Morgunblaðið - 22.04.2010, Page 48

Morgunblaðið - 22.04.2010, Page 48
Snæfell frá Stykkishólmi hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Jeb Ivey um að leysa Sean Burton af hólmi. Snæfell er í miðjum klíðum að berjast við Keflvíkinga um Íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik. Keflavík er 1:0 yfir í rimmunni en annar leikurinn fer fram í Stykkis- hólmi í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að landa titlinum. »2 Jeb Ivey blandar sér í slaginn með Snæfelli FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 112. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Nýtt eldgosaskeið að hefjast? 2. Gerir hlé á ræktun og búskap 3. Ísland alræmt og þjóðin í sjálfsleit 4. Bestu og verstu eldfjalla … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gæðarokksveitin Ensími leggur í sína fjórðu plötu um helgina. Sam- kvæmt Franz Gunnarssyni gítarleik- ara munu meðlimir planta sér í Sund- laugina um helgina þar sem grunnar verða teknir upp „lifandi“. Morgunblaðið/Golli Ensími tekur upp nýja plötu  Samningar hafa náðst um leikferð Borg- arleikhússins og Vesturports með leikritið Faust í leik- stjórn Gísla Arn- ar Garðarssonar til hins virta leikhúss Young Vic í London kom- andi haust. Frumsýnt verður 1. októ- ber og verður sýnt í sex vikur sam- fleytt. Faust sýnt í hinu virta Young Vic-leikhúsi  Endless Dark sigraði fyrr á árinu í undankeppni GBOB á Íslandi og mun því keppa fyr- ir hönd Íslands í úrslitunum sem fara fram í London 27. apríl næstkom- andi. Hljómsveitin hitar upp á Sódómu í kvöld ásamt ný- krýndri sigursveit Músíktilrauna, Of Monsters & Men, In Memoriam og Cliff Clavin. Endless Dark hitar upp fyrir GBOB Á föstudag Hæg suðaustlæg átt, en 8-10 m/s sunnan- og vestantil síðdegis. Slydda með köflum sunnan- og vestanlands og hiti 0- 5 stig. Annars bjart og vægt frost. Á laugardag Austlæg átt, 8-15 m/s. Dálítil slydda sunnantil, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt, bjartviðri vestanlands, stöku él um NA-land en austan 3-8 m/s sunnantil og snjókoma með köflum. Hiti 0 til 5 stig sunnan- og vestantil. VEÐUR Arjen Robben tryggði Bay- ern München 1:0-sigur gegn Lyon í fyrri viðureign lið- anna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en liðin áttust við í Münch- en í gærkvöldi. Þetta var 20. mark Hollend- ingsins fyrir lið Bæjara á leiktíð- inni. »3 Robben var hetja Bæjara gegn Lyon Úrslitakeppnin um Íslandsmeist- aratitil karla í handknattleik hefst í dag þegar Valur leikur við Akureyri og Haukar mæta HK. Haukar þykja sigurstranglegastir en á Akureyri er mesta stemningin í kringum hand- boltann. Morgunblaðið fjallar ítarlega um það sem framundan er í bar- áttunni um titilinn. »4 Haukar líklegastir í upp- hafi úrslitakeppninnar ÍÞRÓTTIR DIMITTERINGAR menntaskóla eru vorboðar í huga margra og í gær mátti sjá fótboltabullur, krónupeninga, súmóglímukappa og fleiri skraut- legar fígúrur á lóð Menntaskólans í Reykjavík. Eins og við var að búast vöktu útskriftarnem- endur skólans talsverða athygli vegfarenda en vafalaust eru flestir orðnir vanir þessum árlega viðburði þar sem nemarnir skemmta sér saman í síðasta sinn áður en stúdentsprófin hefjast. GLÍMDU Á LÓÐ MENNTASKÓLANS Í REYKJAVÍK Morgunblaðið/Ernir Eftir Andra Karl andri@mbl.is BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness er einhuga í endurskoðun á katta- samþykkt bæjarins. Færa á hana til samræmis við samþykkt um hunda- hald, setja á skráningarskyldu og leggja á sambærilegt árlegt eft- irlitsgjald. Það hefur verið tæpar tíu þúsund krónur fyrir hvern hund en einnig er ráðgert að hækka það. Að sögn Þórs Sigurgeirssonar, formanns umhverfisnefndar Sel- tjarnarness, er verið að færa katta- samþykktina til nútímans, en nú- gildandi samþykkt er frá árinu 1996. Settar verða takmarkanir á kattahald og ómerktir kettir fjar- lægðir af starfsmönnum bæjar- félagsins. „Það hefur verið vanda- mál með lausagöngu katta, og okkur þótti eðlilegast að gera þetta með þessum hætti, þ.e. til að gæta jafnræðis milli þessara hópa sem halda dýr.“ Önnur stór ástæða fyrir endur- skoðun bæjarstjórnar á samþykkt- inni er áhrif lausagöngu katta á fuglalífið. „Margir hafa horft upp á kettina vasast í ungum og öðru á varptíma, og það er erfitt að hafa hemil á eðli dýrsins. Við vildum ekki taka skrefið til fulls og banna það með öllu en þessar reglur miða að því að stemma stigu við kattahaldi.“ Vilja takmarka kattahald Bæjarfulltrúar á Seltjarnarnesi vilja ársgjöld á ketti Í HNOTSKURN »Samþykkt var á fundi um-hverfisnefndar að senda drög að nýrri kattasamþykkt til heilbrigðisnefndar Kjós- arsvæðis til umsagnar. »Fái hún jákvæða umsögnverður hún afgreidd í bæj- arstjórn og tekur þá gildi um næstu áramót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.