Morgunblaðið - 28.04.2010, Síða 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010
ÁKVEÐIÐ hefur verið að evrópski risasjónaukinn E-ELT verði reistur á
3.000 metra háu fjalli í eyðimörk í Chile. E-ELT verður stærsti sjónauki
heims fyrir venjulegt ljós, um fimm sinnum stærri en stærsti sjónaukinn
sem er í notkun á jörðinni núna.
Stjarnfræðingar segja að risasjónaukinn verði svo öflugur að hann geti
ljósmyndað reikistjörnur utan sólkerfis okkar. Vonast er til að hann varpi
meðal annars ljósi á fjarlægustu og elstu fyrirbæri alheimsins, myndun
fyrstu stjarnanna, fyrstu vetrarbrautanna og fyrstu svartholanna, að því
er fram kemur á stjörnufræðivefnum. Risasjónaukinn á að rannsaka mjög
ítarlega fyrstu vetrarbrautirnar og þróun þeirra, hvernig efnisinnihald al-
heimsins og dreifing efna hefur breyst með tímanum, og mæla útþenslu-
hröðun alheimsins.
Fjallið á eyðimörkinni í Chile var valið vegna þess að þar eru að minnsta
kosti 320 heiðskírar nætur á ári, fjallið er langt frá ljósmengun og loftrak-
inn er mjög lítill.
Fjallað er ítarlega um evrópska risasjónaukann á stjörnufræðivefnum:
www.stjornuskodun.is/e-elt
Estudio R. Carrera fyrir
1
2
3
4
5
Heimild: www.eso.org
EVRÓPSKUR RISASJÓNAUKI
Myndirnar frá E-ELT verða
15 sinnum skýrari en frá
geimsjónaukanum
Hubble. Aðalspegillinn
verður 42 metra breiður,
samsettur úr 948 speglum,
en einnig er ráðgert að
nota fjóra aðra spegla og
aðlögunarsjóntækni til að
draga úr áhrifum
lofthjúpsins á ljósið
Aðalspegill
(42 m)
Safnar ljósi og beinir
því að aukaspegli
1
Aukaspegill
(6 m)
Varpar ljósinu aftur
að þriðja speglinum
sem er í miðju
aðalspegilsins
2
Aðlögunar-
sjóntækni
Til að draga úr áhrifum
lofthjúpsins á ljósið er
notaður spegill sem
leiðréttir sjónaukann í
samræmi við áhrif vinda
og annar spegill sem
getur breytt lögun sinni
nokkur hundruð sinnum
á sekúndu
3
Hvelfing
100 m að þvermáli
og 80 metra há
4
Allur búnaðurinn vegur
um 5.500 tonn og getur
snúist 360˚
5
Áætlað er að risasjónaukinn E-ELT (European Extremely
Large Telescope) kosti jafnvirði tæpra 200 milljarða króna
og verði tekinn í notkun ekki síðar en árið 2018
CHILE
Santiago
Atlantshaf
Cerro Armazones
3.060 metra hátt
Ákveðið hefur verið að stærsti sjónauki heims fyrir venjulegt ljós verði
reistur á fjalli í Atacama-eyðimörkinni í Chile, að sögn
Stjörnustöðvar Evrópu á suðurhveli
Stærsti sjónauki jarðar
reistur á fjalli í Chile
GLUNDROÐI var á þingi Úkraínu í gær þeg-
ar þingmenn slógust og köstuðu reyk-
sprengjum á fundi sem lauk með því að
ins 2042. Átökin hófust þegar tugum eggja
var kastað á forseta þingsins sem þurfti að
fela sig á bak við tvær regnhlífar.
meirihluti þingsins samþykkti umdeildan
samning við Rússland um að framlengja
leigu á flotastöð á Krímskaga a.m.k. til árs-
Reuters
SLEGIST Á ÞINGI VEGNA SAMNINGS VIÐ RÚSSA
DANSKI veitingastaðurinn
Noma, sem er þekktur fyrir
norræna matargerð, hefur
verið valinn besti veitinga-
staður heims.
Noma er í efsta sæti á lista
sem tímaritið Restaurant
Magazine birtir árlega yfir
50 bestu veitingahús heims.
Noma er til húsa í vestnor-
rænu menningarmiðstöðinni
Norðurbryggju við Strandgade í Kaupmanna-
höfn þar sem íslenska sendiráðið er. Nafn stað-
arins er skammstöfun á Nordisk Mad og hann
notar eingöngu hráefni frá Norðurlöndum.
