Morgunblaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Afi Jón var alveg
einstaklega gáfaður.
Það var öllum ljóst.
Ég man til dæmis
eftir unga lögfræðingnum, sem var
að vinna á Sýsló eitt sumarið og
talaði alltaf um að „fletta upp í
Jóni“ þegar hann var að leita að
upplýsingum. Fyrir tíma Google
gátu menn víst bara flett upp í
Jóni.
Í bílnum á leiðinni til Stykk-
ishólms (sem ég hélt lengi vel að
væri fjögurra tíma akstur) gerði
hann sitt besta til að miðla ein-
hverju af visku sinni til okkar
barnabarnanna. Hann kenndi okk-
ur sléttubandavísur og öfugmæla-
vísur og að henda saman einföld-
um ferskeytlum. Hann kenndi
okkur um landafræði Snæfellsness
og allar tröllasögurnar og drauga-
sögurnar sem fylgdu með. Geir-
hnjúkur heitir þessi toppur, því
hann lítur út eins og geirvarta.
Helgafell er þarna því að tröllið í
Drápuhlíð var að reyna að kasta
Jón Magnússon
✝ Jón Magnússon,fv. sýslumaður,
fæddist á Eskifirði
30.11. 1926. Hann lést
á St. Franciskusspít-
alanum í Stykk-
ishólmi 30.3. 2010.
Útför Jóns fór fram
frá Stykkis-
hólmskirkju 6. apríl
2010.
grjóti í ljósið frá
kirkjunni. Kerlingin
í Kerlingarfjalli sést
ekki á nóttunni, því
þá er hún að ráfa
um Snæfellsnesið að
leita að Karli sínum.
Eftir á að hyggja
veit maður ekki
hvað af þessu hann
spann upp til að
skemmta okkur
krökkunum og hvað
voru alvöruþjóðsög-
ur.
Minningarnar um
afa eru margar nokkurs konar
svipmyndir. Afi við endann á eld-
húsborðinu að raka sig, með rak-
burstann, spegilinn og skálina
fyrir framan sig. Afi dottandi í
stólnum sínum með Arabellu í
fanginu. Afi að fara með okkur í
ísferð niður í Tehús á gamla bíln-
um, þá kom Arabella með og sat í
glugganum afturí.
Í nýjustu minningunum, frá því
nokkrum dögum áður en hann dó,
er afi samur við sig, að segja spít-
alastarfsmanni að hypja sig burt
fyrst hann hefur fengið gesti og
að banda mér frá þegar ég ætlaði
að hjálpa honum að fá sér vatn –
hann gat alveg gert það sjálfur.
Þótt líkaminn gæfi sig var viljinn
sterkur og hugurinn skarpur og
þannig mun ég alltaf muna eftir
afa Jóni.
Áslaug Högna.
Elsku hjartans
pabbi minn.
Það dó eitthvað inni í mér þegar þú
kvaddir þennan heim, en um leið
vöknuðu löngu gleymdar minningar.
Þú kynntir náttúruna fyrir mér
kornungri í allri sinni dýrð, hvort sem
það var á litlum árabát við Sundin, við
murtuveiðar í Þingvallavatni, í öræfa-
og ófæruferðum eða á skyttiríi, en
eftir eina slíka ferð eignaðist ég flottu
refahúfuna mína. Þú þreyttist aldrei
á að segja manni sögur frá barnæsku
þinni, ævintýrunum og prakkara-
strikunum. Þá var oft mikið hlegið.
Það var hláturinn og grínið sem þú
gast gert að sjálfum þér og aðstæðum
sem breyttu oft sorg í gleði. Þú varst
músíkalskur og greipst oft í nikkuna
og spilaðir djass og blús á orgelið um
leið og þú söngst hástöfum með rödd
Louis Armstrong. Þessa tónlist hef
ég hlustað á og kunnað að meta alla
tíð síðan.
Þú hafðir mikla réttlætiskennd og
máttir ekkert ljótt sjá og tókst alltaf
upp hanskann fyrir minni máttar. En
þú varst líka þrjóskur og hafðir sterk-
ar og ákveðnar skoðanir sem þú varst
ekki tilbúinn að gefa eftir. Við gátum
oft karpað lengi um siðferði og póli-
tík.
Þú kenndir mér að það er ekkert
mál að byggja hús. Handlaginn
varstu og gast gert við allt smátt og
stórt. Þannig kenndir þú okkur að
meta hlutina að verðleikum. Ekki
henda því sem hægt var að gera við.
Pabbi mundi gera við það, þó að biðin
yrði stundum löng eftir því. Greiða-
góður varstu í vinnu, áttir marga
trygga viðskiptavini sem treystu á
þig.
