Morgunblaðið - 22.04.2010, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
HOLLYWOOD hefur dritað út
kvikmyndum hin síðustu ár sem
byggðar eru á myndasögum,
þökk sé mikilli framþróun í
tæknibrellum og tölvuteiknilist,
unnendum myndasagna til mik-
illar ánægju. Sumar hverjar eru
þó öllu nær því að vera teikni-
myndir, svo veigamikill er þáttur
teiknaranna. Margar slakar
myndir hafa litið dagsins ljós en
að sama skapi margar afbragðs-
góðar. Og hverjar skyldu vera
þær bestu?
Vefurinn Rotten Tomatoes
kannaði málið en sá vefur tekur
saman umfjallanir bandarískra
kvikmyndagagnrýnenda. Kvik-
myndirnar eru 94 í upptalning-
unni, teiknimyndir einnig teknar
með, og verða hér þær efstu
nefndar, fyrstu tíu sætin. Til
gamans má geta þess að sú allra
versta þykir Son of the Mask. Sú
mynd hlaut nær eingöngu slæma
dóma, aðeins 4% jákvæða. Hún
telst því verulega rotin á mæli-
kvarða Rotten Tomatoes.
1. Spider-Man 2
Sérlega vel heppnuð kvikmynd
Sam Raimi með Tobey Maguire í
hlutverki hetjunnar, meðaltalið
89,6 stig af hundrað mögulegum á
vefnum. Myndin fékk jákvæðari
dóma en sú fyrsta en sú þótti mik-
ið afbragð. Andi hasarblaðanna
um Kóngulóarmanninn fangaður
af mikilli snilld hjá Raimi.
2. American Splendor
Paul Giamatti, sá eðalleikari, fer
með hlutverk Harvey Pekar í
dásamlegri blöndu raunveruleika
og teiknimyndaheims, en myndin
byggist á teiknimyndaseríunni
American Splendor sem rithöfund-
urinn Pekar skrifaði og fjöldi
teiknara vann myndasögur upp úr
á árunum 1976-1993 en fyrsti
teiknarinn var vinur Pekar, Ro-
bert Crumb.
3. Ghost World
Kvikmynd byggð á myndasögu
Daniels Clowe um daglegt líf tán-
ingsstúlkna. Myndin þykir sýna þá
angist sem fylgir því að vera tán-
ingur með afar skemmtilegum
hætti. Thora Birch og Scarlett
Johansson fóru með aðal-
hlutverkin.
4. Spider-Man
Fyrsta mynd Sam Raimi um
Kóngulóarmanninn hitti beint í
mark og greinilegt að leikstjórinn
vissi um hvað málið snerist.
5. X2: X-Men United
Líkt og með Spider-Man 2 þótti
þessi mynd betri en fyrsta myndin
um X-mennina. Unnendur X-
manna gengu afar sáttir úr bíósöl-
um.
6. A History of Violence
Hryllingsmeistarinn David Cro-
nenberg færði myndasögu Johns
Wagner og Vince Locke frá árinu
1997 listilega á hvíta tjaldið.
Gagnrýnendum þótti myndin
varpa fram áleitnum spurningum
um eðli ofbeldis. Ed Harris hefur
líklega aldrei verið eins óhuggu-
legur.
7. Men in Black
Tommy Lee Jones og Will
Smith frábærir sem hinir svart-
klæddu geimveruveiðimenn. Leik-
stjórinn Barry Sonnenfeld færði
myndasögur Lowell Cunningham í
glæsilegan búning. Töffaraskapur
og grín í góðu jafnvægi.
8. Batman Begins
Leikstjórinn Cristopher Nolan
bjargaði Leðurblökumanninum.
Myndin á undan Batman Begins,
Batman & Robin, er ein alversta
kvikmynd sem gerð hefur verið
eftir teiknimyndasögu. Nolan
komst að kjarna málsins og
Christian Bale hentaði full-
komlega í hlutverkið.
9. Superman: The Movie
Þessi er í eldri kantinum, frá
1978, og tæknibrellurnar eftir því.
Engu að síður fær hún 79,9 stig af
100 mögulegum á Rotten Tom-
atoes. Christopher Reeve passaði
fullkomlega í hlutverk stálmanns-
ins sem og Gene Hackman í hlut-
verk erkifjandans Lex Luthors.
10. Metropolis
Hér er ekki átt við kvikmynd
Fritz Lang heldur teiknimynd sem
byggð er á manga, japönskum
myndasögum, eftir Osamu Tezuka.
Myndin segir af leit vélmennis að
foreldrum sínum. Myndin þykir
mikið augnakonfekt.
Þær bestu byggðar
á myndasögum
Í GREIN Gunnars Valgeirssonar
um tónleika Jónsa, Jóns Þórs Birg-
issonar, á Coachella-hátíðinni í gær
var rangt farið með nafn trymbils-
ins. Í greininni segir: „Mestu athygli
mína vakti frábær trommuleikur
Samuli Kosminen, auk fals-
etturaddar Jóns Þórs.“ Kosminen
þessi trommaði inn á nýja sólóplötu
Jónsa, Go, en á tónleikum sér Þor-
valdur Þór Þorvaldsson um þann
þátt. Leiðréttist það hér með.
Leiðrétting
vegna grein-
ar um Coac-
hella í gær
Morgunblaðið/Heiddi
Trymbill Þorvaldur Þ. Þorvaldsson.
