Morgunblaðið - 22.04.2010, Page 24

Morgunblaðið - 22.04.2010, Page 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Kær frændi minn og föðurbróðir er látinn. Ég man fyrst eftir honum á Múla hjá ömmu og afa. Það var eitthvað um að vera og skyldfólkið kom sam- an. Ég var krakki og bjó í Hrísnesi. Júlíus og Jóna komu að austan, frá Norðfirði. Þau báru með sér austfirskan blæ sem ég kynntist betur síðar. Þau voru svo kát og glöð og það var reisn yfir þeim. Júlíus hafði náð sér í konu (eins og sagt var) á vertíð fyrir sunnan og flutti með henni austur og þau byggðu sér stórt og fallegt hús í sveitinni á Skorrastað. Þau eignuðust yndislegan son og var hann skírður Þórður eins og afi. Þegar ég var 17 ára, flutt til Reykjavíkur, langaði mig að fara austur og hitta þetta skyld- fólk mitt. Ég hringdi í Júlíus og það var ekkert sjálfsagðara en að ég mætti koma. Að koma austur í maí þetta vor og sigla inn fjörðinn var eins og að koma til Grænlands fyrir mig. Fjöllin voru þakin snjó og niður allar hlíðar. En að koma á Skorrastað til þeirra hjóna var eins og að koma heim. Þar slógu tvö hjörtu í takt. Það var yndislegt að vera hjá þeim, vera með þeim, tala saman, hlæja saman og vinna saman. Ég lærði margt þetta sumar sem varð mér gott veganesti í lífinu. Ég sá um að fylla á tóbakið fyrir hann, honum þótti vænt um það og mér þótti vænt um hann. Ég heim- sótti Júlíus og Jónu í fyrrasumar. Mér þykir vænt um það. Þau voru glöð að sjá mig og ég kyssti þau og knúsaði. Það var gott að hitta þau, þó að það væri öðruvísi, þar sem þau voru bæði lasin og komin á sjúkra- hús. Ég kveð þig kæri frændi með þessu ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð þig nú geymi. Þín frænka, Kolbrún Ólafsdóttir. Á kveðjustund reikar hugurinn vestur á Múla þegar við erum lítil börn og bíðum með eftirvæntingu komu frændfólksins að austan. Æv- intýrablær fylgdi komu þeirra og í minningunni er ávallt sumar og sól. Reynirinn í garðinum hennar ömmu teygir anga sína og verður bakgrunn- ur margra myndanna. Þessar myndir verða alltaf til eins og minningarnar góðu sem við eigum frá þessum heim- sóknum. Það má kannski segja að ekki hafi þurft mikið til að gleðja sveitabörnin en Júlíus frændi okkar hafði þann einstaka hæfileika að láta öllum líða sem þeir væru einstakir. Virðingin Júlíus Óskar Þórðarson ✝ Júlíus ÓskarÞórðarson fædd- ist 29. apríl 1921 í Haga á Barðaströnd en ólst upp á Innri- Múla í sömu sveit. Hann lést á hjúkr- unardeild Heilbrigð- isstofnunar Austur- lands á Norðfirði hinn 11. apríl sl. Útför Júlíusar var gerð frá Norðfjarðar- kirkju 18. apríl 2010. Minningarathöfn um Júlíus fór fram í Dóm- kirkjunni í Reykjavík 21. apríl 2010. var sú sama hvort sem um börn eða fullorðna var að ræða. Hann lagði mikið upp úr því að við tækjum hraust- lega til matar okkar og kannaði hreysti okkar með því að fara í krók eða krumlu. Að komast alla leið upp í Vetur- lönd taldi hann merki um mikinn hraustleika og seiglu. Mikið var hlegið að gamansögum frænda okkar sem hafði mikla frásagnarhæfileika og naut þess að segja frá. Okkur var oft brugðið við háar rokurnar, þvílík