Morgunblaðið - 22.04.2010, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 2. A P R Í L 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
92. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
fylgir m
eð
Morgun
blaðinu
í dag
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
9
7
7
4
af sérmerk
tum umbú
›um
ÍÞRÓTTIR»3
MAGNÚS BEIÐ LENGI
EFTIR TÆKIFÆRINU
FÓLKIл41
ÞÆR BESTU BYGGÐ-
AR Á MYNDASÖGUM
6
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
ATVINNUREKENDUR sem bjóða
einstaklingum á atvinnuleysisskrá
vinnu lenda reglulega í því að fá þau
svör frá viðkomandi að hann sé nú
þegar í vinnu. Gissur Pétursson, for-
stjóri Vinnumálastofnunar, segir að
vikulega fái stofnunin tilkynningar
um slíkt frá atvinnurekendum.
Stofnunin býður þeim, sem vilja
ráða fólk í vinnu, lista yfir fólk á at-
vinnuleysisskrá sem fellur að þeim
hæfniskröfum sem leitað er að. Á
móti biður stofnunin atvinnurekend-
ur um að upplýsa stofnunina um
hver viðrögðin verða.
Gissur segir þónokkur dæmi um
að einstaklingar sem atvinnurekend-
ur leita til viðurkenni að þeir vinni
svart þrátt fyrir að vera á atvinnu-
leysisskrá. Hann segir það sérstak-
lega algengt í iðn- og þjónustugrein-
um, og nefnir sem dæmi hárgreiðslu
og sjálfstætt starfandi iðnaðarmenn.
Að jafnaði berast á milli 60 og 70
tilkynningar til Vinnumálastofnunar
á mánuði þar sem grunur er um
bótasvik, segir Gissur. Slíkum til-
kynningum fjölgaði mjög eftir að
stofnunin opnaði fyrir að fólk sendi
nafnlausar tilkynningar gegnum
heimasíðu stofnunarinnar.
Tólf eftirlitsferðir voru farnar á
vegum stofnunarinnar til fyrirtækja,
verslana og á byggingasvæði víðs-
vegar um landið, frá síðasta sumri og
fram að áramótum. Á tíu af þeim tólf
vinnustöðum sem farið var í reyndist
einhver starfa sem einnig var á at-
vinnuleysisskrá.
Á bótum en vinna svart | 4
Stöðugar fréttir um svik
Vinnumálastofnun fær vikulegar tilkynningar frá atvinnurekendum um bóta-
þega sem eru í launaðri vinnu Sérstaklega algengt í iðn- og þjónustugreinum
ÞRÁTT fyrir eldgos og þungar búsifjar sem hafa fylgt heldur lífið áfram
austur í Rangárþingi. Sauðburður, sem er traustur vorboði, er hafinn í Ár-
bæjarhjáleigu í Holtum hjá Kristni Guðnasyni bónda þar. Þessi mynd var
tekin í fjárhúsum hans í gær, en á myndinni eru afabörn Kristins, systkinin
á Minni-Völlum á Landi, þau Kristinn Ásgeir, sem er lengst til vinstri á
myndinni, þá Steindór Orri og Karen systir þeirra.
KÁTIR KRAKKAR OG LÍTIL LÖMB Á KÖLDU VORI
Morgunblaðið/RAX
Gleðilegt sumar
Gylfi Magn-
ússon efnahags-
og viðskiptaráð-
herra segir sam-
dráttinn í lands-
framleiðslu hafa
verið talsvert
minni en gert
hefði verið ráð
fyrir. Góður af-
gangur sé á utanríkisviðskiptum,
sveiflur á gengi krónunnar hafi
minnkað mjög og allt sé þetta mjög
jákvætt.
Ráðherrann vonar að spá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, AGS, um 8,6% at-
vinnuleysi á næsta ári sé um of
mörkuð svartsýni. Stærsti óvissu-
þátturinn sé hvort fjárfestingar
komist almennilega af stað. »8
Áætlunin að skila þeim
árangri sem menn vonuðu
Landspítal-
anum er gert að
spara 3,4 millj-
arða króna í
rekstri á árinu
og hyggjast
stjórnendur
tryggja að stofn-
unin fari ekki
fram úr fjár-
heimildum, að sögn Björns Zoëga
forstjóra. Hugmyndum um sparnað
var m.a. safnað á starfsmanna-
fundum forstjórans með stjórn-
endum og starfsfólki. Einnig var
unnið með sjúklingasamtökum og
ytri hagsmunaaðilum. Sem dæmi
um góða ábendingu verða sparaðar
árlega þrjár milljónir króna með
því að kaupa ódýra, einnota
hanska. »12
Starfsfólk fann leiðir til að
spara á Landspítalanum
Eyjafjallajökull hefur sett sitt mark
á alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Ef
Katla tekur við sér gætu afleiðing-
arnar hins vegar orðið meiri og af-
drifaríkari.
VIÐSKIPTI
Áhrif eldgosa
á markaðina
Samkvæmt minnisblaði Seðlabanka
Íslands er neikvæð erlend staða
þjóðarbúsins 91% af VLF. Stjórn-
völd segja hins vegar opinberlega
að hún sé neikvæð um 28%.
Misræmi í mati
á erlendri stöðu
Mjög hefur reynt á björgunar-
sveitir vegna eldgossins í Eyja-
fjallajökli. „Okkar menn hafa staðið
í eldlínunni alveg frá því gosið á
Fimmvörðuhálsi hófst. Mér er nær
að halda að þessi langa törn sé eitt
stærsta verkefni sem björgunar-
sveitirnar í landinu hafa sinnt síðan
í Eyjagosinu árið 1973,“ segir for-
maður Landsbjargar. »6, 16 og 17
Mesta törn björgunarsveita
síðan í gosinu í Eyjum