Morgunblaðið - 22.04.2010, Síða 37
Dagbók 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Sudoku
Frumstig
6 5 8 4
3 4 6
1 9
1 4 9
2 8 3
2 8 1 9 4
2 8
5
6 1
8 1
8 2 5
4 8 3
4 1 6 9
9 2 3
6 9 2
5 1 8
3 4 8 6
3 4 5 6
4 6 5 3
8 9 2
5 4
7 6 2
7 4 2 8
6 5 4 8 7
3
8 9 5 3 7 2 1 4 6
2 3 6 9 1 4 5 8 7
4 7 1 6 5 8 2 3 9
7 2 8 1 6 5 4 9 3
1 6 9 4 8 3 7 5 2
3 5 4 2 9 7 6 1 8
5 8 3 7 2 1 9 6 4
6 4 7 5 3 9 8 2 1
9 1 2 8 4 6 3 7 5
5 2 8 1 9 6 7 3 4
7 3 6 2 4 8 1 9 5
4 9 1 3 5 7 8 2 6
8 6 3 4 2 1 5 7 9
2 5 7 6 8 9 4 1 3
9 1 4 7 3 5 6 8 2
6 4 9 8 1 3 2 5 7
3 8 2 5 7 4 9 6 1
1 7 5 9 6 2 3 4 8
4 2 9 8 7 5 1 6 3
8 3 7 6 1 2 9 4 5
5 1 6 9 3 4 7 2 8
2 7 4 3 5 8 6 1 9
1 9 5 7 2 6 8 3 4
3 6 8 1 4 9 2 5 7
6 4 2 5 9 7 3 8 1
9 5 3 2 8 1 4 7 6
7 8 1 4 6 3 5 9 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 22. apríl,
112. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef-
ast, leitið og þér munuð finna, knýið
á, og fyrir yður mun upplokið verða.
(Matt. 7, 7.)
Fyrr í þessum mánuði, nánar til-tekið 12. apríl, varð djasspíanó-
leikarinn Herbie Hancock sjötugur.
Hancock var undrabarn í tónlistinni
og þegar hann var fimm ára lék
hann einleik þegar sinfóníuhljóm-
sveit Chicago flutti 5. píanókonsert
Mozarts. Hancock sló hins vegar í
gegn með laginu Watermelon Man
þegar hann var 22 ára. Í laginu líkti
hann eftir göngulagi sölumannsins
sem fór um hverfið þar sem hann
ólst upp í Chicago með vatnsmel-
ónur. Sagt hefur verið að það lag
hafi verið aðgöngumiði Hancocks að
hljómsveit Miles Davis.
x x x
Hancock hefur kom fram áListahátíð í Reykjavík 1986 er
hann hélt órafmagnaða einleiks-
tónleika í Broadway. Eftir tón-
leikana leit Hancock inn á Borginni
og tók reyndar nokkur aukalög með
rafmögnuðu húsbandi þar sem Vík-
verji fékk reyndar að leggja hendur
á nótnaborðið örskotsstund ásamt
meistaranum.
x x x
Víkverji heillaðist fyrst af Han-cock þegar platan Head Hun-
ters kom út árið 1973. Þar blandaði
Hancock saman djassi og fönki og
útkoman var snilld, þótt bókstafs-
trúarmenn í djassi hafi froðufellt og
haldið fram að með plötunni hafi
Hancock selt sálu sína og fórnað
listgyðjunni á altari sölumennsk-
unnar.
Hancock var reyndar sjálfur tals-
maður hins hreina djass þar til hann
kynntist Davis, sannkallaður djass-
snobbari, svo vitnað sé til orða Han-
cocks sjálfs. Davis hafi hlustað á
tónlist úr öllum áttum, Jimi Hend-
rix, Cream og Rolling Stones og
auðvitað vildi Hancock vera „jafn
svalur og Miles“. Markmið Han-
cocks hefur verið að vinna nýjar
lendur í tónlistinni í stað þess að
gera það sem er auðvelt og þægi-
legt. Í sumar er væntanleg ný plata
frá honum, The Imagine Project,
þar sem koma við sögu Seal, Pink,
Chaka Khan og Oumou Sangare.
Öldungurinn hefur ekki sagt sitt síð-
asta. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 dramb, 8 boli,
9 heyið, 10 verkfæri, 11
gaffla, 13 ákveð, 15 lúr,
18 bjargbúar, 21 ótta, 22
báran, 23 gerjunin, 24
bíllinn.
