Morgunblaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 ✝ Jóhanna Jóns-dóttir fæddist í Sviðholti á Álftanesi 7. maí 1932. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Ási í Hvera- gerði 12. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar Jóhönnu voru þau Kristín Sigurð- ardóttir, húsfreyja, frá Sölvholti í Hraun- gerðishreppi, f. 17. febrúar 1899, d. 30. nóvember 1991, og Jón Ingvi Eyjólfsson frá Sviðholti, f. 24. september 1887, d. 20. nóvember 1973. Kristín og Jón Yngvi áttu fimm börn og var Jóhanna miðlungur: 1) Jóhann Guðlaugur, bóndi í Svið- holti, f. 12. maí 1926, látinn, 2) Anna Þorbjörg, húsfreyja í Kópa- vogi, f. 23. nóvember 1929, 3) Jó- hanna (sem hér er minnst) 4) og 5) tví- burasystur, f. 10. nóvember 1936, Ingveldur og Ásthild- ur, húsfreyja í Garðabæ, báðar látn- ar. Jóhanna ólst upp í Sviðholti og gekk í barnaskóla á Bjarn- arstöðum á Álftanesi. Þá lá leið hennar í Kvennaskólann í Reykjavík. Seinna fluttist hún til Hvera- gerðis og var búsett þar í yfir fjörutíu ár. Jóhanna vann margs- konar störf um ævina m.a. í gróð- urhúsi, á saumastofu, við heim- ilisstörf og barnagæslu. Útför Jóhönnu fór fram í kyrr- þey frá Garðakirkju þann 19. febr- úar síðastliðinn. Með örfáum orðum langar mig að kveðja Jóhönnu frænku og þakka henni fyrir vináttu hennar og um- hyggju. Jóhanna ólst upp heima í Svið- holti en fluttist síðar til Hvera- gerðis og bjó þar til dánardags. Hún naut sín vel í þeim fallega bæ og eignaðist góða vini. Alla ævi voru heimaslóðirnar á Álftanesi, fólkið í sveitinni og stórfjölskyldan henni mjög kær. Hvert sumar fram á efri ár dvaldi Jóhanna í sumarfríum sín- um í Sviðholti og á stórhátíðum s.s. um jól og páska var hún meðal ætt- fólks síns. Hún tók heilshugar þátt í að samgleðjast á góðum stundum og gerði merkisdaga ennþá eftir- minnilegri. Hún var líka mikill sæl- keri og naut þess að borða góðan veislumat. Jóhanna var alla tíð trú sveitungum sinum, vinum og ætt- fólki og eftir að hún var flutt á Hjúkrunarheimið Ás og gat ekki lengur ferðast spurði hún gesti sem komu í heimsókn frétta af fólkinu sínu. Jóhanna vann ýmis störf um æv- ina og var vel liðin hjá vinnuveit- endum sínum enda afar samvisku- söm og vandvirk. Hún stóð þó alla tíð utan við lífsgæðakapphlaupið, var nægjusöm fyrir sjálfa sig en ör- lát við aðra. Jóhanna hafði mikla sköpunarþörf og hannyrðir voru líf hennar og yndi. Allar gerðir sauma, heklumynstra og prjónless léku í höndunum á henni og til varð margt listaverkið. Hún þreyttist aldrei á að spá í liti og mynstur og naut þess svo mjög að vinna við hann- yrðir sínar að hún átti til að gleyma stund og stað. Mestan hluta hann- yrða sinna gaf hún vinum, ætting- um og öðrum sem reyndust henni vel, þar á meðal fallega, litríka púða og fínlega dúka sem prýða mörg heimili. Hún vann við hannyrðir sín- ar allt þar til hún veiktist og lést eftir nokkurra daga legu. Starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Áss eru færðar þakkir fyrir ein- staklega góða og nærgætna umönn- un. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl þú í friði, elsku Jóhanna. Ingveldur (Inga). Jóhanna Jónsdóttir ✝ Auður Eiðsdóttirfæddist á Skálá í Sléttuhlíð í Skagafirði 2. október 1923. