízkubiblía hins vestræna heims á
vart til orð til að lýsa snilld Munda
en blaðið sótti Hönnunarmarsinn
og Reykjavik Fashion Week heim
og tók við hann viðtal. Hin mik-
ilhæfa og ofurtöffaða Peaches vís-
ar af síðu sinni á Dazed-viðtalið en
hún var í fötum af Munda er hún
lék á lokakvöldi RFF. Hyggst hún
einnig klæðast fötum frá þessari
rísandi stjörnu íslenskrar fatahönn-
unar þegar hún setur upp sína út-
gáfu af Jesus Christ Superstar í
Berlín. Mun uppsetningin kallast
Peaches Christ Super Star, eðli-
lega …
Peaches fílar hönn-
uðinn Munda í botn
Rás 2 heldur áfram að styðja
dyggilega við bakið á landsliðinu
og leitar nú að nýju stuðningslagi
fyrir landsmenn að kyrja á HM
2011. Skilafrestur er til 16. apríl.
Sigurvegarar fá svo færi á að full-
vinna lagið í Sýrlandi og einnig fá
þeir Mediline rúm frá Lystadún
Marco í verðlaun, takk fyrir. Er
ekki um að gera að gera „sitt, gera
sitt, gera sitt, gera sitt besta?“
Rás 2 leitar að lagi fyrir
handboltalandsliðið
Í ár er aðeins tekið við lögum
með íslenskum texta og er það gert
til að hvetja hljómsveitir sem
syngja á ensku til að prófa sig
áfram á íslensku. Í verðlaun verða
stúdíótímar til að fullklára 3 lög
sem Þorskur (Cod Music) mun sjá
um að markaðssetja, ársbirgðir af
þorskalýsi og svo verður sigur-
bandinu flogið til Færeyja þar sem
það mun koma fram á G Festival
15.-17. júlí 2010. Opið verður fyrir
innsendingar á efni til 24. apríl.
Þorskastríðið er
hafið í þriðja sinn!
Eftir Hólmfríði Gísladóttur
holmfridur@mbl.is
ÞAÐ eru orðin þó nokkur ár síðan
Radíusbræður hristu saman upp í
landanum með útvarps- og sjón-
varpsþáttum sínum. Sketsar þeirra
lifa þó góðu lífi á vídeóvefnum You-
Tube, en þar má sjá nokkrar flugur
frá frægðardögum þeirra. Nú snúa
bræðurnir aftur, en í þetta sinn með
sína eigin útfærslu á tveimur uppi-
stöndum eftir breska grínistann
Ricky Gervais, Animals og Politics.
Verður frumsýnt á litla sviði Borg-
arleikhússins 24. apríl næstkom-
andi.
Vísir að endurkomu
„Það var komið að máli við mig,
hvort ég væri til í að þýða þessi tvö
uppistönd með Ricky yfir á íslensku
og hvort ég sæi einhvern flöt á því
að staðfæra og heimfæra yfir á ís-
lensku það sem er mjög breskt,“
segir Davíð Þór. „Svo fæddist sú
hugmynd að fá okkur Stein til að
setja þetta upp, að þetta yrði ein-
hver svona vísir að comeback-i fyrir
Radíusbræður, fyrir þá sem ekki
hafa séð okkur eða eru farnir að
sakna okkar. Þannig að við
ákváðum bara að slá til, það er langt
síðan við höfum unnið og gert eitt-
hvað skemmtilegt saman, ég tala nú
ekki um þegar við erum að gera
þetta öðruvísi en við erum vanir, við
erum með leikstjóra og vinnum
þetta eins og leiksýningu,“ segir
hann og lýsir mikilli ánægju með
samstarfið við Gunnar Björn Guð-
mundsson, leikstjóra sýningarinnar.
Þessi uppistönd Gervais hafa ver-
ið gríðarlega vinsæl en þar sem þau
hafa verið þýdd er óhjákvæmilegt
að grínið sé aðlagað íslenskum að-
stæðum. „Þetta er í raun og veru
okkar útfærsla á því sem hann er að
gera grín að þarna sjálfur. Auðvitað
er kannski meginuppistaðan textinn
hans Rickys, en ef hann sæi þessa
þýðingu á íslensku er ég ekkert
endilega viss um að hann myndi
kannast við nema helminginn af því,
hann myndi kannski meira kannast
við andann og stemninguna heldur
en beinlínis brandarana sjálfa.“
Davíð mun sjálfur sjá um þann
hluta sem unninn er úr Politics en
Steinn Ármann mun túlka Villidýr-
in. „Við í grunninn skiptum þeim á
milli okkar þannig að Steinn tekur
annað og ég tek hitt. En við gerum
þetta ekkert alveg eins og hann og
við munum væntanlega hjálpa hvor
öðrum og skemma hvor fyrir öðrum
eins og við getum,“ segir Davíð og
hlær, en hann reiknar með því að
hvor hluti verði um 45 mínútur með
hléi á milli.
Hvað varanlega endurkomu varð-
ar segir hann allt vera opið en að
það verði að gerast á þeirra for-
sendum; harkið í bransanum sé
langt frá því að vera eins spennandi
og margur haldi og þeir séu búnir
með þann pakka að reka sjálfa sig
eins og fyrirtæki.
Pólitík Davíð Þór segir að skiptingin hafi allt að því ráðist af sjálfu sér.
Radíusbræður snúa aftur
Radíusbræðurnir Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnússon setja
Villidýr og Pólitík eftir grínistann Ricky Gervais (og þá sjálfa) á svið
Villidýr Steinn Ármann valdi sér villidýrin að kljást við.
Davíð Þór segist hafa orðið aðdá-
andi Rickys Gervais um leið og
hann vandist honum. „Ég verð að
játa það að ég þurfti að horfa á
nokkra þætti af Office áður en mér
fannst þessi húmor þægilegur.“
Þar á Davíð þó ekki við víð-
frægan neðanbeltishúmor Rickys
því hann segir Gervais vera kett-
ling miðað við þá Radíusbræður.
„Ég efast um að við verðum jafn
mikið og lengi fyrir neðan beltið
og við vorum á okkar blómaskeiði
en við verðum alls ekkert penni en
Ricky,“ segir hann um túlkun
þeirra félaga á verkum grínistans
viðkunnanlega.
Ekkert hræddir við að fara neðan beltis
Ófeiminn Gervais er ögrandi
grófur á köflum og hlífir engum.