Lóðrétt | 2 bál, 3 agn, 4
planta, 5 örlagagyðja, 6
snáða, 7 flanið, 12 ráð-
snjöll, 14 illmenni, 15
íþróttagrein, 16 furðu,
17 glymur, 18 arður, 19
fallegi, 20 skoða vand-
lega.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fersk, 4 horfa, 7 sekks, 8 ræðan, 9 tef, 11 asna,
13 frúr, 14 saggi, 15 fisk, 17 skær, 20 hal, 22 Ítali, 23
undin, 24 kotið, 25 deiga.
Lóðrétt: 1 festa, 2 ríkan, 3 kost, 4 horf, 5 ruður, 6 annar,
10 eigra, 12 ask, 13 fis, 15 frísk, 16 skaut, 18 koddi, 19
renna, 20 hirð, 21 lund.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. 0-0
Rge7 5. b3 a6 6. Be2 d5 7. exd5 Rxd5 8.
Bb2 Be7 9. Bxg7 Hg8 10. Bh6 Bf6 11.
Rc3 Bxc3 12. dxc3 Df6 13. Dd2 Rxc3
14. Be3 b6 15. Kh1 Bb7 16. Hg1 Rxe2
17. Dxe2
Staðan kom upp í Skákþingi Íslands,
landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu
í Mosfellsbæ. Björn Þorfinnsson
(2.376) hafði svart gegn Sverri Þor-
geirssyni (2.177). 17. … Hxg2! 18.
Kxg2 Re5 19. Kf1 Rxf3 svartur hefur
nú léttunnið tafl. 20. Hd1 Rxh2+ 21.
Ke1 Rf3+ 22. Kf1 Rxg1 23. Dd3 Bc6
24. Kxg1 Df3 25. Kf1 Dh1+ og hvítur
gafst upp. Björn lenti í öðru sæti á
mótinu með átta vinninga af tíu mögu-
legum og virðist kominn aftur á flug í
taflmennskunni eftir að hafa stundað
lágflug á meðan hann gegndi stöðu for-
seta Skáksambands Íslands 2008-2009.
Svartur á leik.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Breyttir tímar.
Norður
♠10642
♥Á4
♦G97
♣ÁG104
Vestur Austur
♠K987 ♠53
♥10975 ♥D863
♦ÁD4 ♦K653
♣K6 ♣732
Suður
♠ÁDG
♥KG2
♦1082
♣D985
Suður spilar 3G.
Sú var tíðin að sjálfsagt þótti að opna
á spaða með 4-4 í hálitunum. Þetta spil
er frá þeim tíma. Vestur vakti á 1♠ og
sú sögn var pössuð til suðurs, sem „ball-
anseraði“ með 1G. Norður oftúlkaði
innákomuna og hækkaði í 3G. Hjartatía
út.
Spaðann þarf að fría, en vandinn er
að fæla vörnina frá tíglinum. Ein hug-
mynd er að spila litnum sjálfur, önnur
að læða út lúmskum ♠G í öðrum slag.
En vakandi spilari í vestur sér í gegn-
um slíkar kúnstir. Hinn raunverulegi
sagnhafi gerði betur. Hann leyfði austri
að eiga fyrsta slaginn á ♥D! Gosinn féll
undir ♥Á í öðrum slag, spaða var svínað
til vesturs, sem var ekki höndum seinni
það þruma hjarta til baka.
Sagnir hafa batnað með tímanum, en
spilamennskan var ekki síðri í gamla
daga.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er upplagt að eyða smátíma í
það að sýna sig og sjá aðra. Þér tekst að
takast á við lífið af fullum krafti með því
að láta vera að finna til samviskubits.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Ágæt aðferð til að eyða umfram
orku er að búa til lista yfir allt sem þig
langar til að afreka. Þú þarfnast meiri
hvatningar og stuðnings – ekki meiri
gagnrýni.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Fæstar tilfinninganna sem ást-
vinir þínir tjá þér eru í orðum. Hama-
gangur kallar á óvönduð vinnubrögð.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú verður að ganga í það að
hreinsa til jafnvel þótt þú hafir ekki valdið
glundroðanum. Vertu miskunnarlaus í
mati þínu á því hvað hentar þér best.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Reyndu að hitta systkini þín, ætt-
ingja eða nágranna í dag. Þú vilt hafa eitt-
hvað spennandi og nýstárlegt fyrir stafni
og helst vera á ferðalagi á ókunnum slóð-
um.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þótt þú kunnir að meta einhvern
mikils er það ekki það sama og að elska.
