Morgunblaðið - 22.04.2010, Síða 19

Morgunblaðið - 22.04.2010, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LEIÐTOGAR þriggja stærstu flokka Bretlands takast á um utan- ríkismál í kvöld þegar sjónvarpað verður annarri lotu af þremur í kappræðum þeirra vegna þingkosn- inganna eftir tvær vikur. Athyglin beinist þá einkum að Nick Clegg, leiðtoga Frjálslyndra demókrata, sem þótti bera af í fyrstu kappræðunum fyrir viku og kom Gordon Brown forsætisráðherra og David Cameron, leiðtoga Íhalds- flokksins, í opna skjöldu. Sigur Cleggs varð til þess að fylgi Frjáls- lyndra demókrata jókst um rúm 10 prósentustig í skoðanakönnunum. Innanríkismál voru í brennidepli í fyrstu viðureigninni en líklegt er Brown og Cameron leiti höggstaðar á Clegg í utanríkismálum í kappræð- unum í kvöld og gagnrýni meðal annars stefnu hans í Evrópumálum. Af flokkunum þremur eru Frjáls- lyndir demókratar eindregnustu stuðningsmenn Evrópusamrunans en kannanir benda til þess að mikil andstaða sé meðal bresks almenn- ings við aukinn samruna ESB. Frjálslyndir demókratar vilja að Bretar taki upp evruna eftir þjóðar- atkvæðagreiðslu. Skammgóður vermir Victoria Honeyman, lektor í stjórnmálafræði við Leeds-háskóla, segir að viðureignin um utanríkis- málin verði miklu erfiðari fyrir Clegg en kappræðurnar um innan- ríkismálin. „Breska þjóðin hefur ekki áhuga. Hún vill ekki ganga í evrusvæðið.“ Honeyman telur því líklegt að Cameron blási til stórsóknar gegn Clegg í kvöld og gagnrýni harðlega stefnu hans í Evrópumálum. Came- ron þurfi þó að fara varlega til að ýfa ekki upp gamlar deilur um Evrópu- stefnuna innan Íhaldsflokksins. Honeyman telur að Cameron gagn- rýni Evrópusamrunann án þess að styggja kjósendur á miðjunni sem hann þurfi að fá á sitt band til að komast til valda í kosningunum eftir þrettán ára valdatíma Verkamanna- flokksins. Er fylgisaukning Frjálslyndra demókrata eftir sigur Cleggs fyrir viku aðeins skammgóður vermir eða tekst þeim að halda henni í kosning- unum? Líklegt er að svarið við þeirri spurningu ráðist að miklu leyti af frammistöðu Cleggs í kappræðunum í kvöld. Reuters Miðdepill athyglinnar Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, svarar spurningum blaðamanna í Lundúnum. Tekist á um Evrópumálin í annarri lotu kappræðnanna  Líklegt að Cameron blási til sóknar með því að gagnrýna Evrópustefnu Cleggs í viðureign bresku leiðtoganna í kvöld TVEGGJA ára barn, sem slasaðist í jarðskjálftanum í Kína, er hér með móður sinni við athöfn til minningar um þá sem fórust í skjálftanum sem reið yfir Qinghai- hérað fyrir viku. Lýst var yfir þjóðarsorg í Kína í gær vegna hamfaranna sem kostuðu að minnsta kosti 2.064 lífið. 175 til viðbótar er enn saknað og yfir 12.000 manns slösuðust, auk þess sem tugir þúsunda manna misstu heimili sitt. ÞJÓÐARSORG Í KÍNA Reuters ÓDÝRT 15% AFSLÁT TUR Dekk á frábæru verði! Öllverð eru birtm eð fyrirvara um prentvillurog/eða m yndabrengl. betri kaup Gerðu verð samanburð Fyrstir kom a – fyrstir fá af umfelgu n hjá Hjólkó með öllum dekkjum fr á BYKO FÓLKSBÍLADEKK: 14” 175/65R14Vnr. 49980404 14” 185/65R14Vnr. 49980406 14” 185/70 R14Vnr. 49980407 15” 185/60R15Vnr. 49980405 15” 195/65R15Vnr. 49980409 17” 225/65R17Vnr. 49980431 JEPPADEKK: 17” 265/65 R17Vnr. 49980432 6.990 7.990 7.990 9.900 8.990 19.900 27.900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.