Morgunblaðið - 28.04.2010, Page 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ÚRSLITAKEPPNI 12 grunn-
skólaliða í Skólahreysti fer fram í
Laugardalshöll annað kvöld og er
mikil spenna í loftinu, jafnt í skól-
unum sem viðkomandi bæjar-
félögum.
Hjónin Andrés Guðmundsson og
Lára B. Helgadóttir hafa haft um-
sjón með keppninni frá upphafi.
Lára segir að í nógu sé að snúast
fyrir keppnina og tækjum verði
komið fyrir í Höllinni í nótt. „Að-
alspennan er í skólunum,“ segir
hún. Lára bætir við að lið og stuðn-
ingsmenn frá fjarlægari stöðum
eins og Egilsstöðum, Ísafirði og
Dalvík eigi langa ferð fyrir höndum
og ætla megi að spennan magnist
eftir því sem nær dregur.
Lið Lindaskóla, Lágafellsskóla
og Heiðarskóla stóðu sig einna best
í riðlakeppninni en Lára segir að
ekkert sé öruggt þegar í úrslitin sé
komið. Þó nokkuð langur tími sé
frá því riðlakeppninni lauk og því
hafi keppendur haft góðan tíma til
þess að undirbúa sig fyrir úrslitin,
bæta það sem hafi þurft að bæta og
styrkja sig á allan hátt. „Þetta er
alltaf spurning um hvað keppendur
hafa lagt mikið á sig,“ segir hún.
„Úrslitakeppnin er því alveg óskrif-
að blað.“
Mikill stuðningur
Stuðningsmannalið skólanna
vöktu mikla athygli í riðlakeppn-
inni. Lára segir að í fyrsta sinn
mæti nú stuðningsmannalið með
keppnisliðunum utan af landi í úr-
slitakeppnina. Ástæðan sé stemn-
ingin sem hafi skapast í kringum
keppnina úti um allt land.
Lára bendir líka á að bæjar-
félögin standi saman. „Krakkar í
Hafnarfirði ætla að mæta til þess að
styðja sinn skóla og krakkarnir í
Varmárskóla mæta til þess að
styðja liðið frá Lágafellsskóla í
Mosfellsbæ. Þetta er nýtt og ég
efast ekki um að þetta verður fjöl-
mennasta úrslitakeppnin hingað
til.“
Tvö glæsileg met standa eftir
riðlakeppnina í vetur. Birta Jóns-
dóttir úr Varmárskóla hékk á slá í
sex mínútur og 28 sekúndur, en
Sigurlaug Sigurðardóttir úr Voga-
skóla átti fyrra metið, hékk í 5:27
mínútur 2006. Valgarð Reinardsson
úr Lindaskóla náði 79 dýfum og sló
ársgamalt met Pálma Rafns Stein-
dórssonar úr Foldaskóla, 67 dýfur.
Úrslitin eru
óskrifað blað
Lið 12 grunnskóla keppa til úrslita í
Skólahreysti í Laugardalshöllinni
Fögnuður Skólafélagar Birtu Jónsdóttur í Varmárskóla fagna meti hennar í riðlakeppninni.
Met Valgarð Reinardsson í Lindaskóla náði 79 dýfum í riðlakeppninni.
Úrslitakeppnin í Skólahreysti
verður sýnd beint í Sjónvarpinu.
Útsendingin hefst klukkan
20:00 annað kvöld og er gert
ráð fyrir að henni ljúki um kl.
21:50.
Austurbæjarskóli, Öldusels-
skóli, Grunnskólinn á Hellu, Eg-
ilsstaðaskóli, Dalvíkurskóli,
Giljaskóli, Varmalandsskóli,
Grunnskólinn á Ísafirði, Linda-
skóli, Heiðarskóli/Reykja-
nesbæ, Lágafellsskóli og Lækj-
arskóli í Hafnarfirði keppa í
úrslitunum að þessu sinni.
Beint í Sjónvarpinu
Reginn ehf. dótturfélag Landsbankans (NBI hf.) hefur falið Fyrirtækja-
ráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í Eignarhaldsfélaginu
Smáralind ehf. sem á og rekur verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi.