var innlifunin í frásögninni. Stundum voru sögurnar þess eðlis að ekki þótti við hæfi að við börnin hlýddum á, lokaði þá fullorðna fólkið sig gjarnan af inni í herbergi afa og ömmu. Þaðan bárust hlátra- sköllin fram á gang og þótt við reynd- um oft að leggja við hlustir og svala forvitni okkar heyrðum við ekkert. Þetta jók því enn frekar ævin- týrablæinn yfir gestunum góðu. Hatturinn var ómissandi og hvern- ig hann tók ofan hattinn þegar hann heilsaði sýndi best hversu mikill höfðingi var á ferð. Hann var mikill Vestfirðingur og gleymdi aldrei sveitinni sinni eða frændfólki. Þegar við, sem fullorðið fólk, heimsóttum frændfólk okkar austur hafði hann unun af sýna okkur sem mest af Norðfirði. Einnig var honum í mun að kynna sem flesta fyrir okkur, Vest- firðingunum, enda afar stoltur af fólkinu sínu. Höfðinglegar móttökur og gestrisnin mikil, svona munum við okkar elskulega frænda. Á þessari stundu er þakklæti okk- ur efst í huga og teljum við það mikið lán að hafa fengið að kynnast honum. Sendum Jónu, konu hans, okkar inni- legustu samúðarkveðjur, Þórði syni hans og fjölskyldu vottum við einnig okkar dýpstu samúð. Sigríður, Þórður, Jóna Jóhanna, Barði, Haukur Þór, Þórólfur, Hörður og Ásgeir Sveinsbörn. Nú þegar Júlíus föðurbróðir minn er látinn reikar hugurinn til þeirra ára er ég var í framhaldsskóla á Nes- kaupstað 1980-1982 og var í heimili hjá þeim hjónum Júlíusi og Jónu konu hans á Skorrastað. Ég fékk her- bergi upp á lofti sem lengi á eftir var kallað Sigguherbergi og ég var eins og heima hjá mér bæði hjá Júlla og Jónu og eins Dodda og hans fjöl- skyldu. Þó ég væri langt í burtu frá öllum mínum nánustu fann ég ekki mikið fyrir því þar sem mér líkaði svo vel að vera í Norðfirði. Amma heitin, Steinunn, bað son sinn að gæta ömmustelpunnar sem þá var 16 ára gömul. Júlli tók þessu bókstaflega og tekið var eftir því hversu vel hann passaði upp á frænku sína. Alltaf vakti hann eftir mér, þó langt væri komið fram á nótt, þegar ég var búin að vera úti í bæ að skemmta mér og kann ég honum nú þakkir fyrir umhyggjuna. Oft var glatt á hjalla á Skorrastað og kunni heimilisfólk þar að skemmta sér og öðrum, bæði með hljóðfæra- leik og söng. Stundum voru sungin vestfirsk ættjarðarlög fyrir Júlla og hafði hann gaman af að segja Aust- firðingunum sögur úr uppvexti sínum fyrir vestan þar sem ræturnar lágu. Seinna gaf hann út bók með mörgum af þessum sögum. Eftir þessa tvo minnisstæðu vetur á Skorrastað urðu ferðir mínar aust- ur miklu færri en ég hefði viljað. En svo vildi til að Þorkell maðurinn minn var á sjó á togaranum Barða frá Nes- kaupstað á árunum 1998-2002 og þegar hann stoppaði stutt í landi og ekki tók því að fara heim til Reykja- víkur dvaldi hann hjá Júlla og Jónu á Skorrastað. Júlli fylgdist vel með tú- raplani Barðans, sagði ávallt „Hvað verðið þið lengi núna?“ og „Þú kemur svo aftur“. Síðastliðið sumar heim- sóttum við þau Júlla og Jónu á sjúkrahúsið á Neskaupstað og þó ✝ María Hallgríms-dóttir fæddist í Dynjanda í Grunnavíkurhreppi 2. júlí 1938. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísa- firði 26. mars 2010. Foreldrar Maríu voru Hallgrímur Jónsson, f. 11.12. 