Fram kemur m.a. á heimasíðu staðarins, að
hann bjóði upp á skyr, lúðu, villtan lax, þorsk og
þang frá Íslandi. Noma er eina danska veitinga-
húsið sem státar af tveimur Michelin-stjörnum.
Yfirmatreiðslumaður Noma er René Redzepi,
sem er 32 ára og starfaði áður á þekktum veit-
ingastöðum á borð við El Bulli. Redzepi hefur
nokkrum sinnum tekið þátt í matarhátíðinni
Food and Fun hér á landi og var heiðurskokkur
hennar í ár.
Yfir 800 matargagnrýnendur, blaðamenn og
matreiðslusérfræðingar taka þátt í valinu. El
Bulli, sem er nálægt Barcelona, er í öðru sæti á
listanum í ár eftir að hafa verið í efsta sæti í
fjögur ár. Í þriðja sæti er The Fat Duck, nálægt
Lundúnum. bogi@mbl.is
Noma besta
veitingahús
heimsins
Notar eingöngu norrænt
hráefni, m.a. íslenskt
René Redzepi
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
DMÍTRÍ Medvedev, forseti Rúss-
lands, og Jens Stoltenberg, forsætis-
ráðherra Noregs, sögðust í gær hafa
náð samkomulagi um hvernig skipta
ætti 176.000 ferkílómetra svæði sem
ríkin hafa deilt um í fjóra áratugi.
Samkomulagið er mjög mikilvægt
fyrir ríkin þar sem gjöful fiskimið
eru á svæðinu og talið er að þar séu
einnig miklar olíu- og gaslindir.
Í samningaviðræðunum, sem hóf-
ust árið 1970, kröfðust Norðmenn
þess að miðlína réði, en það hefði
haft í för með sér að svo til allt svæð-
ið félli Norðmönnum í skaut. Mið-
línureglan réð þegar Noregur, Bret-
land og Danmörk skiptu Norður-
sjónum á milli sín á öldinni sem leið.
Sovétmenn og síðar Rússar vildu á
hinn bóginn draga línu eftir lengdar-
baug frá norðurpólnum og að landa-
mærum ríkjanna. Ef Rússar hefðu
fengið þeirri kröfu framgengt hefðu
þeir fengið yfirráð yfir nær öllu
svæðinu.
Niðurstaða samningaviðræðn-
anna var að farinn verður milliveg-
ur, þannig að umdeilda svæðinu
verður skipt í tvo nánast jafnstóra
hluta. Þing landanna þurfa að stað-
festa samkomulagið.
Leggja áherslu á samstarf
Jens Stoltenberg lagði áherslu á
að samkomulagið væri í samræmi
við hafréttarsáttmála Sameinuðu
þjóðanna. Samkomulagið sýndi að
stjórnvöld í ríkjunum tveimur legðu
áherslu á samstarf og stefna þeirra í
málefnum norðurslóða byggðist ekki
kapphlaupi um auðlindir.
Medvedev tók í sama streng.
„Þetta leiðir til samstarfs á mörgum
sviðum, einkum í orkumálum,“ sagði
hann.
Leystu 40 ára gamla
deilu um Barentshaf
Samkomulag um
hvernig skipta eigi
hafsvæði með
miklar auðlindir
400 km
NOREGUR
Rússar og Norðmenn náðu í gær samkomulagi um skiptingu umdeilds
svæðis í Barentshafi eftir samningaviðræður sem hófust fyrir 40 árum.
Samkomulagið greiðir fyrir því að ríkin hefji leit að olíu og gasi á svæðinu
DEILAN UM BARENTSHAF
Heimild: UNEP Tilvitnun: ITAR-TASS
Arkhangelsk
Svalbarði
Svæði þar sem talið er að finna
megi olíu eða gas
Olíu- og gas-
lindir sem hafa
fundist
Krafa
Rússa
Krafa
Norðmanna
SVÍÞJÓÐ
FINNLAND
Frans
Jósefsland
(Rússland)
Novaja
Zemlja
Umdeilda svæðið
Verður skipt í „tvo nánast
jafnstóra hluta“
RÚSSLAND
Reuters
Fóru milliveg Dmítrí Medvedev (t.v.) og Jens Stoltenberg takast í hendur
eftir að hafa náð samkomulagi um skiptingu umdeilds svæðis í Barentshafi.