Morgunblaðið - 28.04.2010, Síða 14
14 Viðskipti
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010
Í HNOTSKURN
»Nýju bankarnir sem skila-nefndirnar hafa tekið yfir
eru lítill hluti eignasafns
þeirra.
»Eigið fé Arion banka erinnan við 10% heildar-
eigna skilanefndar Kaup-
þings.
»Skuldabréf á Landsbank-ann gætu verið áhættu-
vörn gegn gengisveikingu
krónunnar.
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
LÍKLEGRA er að kaupendur
skuldabréfa gömlu bankanna horfi
til endurheimtu úr þrotabúi þeirra
fremur en eignarhlutar í nýju bönk-
unum. Agnar Hansson, forstöðu-
maður markaðsviðskipta hjá H.F.
Verðbréfum, segir að bankarnir sem
skilanefndir Kaupþings og Glitnis
hafi tekið yfir séu lítill hluti heildar-
eigna skilanefndanna. „Arion banki
er til að mynda mjög lítill hluti heild-
arpakkans hjá skilanefnd Kaup-
þings. Ég held að menn séu hóflega
bjartsýnir á hversu mikið kemur út
úr þeirri eign. Eigið fé Arion er 70-80
milljarðar, en heildareignir skila-
nefndar Kaupþings eru yfir 1.500
milljarðar,“ segir Agnar.
H.F. Verðbréf hafa á síðustu miss-
erum í mörgum tilfellum haft milli-
göngu um kaup og sölu á skuldabréf-
unum. „Viðskipti með skuldabréf
gömlu bankanna eru þó mun stopulli
en áður og veltan minni eftir að
kröfulýsingarfrestur rann út,“ segir
hann.
Undarleg verðhækkun
Skuldabréf á gamla Landsbank-
ann hafa hækkað mikið á síðustu
mánuðum. Agnar segir verðþróun á
bréfunum illskiljanlega. Þó kunna
þeir sem kaupa bréfin að vonast eftir
því að dómstólar muni hnekkja neyð-
arlögunum og breyta þannig kröfu-
röð í þrotabú Landsbankans sem
myndi auka heimtur almennra
kröfuhafa. „Þó er vert að hafa í huga
að krafa Tryggingarsjóðs innstæðu-
eigenda og fjárfesta (TIF) í þrotabú
Landsbankans hefur verið fest í
krónum. Ef íslenska krónan veikist
mjög mikið verða endurheimtur úr
Landsbankanum mun hærri en
krafa TIF hljóðar upp á. Þá er ekki
þar með sagt að íslenska ríkið nái að
loka sinni kröfu frá Bretum og Hol-
lendingum sem er í erlendri mynt.
Þeir sem kaupa skuldabréf á Lands-
bankann gætu því verið að verja sig
gegn gengislækkun krónunnar.“
Bankar lítill hluti
eigna skilanefnda
Hækkun skuldabréfa á Landsbankann sögð illskiljanleg
Morgunblaðið/hag
Landsbankinn Kaup á skuldabréfum á gamla bankann virka sem happ-
drættismiði um hvort neyðarlögunum verður hnekkt fyrir dómstólum.
HAGNAÐUR af
rekstri Össurar
hf. nam 10 millj-
ónum Banda-
ríkjadala, jafn-
virði nærri 1,3
milljarða króna,
eða 11% af sölu,
á fyrsta fjórð-
ungi ársins. Er
það 28% aukn-
ing frá fyrsta
ársfjórðungi 2009 en þá nam hagn-
aðurinn 7,6 milljónum dala.
Salan á fyrsta ársfjórðungi nam
alls 86 milljónum Bandaríkjadala
samanborið við 77 milljónir dala á
fyrsta ársfjórðungi 2009 sem er 8%
vöxtur. Fyrirtækið segir, að góður
vöxtur hafi verið í sölu á tveimur
stærstu vöruflokkum félagsins.
