Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 40
NÆSTKOMANDI sunnudag, 25.
apríl, verður haldin færeysk barna-
og menningarhátíð á Kjarvals-
stöðum. Hátíðin er samstarfsverk-
efni Listasafns Reykjavíkur, Vest-
norræna ráðsins, færeysku
ræðismannaskrifstofunnar, Fær-
eyingafélags Reykjavíkur og ým-
issa fyrirtækja.
Boðið verður upp á fjölbreytta og
skemmtilega dagskrá. Hátíðin
verður sett kl. 14 og þá verður opn-
uð vatnslita- og póstkortasmiðja en
þar verður hægt að mála og skrifa
á póstkort sem verða svo send til
barna í Færeyjum.
Kl. 14.30 flytur Ólafur Hall-
dórsson erindi um Færeyinga sögu
og kl. 15 mun tríó skipað söng-
stjörnunni Joannu Johansen, gít-
arsnillingnum Leiv Thomsen og
töfrabassaleikaranum Bjarka Meit-
il, koma fram.
Kl. 16 ætlar hinn ógnvekjandi en
hjartahlýi Trölla Pétur að kíkja í
heimsókn, en hann er ein ástsæl-
asta hetja færeyskra barna. Trölla
Pétur kemur með ömmu sína með
sér og eru þau ansi skrautlegt og
skemmtilegt par.
Eftir að Trölla Pétur hefur heils-
að upp á börnin munu færeyskir
dansar duna og gestir eiga kost á
því að læra að stíga réttu sporin.
Undir lok hátíðarinnar, eða kl.
17.15, verða reiddar fram fær-
eyskar krásir og viðstöddum boðið
að smakka, en hátíðinni verður slit-
ið að því loknu, kl. 18.
Nánari upplýsingar má nálgast á
slóðinni www.listasafnreykjavik-
ur.is.
Grín Allt
að gerast. Trölla Pétur og amma
hans kíkja í heimsókn
Færeysk hátíð haldin á Kjarvalsstöðum
40 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Kammerpoppsveitin Hjaltalín og
Sinfóníuhljómsveit Íslands leiða
saman hesta sína á stórtónleikum í
Háskólabíói miðvikudagskvöldið
16. júní kl.20:00.
Þetta er í fyrsta sinn sem Hjaltal-
ín leikur með Sinfóníuhljómsveit-
inni og eru liðsmenn hennar nú í
óða önn að útsetja lögin fyrir stóra
sinfóníuhljómsveit með öllu tilheyr-
andi. Útsetningarnar gera þeir
Högni og Hrafnkell Egilssynir og
Viktor Orri Árnason, en stjórnandi
á tónleikunum verður Daníel
Bjarnason. Hjaltalín og Sinfón-
íuhljómsveitin munu leika lög af
plötum sveitarinnar, Terminal og
Sleepdrunk Seasons, en einnig
verður frumflutt nýtt efni sem Hjal-
talín hefur samið sérstaklega fyrir
þessa tónleika.
Hjaltalín hefur mikið unnið með
sinfóníska tóna í tónlist sinni og
notað sinfónískar hljómsveitir í
upptökum og á tónleikum. En nú
verður þetta tekið alla leið og mun
fullskipuð Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands leika með þeim og verða því
hátt í 100 manns sem stíga á svið í
Háskólabíó og flytja magnaða tón-
list Hjaltalín. Óhætt er að lofa
kraftmiklum og litríkum tón-
leikum. Miðasala er hafin.
Hjaltalín og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands
Fólk
FJÖLLISTSÝNINGIN Apassionata með tónlist
Arndísar Höllu Ágeirsdóttur óperusöngkonu
vann nýverið til hinna virtu PRG LEA-
verðlauna í Þýskalandi og þýskumælandi lönd-
um fyrir bestu sýninguna á árinu 2009. Ásamt
því að vinna til gullverðlauna í fimm öðrum
flokkum.
Sýningin er mikið sjónarspil þar sem hestar
frá öllum heimshornum eru í aðalhlutverki og
leika listir sínar ásamt knöpum, dönsurum og
tónlistarfólki. Tónlist spilar stórt hlutverk í
sýningunni og þar er Arndís Halla í aðal-
hlutverki sem rödd sýningarinnar og hefur hún
hlotið mikið lof fyrir söng og frumsamda tón-
list sína á síðum erlendra fjölmiðla.
Hefur sýningin farið sigurför um Evrópu síð-
astliðið ár og er hún ein sú fjölsóttasta sinnar
tegundar þar. Mörg þúsund áhorfendur fylla
sæti stórleikvanga víðsvegar um Evrópu á
hverri uppsetningu og upplýsti Arndís Halla í
Morgunblaðinu fyrr á árinu að til stæði að fara
með sýninguna til Bandaríkjanna og Kína.
Alþjóðlegar sýningar á borð við Labbað með
risaeðlum og Sheketak voru einnig tilnefndar í
flokki þeirra bestu á PRG LEA-verðlaunahátíð-
inni í ár, en að þessu sinni fór Apassionata með
sigur af hólmi. Þetta var þó ekki eina við-
urkenningin sem sýningin fékk að þessu sinni,
því sama kvöld var aðstandendum hennar af-
hent gullplata fyrir mynddiskinn Charm of
Freedom með útgefnu efni sýningarinnar.
matthiasarni@mbl.is
Sýning með tónlist Arndísar Höllu sú besta í ár
Það er ekki einleikið með þessi
blessuð eldgos. Ólöf Arnalds var
bókuð á tónleika á Ítalíu síðastlið-
inn sunnudag þar sem hún átti að
spila við rætur Etnu-fjalls. Til stóð
að Ólöf myndi ganga upp á þetta
fornfræga eldfjall og leika þar fyrir
gesti. Hún komst hins vegar ekki á
staðinn sökum eldgossins sem er í
gangi hér á Íslandi! Ólöf hefur
sannfært ítalska aðdáendur um að
hún muni mæta til Etnu þegar
ferðafært verður. Krossum fingur
um að Etna gamla taki ekki upp á
því að gjósa til að sýna samstöðu
með systurfjöllum sínum hér á
landi. Það væri nú eftir öðru.