Þú elskaðir sjóinn, áttir bát með
bróður þínum og vinum og komst oft
með í soðið, fékkst þér vinnu í sum-
arfríum í vélarrúminu á einum af
Viðar Gestsson
✝ Viðar Gestsson,pípulagn-
ingameistari í
Reykjavík, fæddist í
Reykjavík 14. nóv-
ember 1933. Hann
andaðist á Landspít-
alanum við Hring-
braut 13. apríl sl.
Útför Viðars var
gerð frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 20.
apríl 2010.
Fossunum og biðum
við systur spenntar
eftir góssinu sem þú
kæmir með frá útland-
inu. En það toppaði lík-
lega allt, skútuferðin
sem þú og mamma fór-
uð með vinum ykkar í
kringum Mallorca. Þú
lifðir lengi á þeirri
skemmtilegu minn-
ingu.
Það var gaman þeg-
ar þú heimsóttir mig til
Kaupmannahafnar
þegar ég bjó þar, því
þaðan áttir þú skemmtilegar minn-
ingar úr skólaferðalagi og fórst með
okkur á milli staða sem þú hafðir
heimsótt þá og rifjaðir upp með okk-
ur það sem þið vinirnir höfðuð gert
ykkur til skemmtunar. Það var líka
yndislegt að fá þig í heimsókn til mín
til Akureyrar og rifja upp með þér
ferðirnar þangað með mömmu þegar
þið voruð ung.
Þú varst ótrúlega þolinmóður, sér-
staklega gagnvart veikindum þínum
og örlögum. Í 27 ár þurftir þú að berj-
ast við hvern sjúkdóminn á fætur öðr-
um. Það er ekki nokkur leið að gera
sér grein fyrir hversu kvalafullt þetta
hefur verið fyrir þig, elsku pabbi
minn, að vera kippt svona skyndilega
út úr daglegu ríkulegu lífi þínu. Síð-
ustu mánuði hef ég fundið svo til með
þér að það var óbærilegt á stundum.
Það er mér því huggun í harmi að vita
til þess að nú hefur þú öðlast ró og
frið á góðum stað.
Ég kveð þig með bæn sem Guðrún
amma, móðir þín, kenndi mér.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Vertu sæll, minn kæri.
Þín dóttir,
Valdís.
Elsku pabbi minn. Þú hefur nú yf-
irgefið þennan heim og ert kominn á
góðan og fallegan stað. Þér hefur ekki
liðið vel síðustu ár sökum veikinda en
þrátt fyrir það varstu alltaf glaður og
stutt í húmorinn. Glaðastur varst þú
þegar öll fjölskyldan kom í heimsókn
sem var allar helgar, laugardaga og
sunnudaga og þú gantaðist með það
að þú þyrftir á hvíldarheimili á eftir.
Ef svo vildi til að við komum ekki
hringdir þú til að athuga hvort það
væri ekki allt í lagi og hvort við vær-
um ekki að koma. Þú varst náttúru-
unnandi, hafðir gaman af jeppaferð-
um og veiðiferðum og þær voru ekki
fáar ferðirnar upp á hálendið og í
Stykkishólm og komið var við í flest-
um sjoppum á leiðinni því þú varst
mikill sælkeri líka og í þessum ferð-
um lærði ég að meta Fats Domino,
Fats Waller og Louis Armstrong sem
þú varst með á spólum í bílnum og
voru í uppáhaldi hjá þér. Alltaf hafðir
þú áhyggjur af börnunum, vildir helst
að þau væru með hjálm á höfði fyrstu
árin svo þau mundu ekki slasa sig, en
svona varst þú, elsku pabbi minn, allt-
af að hugsa um aðra. Ég á eftir að
sakna þín svo mikið en ég á svo góðar
minningar um þig og þær munu
hjálpa mér í sorg minni.
Ég byrja reisu mín,
Jesús, í nafni þín,
höndin þín helg mig leiði,
úr hættu allri greiði.
Jesús mér fylgi í friði
með fögru engla liði.
Í voða, vanda og þraut
vel ég þig förunaut,
yfir mér virstu vaka
og vara á mér taka.
Jesús mér fylgi í friði
með fögru engla liði.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín dóttir,
Gyða.
Elsku afi minn, ég sakna þín svo
mikið. Það er allt svo skrítið eftir að
þú fórst, enginn afi heima þegar við
komum um helgar. Ég veit að þú ert
kominn á betri stað en samt vildi ég
að þú værir hérna ennþá. Hvíldu í
friði, afi minn
Afi þú kenndir mér að spila á spil,
það var nú samt ekki mikið,
en það sem ég veit og skil,
að þú yfirgafst okkur í flýti.