Sala á stoðtækjum jókst um 11%
og vöxtur í sölu á spelkum og
stuðningsvörum nam 6%.
Meirihluti eigna óefnislegur
Óefnislegar eignir Össurar nema
360 milljónum dollara og eru
meira en helmingur eigna félags-
ins, en alls eru þær 606 milljónir
dollara. Óefnislegar eignir, sem að
mestu leyti eru viðskiptavild, eru
þannig mun meiri en eigið fé fyr-
irtækisins, sem er 312 milljónir
dollara.
ivarpall@mbl.is
Hagnaður
Össurar
eykst
11% af sölu á fyrsta
fjórðungi ársins
Jón Sigurðsson,
forstjóri Össurar.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
SKORTUR á eftirliti með íslensku
bönkunum skýrir ekki fyllilega
bankahrunið, að mati Más Guð-
mundssonar seðlabankastjóra. Í er-
indi, sem hann hélt í tilefni af árs-
fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
Washington, sagði Már að evr-
ópska regluverkið sjálft hefði verið
gallað.
„Ég held að í Evrópu séu menn
ekki búnir að draga réttan lærdóm
af hruni íslensku bankanna og
reyndi ég að benda á þá galla sem
voru í evrópska regluverkinu fyrir
og við hrun þeirra,“ segir Már.
Meðal þess sem hann bendir á er
að samkvæmt hinu svokallaða evr-
ópska vegabréfi gátu bankar sem
höfðu starfsleyfi í einu EES-
ríkjanna starfað í þeim öllum. Marg-
ir bankar, þar á meðal þeir íslensku,
voru með umfangsmikla starfsemi
utan heimalandsins. Þrátt fyrir
þetta hafi eftirlit með fjármálastofn-
unum og bönkum verið á ábyrgð ein-
stakra ríkja. Sama hafi átt við um
innistæðutryggingakerfi.
Þá segir hann að fyrir hrun hafi
því ekki verið veitt nægileg athygli
hve mikil áhætta fylgir bankastarf-
semi yfir landamæri þar sem mis-
ræmi er milli gjalddaga skulda og
eigna í erlendri mynt. Þá hafi ekki
nægilega verið hugað að stöðu lán-
veitanda til þrautavara.
Þetta eigi sérstaklega við í tilviki
eins og á Íslandi, þar sem um sé að
ræða lítið land sem standi fyrir utan
evrusvæðið.
„Ég er ekki sjálfur viss um hvern-
ig eigi að breyta kerfinu, heldur vildi
ég vekja athygli á þeim lærdómi sem
draga þarf af hruninu,“ segir Már.
Evrópska regluverkið brást
Seðlabankastjóri segir skort á eftirliti
með bönkum ekki einu ástæðu hrunsins
Morgunblaðið/Ernir
Bankahrun Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, segir að í Evrópu séu
menn ekki að draga réttan lærdóm af bankahruninu á Íslandi.
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
EIGN fjárfestingafélagsins Kjalars í
útgerðarfyrirtækinu HB Granda er
háð niðurstöðu dómstóla í málaferl-
um félagsins gegn Arionbanka
vegna gjaldeyrisskiptasamninga
sem félagið gerði við gamla bankann.
Þetta segir Hjörleifur Jakobsson,
forstjóri Kjalars, í samtali við Morg-
unblaðið. „Ef Kjalar vinnur málið
heldur félagið hlutnum í HB Granda,
en ef málið tapast tekur Arionbanki
hlutinn,“ segir hann.
Keyptu stóran hlut 2007
Kjalar á 33,3% hlut í HB Granda,
en félagið keypti hlutinn af Kaup-
þingi í mars 2007 á ríflega sjö millj-
arða króna. Félagið fjármagnaði
kaupin í erlendri mynt. „Við vörðum
okkur þó að fullu vegna gengisbreyt-
inga á íslensku krónunni,“ segir
Hjörleifur. Bókfært eigið fé HB
Granda við síðustu áramót var ríf-
lega 130 milljónir evra, eða 23 millj-
arðar króna miðað við gengi evrunn-
ar um áramótin.
