Morgunblaðið - 22.04.2010, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 22.04.2010, Qupperneq 38
38 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MIKIÐ AÐ GERA? JÁ, EN Á SKEMMTILEGAN HÁTT ÉG ÆTLA AÐ BÚA TIL SNJÓHÚS HANDA ÞÉR GJÖRÐU SVO VEL! VILTU EKKI PRÓFA ÞAÐ? ÉG HELD AÐ ÞAÐ EIGI EFTIR AÐ HJÁLPA ÞÉR MIKIÐ Í VETUR ÉG GET EKKI SAGT AÐ ÉG FINNI FYRIR MIKLUM MUN ÞÚ TEKUR ALDREI NEITT UPP EFTIR ÞIG HVAÐ ER SVEFNPOKINN ÞINN AÐ GERA Á GÓLFINU? ÉG HELD HANN GÆTI VERIÐ SOFANDI EN FYRST HLUSTUM VIÐ Á ÞJÓÐSÖNGINN HÚN TEKUR ÞESSU SUDOKU ALLT OF ALVARLEGA HVERNIG GEKK AÐ FARA MEÐ MATAR- SENDINGARNAR? NOKKUÐ VEL Á ENDANUM VAR ÞETTA ÞÁ ALLT ÞESS VIRÐI? JÁ, ÞEGAR MAÐUR GEFUR SMÁ ÞÁ FÆR MAÐUR HEILAN HELLING TIL BAKA SVO SEGIR FÓLK ÉG VERÐ AÐ TAKA MEIRA MARK ÞESS KONAR ÞVÆLU Í FRAMTÍÐINNI SÁ SÍÐASTI SEM VIÐ FÓRUM MEÐ MAT TIL GERÐI VIÐ BÍLINN OKKAR OG SAGÐI OKKUR SÖGUR FRÁ SEINNI HEIMS- STYRJÖLDINNI MARÍA ER SEIN ÞAÐ MÆTIR ENGINN OF SEINT TIL JONAH JAMESON ÉG ÆTLA AÐ GEFA HENNI KLUKKUTÍMA Í VIÐBÓT, SVO FER ÉG ÞAÐ ÆTTI AÐ SÝNA HENNI AÐ ÉG BÍÐ EKKI EFTIR NEINUM AFSAKIÐ HVAÐ ÉG KEM SEINT ÉG HAFÐI EKKI TEKIÐ EFTIR ÞVÍ Frábær Spaugstofa ÉG vil þakka Spaug- stofunni fyrir frábæran þátt sl. laugardags- kvöld. Þetta er örugg- lega einn albesti Spaugstofuþáttur sem sýndur hefur verið. Í minni fjölskyldu er fólk á öllum aldri og allir skemmtu sér jafn vel. Þetta var beittur þátt- ur sem hitti svo sann- arlega í mark. Vonandi verður Spaugstofan aftur á dagskrá næsta vetur. Það eru engin þreytumerki á Spaug- stofufélögunum. Kærar þakkir, góðu Spaugstofumenn. Áhorfandi. Hræðsluáróður Ólafs Ragnars ALVEG er með ólíkindum að Ólafur Ragnar Grímsson skuli leyfa sér að skelfa útlendinga í hverju erlendu fréttaviðtalinu á eftir öðru. Þannig sáir hann fræjum óttans við eld- gosið, svo ekki verður um villst, að betra væri að þeir sem hygðust koma til Íslands létu það vera. Hann er með hótanir þess efnis að von sé á enn verri stöðu í náttúru Íslands. Hvað gengur manninum til? Veit hann ekki hve gríðarlega mikils virði það er að fá ferðamenn hingað? Er maðurinn í sérstakri stöðu til að meta hversu lengi gos vara, hvort Katla fer að gjósa og svo framvegis? Við Íslendingar þurf- um síst af öllu á svona spá að halda. Við þurf- um hvatningu og hún liggur einmitt í því að laða að fleiri ferða- menn. Eiginlega er það okkar besta ráð til að komast út úr krepp- unni. Þá tekur Ólafur Ragnar ómakið af tals- manni ríkisstjórn- arinnar og baðar sjálf- an sig í fjölmiðlaheiminum. Enn á ný sjáum við að ríkisstjórnin sem nú er við völd spjarar sig ekki. Hún reynir á eng- an hátt að senda jákvæð skilaboð út í heim. Síðan er það forseti landsins sem tekur af henni ómakið og því miður sendir neikvæðustu skilaboð sem hann gat gert. Það er náttúrlega löngu ljóst að forsætisráðherra getur ekki tjáð sig svo vel takist til. En er ekki rík- isstjórnin með fullt af allskonar upp- lýsingafulltrúum? Hvað eru þeir að gera? Það er engu líkara en þetta lið sé steinsofandi á verðinum. Vaknið! Og vinnið vinnuna ykkar, sjáið til þess að laða ferðamenn að landinu, rekið þá ekki frá með óheppilegu tali. Slíkt tal getur flokkast undir hryðjuverk. Hanna Elíasdóttir. Ást er… … að hann dekri við þig þegar þú kemur heim. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Í síðustu viku birtist hér tóbaks-vísa ófeðruð, en hún er eftir Ólaf Briem timburmeistara og þjóðfundarmann á Grund: Taktu í nefið, tóbak hef ég til að gefa, þetta ef að kannske kvefið kynni að sefa. Ólafur var við smíðanám úti í Kaupmannahöfn, en eftir að heim kom var hann víða að smíðum með lærisveinum sínum, hvarvetna þar sem meiri háttar byggingar voru reistar. Hann var yfirsmiður við átta kirkjur og standa tvær þeirra enn, í Saurbæ og á Hólum í Eyja- firði. Séra Benjamín Kristjánsson segir í riti sínu Eyfirðingabók að Ólafur hafi verið mesti bóndi í Eyjafirði um sína daga. Einhverju sinni var gestkvæmt á Grund og veitti Ólafur vel. Dómhildur hús- freyja færði þeim kaffi. Hún gekk þá með barni, en hún átti 15 börn á 20 árum. Ólafur segir þá í glettni við konu sína: Hví ert þú svo þykk að framan, þar með föl á kinn? Hún svaraði: Við höfum bæði sofið saman, sú er orsökin. Sagt var um Ólaf, að hann væri svo hraðkvæður, að hann væri tal- andi skáld. Ari Sæmundsen um- boðsmaður og dannebrogsmaður ætlaði að koma honum í vanda og sagði: Þarna er staupið, settu sopann senn á tanna þinna grunn. Ólafur renndi út og botnaði að bragði; Tarna raupið, réttan dropann renna fann ég inn í munn. Sumar vísur Ólafs eru á hvers manns vörum og getur skeikað nokkru frá manni til manns hvernig með er farið. Séra Benja- mín prentar vísuna þannig: Hlaut ég stauta blauta braut, bikkjan skrykkjótt nokkuð gekk, þaut og hnaut, ég hraut í laut, hnykk með rykk í skrokkinn fékk. Séra Benjamín segir að þessi al- kunna vísa sé eignuð Ólafi af ná- kunnugum mönnum, þó að sumir telji hana orta af öðrum. Má í því sambandi vísa til þess, að í Ljóð- mælum Sigurðar Breiðfjörðs er vísuna að finna og þannig sagt frá tilurð hennar, að Stefán bróðir hans, sagður peningamaður, hafi neitað honum um lán eða styrk: Það er dauði og djöfuls nauð er dygðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Út af þessari vísu Ólafs leggur frændi hans, Hannes Hafstein, í Stúdentasöngbókinni: Þó hann rigni, þótt ég digni, þó að lygni aldrei meir, áfram held ég alls óhrelldur yfir keldur mold og leir. Einhverju sinni kastaði Ólafur fram þessari stöku: Ég er orðinn vanur við vísurnar að smíða, einni skuluð ekki þið eftir lengi bíða. Til er flokkur af gátum eftir hann, 13 talsins, og er þar hin al- kunna vísa um svipuna: Ég er ei nema skaft og skott, skrautlega búin stundum, engri skepnu geri gott, en geng í lið með hundum. Ólafur var sex ár í Kaupmanna- höfn og orti við brottför sína 1831: Í Danmörku er yndislegt á ýmsan máta, við burtför mína má ég játa: mér lá við að hlæja og gráta. Vísnahorn pebl@mbl.is Tóbakið sefar kvefið Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.