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. mars 2010. Foreldrar henn- ar voru Eiður Sig- urjónsson, f. 10. sept- ember 1893, d. 15. október 1964, og Guð- laug Veronika Frans- dóttir, f. 14. mars 1896, d. 14. maí 1988. Systk- ini Auðar: Sigrún, f. 23. mars 1919, Hjálm- ar, f. 28. desember 1925, d. 29. júní 1992, Baldur, f. 8. maí 1931, d. 27. nóvember 1943. Auður giftist 28. desember 1945 Hilmi Ásgrímssyni, f. 12. júlí 1920, d. 12. nóvember 2009. Foreldrar hans voru Ásgrímur Pétursson, f. 16. febr- úar 1868, d. 22. desember 1930, og María Guðmundsdóttir, f. 24. ágúst 1892, d. 12. desember 1978. Synir Auðar og Hilmis eru: A) Eiður Bald- ur, f. 8. febrúar 1946. Barn hans með Kristínu Egilsdóttur er Sigrún Harpa, f. 10. nóvember 1965, gift Eyj- ólfi Kristjónssyni. Börn þeirra eru Védís Erna, f. 20. júní 1988, sambýlis- maður Þórhallur Þórhallsson, Ellert Máni, f. 14. mars 1993, Atli Dagur, f. 8. júlí 1995, Kristín Eva, f. 3. nóv- ember 1996, Eyjalín Harpa, f. 5. júní 1998, og Hildur Árdís, f. 9. apríl 2000. ur Ásu Sigríði Sverrisdóttur. Börn þeirra 1) Hilmir, f. 31. júlí 1965, d. 16. desember 1970. 2) Auður, f. 1. febr- úar 1969, gift Sigurpáli Geir Sveins- syni. Börn Hilmir, f. 1. desember 1996. Sveinn Andri, f. 23. desember 2003, og Ásgrímur, f. 22. september 2005. 3) Andrea, f. 10. janúar 1974, í sambúð með Bergi Guðmundssyni. Börn þeirra Ása Bríet, f. 21. sept- ember 2003, og Helgi, f. 20. júní 2005. C) Hilmir, f. 13. september 1951, fyrri maki Hilmis var Ragnheiður Haf- stein Reynisdóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Svala, f. 31. maí 1973, í sambúð með Rasmus Maribo. Börn frá fyrri sambúð með Þórði Frey: Guðmundur Jón, f. 5. apríl 1995, og Haukur Ingi, f. 6. febrúar 1998. 2) Hannes Örn, f. 13. apríl 1977, kvænt- ur Ragnheiði Maríu. Börn: Alexander Örn, f. 1. júní 1998, og Perla Dís, f. 13. mars 2002. 3) Reynir, f. 16. des- ember 1979, giftur Danielu Sampaio. Barn frá fyrri sambúð með Elvu Dögg: Róbert Valur, f. 15. febrúar 2001. Núverandi maki Hilmis er Ingi- björg Elín Björnsdóttir. Börn þeirra 1) Hilmir Örn, f. 1. september 1990. 2) Hulda Auður, f. 24. júní 1994. Barn Ingibjargar frá fyrra hjónabandi: Hildur María, f. 29. október 1986. Auður Eiðsdóttir ólst upp á Skálá í Sléttuhlíð í Skagafirði. Hún stundaði nám í skóla föður síns á Skálá. Síðar fór hún til náms í húsmæðraskól- anum á Laugalandi í Eyjafirði og út- skrifaðist þaðan árið 1943. Hún flutt- ist til Reykjavíkur árið 1947. Útför Auðar hefur farið fram í kyrrþey. Eiður kvæntist Rut Benjamínsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Arndís, f. 19. apríl 1970, gift Gunnari Þóri Jóhannessyni, börn þeirra eru Hrafn- hildur Ósk, f. 30. apríl 2003, og Ásgeir Ægir, f. 2. apríl 2009. Áður átti hún Jón Aron Lundberg, f. 7. apríl 1994, með Ragnari Lundberg, og Jóhönnu Rut, f. 6. ágúst 1998, með Stefáni Steinþórs- syni. 2) Auður, f. 18. apríl 1971, gift Benedikt Páli Magnússyni. Börn þeirra eru Benedikt Jón, f. 9. maí 1997, Eiður Bragi, f. 24. október 1998, Karel Magnús, f. 5. maí 2006, og Hilmir Hrafn, f. 14. nóvember 2009. 3) Baldur, f. 5. júní 1972, í sam- búð með Margréti Kristínu Tryggva- dóttur, dætur þeirra eru Bríet Auð- ur, f. 13. maí 2000, og María Brá, f. 21. janúar 2008. Fyrir á hann Heið- rúnu Rut, f. 10. ágúst 1995, og Krist- jönu Dögg, f. 29. apríl 1997. 