Hjörleifur segir Kjalar eiga gott
samstarf við Arionbanka, en stærst-
ur hluti skulda félagsins er þar. Ólaf-
ur Ólafsson hafi ákveðið að gefa ekki
kost á sér í stjórn vegna búsetu er-
lendis og hafi Kjalar og bankinn þá
samið sín á milli um að fulltrúi bank-
ans, Sveinn Gíslason, tæki sæti hans
í stjórn HB Granda á meðan skulda-
mál félagsins væru óleyst.
Eign Kjalars í HB Granda
háð niðurstöðu dómstóla
Fulltrúi Arionbanka tók sæti Ólafs Ólafssonar í stjórn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HB Grandi Fyrirtækið er með stórt frystihús á sínum snærum í Örfirisey.
● MATSFYRIRTÆKIÐ Standard & Po-
or’s hefur lækkað lánshæfiseinkunn
gríska ríkisins niður í svokallaðan rusl-
flokk. Við það fækkar mjög þeim sem
vilja eða mega fjárfesta í grískum rík-
isskuldabréfum og fjármögnunarmögu-
leikar Grikklands þrengjast.
Í tilkynningu frá S&P segir að mögu-
leikum Grikkja til að vinna sig út úr
kreppunni fari nú fækkandi, m.a. vegna
þess að horfur í efnahagsmálum fara
nú versnandi.
Ástandið í Grikklandi veldur fleiri
áhyggjum en matsfyrirtækjum, en
hlutabréf í Evrópu lækkuðu umtalsvert
í gær. Franska CAC-vísitalan lækkaði
um 3,8 prósent og breska FTSE-
vísitalan um 2,6 prósent. Verð á ríkis-
skuldabréfum, öðrum en grískum,
hækkaði hins vegar. bjarni@mbl.is
Grísk ríkisbréf komin í
ruslflokk hjá S&P
● FABRICE Tourre,
framkvæmdastjóri
hjá fjárfesting-
arbankanum
bandaríska Gold-
man Sachs, neit-
aði í gær ásök-
unum um að hann
hefði blekkt fjár-
festa.
Tourre bar vitni
fyrir þingnefnd í
gær, en hann er sakaður um að hafa
sagt fjárfesti, ACA, sem hann vildi
selja skuldavafning, að annar fjár-
festir, Paulson & Company, myndi
einnig fjárfesta í vafningnum. Raunin
var hins vegar sú að Paulson skort-
seldi vafninginn. Tourre er m.ö.o. sak-
aður um að hafa selt ACA vöru sem
hann vissi að væri áhættusamari en
hann vildi vera láta. bjarni@mbl.is
Tourre neitar sök
Fabrice
Tourre
● Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði
um 0,1 prósent í 12,11 milljarða króna
viðskiptum í gær. Lækkaði verðtryggði
hluti vísitölunnar um 0,2 prósent, en sá
óverðtryggði hækkaði um 0,14 prósent.
Lokagildi vísitölunnar var 184,26 stig.
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar
hækkaði um 2,93 prósent í gær, en bréf
Marels hækkuðu um 5,81 prósent og
Össurar um 4,17 prósent. Velta á hluta-
bréfamarkaði nam 224,9 milljónum
króna.
Skuldabréf lækka
Stuttar fréttir…
! "
"
# "
$ % & ' '
$
()$( $ *!
+,-./
+01.-2
+,-.3,
,,.020
,+.41
+4.-+4
++-.0/
+.2101
+0/.31
+43.42
+,-.4+
+04.2+
+,-.20
,2.331
,+.-,/
+4.-10
++0.,4
+.2421
+0/.1/
+4+.,+
,,-.+/+4
+,0.3,
+04.40
+,-.41
,2.342
,+.---
+4.0,+
++0.1
+.2441
+05.,,
+4+.10