1902, látinn 12.2. 1988, og Kristín Bene- diktsdóttir, f. 5.6. 1896, látin 26.5. 1979. Systkini Maríu eru Bentey Guðmunda, f. 9.5. 1925, Sigurjón Ebeneser, f. 8.11. 1926, Margrét Sveinbjörg, f. 6.5. 1928, Gunnar Kristján, f. 21.5. 1929, óskírður drengur, f. 21.5. 1929, d. 21.5. 1929, Gunnvör Rósa, f. 24.11. 1930, Halldóra Hólmfríður Ásta, f. 31.8. 1934, d. 8.8. 1935, Hall- dóra Benedikta, f. 2.5. 1936, og Sig- ríður Kristín, f. 18.1. 1942. Eiginmaður Maríu var Kjartan Hólm Sigmundsson, f. 22.12. 1927, d. 11.6. 2009. Kjartan átti einn son fyrir hjónaband, Bjarna Sigmar, f. 5.3. 1949. María og Kjartan áttu saman fjögur börn. Þau eru 1) Hall- grímur, f. 6. mars 1959, hans kona er Birna Lárusdóttir, f. 14.3. 1966, þeirra börn eru a) Hekla, f. 22.1. 1999, b) Hilmir f. 2.2. 2002, c) Hugi f. 2.2. 2002, og d) Heiður f. 8.8. 2006. 2) Kristín, f. 2.8. 1962. Hennar dóttir er Rak- el Erla Sævarsdóttir, f. 3.4. 1988. 3) Davíð Björn, f. 18.1. 1964. Hans kona er Sigrún Jóna Hinriksdóttir, f. 2.1. 1965. Þeirra börn eru: a) Kjartan Dav- íðsson, f. 27.3. 1984, b) María Bjargey Dav- íðsdóttir, f. 8.10. 1987. Hennar mað- ur er Birkir Jónas Einarsson, f. 6.7. 1977. Barn þeirra er Svala Katrín Birkisdóttir, f. 25.12. 2007. c) Ást- rós Davíðsdóttir, f. 19.7. 1996. d) Gabríel Hólm. Davíðsson, f. 26.9. 1998. 4) Bergrós, f. 3.3. 1968. Henn- ar maður er Jón Rósmann Mýrdal, f. 12.8. 1960. Þeirra börn eru: a) Bjarmi Alexander Rósmannsson, f. 29.5. 1992, b) Blær Víkingur Rós- mannsson, f. 11.1. 2001, og c) Brim- ar Jónatan Rósmannsson, f. 19.5. 2007. Útför Maríu fór fram í Ísafjarð- arkirkju miðvikudaginn 31. mars 2010. Okkur Þórunni og börn langar til að kveðja í nokkrum fátæklegum orðum Maríu Hallgrímsdóttur, eða Lóu eins og hún var allaf kölluð. Við vissum að hún barðist af hetjuskap við erfiðan sjúkdóm en samt kom okkur á óvart hversu fljótt maður- inn með ljáinn barði dyra. Fyrstu minningarnar um Lóu eru frá því að hún kom sem ung og áhyggjulaus stúlka í reiðtúr með systkinum sín- um frá Grunnavík um Höfðaströnd til æskustöðvanna á Dynjanda í Jök- ulfjörðum. Síðar kynntumst við henni sem góðri vinkonu og eigin- konu Kjartans Sigmundssonar, frænda okkar beggja, þegar við fluttum til Ísafjarðar 1975. Sam- skiptin voru mikil á milli fjölskyldn- anna og alltaf var Lóa reiðubúin að passa fyrir okkur börnin þegar á þurfti að halda þótt sjálf væri hún með stórt heimili. Þar sem Kjartan var sjómaður kom heimilishaldið að langmestu leyti í Lóu hlut. Þar fyrir utan vann hún oftast fulla vinnu í frystihúsi, en aldrei urðum við samt vör við að Lóa kvartaði yfir því að hún væri þreytt eða hefði ekki tíma til að vinna húsverkin og sinna börnunum fjórum. Þá er erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til að gera sér grein fyrir því hvað það gat tekið á andlegt þrek að eiga harðsvíraðan ævintýramann fyrir eiginmann, en Kjartan heitinn var annars vegar einn djarfasti bjargsigmaður síns tíma í björgunum á Hornströndum og hins vegar ódeigur í sjósókn þótt veður væru válynd. Hefur Lóa örugglega oft átt