Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 15
ÚR BÆJARLÍFINU
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Andrés önd er maður vikunnar á
Akureyri. Eða er hægt að tala um
hann sem mann? Skíðaleikarnir sem
við Andrés eru kenndir fara nú að
minnsta kosti fram í 35. skipti.
Hinn maður vikunnar er vænt-
anlega sá sem hlýtur starfslaun
listamanns frá bænum næsta árið.
Það kemur í ljós á Vorkomu Ak-
ureyrastofu í Ketilhúsinu í dag hver
það verður.
Á Vorkomunni, sem hefst kl. 16,
verða veittar verða þrjár viðurkenn-
ingar úr Menningarsjóði en með því
móti er fólki þakkað fyrir framlag
sitt til menningarmála. Tvær viður-
kenningar verða veittar fyrir bygg-
ingarlist og tvær í nýjum flokki sem
nefnist nýsköpunar- og athafnaverð-
laun.
Grænjaxlar, leikrit Péturs Gunn-
arssonar rithöfundar, er svo ógleym-
anlegt að ég man ekkert eftir því!
Man bara að það var gaman í Sam-
komuhúsinu hér í höfuðstað Norður-
lands fyrir margt löngu þegar það
var sýnt. Þar var Spilverk þjóðanna
á ferð ef ég man rétt. Leikfélag
Menntaskólans hefur æft verkið
undanfarið og það verður frumsýnt í
Rýminu annað kvöld.
Ekki hefur farið á milli mála hér í
bænum síðustu daga að Andrésar
andar-leikarnir væru að nálgast.
Bærinn er fullur af Andrésar-fánum.
Keppendur eru um 730. Þeir fóru í
skrúðgöngu í gærkvöldi frá KA-
heimilinu að íþróttahöllinni, þar sem
leikarnir voru settir við hátíðlega at-
höfn.
Að þessu sinni koma á annað
hundrað manns að framkvæmd leik-
anna. Í þeim hópi eru tveir þeirra
kappa sem áttu sæti í fyrstu Andrés-
ar-nefndinni; Gísli Kristinn Lór-
enzsson og Ívar Sigmundsson.
Það voru Leifur heitinn Tómasson,
Kristinn Steinsson og Hermann Sig-
tryggsson sem ákváðu, ásamt Gísla
Kristni og Ívari, að gera tilraun með
leikana árið 1976 með jafn glæsi-
legum árangri og raun ber vitni.
Hrefna Torfadóttir var kjörin for-
maður Knattspyrnufélags Akureyr-
ar á aukaaðalfundi á dögunum. Hún
tekur við embættinu af Stefáni
Gunnlaugssoni sem verið hefur for-
maður síðustu misseri.
Dúndurfréttir, sem sumir telja
bestu Pink Floyd-eftirhermu-
hljómsveit í heimi, verður með tón-
leika á Græna hattinum annað kvöld.
Auk laga með Pink Floyd verður
fleira í Dúndurfréttum að þessu
sinni; helstu stórvirki Deep Purple,
Led Zeppelin og Uriah Heap hljóma
einnig.
Einn hlýtur starfslaun listamanna
frá Akureyrarbæ að þessu sinni og
mótmælir stjórn Myndlistarfélags-
ins 50% niðurskurði launanna. „Á
erfiðum tímum sem þessum er
menningin mikilvægur þáttur í upp-
byggingu þess samfélags sem við
viljum skapa. Hún er tæki sem við
getum notað til breytinga og vaxt-
ar,“ segir í ályktun stjórnar.
„Fyrir 20 árum fór hópur áhuga-
fólks um menningu af stað með
framsæknar hugmyndir og nýja
sókn. Listagilið varð til. Þar var áður
mikill iðnrekstur á vegum Kaup-
félags Eyfirðinga sem hafði flutt
starfsemi sína. Sennilega er þetta
eitt mesta framfaraskref í menning-
armálum Akureyrarbæjar. Hug-
myndir spruttu úr grasrótinni og
urðu að veruleika með dyggri aðstoð
bæjaryfirvalda,“ segir m.a. í ályktun
stjórnar Myndlistarfélagsins.
Stjórn félagsins bendir á marg-
víslegt gildi lista og rifjar upp nokk-
ur atriði um sáttmála sem meiri-
hlutaflokkarnir í bæjarstjórn gerðu í
upphafi kjörtímabils sem hún segir
að ekki hafi gengið eftir.
Síðan segir stjórnin: „Samt og
þrátt fyrir þetta hefur komið til
skerðingar á starfslaunum lista-
manna og öðrum styrkjum til mynd-
listar og listaverkakaupa. Starfslaun
listamanna Akureyrarbæjar eru
190.000 þús. á mánuði í formi verk-
takagreiðslna og hafa verið hingað
til greiddir 12 mánuðir til tveggja
listamanna. Til samanburðar eru
listamannalaun sem eru greidd af
ríkinu 266.737 kr. Nú á að skera
þetta niður í sex mánuði og aðeins
einn listamaður hlýtur launin.“
Stjórn Myndlistarfélagsins segir
alla sér meðvitandi um stöðu mála
og skiljanlegt sé að skera þurfi nið-
ur. „En við verðum að passa okkur á
því að drepa ekki niður frumkvæði
og viljann til framkvæmda. Akur-
eyrarbær hefur unnið sér nafnið
menningarbær og við viljum öll
tryggja að svo verði áfram. En þetta
eru því miður skýr skilaboð til þeirra
listamanna sem búa á Akureyri.“
Fjör verður við Minjasafnið á dag.
Þar verður barnaskemmtun kl. 14-
16 og margt í boði fyrir börnin. Full-
orðna fólkið getur svo hlegið að
frambjóðendum þeirra lista sem
bjóða fram í bæjarstjórnarkosning-
unum í vor; flokkarnir senda allir
fulltrúa til keppni í pokahlaupi.
Endur, Grænjaxlar
og aðrir listamenn
AKUREYRI
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjöldi Fulltrúar Fjarðabyggðar galvaskir í Andrésar andar skrúðgöngunni.
ÞÚ GETUR STYRKT BLÁTT ÁFRAM
MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA VASALJÓSIÐ
Ljósin verða seld dagana 23.–25. apríl
er stoltur stuðningsaðili Blátt áfram
Verndum börnin okkar, veitum þeim öryggi
og tölum blátt áfram um málaflokkinn.
Hvernig tölum við um líkama, mörk
og samskipti við börnin okkar?
Kynntu þér málið nánar
á vefnum okkar www.blattafram.is
17% BARNA Á ÍSLANDI
VERÐA FYRIR KYNFERÐISLEGU
OFBELDI FYRIR 18 ÁRA ALDUR
A
N
T
O
N
&
B
E
R
G
U
R