4) Guð- laug Veronika, f. 26. apríl 1976. Börn hennar með fyrrv. sambýlismanni Jóni Hafþóri Marteinssyni eru Franz, f. 13. júní 2003, og Sara Storm, f. 21. mars 2006. 5) Trausti Þór, f. 8. maí 1980. Eiður og Rut skildu. Núverandi sambýliskona Eiðs er Heide Wiek. B) Ásgrímur, f. 15. febrúar 1947, kvænt- Elsku tengdamamma. Sárt er að kveðja og sárt að missa, en eftir erfið veikindi síðustu mánuði kveð ég þig sátt með minningu um góða og sterka konu sem hélt utan um okkur öll. Hvíldinni fegin fylgir þú nú lífs- förunaut þínum til 65 ára enda var aðskilnaður ekki að ykkar skapi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Minning þín er perla okkar. Þín tengdadóttir, Ingibjörg Björnsdóttir. Kveðjuorð til elsku ömmu og afa: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Auður og Andrea. Elsku amma, við kveðjum þig nú með miklum söknuði, nú hvílirðu við hlið afa. Við minnumst hlýja brossins þíns og hlátursins og varðveitum þær góðu minningar sem við eigum um þig í hjarta okkar. Takk fyrir að hlusta á okkur, takk fyrir að vera til staðar fyrir okkur, takk fyrir kökurnar, takk fyrir org- elspilið, takk fyrir útlandaferðirnar, takk fyrir pössunina, takk fyrir sam- verustundirnar um jólin. Takk fyrir að vera til. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður kyssa blómið hversu dýrðlegt fannst mér það. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Þín barnabörn, Hildur, Hilmir og Hulda. Elsku amma og afi. Við viljum nota tilefnið og minnast ykkar beggja þar sem ekki er langt síðan afi fór. Við vonum, amma, að þú hafir fundið leið þína til hans afa og þið séuð sameinuð að nýju. Amma, þú hugsaðir alltaf svo vel um alla í kringum þig og varst svo áhuga- söm um allt í okkar lífi. Frá því að við vorum börn kenndir þú okkur bænirnar, hlúðir að samviskusemi okkar og elskaðir okkur skilyrð- islaust. Þó svo að vegalengdin á milli okkar hafi verið mikil síðustu árin hafið þið afi alltaf átt ykkar stað í hjarta okkar og aldrei verið langt undan. Í okkar huga eruð þið fyrirmynd ástar og kærleika og hafið sýnt fegurðina á bak við það að eldast saman. Þegar við hugs- um til baka minnumst við gleði, já- kvæðni og samheldni og er það sú gjöf sem þið hafið fært okkur. Líf- ið færði ykkur margar gjafir. Þið voruð blessuð með stórri fjöl- skyldu og notalegu heimili þar sem við vorum alltaf velkomin. Þær fjölmörgu stundir sem við áttum með ykkur eru ógleymanlegar. Framkoma ykkar og lífskraftur voru fyrirmynd allra í kringum ykkur og munum við búa að því að eilífu. Þær hefðir sem fylgdu ykk- ur munu lifa áfram, þá kosti sem þið bjugguð yfir hafið þið fært nýj- um kynslóðum og getum við stolt kallað okkur afkomendur ykkar. Við munum aldrei gleyma ykkur og þið lifið ávallt í hjörtum okkar. Ykkar barnabörn, Svala, Hannes og Reynir. Auður Eiðsdóttir Eftir stutt en erfið veikindi kveð ég ömmu mína og nöfnu. Amma var mjög góð kona. Varð aldrei reið og var alltaf þarna þegar maður þurfti á henni að halda. Og ég trúi því að hún verði það ennþá. Eitt sinn gat ég ekki sofnað og þá kenndi hún mér bænir sem flestir þekkja, en þessar bænir leyfðu mér að sofna og sofa rólega allar nætur og gera það