Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Á LAUGARDAGINN ætlar Fugla-
vernd að taka þátt í barnamenning-
arhátíð Reykjavíkurborgar. Milli
kl. 13 og 16 verður Fuglavernd með
fuglasmiðju í Gerðubergi þar sem
krakkarnir fá að föndra fuglagrím-
ur innan um fugla og í fuglasöng.
Til að ýta undir forvitni barnanna
verður hægt að taka þátt í getraun
um fugla og búsvæði þeirra og veg-
leg verðlaun verða í boði sem hæfa
ungum fuglaskoðurum. Til að svala
forvitninni verður einnig sérstakt
ugluhorn þar sem fræðast má um
lífshætti og venjur og einnig verða
sýndir skrýtnir fuglar sem oft á tíð-
um fjúka eða villast hingað alls
staðar frá í vondum veðrum, svo-
kallaða flækinga.
Morgunblaðið/Ómar
Fuglar Margt verður í boði.
Fuglaskoðun
STOFNFUNDUR félags fólks um
frelsi frá rafmengun verður hald-
inn á morgun, föstudag, kl. 20 í
Danshöllinni, Drafnarfelli 2 í
Reykjavík. Félagið hefur hlotið
nafnið Geislabjörg og er hagsmuna-
félag þeirra sem vilja vinna gegn
rafmengun.
„Rafmengun er að verða stöðugt
meiri í nútímaþjóðfélagi og um leið
fjölgar þeim sem þjást vegna henn-
ar. Opinber skilningur á eðli og af-
leiðingum rafmengunar er lítill og
eitt af aðalmarkmiðum félagsins
verður að útbreiða fræðslu meðal
almennings og opinberra aðila,“
segir í tilkynningu. Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Stofnfundur félags
gegn rafmengun
NÝR vefur, handrit.is var opnaður í
fyrradag. Á handrit.is er veittur
rafrænn aðgangur að handritum
sem varðveitt eru í Árnasafni í
Kaupmannahöfn, handritadeild
Landsbókasafns Íslands, Háskóla-
bókasafns og Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum. Einn-
ig er veittur aðgangur að
stafrænum myndum af handritum.
Söfnin þrjú sem standa að hand-
rit.is varðveita hinn skrifaða menn-
ingararf þjóðarinnar. Með opnun
vefsins er veittur aðgangur að bæði
innihaldi handritanna og að hand-
ritunum sjálfum og hafa nú þegar
um 200.000 blaðsíður verið mynd-
aðar og 851 handrit.
Handritavefur
MAGNÚS Árni
Magnússon, for-
stöðumaður Fé-
lagsvísindastofn-
unar Háskóla
Íslands, hefur
verið ráðinn
rektor Háskólans
á Bifröst. Hann
tekur við af
Ágústi Ein-
arssyni.
Magnús var aðstoðarrektor Við-
skiptaháskólans á Bifröst 2001-
2006. Hann er með BA-próf í heim-
speki frá Háskóla Íslands, MA í
hagfræði frá University of San
Francisco og M.Phil. í Evr-
ópufræðum frá University of Cam-
bridge. Magnús Árni er 42 ára gam-
all. Eiginkona hans er Sigríður
Björk Jónsdóttir, byggingalistfræð-
ingur og eiga þau 4 börn.
Nýr rektor Háskól-
ans á Bifröst
Magnús Árni
Magnússon
STUTT
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
STEFNT er að því að Héðinsfjarðargöng og
göngin um Óshlíð, milli Hnífsdals og Bolung-
arvíkur, verði opnuð fyrir almenna umferð í
haust, að öllum líkindum í september.
Áður var gert ráð fyrir að göngin um Óshlíðin
yrðu opnuð 15. júlí og Héðinsfjarðargöng síð-
sumars en þær áætlanir hafa breyst.
Gangagröftur reyndist tímafrekur
Miklar tafir urðu á Héðinsfjarðargöngum vor-
ið 2007 vegna vatnsleka og í Óshlíðinni hefur
gangagröftur reynst tímafrekari en búist var
við.
Að sögn Gísla Eiríkssonar, verkefnisstjóra hjá
Vegagerðinni, er mikil innivinna eftir í hvorum
tveggju göngum.
Eftir er að setja upp vatnsklæðningu og frá-
veitukerfi fyrir vatn úr göngunum. Þá á eftir að
leggja rafmagns- og símalagnir, setja upp ljós
og loks malbika veginn. Íbúar fyrir vestan og
norðan bíða óþreyjufullir eftir opnun ganganna
enda verða þau mikil samgöngubót.
Íbúum bæði Bolungarvíkur og Fjallabyggðar
var á sínum tíma boðið að taka forskot á sæluna
með hópferðum í gegnum göngin og fjölmenntu
þeir í rúturnar.
Síðasta sprengjan var sprengd í Óshlíðinni í
nóvember í fyrra en í Héðinsfjarðargöngum í
apríl fyrir rétt rúmu ári.
Göngin verða opnuð í september
Morgunblaðið/Halldór Þ. Hall
Héðinsfjörður Styttist í að göngin verði opnuð.
LANCÔME KYNNING
Í SNYRTIVÖRUDEILD LYFJA & HEILSU
KRINGLUNNI 22. – 27. APRÍL
Hydra Zen næturkrem 15 ml
Hydra zen augnkrem 5 ml
Genifique æskuvaki 5 ml
Nýtt - Slimissime 360 gegn appelsínuhúð 40 ml
Bi-Facil augnfarðahreinsir 30 ml
Rouge Absolue varalitur
Einnig aðrar gerðir kaupauka
Verðmæti kaupaukans er
11.300 krónur
Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Lancôme vörur:
Vertu velkomin
G
ild
ir
á
ky
nn
in
gu
nn
im
eð
an
bi
rg
ði
re
nd
as
t.
G
ild
ir
ek
ki
m
eð
2
bl
ýö
nt
um
eð
a
de
od
or
an
t.
Ei
nn
ka
up
au
ki
á
vi
ðs
ki
pt
av
in
.
NÝR DÖMUILMUR
Kringlunni