Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
10 Daglegt líf
Sigríður Þóra Hún hefur rekið verslun sína í tæp fimmtíu ár.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
Í
Ólafsvík er að finna Versl-
unina Þóru, sem hefur verið í
eigu Sigríðar Þóru Eggerts-
dóttur frá stofnun árið 1963.
Sigríður Þóra nefndi búðina
eftir ömmu sinni og opnaði hana á af-
mælisdag hennar, 22. nóvember. Þá
var Sigríður Þóra þrítug en er nú að
verða 77 ára. Sjálf hætti hún að
mestu að afgreiða í búðinni árið 2004
og dóttir hennar, Elsa Bergmunds-
dóttir, hefur tekið við rekstrinum, en
hún var sex mánaða þegar verslunin
tók til starfa. Verslunin er opin virka
daga frá klukkan tvö til sex.
Byrjaði í bílskúr
„Allt hófst þetta þannig að ég ætl-
aði að bjarga vini mínum sem hafði
pantað svo mikið inn af vörum, alls
kyns fatnaði, að hann gat ekki selt allt
sjálfur svo ég tók hluta af varn-
ingnum í umboðssölu,“ segir Sigríður
Þóra. „Þetta vatt upp á sig og ég fór í
samflot með þessum vini mínum og
seldi aðallega barnaföt. Starfsemin
byrjaði í bílskúr en svo flutti versl-
unin í Mýrarholt og er þar enn.“
Átakalaus sambúð
Það vakti nokkra athygli þegar
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
tók árið 1987 á leigu rými við hliðina á
barnafataversluninni. Sigríður Þóra
segir þessa sambúð hafa gengið vel
og átakalaust. „Það gengur eiginlega
einstaklega vel að hafa þetta saman
því unglingar koma yfirleitt mjög
sjaldan inn í búð eins og þessa, það
eru þá helst stelpur sem koma með
mömmu sinni til að kaupa sæng-
urgjafir. Það hafa verið lítil sem engin
vandræði í sambandi við unglinga og
áfengi á öllum þessum tíma. Það vildi
líka svo vel til að í um tuttugu ár var
hjá mér í vinnu kona, sem áður hafði
verið kennari. Hún vissi nákvæman
aldur á flestum börnum í plássinu.
Við þurftum ekki annað en að líta á
hana þegar eitthvert ungmennið
hugðist kaupa áfengi og hún nikkaði
eða hristi höfuðið. Ég hef verið ein-
staklega heppin með afgreiðslu-
stúlkur í búðinni, ein byrjaði 17 ára
og er enn að vinna hjá mér. Stúlkur
hafa verið lengi hjá mér, það er svo
miklu betra að hafa sömu starfs-
krafta heldur en að vera alltaf að
skipta um fólk.“
Beðið eftir fimmtugsafmæli
Fyrir einu og hálfu ári var að
mestu hætt að selja barnaföt í búð-
inni og nú er þar aðallega til sölu garn
og lopi og vörur úr þeim efnum. „Í
góðærinu voru allir að fara til útlanda
og þar keyptu konur barnaföt en fólk
fer ekki til útlanda að kaupa garn,
heldur kaupir það á Íslandi. Salan
gengur mjög vel,“ segir Sigríður Þóra
sem segist stefna að því að reka búð-
ina allavega fram að fimmtugsafmæli
verslunarinnar árið 2013.
Lopi og áfengi
í farsælu samkrulli
Í Ólafvík geta menn keypt sér lopa og áfengi í sömu verslun. Sigríður Þóra
Eggertsdóttir hefur í tæpa fimm áratugi rekið þar Verslunina Þóru.
Mæðgur Sigríður Þóra með Elsu,
dóttur sinni, en Elsa var sex mánaða
þegar verslunin tók til starfa.
Á vefsíðunni Babycenter.com má
finna mikið af upplýsingum um getn-
að, meðgöngu, fæðingu, nýbura og
eldri börn.
Gaman er fyrir þær sem eru óléttar
að skoða á síðunni hvað er að gerast í
bumbunni hverja meðgönguviku.
Vika er valin og þá er hægt að lesa
hvað barnið er líklega orðið stórt á
þessari viku og hvernig það stækkar,
hvaða líkamlegra breytinga er von á
hjá móðurinni á þessu tímabili,
stungið er upp á því hverju for-
eldranir ættu að huga að á þessum
tíma meðgöngunnar og síðan eru
tenglar á fullt af greinum um ým-
islegt sem gott er að vita tengt þess-
ari meðgöngulengd, auk skýring-
armynda.
Hægt að lesa sér til um börnin frá
því þau eru fædd til um níu ára ald-
urs. Um hvert aldursskeið er mikið af
upplýsingum, bæði um barnið og síð-
an hvernig líf foreldra er með barn á
þessum aldri. Til dæmis er meðal
annars ritað um 24 mánaða börn að
þau beri hjartað utan á sér, það þurfi
sjaldan að geta sér til um tilfinningar
þeirra. En það er heilbrigt að tjá til-
finningar sínar hvort sem þær eru
neikvæðar eða jákvæðar.
Babycenter.com er flott síða og
nánast ótæmandi brunnur um allt
sem viðkemur börnum.
Vefsíðan: www.babycenter.com
Morgunblaðið/Ernir
Börn Það er stundum gott að geta leitað sér ráða um barnauppeldið.
Áttu von á barni, áttu barn?
Í dag er sumardagurinn fyrsti
og hafa þá sumir þann sið að
gefa sínum nánustu gjöf í til-
efni sumarkomu. Í bókinni
Sögu daganna eftir Árna
Björnsson kemur fram að í
frásögnum fólks á síðari
hluta 19. aldar komi víða
fram að sumargjafir hafi ver-
ið mun þekktari en jólagjafir.
„Svipað var upp á ten-
ingnum í könnun þjóðhátta-
deildar 1969 og 1975 en þar
mátti auk þess greina nokkra
svæðaskiptingu. Sumargjafir
voru algengastar í Eyjafirði,
Skagafirði og á Fljótsdalshér-
aði en minnst um þær á norð-
vesturhluta landsins. […] Al-
gengast var að foreldrar
gæfu börnum gjafir og hjón
hvort öðru, en stundum gáfu
húsbændur líka vinnuhjúum
sem þóttu góðs makleg. […]
Flestar gjafir voru heimaunnar en nokkuð af þeim var þó keypt í búðum, eink-
um í námunda við kaupstaði og bera auglýsingar því vitni. […] Sérstök tegund
sumargjafa tíðkaðist allmikið við suður- og vesturströndina og mest þó í Vest-
mannaeyjum. Það var svonefndur sumardagsfiskur og fólst í því að sjómenn
færðu konum sínum hluta af því sem þeir öfluðu í róðri á sumardaginn fyrsta.
Mátti konan síðan gera af þeim hlut sem hún vildi.“
Endilega …
… gefið sumargjafir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sumardagurinn fyrsti Fagnað í dag.
SUMARHÚS OG FERÐALÖG
Gas-kæliskápar 100 og 180 lítra
Gas-hellur
Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w
Gas-ofnar
Gas-vatnshitarar
5 - 14 l/mín
Kælibox
gas/12v/230v
Gas-eldavélar
Sólarrafhlöður fyrir
húsbíla og fellihýsi.
Þunnar 130w
Bíldshöfði 12 •110 Reykjavík • 577 1515 • skorri.is • Opið virka daga frá kl. 8.15 til 17.30
Gas-helluborð
Gleðilegt sumar