enn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, Margrét Oddný Guðmundsdóttir ✝ Margrét OddnýGuðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1942, hún lést á krabbameins- deild LSH 23. mars sl. Útför Margrétar fór fram frá Bústaða- kirkju 6. apríl 2010. sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Og Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gakktu hér inn og geymdu mig Guð í faðmi þínum. (Höf. ók.) Allar þessar stundir sem við áttum saman munu hafa sinn sess í hjarta mínu og huga og ég mun sakna þess að geta ekki deilt þeim með þér lengur. Leynd- armálunum, minningunum og bara öllu. Elsku amma mín hvíldu í friði, ég mun sakna þín. Þín Oddný. Það voru mikil for- réttindi mín, að fá að fara í sveit á Brenni- staði til Viggu og Árna. Hjá þeim dvaldi ég í fjögur sumur á unglingsárum. Þetta var tími mikils þroska og lærdóms í gegnum dagleg störf. Þetta var þó fyrir mér fyrst og fremst tími gleði og ánægju. Það voru þung tíðindi á páskadag að fá fregnir af andláti Árna. Þegar ég hitti hann á sjúkrahúsinu á Akranesi fyrir rúmu ári varð mér ljóst hve alvarleg veikindi hans voru orðin. Það var hins vegar góð stund sem við áttum þar í rólegu spjalli. Það var að sama skapi mjög ánægjulegt að hitta hann á Brenni- stöðum síðasta sumar, nokkru hressari en áður. Árni var hæglátur og kurteis maður. Hann var afar vinnusamur og skipulagður. Ég minnist hans á sólríkum sumardögum, með strá í munni, að velta fyrir sér skipulagi búskaparverka. Verkin gengu afar vel, þrátt fyrir að enginn væri æs- ingurinn. Traktorinn var hans helsta stoð í búverkunum. Traktor og kerra með girðingarefni og verk- færum voru algeng sjón á vorin. Ég hafði mikla ánægju af að sinna fjöl- breyttum verkum á bænum með Árna. Af honum lærði ég gott verk- Árni Theódórsson ✝ Árni Theódórssonfæddist í Reykja- vík 11. janúar 1929. Hann lést á sjúkra- húsinu á Akranesi 4. apríl 2010. Árni var jarðsung- inn 9. apríl 2010. lag sem hefur nýst mér vel alla tíð síðan. Árni var laginn við að benda á helstu grunn- atriði ýmissa verka, og leyfa svo unglingn- um að prófa sig áfram og öðlast þannig færni. Stoltur hef ég víða sagt að minn besti skóli hafi verið á Brennistöðum í Flókadal. Árni var mikill smiður, og naut þess að smíða. Mér er minnisstætt eitt sinn síðla kvölds að ég leit inn í sumarhús sem hann var þá að smíða á hlaðinu. Þar var Árni greinilega á heimavelli, með rólega útvarpstónlist, verkfærin sín og allt um kring leyndi sér ekki fínlegt handbragðið. Daglegu búskapar- verkin gengu þó fyrir yfir daginn. Þrátt fyrir langan vinnudag fund- ust stundir þar sem Árni undi sér vel við lestur blaða og bóka, en bækur voru í miklu uppáhaldi hjá honum, enda safnaði hann þeim óspart. Það er afar ánægjulegt að Vigga og Árni náðu saman á rúm- lega síðasta áratug að ferðast all- nokkuð erlendis, oft til óhefðbund- inna staða. Þetta held ég að hafi gefið Árna mjög mikið. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Árna fyrir hlýjan og góðan vinskap, og vona að hann sé nú hvíldinni feginn, kominn með fulla orku til búskaparverka, smíða eða bóklesturs. Viggu, börnum og barnabörnum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Ari Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.