Þú dáðir vélar og alls kyns dót,
enda kallaður afi laga,
en ég gleymi ekki þessari nótt,
þú kvaddir okkur er fór að daga.
(Linda Rós Jónsdóttir.)
Linda Rós.
Það þarf ekki orðum
um það að fara að það
markar ávallt djúp
spor í hjarta hvers
manns sem kveður þann sem er hon-
um kær og það á við í þessu tilfelli
þegar ég kveð minn elskulega afa.
Það var eitt af mínum fyrstu verk-
um að heimsækja þig á Landakot eftir
að ég kom heim til Íslands og á ég
ekki til næg þakkaorð um að þú hafir
beðið eftir mér þar til ég kom svo að
ég gæti kvatt þig, elsku afi minn.
Það er mér mikilvægt að hafa feng-
ið að eiga með þér þær stundir sem þú
hefur gefið mér í gegnum árin. Það er
Ingvar Einar
Bjarnason
✝ Ingvar EinarBjarnason fæddist
2. mars 1922 í Reykja-
vík. Hann lést aðfara-
nótt föstudagsins
langa sl., 2. apríl
2010.
Útför Ingvars Ein-
ars fór fram frá
Kópavogskirkju 9.
apríl 2010.
nú bara þannig að mað-
ur áttar sig ekki fyrr en
eftir á hvað þessar
stundir eru manni dýr-
mætar og hugsa ég um
þær með hlýju og
þakklæti í hjarta.
Þegar er margs er
að minnast og af mörgu
er að taka er erfitt að
velja úr því mig langar
að skrifa og segja svo
margt.
Síðustu dagana sem
þú dvaldir á Landakoti
áttum við stundir sem
eru mér ómetanlegar þar sem við
ræddum um allt sem okkur lá á
hjarta. Við ræddum hvað lífsins dans
hafi skilið eftir og hvað hefði betur
mátt fara. Niðurstaða var merkileg
og mér mikið umhugsunarefni, því
það var svo rétt sem þú sagðir. Þú
sagðir að öllum skrikaði fótur á lífsins
braut og sérhver stígur hefði sína
polla og margt hefði mátt betur fara
ef hægt væri að bakka til baka. Við
ræddum það sem þér fannst að betur
hefði mátt fara í þínu lífi. Þú sagðir
mér að ef þér hefði aldrei skrikað fót-
ur hefðir þú ekki upplifað þá ham-
ingju sem þú upplifðir sem á eftir mis-
tökunum hefði komið. Þannig að
mistökin voru kannski ekki svo slæm
þrátt fyrir allt. Svo hlóstu prakkara-
lega og sagðir, þú veist hvað ég er að
fara, er það ekki? Við ræddum um
hvað biði handan móðunnar miklu og
þú talaðir um að þú værir forvitinn að
vita hvort í raun væri eitthvað sem
biði þar og þú værir sáttur við lífs-
göngu þína. Ég reyndi að gera við afa
samkomulag um að hann myndi láta
mig vita hvað þar biði og birtast mér í
draumi til að ljóstra upp um leynd-
ardóm þann sem þar væri að finna.
Hann brosti prakkarabrosi og sagði
að slíkt samkomulag hefði hann reynt
að gera við aðra og það samkomulag
hefði ekki skilað árangri. En afi
hvorki útlokaði né lofaði að láta mig
vita hvað fyrir handan væri og sagðist
sjá hvað hann gæti gert. Það var und-
arlegt að vera að ræða þetta og gera
að þessu grín þar sem stutt var í
kveðjustundina. Þetta lýsir afa og
hversu jákvæður hann var alltaf.
Hann sá aldrei hlutina í myrkri, hann
sá alltaf heiðan himin í öllum málum.
Elsku afi minn, ég er þess fullviss
að vel hafi verið tekið á móti þér á
þeim stað sem þú ert núna á og munt
þú alla tíð eiga stað í hjarta mér sem
mun ylja mér um ókomin ár.
Það var myrkur úti og það var rign-
ing.
Þetta var himinninn að gráta.
Þetta var himinninn að gráta því
hann hafði týnt sinni fegurstu stjörnu.
Elsku afi, þessi fegursta stjarna
varst þú.
Ingvar Þór Guðjónsson.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn.
Minningargreinar
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
AGNARS URBAN,
Heiðarvegi 4,
Selfossi.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
RAGNHEIÐAR PÁLSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Holtsbúð,
Garðabæ.
Inga Hafsteinsdóttir,
Jón Garðar Hafsteinsson, Dagný María Sigurðardóttir,
ömmubörn og langömmubarn.