Morgunblaðið - 28.04.2010, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.04.2010, Qupperneq 7
Fæst í bókaverslunum um land allt. Ný bók að vestan Nú sláum við á léttari strengina í viku bókarinnar! „Ólafur Ragnar Grímsson, ég er að kalla” Það var á sokkabandsárum Ólafs Ragnars Grímssonar, núverandi forseta Íslands, á Þing- eyri. Amma hans, Sigríður Egilsdóttir, þurfti þá stundum að kalla á strákinn í háttinn á kvöldin. Opnaði hún þá gjarnan gluggann á svefnherbergi þeirra hjóna og kallaði með hléum: „Óli.“ Ekker svar. „Ólafur.“ Ekkert svar. „Ólafur Ragnar.“ Ekkert svar. „Ólafur Ragnar Grímsson. Ég er að kalla.“ Og þá gegndi stráksi loks og þorði ekki annað en hlaupa heim í einum spretti! (Sögn nokkurra æskufélaga Ólafs) „Gálgahúmor og nokkur kaldhæðni einkennir skaplyndi og viðmót Vest- firðinga, sem gera óspart grín að sjálfum sér og bestu vinum sínum. Í því er fólgin mikil væntumþykja og mönnum hlýnar innanbrjósts þegar þeir hafa orðið illa fyrir barðinu á vinum sínum. Þeir vita þá að það er munað eftir þeim. Vestfirðingurinn er hertur af umhverfi sínu og hann hefur þraukað við óblíð kjör í hundruð ára. Hann hefur lifað á fiski og fjörubeit þegar aðrir landsmenn hafa soltið í hel eða fallið í plágum. Hann er þrjóskari en sauðkindin og trúir því enn þann dag í dag að nálægðin við fiski-miðin muni verða honum til bjargar eins og fyrr.” Pétur Bjarnason frá Bíldudal Upp me ð húmo rinn! Oft var þörf en nú er algjör n auðsyn . Sýnishorn úr bókinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.