svefnlitlar nætur þegar bóndi hennar var fjarverandi við sín hættulegu störf. Hefur þá komið sér vel ættarfylgja hennar frá foreldrum, dugnaður, útsjónarsemi og þrautseigja. Hestamennska og berjatínsla voru mikil áhugamál Lóu sem hún stundaði af miklum dugnaði, einkum eftir að börnin uxu úr grasi og meiri tími gafst til tómstunda. Við fráfall Lóu, sem þungamiðja og akkeri fjöl- skyldunnar, er höggvið stórt skarð í ættina, ekki síst þar sem innan við ár er frá því að Kjartan andaðist. Við sendum systkinunum fjórum og afkomendum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Tryggvi, Þórunn og börn. María Hallgrímsdóttir ✝ Oddur Jónssonfæddist í Húsanesi í Breiðuvík hinn 9. mars 1927. Hann lést á heimili sínu 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Lárusson, bóndi í Húsanesi, f. 24. nóvember 1871, d. 2. febrúar 1959, og Sigríður Oddrún Jónsdóttir, f. 9. júlí 1887, d. 10. nóvember 1968. Systkini Odds voru átta, en tvö þeirra dóu í æsku. Í dag eru tvær tvíburasystur Odds á lífi, þær Björg og Steingerður. Oddur kvæntist 1968 Laufeyju Guðlaugsdóttur, þau skildu 1982. Oddur og Laufey eignuðust sex börn. Þau eru 1) Sig- urður Oddur, f. 2. ágúst 1956, maki Hrönn Harðardóttir, börn: Matthildur, Jak- ob Brynjar, Ísak Bjarki. 2) Hulda, f. 2. ágúst 1959, maki Jón Björgvin Guðnason, börn: Guðni Oddur, Laufey Jóna. 3) Guð- björg f. 14. desember 1960, maki Rósmund- ur Hans Rósmunds- son, barn: Vigdís Birna. 4) Guðbjörg Jóna, f. 13. febrúar 1962, d. 17. ágúst 1962. 5) Jón, f. 8. júní 1963. 6) Albert Bjarni, f. 30. september 1964. Útför Odds fór fram í kyrrþey þriðjudaginn 13. apríl. Oddur faðir okkar er farinn. Hann fæddist í Húsanesi í Breiðuvíkur- hreppi. Hann var einn af níu systk- inum sem ólust upp í fátækt. Hóg- værð, vinnusemi og dugnaður voru hans einkenni, vinnan var hans líf. Hann lærði snemma að maður varð að hafa fyrir hlutunum og það var ekkert keypt nema hann ætti fyrir því. Ungur fór hann að heiman til að skaffa í búið. Aldrei var hann verk- efnalaus, ef hann var ekki að vinna, þá var hann að laga eitthvað eða plægja kartöflugarða Hafnfirðinga og nágrannabæja. Aldrei tók hann sér sumarfrí eða fór utan, það var fyr- ir honum tímaeyðsla. Hann hafði allt sem hann vildi hér heima og alltaf var hann að gera eitthvað fyrir aðra. Undir ströngu viðmóti hans leyndist viðkvæmur maður, það var stutt í há- tíðarandann. Eitt lét hann þó eftir sér, það var að vera með hesthús og hesta, ásamt Nonna bróður, það var þeirra sameiginlega áhugamál. Hann var alla tíð mjög stoltur af barnabörnum sínum og fylgdist vel með þeim. Þegar hann veiktist fyrir fimm ár- um og starfsgeta hvarf varð lítið eftir af lífsviljanum, hann sá ekki lengur tilgang í því að vakna á morgnana og hafa ekkert að gera. Elsku pabbi, þetta eru fátækleg orð, þín verður sárt saknað. Minning þín mun lifa með okkur. Guðbjörg og Hulda. Það var tómlegt um páskana, heið- ursgestinn vantaði, hann kvaddi dag- inn fyrir skírdag. Oddur valdi að lifa einföldu lífi, hann tók ekki þátt í kapphlaupi hversdagsins um verald- leg gæði, hann lét okkur um það, hann kom sér beint