Eldgos á alla kanta
stoppa Ólöfu!
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
UNDANFARIN ár hefur Ólafur
Jósepsson dvalið langdvölum er-
lendis og meðal annars haldið úti
aukasjálfi sínu sem hann kallar
Stafrænan Hákon. Stafrænn Há-
kon hefur gefið út fjölmargar plöt-
ur, stórar og litlar, ýmist einn eða
í samstarfi við aðra. Sólóskífurnar
eru Eignast jeppa, Gummi, Vent-
ill/Poki, Skvettir edik á ref og Í
ástandi rjúpunnar og í vikunni
slóst ein til í hópinn: Sanitas.
Það kemur ekki á óvart í sjálfu
sér að Ólafur segir plötuna nýju
sína langbestu plötu hingað til og
ekki ástæða til annars en að taka
hann alvarlega þó að hann skelli
upp úr að orðinu slepptu.
Ólafur segist hafa byrjað að
semja lög á nýja plötu svo að segja
um leið og upptökum lauk fyrir
Gumma, sem kom út fyrir þremur
árum og þá ákveðið að breyta út
af í hljóðheiminum, snúa honum
við, eins og hann orðar þar, hafa
hann harðari og rokkaðri. „Mig
langað að færa mig úr ambient
gítarsulli og í aðeins meiri bjög-
un,“ segir hann, „meira dauða-
rokk,“ en rétt er þó að taka fram
að á Sanitas er ekkert dauðarokk
– hér mun Ólafur vera að vísa í
bjagaða og skælda gítarhljóma
sem eru dauðarokkssveitum svo
kærir en ekki 250 takta á mínútu
og raddir úr því neðra.
Langaði ekki að
gera sömu plötuna aftur
„Mig langaði ekki að gera sömu
plötuna aftur, en Sanitas er þó
ekkert stökk frá Gumma, hún var
stórt skref og Sanitas rökrétt
framhald af því. Mig langaði að
fara með þetta lengra, meira popp,
meira rokk. Öll demóin voru rosa-
lega þung og mikil björgun á gít-
arnum, Sólstafastemning. Þegar
við svo fórum að taka hana upp
fórum við aðeins til baka aftur og
þegar ég fór með hana í hljóðverið
hjá Daniel Lovegrove, sem spilar
trommur á henni og stýrði upp-
tökum með mér, kom hann líka
með fullt af hugmyndum. Ég vildi
líka að hún hljómaði dálítið eins og
90’s indí sem ég hef fílað í gegnum
árin, Sebadoh, Teenage Fanclub
og svoleiðis og með smá shoegaze-
áhrifum.“
Sanitas var tekin upp frá 2008
til 2009 og Ólafur segist hafa tekið
hana upp heima að mestu leyti og
síðan farið með lögin í hljóðverið
hjá Lovegrove til að vinna lögin
áfram og þá tekið megnið af þeim
upp á nýtt. Það komu líka góðir
menn inn í lögin að því er hann
segir, Samuel White semur fjögur
lög og Magnús Freyr Gíslason
samdi texta í tveimur lögum sem
hann syngur og Minco Eggersman
sömuleiðis, en fleiri koma við sögu
á skífunni þó að þeirra sé ekki get-
ið hér.
Stafrænn Hákon
orðinn samheiti
Undanfarin ár hefur Stafrænn
Hákon verið sólóverkefni og Ólaf-
ur því yfirleitt einn að iðja, semja,
taka upp og spila á flest ef ekki öll
hljóðfæri. Nú er aftur svo komið
að hann er farinn að vinna með
öðrum tónlistarmönnum og tróð
meðal annars upp á tónleikum í
Havaríi og Sódómu fyrir stuttu
með sex manna hljómsveit. Það
ætti ekki að koma á óvart því hann
segist einmitt stefna að því að
vinna meira með öðrum tónlist-
armönnum og í raun megi segja að
Stafrænn Hákon sé nánast að
breytast í hljómsveit en ekki bara
aukasjálf. „Ég upplifi þetta eig-
inlega sem samstarfsverkefni og
kannski hefði ég ekki átt að skrifa
Sanitas á Stafrænan Hákon, en
það má segja að Stafrænn Hákon
sé orðinn samheiti yfir verkefni og
það er hver sem er velkominn í
það.“
Plöturnar sem Stafrænn Hákon
hefur gefið út hafa allar komið út
ytra og í raun hefur hann frekar
starfað erlendis en hér heima. Svo
verður og með Sanitas; Kimi gefur
hana út hér heima, Darla í Banda-
ríkjunum og önnur fyrirtæki víða
um heim. „Ég veit svo sem ekki
hvað er um það að segja, plöt-
urnar hafa komið út og það þekkja
mig margir þó að það þekki mig
eiginlega enginn hér heima. Nú
ætla ég að breyta því, er fluttur
heim og ætla að spila mikið og
kynna mig.“
Leitandi Stafrænn Hákon gægist eftir innblæstri á ólíklegustu stöðum.
Aukasjálf allra
Stafrænn Hákon, Ólafur Jósepsson,
gefur út plötuna Sanitas