Líttu á það sem tækifæri að hitta vin sem
þú hefur ekki hitt lengi.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú gætir átt yndisleg samskipti við
börn í dag. Já, það er einhver skotin/n í
þér. Hvernig væri að heimsækja einhvern
fjölskyldumeðlim í dag?
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Yfirleitt er það svo að gæska
þín og gjafmildi falla í góðan jarðveg.
Reyndar lifir sjálfsblekkingin bestu lífi í
málefnum hjartans, svo mikið er víst.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú vilt alltaf segja sannleikann
og því er alltaf allt á hreinu í þínum sam-
böndum. Vertu sjálfum/sjálfri þér sam-
kvæmur/samkvæm og þú öðlast aftur
stjórn á þínu lífi.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Ef þú heldur rétt á spilunum
mun þér ganga allt í haginn jafnt á vinnu-
stað sem heima fyrir.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Gættu vel að heilsu þinni jafnt
andlegri sem líkamlegri. Ekki vanmeta
reynslu annarra. Næmi þitt á líðan ann-
arra mun koma sér vel um þessar mundir.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það hefur ekkert upp á sig að vera
með einhver látalæti. Vertu með þeim
sem þú treystir best, það kallar fram
hæfileika þína.
Stjörnuspá
22. apríl 1924
Barnavinafélagið Sumargjöf
var stofnað að tilhlutan reyk-
vískra kvenna. Félagið gerði
sumardaginn fyrsta að hátíð-
isdegi barna, sá um rekstur
dagheimila í Reykjavík í ára-
tugi og beitti sér fyrir stofnun
Fósturskólans.
22. apríl 1935
Fossavatnsgangan var haldin
á Ísafirði í fyrsta sinn. Kepp-
endurnir voru sjö og gengu 18
kílómetra.
22. apríl 1944
Bresk flugvél hrapaði til jarð-
ar um fimmtíu metra frá nýja
Stúdentagarðinum í Reykja-
vík. Eldur kom upp í henni og
áhöfnin fórst.
22. apríl 1947
Bókin „Matur og drykkur“ eft-
ir Helgu Sigurðardóttur
skólastjóra kom út. Hún var
auglýst sem „fullkomin mat-
reiðslubók, sniðin eftir þörfum
íslenskra húsmæðra og fyllstu
kröfum nútímans“. Bókin var
500 síður og hefur oft verið
endurútgefin.
22. apríl 1950
Íslandsklukkan eftir Halldór
Laxness í leikstjórn Lárusar
Pálssonar var frumsýnd í
Þjóðleikhúsinu. Þetta var
fyrsta frumuppfærslan í hús-
inu.
22. apríl 1992
Íslenskur hjúkrunarfræðingur
lést í Afganistan við hjálp-
arstörf á vegum Rauða kross-
ins.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
„ÉG ætla að fara í víðavangshlaup ÍR í dag og
hlaupa fimm kílómetrana ásamt systur minni. Fæ
mér svo eitthvað gott að borða á eftir og ætla síðan
að eiga menningardag í borginni með manninum
mínum,“ segir Elín Gunnlaugsdóttir, tónskáld og
bóksali á Selfossi, sem fagnar 45 ára afmæli í dag,
sumardaginn fyrsta. Í kvöld reiknar hún svo með
að halda frekar upp á daginn í faðmi fjölskyldu og
vina á heimili þeirra hjóna á Selfossi, Bjarna Harð-
arsonar, bóksala og fv. þingmanns. Saman eiga
þau tvo stráka en fyrir átti Bjarni tvö börn. Sumardagurinn fyrsti á
ríkan sess í lífi Elínar, hún er fædd á þeim degi sem síðan hefur borið
upp á 22. apríl sjötta hvert ár. Hún hélt upp á fertugsafmælið sum-
ardaginn fyrsta en á sjálfan afmælisdaginn söng Kór Vallaskóla, sem
hún stjórnaði, með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum á Flúðum.
Við það tækifæri lék hljómsveitin afmælissönginn fyrir hana. „Það er
ekki oft sem heill kór syngur fyrir mann afmælissönginn og Sinfónían
leikur undir,“ segir hún. Elín hefur stundað víðavangshlaup sér til
ánægju og yndisauka nokkur undanfarin ár. Hún segist fá góðar hug-
myndir í skokkinu en spurð hvort eiginmaðurinn hlaupi með segir
hún það af og frá. „Hann er algjör antisportisti.“ bjb@mbl.is
Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld 45 ára
Víðavangshlaup og menning
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is