að efninu og eyddi ekki tíma í óþarfa. Honum féll aldrei verk úr hendi og aldrei fór hann í sumarfrí, hvað þá utanlands- ferðir. Oddur fæddist og ólst upp í torfbæ í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Lífsbaráttan var erfið á þeim tíma, það mátti lesa í fari hans og háttum. Ungur byggði Oddur ásamt bræðr- um sínum nýtt bæjarhús fyrir for- eldra sína, það var á þeim tíma mikið afrek og fórn. Alla tíð var hugurinn vestur í Húsanesi, æskuslóðirnar voru honum kærar. Síðar lá leið Odds suður, fyrst stundaði hann sjómennsku, var kaup- maður um stund, bílstjóri hjá Dverg í Hafnarfirði og síðar vaktmaður í Sæ- dýrasafninu. Alla tíð sá Oddur um að plægja kartöflugarða Hafnfirðinga og nágrannasveita, vorið kom með honum. Oddur var einnig lengi með hesta í Hafnarfirði. Þrátt fyrir heilsu- brest síðustu árin sá Oddur um sig að mestu sjálfur, annað kom ekki til greina, það átti ekki við hann að láta aðra hugsa um sig. Oddur hugsaði alla tíð vel um for- eldra sína og var það honum mikið kappsmál að endurgera legstæði þeirra í kirkjugarðinum á Búðum, það var hreykinn maður sem tók út verkið sumarið 2005. Þrátt fyrir lít- illætið sem einkenndi Odd var hann ákaflega hreykinn af börnum sínum og barnabörnum, það átti hins vegar ekki við hann að gera mikið úr hlut- unum, það var kannski þess vegna sem við æskufélagarnir urðum tengdasynir hans. Jón B. Guðnason og Rósmundur H. Rósmundsson. Oddur afi, ég man alla góðu dagana sem við áttum saman. Við spiluðum quick, ólsen, veiðimann, lönguvit- leysu og fleiri spil sem munu alltaf minna mig á þig. Á páskunum komst þú alltaf til okkar og það fyrsta sem þú spurðir mig um var hvar páska- eggið væri svo að ég gæti lesið fyrir þig málsháttinn. Verst er að ég fékk ekki að kveðja þig þessa páska, ég mun sakna þín. Oft þegar þú spilaðir við mig og vannst varð ég svolítið svekkt en það lagaðist alltaf. Það var fyndið þegar þú svindlaðir; ég leyfði þér það nokkrum sinnum, fór að hlæja en þú fattaðir það ekki, þess vegna vannstu mig svona oft. Þegar ég var lítil bað ég þig að kaupa kofa fyrir mig í afmælisgjöf, á afmælinu var þá ekki bara kominn kofi sem pabbi setti svo upp nokkrum dögum síðar. Ég gleymi þessu aldrei, fallegi kofinn minn mun minna mig á þig. Þú lifir í hjarta mínu, hvíldu í friði afi minn. Laufey Jóna. Elsku Oddur afi, nú ertu farinn og langar mig að minnast þín með nokkrum orðum. Þau voru mörg skiptin sem þú komst í mat til mömmu og pabba, allt- af hafðir þú frá einhverju að segja og þá sérstaklega um gömlu dagana. Takk fyrir að leyfa mér að sjá aðeins inn í þinn heim. Síðasta minning mín og sú sem er mér kærust er þegar þú og mamma komuð í heimsókn til mín í nýju íbúðina. Þetta var sólríkur og fallegur dagur. Þú stoppaðir lengi og hafðir frá svo mörgu að segja. Ég man að ég hugsaði á leiðinni þegar við vorum að keyra þig heim hvað mér þótti vænt um þessa stund. Nokkrum dögum seinna fékk ég hringingu um það að þú værir dáinn. Vertu sæll, afi minn, ég mun sakna þín en veit að nú líður þér vel. Guð blessi þig. Þín Vigdís. Oddur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.