Morgunblaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
ENGAR vísbendingar eru um að
eldgosinu í Eyjafjallajökli sé að
ljúka, segir Magnús Tumi Guð-
mundsson jarðeðlisfræðingur. Sam-
kvæmt athugunum í gær var kraftur
gossins svipaður milli daga. Veru-
lega hefur samt dregið úr mætti
gossins og er hann nú á að giska að-
eins um tíundi hluti þess sem var í
upphafi og þrjá til fjóra fyrstu dag-
ana, en gosið hófst á miðvikudag í
síðustu viku.
Óróinn er miklu meiri
Órói undir fjallinu er miklu meiri
nú en þegar eldsumbrotin voru í há-
marki. Hvers vegna svo er hefur
jarðvísindamönnum ekki tekist að
skýra að fullu. Ekkert einfalt sam-
hengi er milli óróans og svo flæðis
kviku til yfirborðsins í þessu gosi.
Merki um að eldgosinu væri að
ljúka væru minna kvikustreymi og
minni gosórói. Einnig að fjallið
myndi síga, sem sést á GPS-mælum
en þeir eru staðsettir umhverfis
Eyjafjallajökul. „Við sjáum ekki
neinar svona vísbendingar ennþá og
getum því ekkert sagt um til gos-
lok,“ segir Magnús Tumi.
Mesta törnin síðan í Eyjagosi
Mjög hefur reynt á björgunar-
sveitir vegna eldgossins og hefur
mikill fjöldi liðsmanna sveita Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar sinnt
verkefnum á áhrifasvæði eldgossins.
„Okkar menn hafa staðið í eldlínunni
alveg frá því gosið á Fimmvörðu-
hálsi hófst. Mér er nær að halda að
þessi langa törn sé eitt stærsta verk-
efni sem björgunarsveitirnar í land-
inu hafa sinnt síðan í Eyjagosinu ár-
ið 1973,“ sagði Sigurgeir Guðmunds-
son á Hellu sem er formaður
félagsins.
Mest hefur mætt á björgunar-
sveitum á Suðurlandi í aðgerðum og
hjálparstörfum vegna eldgossins.
Mun fleiri hafa þó verið kallaðir til
og raunar hefur aðstoð borist víðast
hvar að af landinu. Eyjamenn hafa
til dæmis komið nágrönnum sínum á
fastalandinu til aðstoðar, enda þaul-
vanir björgunarstörfum við eldgos
„Bændur undir Eyjafjöllum
þurftu hjálp við að koma skepnum á
hús og því verkefni sinntu bændur
sem eru björgunarsveitarmenn úr
Borgarfirði. Slíkt kom vel út og
starfið gekk vel fyrir sig því menn
töluðu sama tungumál. En oft hefur
starfið tekið á, til dæmis fyrir björg-
unarsveitarmenn héðan af svæðinu
sem eiga vini og ættingja undir
Eyjafjöllum. Í návígi milli manna
taka svona verkefni alltaf á,“ segir
Sigurgeir.
Í dag er von á mannskap úr björg-
unarsveitum meðal annars af Suð-
urnesjum og austan frá Hornafirði
til að sinna aðkallandi verkefnum
undir Eyjafjöllum, svo sem hreins-
unarstarfi og að aðstoða bændur
með búpening. Í gær voru um 25
björgunarsveitarmenn að störfum á
svæðinu en Ólöf Snæhólm Bald-
ursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar, bjóst
við að þeir yrðu fleiri um helgina.
Morgunblaðið/RAX
Á jökli Vísindamenn fóru með þyrlu á Eyjafjallajökul í gær til rannsókna þar sem heitir Innri-Skolti. Sýni voru tekin en vænst er að með þeim megi bregða ljósi á eðli gossins og hugsanlega framvindu þess.
Engin merki sjást um goslok
Kraftur er svipaður milli daga Ekki samhengi milli óróa og kviku Fjöldi björgunarfólks að
störfum undir Eyjafjöllum Stærsta verkefni björgunarsveitanna síðan í Eyjagosinu 1973
Magnús Tumi
Guðmundsson
Sigurgeir
Guðmundsson
ÖSKUSKÝ í háloftunum frá Eyjafjallajökli hefur
færst vestur til Grænlands síðustu daga og röskun
orðið á flugi þangað. Um tíma leit út fyrir að flug
Flugfélags Íslands til Kulusuk félli niður í gær en af
því varð ekki. Félagið fylgist vel með þróun öskuskýs-
ins næstu daga.
Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
Flugfélags Íslands, hafði gosaskan áhrif á flug til Nu-
uk á vesturströndinni í fyrradag. Öskuskýið færðist
síðan norðar og um tíma var hætta á að flug félagsins
til Kulusuk á austurströndinni félli niður. Flugfélag
Íslands á næst flug til Kulusuk á laugardag og segir
Árni að vel verði fylgst með þróuninni næstu daga.
Litlar líkur á að Reykjavíkurflugvöllur lokist
Árni segir lágmarksröskun hafa orðið á innanlands-
flugi félagsins síðustu daga vegna eldgossins. Þó hafi
orðið að fella niður nokkrar ferðir til Vestmannaeyja
og Egilsstaða og lítilsháttar tafir orðið á áætlun.
Félagið fylgist einnig vel með því hvort öskufall
færist nær suðvesturhorni landsins, með þeirri hættu
að Reykjavíkurflugvöllur lokist. Árni segir ekki mikl-
ar líkur á því, sem sakir standa, en ef loka þurfi vell-
inum sé hætt við að innanlandsflugið leggist alveg af
um tíma þar sem langflestar leiðir liggi til og frá
Reykjavík. Mögulegt sé að halda uppi flugi áfram til
Grænlands og þá frá Akureyri. bjb@mbl.is
Gosið hafði áhrif á Grænlandsflug
Lágmarksröskun varð á innanlandsfluginu Flugfélag
Íslands felldi nokkrar ferðir niður til Eyja og Egilsstaða
Morgunblaðið/Ómar
Í háloftum Lágmarksröskun varð á innanlandsflugi.
Mýrdalsjökull
Spá um öskufall
Vík
Spá fyrir fimmtudag
Vestmannaeyjar
Heimild: vedur.is
Hvolsvöllur
Eldstöðin í
Eyjafjallajökli
Spá fyrir
laugardag og
sunnudag
Spá fyrir föstudag
Torfajökull
Hella
Grunnkort: Landmælingar Íslands
Flúðir
Laugarás
Hekla
Eldgosið í Eyjafjallajökli