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Gauragangur (Stóra svið)
Fim 22/4 kl. 20:00 K.9. Sun 9/5 kl. 20:00 Ný auka Fös 4/6 kl. 20:00
Fös 23/4 kl. 20:00 Mið 12/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00
Fim 29/4 kl. 20:00 K.10 Fös 21/5 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00
Fös 30/4 kl. 20:00 K.11 Lau 22/5 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00
Fös 7/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00
Lau 8/5 kl. 20:00 Sun 30/5 kl. 20:00
Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk
Faust (Stóra svið)
Lau 24/4 kl. 20:00 Ný auka Sun 2/5 kl. 20:00 Ný auka
Sun 25/4 kl. 20:00 Ný auka Fim 6/5 kl. 20:00 Ný auka
í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Fim 22/4 kl. 12:00 Lau 24/4 kl. 12:00 Sun 25/4 kl. 12:00
Fim 22/4 kl. 14:00 Lau 24/4 kl. 14:00 Sun 25/4 kl. 14:00
Dúfurnar (Nýja sviðið)
Fim 22/4 kl. 20:00 K.6. Fös 30/4 kl. 22:00 aukas. Fim 13/5 kl. 20:00 k.15.
Fös 23/4 kl. 19:00 K.7. Fös 7/5 kl. 19:00 k.11. Fös 14/5 kl. 19:00 k.16.
Fös 23/4 kl. 22:00 aukas Fös 7/5 kl. 22:00 Fös 14/5 kl. 22:00
Mið 28/4 kl. 20:00 k.8. Lau 8/5 kl. 19:00 k.12. Lau 15/5 kl. 19:00 k.17.
Fim 29/4 kl. 20:00 k.9. Sun 9/5 kl. 20:00 k.13. Lau 15/5 kl. 22:00
Fös 30/4 kl. 19:00 k.10 Mið 12/5 kl. 20:00 k.14.
frumsýnt 10. apríl
Rómeó og Júlía í leikstjórn Oskaras Korsunovas (Stóra
svið)
Fös 14/5 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00
Í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík
Eilíf óhamingja (Litli salur)
Fim 22/4 kl. 20:00 Sun 25/4 kl. 20:00
Fös 23/4 kl. 20:00 Fös 30/4 kl. 20:00
Fyrir þá sem þora að horfa í spegil. Snarpur sýningartími
Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið)
Lau 24/4 kl. 20:00 Frums Sun 2/5 kl. 20:00
Lau 1/5 kl. 19:00 Fös 7/5 kl. 20:00
Uppsetning Bravó - aðeins 4 sýningar. Athugið: Óheflað orðbragð
Skoppa og Skrítla fagna sumri í dag
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Oliver! (Stóra sviðið)
Sun 25/4 kl. 15:00 Sun 25/4 kl. 19:00 Sun 2/5 kl. 15:00 Síð.sýn.
Allra síðasta aukasýning 2. maí komin í sölu!
Gerpla (Stóra sviðið)
Lau 24/4 kl. 20:00 Fim 6/5 kl. 20:00
Fim 29/4 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00
Sýningin sem allir eru að tala um - tryggðu þér miða!
Fíasól (Kúlan)
Fim 22/4 kl. 13:00 Aukas. Sun 2/5 kl. 13:00 Sun 16/5 kl. 15:00
Fim 22/4 kl. 15:00 Aukas. Sun 2/5 kl. 15:00 Lau 22/5 kl. 13:00
Lau 24/4 kl. 14:00 Lau 8/5 kl. 13:00 Lau 22/5 kl. 15:00
Lau 24/4 kl. 16:00 Lau 8/5 kl. 15:00 Lau 12/6 kl. 13:00
Sun 25/4 kl. 13:00 Sun 9/5 kl. 13:00 Lau 12/6 kl. 15:00
Sun 25/4 kl. 15:00 Sun 9/5 kl. 15:00 Sun 13/6 kl. 13:00
Mið 28/4 kl. 17:00 Aukas. Lau 15/5 kl. 13:00 Sun 13/6 kl. 15:00
Lau 1/5 kl. 13:00 Lau 15/5 kl. 15:00
Lau 1/5 kl. 15:00 Sun 16/5 kl. 13:00
Spilaðu lagið, hér er slóðin; http://www.youtube.com/watch?v=MxghyCNAYAI
Hænuungarnir (Kassinn)
Fim 22/4 kl. 20:00 Aukas. Þri 27/4 kl. 20:00 Aukas. Fös 30/4 kl. 20:00 Aukas.
Fös 23/4 kl. 20:00 Mið 28/4 kl. 20:00 Aukas. Lau 1/5 kl. 20:00
Lau 24/4 kl. 20:00 Fim 29/4 kl. 20:00 Aukas. Sun 2/5 kl. 20:00 Aukas.
Uppselt út leikárið - haustsýningar væntanlegar í sölu!
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Fim 22/4 kl. 19:00 Frums. Lau 1/5 kl. 19:00 4.k Fös 21/5 kl. 19:00
Fös 23/4 kl. 19:00 2.k Fös 7/5 kl. 19:00 5.k Lau 22/5 kl. 19:00
Þri 27/4 kl. 13:00 Aukas. Lau 8/5 kl. 19:00 6.k Sun 30/5 kl. 19:00
Mið 28/4 kl. 13:00 Aukas. Mið 12/5 kl. 19:00 7.k
Fös 30/4 kl. 19:00 3.k Fös 14/5 kl. 19:00 8.k
Ath. sýningarnar hefjast kl. 19:00
Af ástum manns og hrærivélar (Kassinn)
Fim 20/5 kl. 20:00 Frums. Fim 27/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00
Fös 21/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00
Lau 22/5 kl. 20:00 Fim 3/6 kl. 20:00
Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík
Bræður (Stóra sviðið)
Fim 27/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.