Seljandi hlutafjárins er Fasteignafélag Íslands ehf. sem er í eigu Regins
ehf. Fasteignafélag Íslands hefur átt í fjárhagserfiðleikum, en efnahagur
Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. er og hefur verið traustur.
Verslunarmiðstöðin Smáralind var opnuð árið 2001 og hefur frá stofnun
verið mikilvægur þáttur í verslun á Íslandi. Smáralind er stærsta verslunar-
miðstöð landsins, hún er 62.730 fermetrar að stærð og þar af nýtast
40.490 fermetrar undir verslun.
Starfsemi félagsins felst í útleigu, rekstri, viðhaldi og uppbyggingu
verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar. Kaupandinn verður einn eigandi
húsnæðisins.
Söluferlið hefst formlega með þessari auglýsingu og er opið öllum
áhugasömum fjárfestum, sem standast hæfismat og sýnt geta fram á
fjárfestingargetu umfram 500 milljónir króna.
Unnt er að nálgast allar frekari upplýsingar um söluferlið, um félagið sem
til sölu er og önnur nauðsynleg gögn, þar með talda trúnaðaryfirlýsingu
og hæfismat, á heimasíðu Landsbankans, landsbankinn.is.
Frestur til að óska eftir þátttöku í ferlinu rennur út klukkan 16.00
þriðjudaginn 25. maí 2010.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
19
19
N
B
Ih
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n)
,k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
Verslunarmiðstöðin
Smáralind til sölu
landsbankinn.is | 410 4000
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
UNNIÐ hefur verið að því um
nokkurn tíma að flytja inn eðlur og
snáka til að hafa til sýnis í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í
Reykjavík. Að sögn Tómasar Ósk-
ars Guðjónssonar, forstöðumanns
garðsins, er stefnt að því að fá dýr-
in til landsins fyrir 20 ára afmæl-
isfagnað garðsins 19. maí næstkom-
andi.
Verða dýrin flutt inn frá Frakk-
landi og fáist öll tilskilin leyfi þar
kemur næst til kasta íslenskra yf-
irvalda, einkum embættis yfir-
dýralæknis sem þarf að veita inn-
flutningnum blessun sína.
Tómas segir í raun allt vera klárt
í garðinum. Búið er að setja upp
sérútbúna sýningarskápa og þjálfa
starfsfólk til að meðhöndla þessi
dýr, sem eru framandi fyrir Íslend-
ingum. Hefur starfsfólk Hús-
dýragarðsins m.a. farið utan til
Kaupmannahafnar í þjálfun hjá
starfsfólki dýragarðsins þar.
Um er að ræða tvær snákateg-
undir, annars
vegar litla kyrki-
slöngu og hins
vegar kornsnák.
Hvorug tegundin
er eitruð, að
sögn Tómasar,
og henta þær vel
til fræðslustarf-
semi og sýninga í
húsdýragörðum.
Þá stendur til
að fá hingað tvær tegundir af eðl-
um. Annars vegar er það iguana-
eðla, sem getur orðið nokkuð stór-
vaxin, eða allt að metri á lengd í
fullri stærð. Hins vegar er það
skeggdreki, sem er nokkuð minni
eðlutegund og meðfærilegri.
Pöntuð hafa verið ung dýr sem
ala á upp í fulla stærð í garðinum í
Laugardal, ef allt gengur að ósk-
um.
„Þetta eykur breiddina hjá okkur
í garðinum. Núna fá reykvísk börn
og önnur börn á Íslandi tækifæri til
að skoða svona dýr og fræðast um
þau,“ segir Tómas og er vongóður
um að þessi áform gangi í gegn.
Snákur Kornsnákurinn verður ekki
svo ólíkur þessum að gerð.
Eðlur og snákar
í Húsdýragarðinn
Stefnt að komu þeirra fyrir 20 ára
afmælisfagnað garðsins 19. maí nk.
Eðla Tegundin sem hingað kemur
er iguana-eðla, græn og væn.
Tómas Óskar
Guðjónsson